13.4.99

Á mótorfáki fráum

Sif er glæsileg þegar hún er
kominn í leðurskrúðann

Siv Friðleifsdóttir alþingismaður: 

Þegar sólin hækkar á lofti dusta mótorhjólaáhugamenn rykið afmótorfákunum, sem legið hafa í hýði yfir vetrarmánuðina. Þetta sama fólk fer þá úr hefðhundnum vinnufötum en fer t staðinn t svarta leðurgalla og setur á sig hjálm. Þá þekkir enginn þingmanninn, kaupmanninn.


Það alltaf gott þegar vorið kemur og það styttist í að maður geti notað mótorhjólið. Ég fer af stað þegar það er orðið hlýtt í veðri. Mér finnst ekkert gaman í vondu veðri og það er kaldara en margur
heldur aö þeysa um á mótorhjóli," sagði þingmaðurinn Siv Friðleifsdóttir þegar Tilveran heimsótti hana á dögunum.
   Mótorhjólin eru eins konar fjölskyldusport hjá Siv, því systkinahópurinn, tveir bræður og tvær systur, eru öll með vélhjólapróf. „Þetta er sennilega dálítið sérstakt hjá okkur að vera fjögur systkini með mótorhjólapróf, en ég og Ingunn Mai systir min eigum hjólið saman," segir Siv. Mótorhjólið er fyrst og fremst frístundagaman hjá Siv, en hún viðurkennir að hún hafi nokkrum sinn veitir manni og krafturinn sem maður finnur í tækinu. Ég hef gaman af því að ferðast á þvi á góðviðrisdögum. Það er
allt önnur og skemmtilegri tilfinning að sitja á hjóli miðað við það að vera inni í bíl. Maður sér hlutina í annarri vídd."

Vlrtist ekki þekkja mig 

Siv er glæsileg þegar hún er komin í leðurskrúðann, en hún segir leðrið lífsnauðsynlegt þegar ekið er á mótorhjóli. „Leðrið bjargar miklu; bæði hvað varðar kulda og ekki síst slysahættu. í starfi mínu sem sjúkraþjálfari hef ég í gegnum tíðina meðhöndlað marga eftir vélhjólaslys. Fólk verður að vera þess meðvitað að það getur verið hættulegt að ferðast á vélhjóli og ég reyni alltaf að fara varlega," segir Siv.
   Þegar Siv er beðin að rifja upp skemmtilega sögu í  sambandi við mótorhjólið, segir hún fyrst koma upp í hugann atvik sem átti sér stað í fyrra. „Ögmundur Jónasson var að fagna fimmtugsafmælinu sínu og ég ákvað að fara á hjólinu í veisluna. Ég setti blómvönd frá þingflokki framsóknarmanna í bakpoka og lagði af stað. Það var svolítið fyndið að þegar ég tók af mér hjálminn og heilsaði afmælisbarninu, sem þekkti mig strax, tók ég eftir því að Ólafur G. Einarsson, forseti þingsins, sem stóð við hlið Ögmundar, horfði skringilega á mig. Hann virtist ekki þekkja mig í þessari múnderingu og það var ekki fyrr en ég sagði: Blessaður, þetta er Siv, að hann kveikti á perunni og fór að hlæja," segir Siv Friðleifsdóttir.
-aþ
DV
13.04.1999