25.6.11

Skutlast í hringferð um landið á hjólunum

Skutlurnar, eini kvenbifhjólaklúbbur landsins, lögðu af stað á mótorhjólum sínum í gær í hringferð um landið. Í hópnum eru um 40 konur en í hringferðina að þessu sinni tóku þær maka sína með og hópurinn því allstór.


Skutlurnar, eini kvenbifhjólaklúbbur landsins, lögðu af stað á mótorhjólum sínum í gær í hringferð um landið. Í hópnum eru um 40 konur en í hringferðina að þessu sinni tóku þær maka sína með og hópurinn því allstór.
Margar Skutlur aka um á Harley Davidson-hjólum en annars eru hjólin af ýmsum tegundum og gerðum. Lagt var af stað frá Shell við Vesturlandsveg í blíðviðri í gærmorgun. Klúbburinn var stofnaður árið 2005 og hefur meðlimum fjölgað jafnt og þétt. Stofnfélagar voru 14 en félagsmenn eru orðnir hátt í 30 talsins. Nálgast má upplýsingar um klúbbinn á www.skutlur.is.
— Morgunblaðið/Ernir