8.11.11

Hann er svolítið lifandi strákurinn


 Mótorhjólasafn Íslands var opnað 15.mai 2011 á afmælisdegi Heiðars Þ. Jóhannssonar en hann lést í vélhjólaslysi 2006. Sá sem öðrum fremur á heiðurinn af safninu er Jóhann Freyr Jónsson 43ára oftast kallaður Jói rækja á Akureyri. Um 3000 vinnustundir liggja í sjálboðavinnu í smíði safnsins og námu styrkir til verkefnisins hátt í 100 milljónum. Það meira er: þessu grettistaki var lyft í miðri kreppu.
Hver er þessi kraftaverkamaður, Jói rækja?
 Ætli Jói rækja sé ekki fyrst og fremst maður með ástríðu fyrir lífinu og þá ekki síst mótorhjólum.
Hvaðan fær hann viðurnefnið ?

" Viðurnefnið kviknaði þegar ég var að vinna í Slippnum fyrir langalöngu. Það var rækjuréttur í matinn sem ég ekki borðaði og þá sagði ég upphátt svo allir heyrðu: Oj, rækja! svo festist þetta bara við mig.

Hræðist fátt.

Jói er fæddur og uppalinn Akureyringur. Hann bjó í 10 ár í Reykjavík en fluttist aftur norður upp úr aldamótunum. Hann vann mikið á skemmtistöðum hér áður fyrr og hefur starfað við mótorhjól sem fátt eitt sé nefnt. "Ég hef aldrei hræðst að prófa nýja hluti, þess vegna hef ég stokkið í allann fjandann og hef fyrir vikið dálítið breytt svið að baki".
Hann býr með syni sínum við Grundargötu. Á kærustu en þau búa ekki saman. Glottir og segir svo "Það er kannski ekki auðvelt að búa með manni sem notar eldhúsið til að gera við mótorhjól."
Og viti menn. Þegar blaðamaður litast um í eldhúsinu hjá Jóa sem viðtalið fór fram, kemur í ljós mótorhjól í öðrum enda vistarverunar. Reyndar eru mótorhjól eða ummerki um mótorhjól út um allt á heimilinu og fyrir framan húsið hellingur af vespum sem Jói ætlar að leigja út í sumar " En það hefur ekki unnist tími til þess," segir hann og kímir.

Reif allt í sundur

Mótorhjólaástríðan kviknaði þegar Jói var tíu ára gamall.  Þá leyfði Heiddi (Heiðar Jóhannsson föðurbróðir heitinn) honum að prófa mótorhjól í fyrsta skipti.  Þar með var teningunum kastað.
" Ég var litli óþolandi frændinn, tækjaóður ,breytti reiðhjólunum mínum og bara öllu. Ef ég eignaðist eitthvað þá reif ég það strax í sundur því ég vildi vita hvernig það virkaði."
Hann fann síðar hvað hann fittaði vel inn í  samfélag mótorhjólamanna og æ síðan fundist félagskapurinn einstakur, hann játar aðspurður að mótorhjólafólk hugsi oft meira um andleg mál en gengur og gerist en minna um hið veraldlega, þá sé hjálpsemi mótorhjólamanna einstök. Ef einn lendir í vanda þá eru hinir fljótir að koma til bjargar. Hann segir að auðvitað séu til svartir sauðir til í öllum félagskap en telur að umburðalyndi gagnvart mótorhjólafólki mætti vera betra.

Það er til endalaus orka

Litli óþolandi frændinn hans Heidda sem allt reif í sundur átti eftir að verða einn af bestu vinum hans.Og í dag er vinahópurinn stór enda Jói rækja sagður eiga erfitt með að neita fólki um greiða. Sólahringurinn endaoftlangur hjá honumog margar hendur á lofti. " það er allt í lagi. ég er ofvirkur þannig að ég þarf ekki að sofa neitt mikið" segir hann.
Lítur hann á það sem blessun að vera ofvirkur? " Já ég lít á það sem blessun að hafa fæðst árið 1968 áður en þeir fundu upp rítalínið. Mamma sagði einfaldlega: Hann er svolítið lifandi strákurinn og ég væri ekki sá maður sem ég væri í dag ef búið væri að þjappa mér saman með lyfjum alla ævi"
Engir gallar við þetta ástand?
"jú þetta er kannski að sumu leyti svolítið erfitt en það er alveg yndislegt að geta hamast, það er til endalaus orka."
Hvað er erfiðast? "Svefnleysið. Ég á það til að taka andvökur en það er eitthvað sem bara venst. Maður venst bara því að glápa upp í loftið á nóttunni".

Aukin einstaklingshyggja

Við ræðum nánar vináttu og greiðasemi. Jóa finnst einstaklingshyggja fara vaxndi í samfélaginu, í æ ríkari mæli hugsi hver aðeins um sjálfan sig. Á Akureyri sé ástandið þó skárra en í Reykjavík. "Hér eimir enn að þessari vinahugsun, að menn komi og segi: mig vantar hjálp. Einn reddar öðrum og fær greiða í staðinn, svona vinnuskiptahjálpsemisdæmi. En hér hafa líka orðið miklar breytingar. þegar ég var ungur þá voru götupartý í flestum götum hér a.m.k. einu sinni á ári en þau eru orðin mjög sjaldgæf. Bara svo eitt dæmi sé tekið"
Við ræðum heima og geyma og iðulega ber frændann á góma sem fallinn er frá, en hefur verið reistur glæstur minnisvarði og minningu hans haldið á lofti. Jói man mjög skýrt hvernig honum varð við að fregna andlátið. "Ég ók rútu en hann fór á undan og lendir svo í slysinu og deyr. Ég var ekki í símasambandi lengi og vissi ekkert en svo brjáluðust allir farsímar í rútunni. Ég hugsaði þá bara um að halda áfram að keyra, þorði ekki að stoppa heldur ók og ók sem leið lá þangað til ég komst til vinkonu minnar þar sem ég brotnaði saman. Þetta var ólýsanlegt."

Öllu skellt í hrærivélina

Heiddi hafði sjálfur verið að leita að húsnæði fyrir mótorhjólin sín og Jói og fjölskylda hans ákvað strax að honum gengnum að draumur hans fengi að rætast. " Að koma upp þessu safni var spurning um ástríðu, þrjósku, ofvirkni, og þrautsegjuog þegar því var öllu skellt saman í hrærivél gekk þetta upp."
Jói frábiður sér þó að honum sé þakkað einum.Fjölmargir eigi heiður og þakklætiskilið, enda muni hann varla eftir að hafa fengið neitun hjá nokkrum þeim sem beðinn var um hjálp. 
"Og þetta er rétt að byrja. Næst er að taka eftri hæðina á safninu í notkun. Það gæti orðið með vorinu 2012,"segir Jói eækja með kaffibollann sinn og góðaskapið.
Akureyri BÞ

4.11.11

Á 215 km hraða á hádegi í BolungarvíkurgöngumÍbúum Ísafjarðar og Bolungarvíkur stendur ógn af hópi ungra ökumanna sem ekur á yfir 200
kílómetra hraða í gegnum Bolungarvíkurgöng. Vegagerðin hefur mælt 24 farartæki á yfir 170 frá
því göngin voru opnuð og trúa starfsmenn vart eigin augum. Það gerir löggan, þekkir hópinn en
nær ekki því hópurinn vaktar ferðir löggunnar fyrir ógnarhraðaksturinn.

Ungir ökumenn stunda að aka um Bolungarvíkurgöng á ofsahraða. Þeir fylgjast með ferðum
lögreglunnar og tilkynna félögum sínum hvenær óhætt sé að fara í gegn, segir Önundur Jónsson, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum. Mælingar vegagerðarinnar í göngunum mældu vélhjól á 215 kílómetra hraða á klukkustund í göngunum í mars. Hjólið fór um göngin 24 mínútur í tólf á hádegi á þriðjudegi. Vegagerðin mældi níu ferðir á yfir 170 kílómetra hraða á klukkustund á tæpum tuttugu
mínútum. Ekið var fram og til baka, á öfugum vegarhelmingi og réttum, þennan dag. Hjólin gætu því hafa verið fleiri en eitt.

Trúa vart eigin gögnum 

Vegagerðin tók tölurnar saman eftir fyrirspurn Fréttatímans. Friðleifur Ingi Brynjarsson, verkefnastjóri umferðardeildar Vegagerðarinnar, rengdi  þær. „Þetta getur ekki verið.“ Margar mælinganna sýni að ógnarakstur sé stundaður um miðjan dag, þegar nokkur umferð ætti að vera í göngunum og lítið rými til frjáls hraða. „Því verðum við að draga þá ályktun, að svo komnu, að um ótrúverðug gögn sé að ræða,“ segir hann.   Önundur Jónsson, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, finnst gögnin hins vegar trúverðug. Hann viti ekki nákvæmlega hver ók í gegnum göngin á þessum hraða en hafi ákveðinn hóp drengja í huga. „Það skiptir þá engu máli þótt það sé bullandi umferð, bara ef þeir komast í gegnum göngin. Við þekkjum þennan hraðakstur og verðum varir við þetta á einkabílum okkar,“ segir hann og að lögreglan eigi við hópinn dags daglega.

Allt í botn milli hraðamyndavéla 

Önundur segir að vegna þess hve sönnunarbirgðin sé þung þegar umferðarlagabrot eru annars vegar sé lítið hægt að eiga við strákana. „Og það þótt þeir séu vel yfir flugtakshraða Fokker-véla, sem er um 150 km á klukkustund.“ Bolungarvíkurgöngin eru 5,4 kílómetrar á lengd. Um mitt sumar voru settar upp tvær hraðamyndavélar og hefur Vegagerðin ekki mælt hraðakstur yfir 170 frá því á síðasta degi júlímánaðar. „Nú er botngefið og stoppað á milli
myndavélanna,“ segir Önundur. Hraðaksturinn sé því enn til staðar.
Gunnhildur Arna Gunnardóttir
gag@frettatiminn.is

23.8.11

Haustógleði 2011

Jæja gott fólk, þá er komið að því.
 Haustógleði Tíunnar verður haldin laugardaginn 8. október.

 Nú í lok hjólavertíðarinnar er tilvalið að hittast, borða og hafa gaman saman. Í ár verður Haustógleðin haldin í Vélsmiðjunni og opnar húsið kl 19:00 og hefst borðhaldið um kl 20.

Verð á Ógleðina er 2500kr fyrir greidda félagsmenn en 3500kr fyrir aðra gesti.
 Söng- og dansolíu verður hver að koma með fyrir sig.
 Eftir matinn verða síðan ýmsar uppákomur og lifandi tónlist þar sem allir ættu að geta dansað af sér ra***atið. Og nú er spurt: hvernig fer ég að því að skrá mig á þessa frábæru skemmtun?

 Svarið er einfalt: Þú sendir tölvupóst á tian@tian.is og málið er dautt. Síðasti dagur til að skrá sig er fimmtudagurinn 6. október.

 Með haustkveðju, Óli Pálmi #208

15.7.11

Hér er allt gert af ástríðuMargir glæstir mótorfákar eru á götum Akureyrar um þessa helgi því þar standa yfir Hjóladagar 2011.

Jóhann Freyr Jónsson tekur þátt í þeim, bæði sem einstaklingur og safnstjóri Mótorhjólasafns Íslands.


Spyrnt verður á sporthjólum, hippum, fornhjólum, krossurum og vespum á Akureyri síðdegis í dag að afloknum hópakstri í Samgönguminjasafnið að Ystafelli. Hvort tveggja er á dagskrá  Hjóladaga 2011 sem lýkur með veislu og dansleik í Sjallanum á morgun með Sniglabandinu og Myrká.

Mótorhjólaklúbburinn Tían heldur utan um Hjóladagana. Tían er líka hollvinafélag  Mótorhjólasafns Íslands sem var opnað á Akureyri í byrjun sumars og á mörg fágæt hjól og fjölda mynda. „Hér eru hjól sem erfitt er að finna í dag og eru í raun einstök,“ segir safnvörðurinn Jóhann Freyr og bendir á eitt sem innan við tíu eintök eru til af í heiminum og annað með  framleiðslunúmerið 9 af þeim 60 sem framleidd voru í sérútgáfu árið 1975. 

Mótorhjólasafnið var byggt í minningu Akureyringsins Heiðars Þ. Jóhannssonar sem lést sumarið 2006 í hörmulegu bifhjólaslysi. Hann hafði dreymt um að opna safn enda átti hann mörg merkileg hjól og hluti tengda þeim og sérstök deild er helguð gripum hans.

„Bræður Heiðars hafa líka verið rausnarlegir við okkur og flutt inn mörg sjaldgæf hjól til að gefa safninu. Hér er allt gert af ástríðu,“ tekur Jóhann Freyr fram og segir sýningargripina til dæmis handpússaða með Mjallarbóni.

Sjá www. motorhjolasafn.is 

gun@frettabladid.is
Fréttablaðið 15.07.2011

8.7.11

Dagskrá Hjóladaga 2011

Fimmtudagur 14. júlí
Hittst á Ráðhústorgi kl 19:30. Hópakstur þaðan sem endar á Mótorhjólasafni Íslands. Hjóladagar 2011 settir. Vöfflur og lifandi tónlist.

Föstudagur 15. júlí
Hittst á Ráðhústorgi kl 12:30. Hópakstur í Ystafell þar sem samgönguminjasafnið verður skoðað.
Hjólaspyrna á svæði Bílaklúbbs Akureyrar þar sem keppt verður í mörgum flokkum, s.s. sporthjólum, hippum, fornhjólum, krossurum, vespum, o.fl. Dagskráin hefst kl 18:00 á svæði Bílaklúbbsins. Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á ba@ba.is, en skráningu líkur miðvikudaginn 13. Júlí kl 23:59. Það sem fram þarf að koma er nafn ökumanns, tegund hjóls, flokkur og upplýsingar um akstursíþróttafélag. Allar nánari upplýsingar er að finna á www.ba.is

Laugardagur 16. júlí
Dagskrá hefst á Ráðhústorgi kl 13:00. Þar mun fara fram keppni í þrautabraut á hjólum, pylsuát, o.fl. Markaðstorg verður á staðnum þar sem fjöldi aðila verða með mótorhjólatengdar vörur til sölu og kynnis. Swap-meet verður einnig á staðnum og hvetjum við fólk til að taka til í skúrnum hjá sér og mæta með dót sem það þarf að losna við. Umsjónaraðili verður með swap-meet og fólk þarf því aðeins að mæta með vöruna og verðhugmynd og mun umsjónaraðilinn sjá um að selja vöruna 
Um kvöldið verður síðan slegið upp heljarinnar veislu í Sjallanum þar sem svangir gestir hjóladaga geta gætt sér á grilluðum kræsingum. Þar verður einnig verðlaun afhent fyrir hjólaspyrnuna og Hjóladögum 2011 síðan formlega slitið. Hljómsveitin Sniglabandið mun síðan halda uppi stemningu fram á rauða nótt. Verð í matinn með dansleik er 5000 kall. Húsið opnar fyrir matargesti kl 20:00 en fyrir dansþyrsta ballgesti opnar á miðnætti.

25.6.11

Skutlast í hringferð um landið á hjólunum

Skutlurnar, eini kvenbifhjólaklúbbur landsins, lögðu af stað á mótorhjólum sínum í gær í hringferð um landið. Í hópnum eru um 40 konur en í hringferðina að þessu sinni tóku þær maka sína með og hópurinn því allstór.


Skutlurnar, eini kvenbifhjólaklúbbur landsins, lögðu af stað á mótorhjólum sínum í gær í hringferð um landið. Í hópnum eru um 40 konur en í hringferðina að þessu sinni tóku þær maka sína með og hópurinn því allstór.
Margar Skutlur aka um á Harley Davidson-hjólum en annars eru hjólin af ýmsum tegundum og gerðum. Lagt var af stað frá Shell við Vesturlandsveg í blíðviðri í gærmorgun. Klúbburinn var stofnaður árið 2005 og hefur meðlimum fjölgað jafnt og þétt. Stofnfélagar voru 14 en félagsmenn eru orðnir hátt í 30 talsins. Nálgast má upplýsingar um klúbbinn á www.skutlur.is.
— Morgunblaðið/Ernir

8.6.11


STÓRVIÐBURÐUR HJÓLAFÓLKS Á ÍSLANDI

Hjóladagar á Akureyri 


14.júlí til 17.júlí 2011
                                        HÖFUM GAMAN SAMAN!
Hjóladagar á Akureyri hafa nú verið nær árlegur viðburður frá árinu 2006, meðal þeirra stærstu hérlendis. Þar mætir mótorhjólafólk af öllu landinu til Akureyrar til sýna sig og sjá aðra, hjóla saman, borða og njóta skemmtidagskrár þessa daga ásamt því að sækja uppákomur, kynningar og sölusýningar fyrirtækja og einstaklinga tengdum þessum geira. Í ár verða dagarnir með stórkostlegasta móti, lengri en vanalega, nú frá fimmtudegi til sunnudags. Sá hluti sem snýr að sölubásum, kynningum og þrautabrautum fer nú fram í miðbæ Akureyrar í göngugötu og á Ráðhústorgi í samstarfi við Akureyrarstofu og Bílaklúbb Akureyrar en klúbburinn mun annast hjólaspyrnur þar sem keppt verður á nýju og glæsilegu aksturssvæði klúbbsins fyrir ofan Akureyri.

Tían, Bifhjólaklúbbur Norðuramts hefur nú dagana alfarið í sínum höndum, en segja má með sanni að Hjóladagar sé uppákoma sem sé komin til að vera.

Við viljum sjá sem flest mótorhjólafólk hér á Hjóladögum 2011, og því langar okkur að biðja þig að láta orðið út ganga, auk þess sem gaman væri að fá að vita af hópferðum klúbba til Akureyrar fyrir hátíðina, svo við getum tekið á móti ykkur, og jafnvel fylgt ykkur í bæinn og leitt hópinn að setningu dagana.

Ef þú eða klúbburinn þinn sjáið ykkur mögulegt að mæta, væri sannarlega gaman að fá ykkur, og ef þið hafið fyrirspurnir eða skemmtilegar hugmyndir varðandi dagana, er hægt að hafa samband við okkur með því að senda tölvupóst á tian@tian.is 

Þessa dagana stendur yfir skipulagsvinna, en þegar dagskrá daganna liggur endanlega fyrir munum við birta hana á www.tian.is

Með vinsemd frá AkureyriStjórn Tíunnar, Bifhjólaklúbbs Norðuramts

2.6.11

Skemmtilegt framtak hjá Drullusokkunum 2011

 Mótorhjólaklúbburinn Drullusokkar hélt mótorhjólasýningu í stóra sal íþróttamiðstöðvarinnar á laugardag. Þar voru sýnd mótorhjól af öllum stærðum og gerðum eins og sjá má á myndunum en gríðarlegur fjöldi mótorhjóla er til í Eyjum. Auk þess að geta barið dýrðina augum, var gestum boðið upp á pylsur og gos sem mæltist vel fyrir en fjölmargir sóttu sýninguna.Eyjafréttir 
2.6.2011

26.5.11

Kínversk mótorhjól:Asiawing LD 450 er álitlegur kostur


Undanfarin þrjú ár hef ég farið í landgræðsluferð með ferða- og útivistarfélaginu Slóðavinum á Vaðöldu upp undir Sultartangalóni. Í þessum landgræðsluferðum höfum við notast við fjórhjól, sexhjól og tvíhjól til að komast illfæra slóðana upp á Vaðöldu þar sem landgræðslan fer fram.


Í ár mætti formaður Slóðavina, Ásgeir Örn, sem vinnur sem þjónustustjóri hjá N1, en hann sýndi
þarna þjónustu sem þjónustustjóra sæmir og mætti með nýtt mótorhjól sem Nitro hefur nýlega hafið sölu á (Nitro er hluti af N1). Ásgeir sagði mér að spara mitt hjól, en í staðinn færði hann mér að ferðaþjónustunni Hólaskógi glænýtt hjólið til prufuaksturs með kveðju frá Ragnari Inga  verslunarstjóra Nitro.

Álitlegur kostur 

Asiawing LD 450 heitir hjólið og er álitlegur kostur fyrir þá sem vilja eiga kost á að keyra mótorhjól jafnt á malarvegum, vegslóðum eða á bundnu slitlagi. Hjólið er með 449 rúmsentimetra vél, er skráð 25kw við 7500 snúninga og er 120 kíló. Hjól sem byrjendur mega keyra sem fyrsta mótorhjól (17-19 ára). Í byrjun var ég hálf ragur að vera á svona glænýju hjóli sem ég átti ekki, en vitandi að malarvegurinn frá Hólaskógi er ekki sá besti á landinu var ég frekar kvíðinn, og eftir að hafa skoðað hjólið vel setti ég í gang og prófaði. Fyrstu metrarnir voru frekar óþægilegir og eftir um 300 metra akstur heyrði ég ljótt hljóð fyrir aftan hjólið, snarstoppaði og leit við. Þetta var bara skráningarnúmeraplatan sem var þarna skoppandi í grjótinu (einhver hefur gleymt að festa númerið tryggilega). Ég rölti til baka, tók númeraplötuna og setti í bakpokann. Næstu tveir kílómetrarnir voru frekar óþægilegir enda var vegurinn mjög grófur, en eftir um 10 km akstur fann ég hvernig hjólið var
að mýkjast smátt og smátt (ég var greinilega löngu búinn að gleyma hvernig nýju hjólin mín voru fyrstu 30-50 km, en síðast keyrði ég svona nýtt mótorhjól fyrir 15 árum). 

Bæði með sparkstart og rafstart 

Fínmunstruð dekkin gripu betur en ég hafði fyrirfram búist við, þrátt fyrir of mikinn loftþrýsting á grófu yfirborði vegarinns, en á malbikinu voru dekkin algjör draumur, enginn hristingur né titringur og loftmagnið rétt fyrir malbiksakstur. Asiawing er bæði með sparkstart og rafstart (fyrir hægri löpp og er mjög auðvelt að sparka hjólinu í gang verði rafgeymirinn eitthvað slappur). Start takkinn er á stýrinu fyrir hægri þumal. (Ég er vanur að þurfa að sparka torfæruhjólum í gang með startsveif utan á mótornum og oft þarf að sparka nokkrum sinnum. Startaratakkinn er oft nefndur hamingjutakki af þeim sem hafa lengi átt hjól sem þarf að sparka í gang.) Vinstra megin á stýrinu er svo innsogið. Sá ókostur er við innsogið að maður verður að halda því inni með vísifingri og sleppa ekki á meðan vélin er að volgna, en ef maður sleppir fer innsogið af. Þjöppuhlutfall vélarinnar er 11:1 og því nóg að nota 95 oktan bensín á hjólið, en persónulega mæli ég með því að ef þjöppuhlutfall vélar fer yfir 11,5 á móti 1 þá sé skynsamlegt að nota 98 oktan bensín.  Bensíntankurinn tekur ekki nema 8,5 lítra, sem ætti að skila manni á bilinu 100-140 km, en flest önnur hjól af svipaðri stærð eru með svona litla bensíntanka (ég vil að hjól séu með það stóra bensíntanka að maður komist á þeim a.m.k. 200 km).

Hentar best sem innanbæjar

„snatthjól“ Eftir rúmlega 100 km akstur var ég vel sáttur með hjólið sem ferðahjól á íslenskum malarvegum og á bundnu slitlagi er hjólið mjög gott. Hjólið tel ég að henti best sem innanbæjar
„snatthjól“ og í stuttar malarvegaferðir, en þetta er að mínu mati ekki keppnishjól nema með nokkrum
breytingum s.s. grófari dekkjum, snarpari blöndungi o.fl., en þeir hjá Nitro geta breytt hjólinu  (persónulega mundi ég ekki breyta neinu, því hjólið uppfyllir allar mínar þarfir eins og það er).
Asiawing kostar 799 þúsund, skráning innifalin og Nitro/N1 býður upp á ýmsa lánamöguleika,
t.d. bílalán, N1 hjólalán og kortalán vaxtalaus til 6 mánaða (nánar á www.nitro.is).
Bændablaðið  
26. maí 2011

Mótorhjólasafn Íslands á Akureyri var opnað fyrr í mánuðinum

Stefnan að safnið sé lifandi stofnun

Mótorhjólasafn Íslands á Akureyri var formlega opnað 15. maí sl. Safnið er til minningar um Heiðar Þ. Jóhannsson sem lést sumarið 2006 í hörmulegu bifhjólaslysi í Öræfasveit, á leið heim af landsmóti Sniglanna.

Mótorhjólasafn Íslands á Akureyri var formlega opnað 15. maí sl. Safnið er til minningar um Heiðar Þ. Jóhannsson sem lést sumarið 2006 í hörmulegu bifhjólaslysi í Öræfasveit, á leið heim af landsmóti Sniglanna. Safnið var opnað á afmælisdegi Heiðars, sem hefði orðið 57 ára ef hann hefði lifað. Húsið var sérstaklega byggt undir safnið og stendur við Krókeyri inn undir flugvelli.
Jóhann Freyr Jónsson safnstjóri segir að kostnaðurinn við uppbyggingu safnsins nálgist nú 80 milljónir króna. „Húsið er um 800 fermetrar að stærð og við höfum tekið í notkun helminginn, neðri hæðina. Á efri hæðinni verður kaffistofa, sýningarsalur og ráðstefnusalur og við stefnum að því að húsið verði að fullu komið í notkun á næsta ári. Safnið er gjöf til íslensku þjóðarinnar og gaman er að segja frá því að það er skuldlaust í dag. Margir hafa lagt hönd á plóginn, fyrirtæki, einstaklingar, stofnanir og síðast en ekki síst fjölskylda Heiðars Þ. Jóhannssonar.“

Vantaði slíkt safn á Íslandi

Ísland og Grænland hafa verið einu löndin í Evrópu þar sem ekki hefur verið sérstakt mótorhjólasafni. Þörfin hefur því verið sannarlega brýn, enda er saga mótorhjólsins hér á landi um margt merkileg og spannar eina öld. Safninu er ætlað það hlutverk að sýna og varðveita söguna, auk þess að varðveita minningu Heiðars og þau spor sem hann skildi eftir sig í hjólamenningu landsins. Hann hafði um margra ára skeið safnað mótorhjólum og munum tengdum þeim. Heiðar átti sér þann draum að opna sérstakt mótorhjólasafn og því segja aðstandendur safnsins ánægjulegt að opna hafi mátt safnið á afmælisdegi hans.
„Hér er sérstakur salur sem er tileinkaður Heiðari,“ segir Jóhann safnstjóri og bætir við fjölmargir hafi skoðað safnið frá því það var opnað, fyrstu helgina hafi gestir verið á bilinu 500 til 600.

„Við erum með til sýnis nærri fimmtíu hjól en safnið á hátt í eitt hundrað hjól. Ýmsir munir bætast við nánast daglega, þannig að það verður hægt að skipta út munum reglulega. Sjálf mótorhjólin eru af öllum stærðum og gerðum. Við erum til dæmis nokkur bresk hjól sem eru mjög sjaldgæf og koma án efa til með að vekja verðskuldaða athygli. Við erum rétt að klára að setja saman fyrsta stóra lögregluhjólið sem notað var á Akureyri. Þetta er Motoguzzi, ítalskur gæðagripur og við erum óskaplega stoltir yfir því að geta sýnt þetta fræga hjól.“

Mikill áhugi


Meðalaldur hjólafólks hefur hækkað verulega á undanförnum árum og hjólum hefur fjölgað gríðarlega. Áhuginn hefur klárlega aukist. Ég hlýt því að vera þokkalega bjartsýnn á framtíð safnsins. Hér verður athvarf fyrir hjólafólk, heimamenn og aðra þá sem eru á ferð um landið. Hér verður væntanlega umferðarfræðsla í boði í framtíðinni og ýmis námskeið. Okkar stefna er að safnið verði lifandi stofnun og mér sýnist sú verði raunin, enda margir tilbúnir til að leggja safninu lið,“ segir Jóhann Freyr Jónsson safnstjóri Mótorhjólasafnsins á Akureyri.
karlesp@simnet.is
26.5.2011

15.5.11

MÓTORHJÓLASAFN ÍSLANDS VAR FORMLEGA OPNAÐ Í DAG


Mótorhjólasafn Íslands var formlega opnað í dag sunnudaginn 15. maí, á afmælisdegi Heiðars Þ. Jóhannssonar, en Heiddi hefði orðið 57 ára í dag. Mótorhjólasafnið var stofnað í lok árs 2007 til minningar um Heidda sem lést sumarið 2006 í hörmulegu bifhjólaslysi í Öræfasveit á leið heim af landsmóti Snigla. Heiddi var af flestum bifhjólamönnum talinn mesti hjólamaður á landinu, jafnvígur á hvaða hjól sem er. 


Að undanförnu hefur verið unnið hörðum höndum við undirbúining fyrir opnunina í dag og uppstillingu safnsins. Jóhann Freyr Jónsson safnstjóri segir að safnið eigi hátt í 100 hjól en ekki eru þau öll komin á safnið og mörg þeirra á eftir að gera upp og lagfæra. Jóhann hafði ekki tölu yfir fjölda hjóla á safninu en lang flest þeirra hjóla sem eru til sýnis eru í eigu safnsins. Safnið hefur verið  um tvö ár í byggingu en fyrstu skóflustungurnar voru teknar á Hjóladögum 2008. Heiddi hafði safnað mótorhjólum og hjólatengdum munum í mörg ár og hafði lengi átt sér þann draum að opna mótorhjólasafn. Hann lét eftir sig vel á þriðja tug hjóla og mikið magn bifhjólatengdra hluta. Á safninu er sérstök deild tengd Heidda, þar sem er að finna hjól og muni sem voru í hans eigu. Mótorhjólasafni Íslands er ætlað að sýna og varðveita sögu mótorhjóla á Íslandi í máli, munum og myndum ásamt því að varðveita minningu Heidda og það spor sem hann skyldi eftir sig á hjólamenningu landsmanna.
15. maí, 2011 - 14:54 Þröstur Ernir Viðarsson

13.5.11

Fjölmargir mættu á opnun Mótorhjólasafn Íslands


Sunnudaginn 15. maí var nýbygging Mótorhjólasafns Íslands opnað formlega en safnið var stofnað í árlok 2007 til minningar um Heiðar Þ. Jóhannsson sem lést í bifhjólaslysi í Öræfasveit. Heiðar hafði til margra ára safnað mótorhjólum og munum tengdum þeir og átti sér þann draum að opna mótorhjólasafn. Að sögn Jóhanns Frey Jónssonar safnstjóra komu á milli 500-600 manns á safnið opnunardaginn og var það mun meira en menn bjuggust við og viðtökurnar verið framar vonum. Jóhann sagði að almennt hafi fólk verið mjög hissa á stærð hússins og hrifist mjög að safnmunum.

Auglýsing frá 2011
Í dag á safnið um 100 mótorhjól, mikið magn ýmissa muna þeim tengdum sem og yfir 1000 ljósmyndir sem spanna sögu mótorhjólsins. Safninu er ætlað það hlutverk að sýna og varðveita sögu mótorhjóla hér á landi auk þess að varðveita minningu Heiðars og það spor sem hann skyldi eftir sig í hjólamenningu landsins.  Í safninu verður minjagripasala, veislusalur og ráðstefnusalur, en meining er m.a. að bjóða þar upp á umferðarfræðslu, námskeið og fundi, í húsinu verður vetrargeymsla fyrir hjól og þar verður einnig kaffihús. Húsið er 800 fermetrar að stærð, á tveimur hæðum. Margir hafa komið að þessu verkefni og væri þetta ógerlegt án þeirrar samstöðu og velvilja allra sem hjálpað hafa. Fyrirtæki, klúbbar og einstaklingar hafa lagt þessu lið með sjálfboðavinnu, efnisgjöfum og fjárframlögum. Hollvinafélag safnsins Tían telur í dag 365 félaga og sjálfboðavinna í húsinu er að nálgast 3000 tíma. Safnið (húsið og allir safnmunir) er gjöf til Íslensku þjóðarinnar og er sjálfseignastofnun. Í bygginguna eru komnar hátt í 80 milljónir og stendur hún skuldlaus. Fyrsta skóflustungan var tekin 19. Júlí 2008 og framkvæmdir byrjuðu 20. janúar 2009

Safnið verður opið alla daga í sumar frá 12.00 til 18.00. Hópar eru velkomnir allt árið. Áætlað er að opna efri hæð vorið 2012.
Skrifað 17. maí 2011 af Páll Jóhannesson

17.4.11

Ágætu félagarÞann 14.maí kl 13:00 höldum við lögboðinn aðalfund okkar í Sjallanum.Efni fundarins er:1. Kosning fundarstjóra og ritara.

2. Stjórn og nefndir gefa skýrslu liðins árs.

3. Reikningar liðins árs lesnir og lagðir fram.

4. Lagabreytingar lagðar fram til samþykktar. Lagabreytingarnar er hægt að sjá í meðfylgjandi viðhengi.

5. Kosning stjórnar.

6. Kosning nefnda.

7. Önnur mál.Kaffi og meðlæti á fundinum.Hópakstur verður að loknum fundi þar sem við endum á nýopnuðu Mótorhjólasafni Íslands.En deginum er ekki lokið því um kvöldið blásum við til sumarfagnaðar í boði Tíunnar í húsnæði MC.SKÁL. Húsið verður opið frá kl 21 og frameftir. Félagar mega sjálfir koma með drykkjarföng kjósi þeir svo.Stjórn Tíunnar minnir á að framboðsfrestur til stjórnarsetu rennur út 30. apríl.

Áhugasamir sendi póst á irisb69@gmail.com.

Einungis greiddir félagar eru gjaldgengir og verður hægt að greiða á staðnum.Fh. stjórnar Íris Björk #93 formaður Tíunnar.