Fjöldi kvenna stundar enduro-hjólamennsku og motocross. Sumar hjóla nokkrum sinnum í viku á sumrin og nokkrar keppa erlendis. Útiveran, spennan og félagsskapurinn eru á meðal þess sem heillar Teddu og Bryndísi Einarsdóttur
Maðurinn minn, Haukur Þorsteinsson, fór í mótorhjólasportið árið 2000, dró síðan börnin okkar, sem þá voru 9 og 10 ára, í þetta líka og lét líka öllum illum látum í mér,“ segir Tedda sem heitir fullu nafni Theodóra Björk Heimisdóttir.„Ég var frekar treg en prófaði þetta skíthrædd árið 2004 en mér fannst þetta skemmtilegt. Ég hef gaman af að taka áhættu; ég er svolítið ýkt í því sem ég geri. Ég veit ekkert skemmtilegra en að fara í erfiðan enduro-túr þar sem er blóð, sviti og tár og ég fæ ógeðslega mikið út úr því.
Ógeðslega mikið út úr því.“ Tedda segir að það sem heilli sig við þetta sport sé frjálsræðið, útiveran og einfaldlega það að hjóla. „Adrenalínið flæðir, þessu fylgir samvera með fjölskyldunni, maður tekur á og þetta er skemmtilegt sport.“
Hún segist hjóla fjórum til fimm sinnum í viku á sumrin. „Þetta er svo mikil áskorun. Ég þarf að hafa fyrir öllum framförum og tek hænuskref. Ég hjóla allan veturinn á meðan vinkonur mínar í sportinu hjóla lítið á þeim tíma. Ég er fegin að stelpurnar eru ekki að æfa mikið á veturna því þá næ ég að hanga pínu í þeim, þær eru allar svo miklu yngri en ég og þurfa ekki að hafa eins mikið fyrir því.“
Hvers vegna að hjóla á veturna þegar fæstir gera það? „Ætli ég sé ekki hjólafíkill.
Í keppnisskapi
Tedda segist hafa hjólað um þrisvar
sinnum fyrsta árið og tók hún þátt í
keppni í motocross í fyrsta skipti ári
síðar. „Ég var langsíðust en ég var svo
ánægð með að komast hringinn. Það
var svo mikið afrek að meika það. Ég
held ég hafi ekki sleppt neinni motocross-keppni síðan þá en um er að
ræða sex til sjö keppnir á ári.“
Hún byrjaði í enduro þremur
árum síðar. Hún segir að það sé erfiðara heldur en motocross. „Enduro
er svo krefjandi. Í motocross felst
meðal annars að þora að stökkva yfir
palla en ekkert mál að keyra bara yfir
þá en í enduro er maður að brölta
upp brekkur og fara yfir risagrjót,
læki, drullupytti og mýri og maður
kemst ekkert hjá því. Þetta eru mikil
líkamleg átök.“
Tedda hefur keppt í enduro og
motocross-keppnum bæði hér
á landi og í útlöndum svo sem í
Bandaríkjunum, Bretlandi og Svíþjóð.
„Ég er fyrsta amman sem keppi
í motocross og enduro á Íslandi. Ég
var líka fyrsta fertuga konan sem
keppti á Íslandi og ég stefni á að vera
fyrsta fimmtuga konan; sjáum til
hvort það takist.“
Tedda segist halda utan um
stelpuhópinn í enduro og motocross.
„Félagsskapurinn er svo mikið atriði
fyrir mig. Ég hef séð um námskeið fyrir stelpurnar, er með árlegar enduroferðir og hef skipulagt hitting bæði í
bænum og heima hjá mér. Ég vil endilega að fleiri stelpur kynnist þessu
sporti hvort sem það er motocross
eða enduro. Ég er búin að leyfa fullt
af stelpum að prófa en svo er auðvitað
undir viðkomandi komið hvort tími
og aðstæður henti í þetta sport.
Það er allavega algjör misskilningur að þetta sé bara strákasport, þetta er fyrir alla. Þetta er svo
skemmtilegt. Við stelpurnar reynum
að hjóla saman því að það er ekki
það sama að hjóla með strákunum
eða stelpunum; við erum ekki alveg
á sama hraða og þeir. Þetta er svo
yndislegur hópur.“
Vélhjólaíþróttaklúbbur Reykjavíkur er með aðstöðu í Bolöldu og
segir Tedda að þar sé bæði flott
motocross-braut og enduro-braut
og þar hjóli þær mikið. Eins er
klúbburinn með flotta motocrossbraut í Álfsnesi.
Tedda 64
Tedda hefur ekki bara farið í hjólaferðir til útlanda til að keppa heldur líka eingöngu til að hjóla. „Ég fór
einu sinni með níu strákum til Kaliforníu í enduro-ferð; ég skil ekkert í
því að þeir skyldu leyfa mér að koma
með. Það var æðislegt. Það var hjólað allan daginn og ég þurfti að hafa
mig mikið við til að reyna að hanga
í þeim því að strákar hjóla yfirleitt
hraðar en stelpur en þeir voru voða
góðir við mig.“
Hún segir að eftirminnilegasta
ferð hér á landi sé um 12 tíma ferð
úr Mývatnssveit suður í Kistufell og
til baka um Dyngjufjalladal sem þau
hjónin fóru með vinafólki sínu. Hún
segir að þau hafi þurft að fara yfir á
og fólk hafi verið upptekið við að
fylgjast með einum hjólamanninum
sem ákvað að fara yfir á öðrum stað.
„Ég hjólaði út í ána, var frekar
klaufsk, stoppaði og þá fór hjólið að
halla. Ég kallaði á mann sem stóð á
móti mér hinum megin við ána en
það var ekki séns að hann tæki eftir
mér af því að hann var svo upptekinn af að horfa á gæjann í ánni þannig að ég missti hjólið niður. Það þurfti
síðan að setja hjólið mitt á hvolf og
tæma það en sem betur fer voru
góðir mekkar með í för. Þetta var
bara ævintýri. Í mínum huga gerði
þetta ferðina bara skemmtilegri.“
Tedda hefur oftar lent í vatni ef
svo má að orði komast. Hún var einhverju sinni að keppa í motocrosskeppni. Hún hjólaði út úr brautinni
og var í vandræðum með að komast
upp á hana aftur. Fyrir framan hana
var pollur og sá hún fyrir sér að hún
gæti hjólað þar yfir og komist aftur
upp á brautina.
„Ég settist á hjólið, gaf allt í botn
og hjólaði út í vatnið sem var örlítið
dýpra en ég bjóst við. Það náði mér
upp í mitti. Til að kóróna það var þetta
drulludý þannig að ég sökk dýpra í
hvert skipti sem ég hreyfði mig. Mér
fannst þetta mjög fyndið. Stelpurnar,
sem voru að keppa, sáu mig en þær
voru uppteknar í keppninni enda
hvatti ég þær til að halda áfram. Mér
var svo hjálpað þegar henni var lokið en þá hafði maðurinn minn fengið tilkynningu um að Tedda væri að
drukkna. Það þurfti mannskap til að
draga mig og hjólið upp því ég var
pikkföst og það sást nánast ekkert í
hjólið þegar björgunin barst.“
Númerið á hjólinu: Tedda 64.
Hún er líka merkt Tedda 64 í keppnum en hún fæddist árið 1964. „Ég
telst nú vera frekar gömul í þessu
sporti, var 39 ára þegar ég byrjaði
að hjóla og er nú 46. Ég keppi við
stelpur frá 15 ára og upp úr og það er
meðal annars það skemmtilega við
þetta sport að það skiptir ekki máli á
hvaða aldri maður er.“
Tedda segist elska það að vera úti.
„Það er tvennt ólíkt að fara á bíl út í
náttúruna eða á hjóli því maður er
bara úti og fær einvern veginn allt í
æð. Maður fer á aðra staði en ella en
því fylgir mikið frelsi. Maður skynjar
umhverfið allt öðruvísi.“
Hvað er Ísland í huga Teddu?
Hvað er íslensk náttúra í huga hennar? „Hún er æðisleg. Ég er búin að
hjóla víða um heim og mér finnst Ísland vera einstakt. Náttúran hérna er
svo fjölbreytileg.“
„Þetta er svo svakalegt“
„Ég átti heima í Svíþjóð þegar ég
var lítil og þar rétt hjá var skemmtigarður þar sem voru lítil mótorhjól.
Ég prófaði fyrst að hjóla þegar ég
var sex ára og fór nokkra hringi. Frá
því langaði mig í mótorhjól,“ segir
Bryndís Einarsdóttir. Faðir hennar
eignaðist mótorhjól og fór hún oft
með honum á keppnir. Það leið ekki
á löngu þar til hún fékk líka hjól en
hún var þá 12 ára.
Ári síðar varð Bryndís Íslandsmeistari í 85 kúbikka kvennaflokki
þar sem eru stelpur á aldrinum 12–
15 ára og sama ár hélt hún til Spánar
þar sem hún fór í æfingabúðir hjá tíföldum heimsmeistara í motocross;
hún segist hafa eytt öllum fermingarpeningunum í ferðina. Bryndís hefur farið fjórum sinnum í þessar æfingabúðir en þar eru meðal annars
nokkrir atvinnumenn í motocross
sem keppa í heimsmeistarakeppninni. Hún er einn fárra unglinga sem
fara í þessar æfingabúðir. Skipt er í
tvo hópa. Hún var í „hægari hópnum“ í fyrstu þrjú skiptin en síðast var
hún komin í „hraðari hópinn“
„Það er allt annað að hjóla í útlöndum en á Íslandi. Brautirnar eru
allt öðruvísi og umgjörðin allt önnur.
Það er rosalega mikið grjót í brautunum á Íslandi miðað við úti.“
Þarf virkilega að æfa
Bryndís er 17 ára. Hún hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari
í motocross og tekið þátt í fjölda
keppna í útlöndum svo sem heimsmeistarakeppnum.
„12 ára er frekar gamalt til að
byrja. Allar stelpurnar sem keppa á
móti mér í heimsmeistarakeppninni
byrjuðu í motocross þegar þær voru
fjögurra til fimm ára. Maður þarf að
vera 12 ára á Íslandi til að fá að keppa
en maður þarf að vera 15 ára til að fá
að keppa í heimsmeistarakeppninni.“
„Adrenalínið fer allt í gang; ég get
ekki lýst tilfinningunni. Þetta er svo
svakalegt. Þetta er svolítið hættulegt
og erfitt. Þetta snýst ekki bara um að
sitja á hjólinu og gefa í; það þarf að
æfa tæknina og stílinn, maður þarf
að vera agressívur, halda einbeitingu, fara í ræktina, hlaupa og synda
og ég hjóla líka á reiðhjóli. Það þarf
að gera þetta allt til þess að ná upp
þoli til að halda út þann tíma sem
maður er að keppa.
Fólk áttar sig kannski ekki á því
hvað það þarf virkilega að æfa til
þess að keppa í motocross. Mér
finnst þetta ótrúlega skemmtilegt
og ég vil verða betri; ég vil virkilega
leggja mig fram um að verða best.
Markmiðið er sett á heimsmeistaratitilinn.“
og batni eftir því sem hún hjóli
hraðar. „Það þarf að læra samhengið á milli kúplingarinnar, gírkassans,
þegar bremsað er, gefið í og stöðuna
á hjólinu. Þetta spilar allt saman.“
Hún talar líka um stílinn. „Ég
er mjög slök; ég er mjög afslöppuð
þegar ég er á hjólinu. Það lítur ekki
út eins og það sé mjög erfitt að hjóla
þegar ég hjóla. Maður nær þessu ef
maður er slakur. Það fer allt í rugl ef
maður er stífur.“
Bryndís segir brautirnar vera
ólíkar. „Það er hægt að fara í harðar
brautir, það er hægt að fara í mjúkar
brautir eins og moldarbrautir og svo
er hægt að fara í sandbrautir. Það
verður að keyra á ólíkan hátt eftir
því hvernig brautirnar eru. Það getur verið sleipt í hörðu brautunum;
það myndast ekki margar línur í
beygjunum sem hægt er að fylgja og
maður þarf að hugsa eins og maður
sé að keyra á götu.
Í mjúku brautunum verður að
setja í réttan gír á hverjum stað, vera
í réttri stöðu á hverjum stað og það
þarf að bremsa á réttum stað. Það
er yfirleitt sagt að sandbrautirnar
séu erfiðastar. Svo eru mismunandi
pallar á brautunum og beygjurnar geta verið ólíkar. Sumum hentar
betur að vera með fleiri beygjur og
sumum hentar betur að vera með
fleiri stökkpalla. Mér finnst langskemmtilegast í sandinum en þar
get ég gefið meira í.“
Keppir við stráka
Bryndís er í motocross af svo mikilli alvöru að í hittifyrra var hún í útlöndum vegna þess frá apríl þangað til í september. Faðir hennar fer með henni í þessar ferðir og það árið voru þau aðallega í Svíþjóð þar sem Bryndís keppti á sænska meistaramótinu.„Svo prófaði ég heimsmeistarakeppnina, þrjár keppnir af sex sem voru haldnar í Þýskalandi, Svíþjóð og Hollandi. Ég vildi taka lítil skref í einu og athuga fyrst hvernig þetta myndi ganga. Besti árangurinn var í Hollandi en ég lenti í 16. sæti af 40 keppendum.
ppendum. Bryndís var í fyrra í Belgíu frá byrjun mars og kom ekki heim fyrr en í lok september. Faðir hennar fór heim í einn mánuð og þá fór móðir hennar út. Í fyrra keppti Bryndís í Hollandi, Þýskalandi og í heimsmeistarakeppninni sem var haldin í Búlgaríu, Portúgal, Spáni, Frakklandi, Þýskalandi, Tékklandi og Ítalíu. Ákveðið var að Bryndís keppti mest á Íslandi í ár. Þess má geta að hún hefur verið í fjarnámi á framhaldsskólastigi undanfarin ár.
„Ég vann Íslandsmeistaratitla 2007 og 2008. Ég hefði getað verið á Íslandi og keppt um Íslandsmeistaratitilinn 2009 og 2010 en mig langaði í meiri reynslu. Mig langaði að fá meiri æfingu út úr þessu. Ég keppi til dæmis núna með strákunum. Þeir eru ekkert rosalega sáttir að ég sé að keppa við þá; þeir vilja ekki tapa fyrir stelpu. Mér finnst skemmtilegra að keppa á móti strákum; maður verður aggressívari og í raun sterkari.“
Verður glöð
Verður glöð
Bryndís sagði að motocross væri
svolítið hættulegt og hefur hún
fengið að kenna nokkrum sinnum
á því og hafa nokkur óhappanna
haldið henni frá æfingum. „Ef læknirinn segir að það taki tvær vikur að
jafna mig þá eru það tvær vikur og
þá er það búið. Þá fer ég til sjúkraþjálfara og vinn í því að styrkja mig.“
Bryndísi finnst hjólamennskan
þess virði þrátt fyrir óhöpp. „Þetta
er skemmtilegt og áhugavert. Þetta
er allt. Allt sem maður getur beðið
um.“
Hún segir nauðsynlegt að foreldrar styðji krakka sem eru í þessu
sporti. „Það er ekki hægt að keyra
krakka út á braut og skilja þá þar eftir
með bensínbrúsa og fara svo. Maður
þarf að hafa einhvern með sér sem
styður mann og hjálpar eins og foreldrar mínir eru búnir að gera.“
Bryndís er tilbúin til að fórna
miklu til að geta stundað motocross. Þetta er tímafrek íþrótt og það
getur tekið nokkra klukkutíma að
fara að hjóla í hvert skipti; komast á
staðinn, hjóla, fara heim og svo þarf
að þrífa hjólið.
„Ég verð glöð þegar ég fer að
hjóla. Þetta er það sem ég elska.“
DV 11.07.2011