Þann 10. júlí næstkomandi verður haldinn þolakstur torfæruhjóla frá
Öndverðarnesi að Görðum.
Samkvæmt heimildum DV verður hér um einn erflðasta þolakstur sumarsins að ræða, með varasömum leiðum sem hæfa helst reyndari ökumönnum. Til að gefa leikmönnum einhverja hugmynd um hvernig keppnin verður fylgir hér lýsing á sérleiðum hennar:Leið 1. Ræst verður við hálfvitann yst á Öndverðarnesi, einn keppandi í einu með einnar mínútu millibili. Þetta er hraður og skemmtilegur útafakstursslóði en varasamur á köflum, umgirtur manndrápshrauni þar til upp úr Skarðsvíkinni er komið.
Leið 2. Gufuskálahraun, hægur kafli sem liggur með fjörunni, grýttur sandur og börð með hraunnibbum.
Leið 3. Kumblahraun. Hraður og holóttur malarsandsslóði með grashólum og kumlum er líður á. Hjólin eru teymd yfir þjóðveginn hjá Gufuskálum.
Leið 4. Mannadrápahraun. Það er mjög erfitt yfirferðar, stórgrýtt og gróft þannig að það verður að fará hægt yfir.
Leið 5. Brennubreið. Hraður en mjór slóði sem breytist í mjög hraðan og breiðan veg þegar líður á. Á þessum kafla er ekið í gegnum tvö hlið, yfir tvær ár og eina brú.
Leið 6. Mannabeinafoss. Mjög erfiður og fjölbreyttur kafli. Byrjar í brattri hlíð með slæmum, stórgrýttum hestaslóða sem hlykkjast upp með fossinum og efst er svo drullukafli. Skemmtilegur staður fyrir áhorfendur. Þá tekur við Þrælaleiðin en fram eftir henni er mjög illfært sem skánar þegar á líður.
Leið 7. Jökulháls nyrðri. Mjög hraður og skemmtilegur kafli sem er lokaður fyrir aðra umferð.
Leið 8. Aftökuhólar. Gripmikill moldarslóði með miklum loftköstum.
Leið 9. Eysteinsdalur. Hraður vikurslóði sem endar á malarslóða og lækjarfarvegi. Að lokum er ekið niður í Móðuna sem er á og undir brú, eftir gamalli flugbraut og loks teymt yfir þjóðveginn upp undir Bárðarkistu Snæfellsáss og við Beruvík.
Leið 10. Beruvík, Tröllatún og Hólahólar. Harðir, niðurgrafnir malarslóðar, lækjarfarvegir og tún.
Leið 11. Dritvík og Arnarstapi.
Erfið leið á köfium og teyma þarf yfir þjóðveg á tveimur stöðum.
Leið 12. Stapafell. Þar verður birgðabíll með bensín, verkfæri og varahluti fyrir keppendur. Aka verður svo með fram malbikuðum þjóðveginum að Jökulhálsi. Syðri hluti hans er hraður og brattur vikurslóði, allur í beygjum og brekkum, upp að Snæfellsjökli.
Leið 13. Draugagilin. Ein erfiðasta leiðin sem skilur á milli fullsterkra og amlóða. í henni eru hllðar, urðir, skriður, skurðir, drulla, gil og lækir. Skipuleggjandi keppninnar kallar hana leiðina til andskotans.
Leið 14. Valafell og Valavatn. Gamall slóði yfir Fróðárheiði með skorningum sem sjást seint. Teyma þarf yfir þjóðveg.
Leið 15. Búðaós að Görðum. Ekið niður lækjarsprænu undir brú niður að Búðaósi en þar tekur við 20 kílómetra sandfjara sem er sundurslitin af urðum og lækjum.
Leið 16. Garðar, endamark. Þar verður mótið með aðstöðu og tjaldsvæði með öllu sem til þarf. Eins og sjá má er um skemmtilega keppni að ræða sem býður upp á mikið, hvort sem er fyrir keppendur eða áhorfendur. Heyrst hefur að hugsanlega verði einhverjir erlendir keppendur með en það verður bara að koma í ljós hvort peir þora og vilja. Eftir keppnina verður svo mót í Görðum þar sem menn geta hvílt lúin bein og skemmt sér fram eftir ef þeir hafa getu til. DV mun fylgjast með þessari keppni af athygli.
-NG
DV 28.5.1999