STÓRVIÐBURÐUR HJÓLAFÓLKS Á ÍSLANDI
Hjóladagar á Akureyri
14.júlí til 17.júlí 2011
HÖFUM GAMAN SAMAN!
Hjóladagar á Akureyri hafa nú verið nær árlegur viðburður frá árinu 2006, meðal þeirra stærstu hérlendis. Þar mætir mótorhjólafólk af öllu landinu til Akureyrar til sýna sig og sjá aðra, hjóla saman, borða og njóta skemmtidagskrár þessa daga ásamt því að sækja uppákomur, kynningar og sölusýningar fyrirtækja og einstaklinga tengdum þessum geira. Í ár verða dagarnir með stórkostlegasta móti, lengri en vanalega, nú frá fimmtudegi til sunnudags. Sá hluti sem snýr að sölubásum, kynningum og þrautabrautum fer nú fram í miðbæ Akureyrar í göngugötu og á Ráðhústorgi í samstarfi við Akureyrarstofu og Bílaklúbb Akureyrar en klúbburinn mun annast hjólaspyrnur þar sem keppt verður á nýju og glæsilegu aksturssvæði klúbbsins fyrir ofan Akureyri.
Tían, Bifhjólaklúbbur Norðuramts hefur nú dagana alfarið í sínum höndum, en segja má með sanni að Hjóladagar sé uppákoma sem sé komin til að vera.
Við viljum sjá sem flest mótorhjólafólk hér á Hjóladögum 2011, og því langar okkur að biðja þig að láta orðið út ganga, auk þess sem gaman væri að fá að vita af hópferðum klúbba til Akureyrar fyrir hátíðina, svo við getum tekið á móti ykkur, og jafnvel fylgt ykkur í bæinn og leitt hópinn að setningu dagana.
Ef þú eða klúbburinn þinn sjáið ykkur mögulegt að mæta, væri sannarlega gaman að fá ykkur, og ef þið hafið fyrirspurnir eða skemmtilegar hugmyndir varðandi dagana, er hægt að hafa samband við okkur með því að senda tölvupóst á tian@tian.is
Þessa dagana stendur yfir skipulagsvinna, en þegar dagskrá daganna liggur endanlega fyrir munum við birta hana á www.tian.is
Með vinsemd frá Akureyri
Stjórn Tíunnar, Bifhjólaklúbbs Norðuramts