15.5.11

Lög Tíunar eldri

Lög Bifhjólasamtök Norðuramts Tían.  2011 (úrelt)

1. Nafn og heimili

Nafn klúbbsins er Tían, Bifhjólaklúbbur Norðuramts. Heimili og varnarþing klúbbsins er á Akureyri.
Tían er klúbbur áhugafólks um bifhjól af öllum gerðum.

2. Markmið félagsins.
*       Efla samstarf bifhjólaáhugafólks á Norðurlandi.
*       Vera öðrum bifhjólaökumönnum fyrirmynd.
*       Vera í forsvari fyrir bifhjólafólk á Norðurlandi.
*       Að stuðla að tilurð og framgangi bifhjólasafns í minningu Heiðars nr #10
*       Sjá til þess að bifhjólafólk skemmti sér annað slagið ("getum við ekki látið eins og hálfvitar")

3. Merki
Merki félagsins er mynd af Fallinu, listaverki eftir Heidda #10. Myndin er hvít á svörtum bakgrunni, og er nafn félagsins skrifað með gylltum stöfum. Taumerki skal borið ofan mittis.

4. Inntökuskilyrði.

Að umsækjandi sé orðinn fullra 18 ára og teljist þess verður að bera merki félagsins að mati stjórnar. Hafi umsækjandi ekki náð 18 ára aldri getur hann skráð sig í klúbbinn með skriflegu samþykki forráðamanns og telst hann ungliði. Ungliðar eru ekki rukkaðir um félagsgjöld og eru ekki atkvæðisbærir á aðalfundi, en færast sjálfkrafa upp þegar þeir hafa náð 18 ára aldri. Við inngöngu fær viðkomandi úthlutað félagsnúmeri.
Félagsnúmerum er ekki endurúthlutað.

5. Refsingar og brottrekstur.

Refsing við brotum á lögum klúbbsins er Voff. Hafi félagi fengið þrjú voff skal hann gerður brottrækur.
Hægt er að vísa félaga úr klúbbnum hafi hann sannanlega sýnt að hann sé ekki þess verður að bera merki klúbbsins. Til að gera félaga brottrækann þarf skrifleg rök frá 20 fullgildum félögum.

5.1. Um Voff

Prófmissir vegna ofsaaksturs 1 Voff
Prófmissir vegna ölvunnaraksturs 2 Voff
Slæm hegðun á viðburðum í nafni klúbbsins (Að mati 5 félaga) 1 Voff
Drykkjulæti á Aðalfundi 1 Voff
Opinbert nýð um klúbbinn eða einstaka félaga 1 Voff
Stjórn getur ákveðið að Voffa á félaga ef meirihluti stjórnar er samþykkur.
Voff skulu fyrnast á einu ári.

6. Tekjur
Tekjur klúbbsins byggjast að mestu á félagsgjöldum. Félagsgjöld hvers árs skulu ákveðin af stjórn fyrir 15. febrúar.
Félagsgjöld notast í framleiðslu á merkjum og leigu á húsnæði og annan kostnað í þágu allra félaga. Félagsgjöld skulu að öllu jöfnu notuð í skemmtanir og er klúbbnum frjálst að taka hóflegt gjald fyrir einstaka viðburði á vegum hans.

Félagi telst fullgildur og atkvæðisbær, greiði hann félagsgjald ár hvert.


7. Aðalfundur
Haldinn skal aðalfundur sem næst 15. Maí ár hvert. Þar skulu fara fram venjuleg aðalfundarstörf og reikningar síðasta árs lagðir fram.
Dagskrá fundar skal vera nokkurn vegin eftirfarandi.

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Stjórn og nefndir gefa skýrslu um starfsemi liðins árs.
3. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga liðins árs.
4. Lagabreytingar.
5. Kosning stjórnar.
6. Kosning nefnda.
7. Skipun skoðunarmanna reikninga.
8. Önnur mál.



8. Stjórn

Stjórn klúbbsins skipa sjö menn: Formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri, fjölmiðlafulltrúi auk tveggja meðstjórnenda.
Stjórnin skal kosin skriflega á aðalfundi, til tveggja ára í senn sem hér segir:  Annað árið skulu fjórir stjórnarmenn kosnir, en þrír hitt árið.
Stjórnin skiptir með sér verkum og skal því lokið eigi síðar en tveimur vikum eftir aðalfund.
Í allar fastar nefndir skal kjósa á aðalfundi. Ennfremur skal skipa tvo skoðunarmenn reikninga.
Öllum Löggildum meðlimum klúbbsins, er heimilt að bjóða sig fram til stjórnarsetu.
Framboðum til stjórnarsetu skal skilað inn til stjórnar eigi síðar en tveimur vikum fyrir boðaðann aðalfund.

Ef ekkert mótframboð kemur við sitjandi stjórn, telst hún sjálfkjörin.


9. Slit.

Klúbburinn verður aðeins leystur upp á aðalfundi og til þess þarf samþykki 3/4 hluta fullgildra félaga.
Leysist klúbburinn upp, ganga allar eignir klúbbsins til Mótorhjólasafns Íslands.

Samþykkt 9. okt 2006.

Undirritað:
Jóhann Freyr Jónsson
Valgeir Sverrisson
Baldvin Ringsted
Helga Sigríður Helgadóttir
Gunnar Möller



Breytingar samþykktar á aðalfundi Tíunnar 14. maí 2011