Fimmtudagur 14. júlí
Hittst á Ráðhústorgi kl 19:30. Hópakstur þaðan sem endar á Mótorhjólasafni Íslands. Hjóladagar 2011 settir. Vöfflur og lifandi tónlist.
Föstudagur 15. júlí
Hittst á Ráðhústorgi kl 12:30. Hópakstur í Ystafell þar sem samgönguminjasafnið verður skoðað.
Hjólaspyrna á svæði Bílaklúbbs Akureyrar þar sem keppt verður í mörgum flokkum, s.s. sporthjólum, hippum, fornhjólum, krossurum, vespum, o.fl. Dagskráin hefst kl 18:00 á svæði Bílaklúbbsins. Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á ba@ba.is, en skráningu líkur miðvikudaginn 13. Júlí kl 23:59. Það sem fram þarf að koma er nafn ökumanns, tegund hjóls, flokkur og upplýsingar um akstursíþróttafélag. Allar nánari upplýsingar er að finna á www.ba.is
Laugardagur 16. júlí
Dagskrá hefst á Ráðhústorgi kl 13:00. Þar mun fara fram keppni í þrautabraut á hjólum, pylsuát, o.fl. Markaðstorg verður á staðnum þar sem fjöldi aðila verða með mótorhjólatengdar vörur til sölu og kynnis. Swap-meet verður einnig á staðnum og hvetjum við fólk til að taka til í skúrnum hjá sér og mæta með dót sem það þarf að losna við. Umsjónaraðili verður með swap-meet og fólk þarf því aðeins að mæta með vöruna og verðhugmynd og mun umsjónaraðilinn sjá um að selja vöruna
Um kvöldið verður síðan slegið upp heljarinnar veislu í Sjallanum þar sem svangir gestir hjóladaga geta gætt sér á grilluðum kræsingum. Þar verður einnig verðlaun afhent fyrir hjólaspyrnuna og Hjóladögum 2011 síðan formlega slitið. Hljómsveitin Sniglabandið mun síðan halda uppi stemningu fram á rauða nótt. Verð í matinn með dansleik er 5000 kall. Húsið opnar fyrir matargesti kl 20:00 en fyrir dansþyrsta ballgesti opnar á miðnætti.