Jæja gott fólk, þá er komið að því.
Haustógleði Tíunnar verður haldin laugardaginn 8. október.
Nú í lok hjólavertíðarinnar er tilvalið að hittast, borða og hafa gaman saman.
Í ár verður Haustógleðin haldin í Vélsmiðjunni og opnar húsið kl 19:00 og hefst borðhaldið um kl 20.
Verð á Ógleðina er 2500kr fyrir greidda félagsmenn en 3500kr fyrir aðra gesti.
Söng- og dansolíu verður hver að koma með fyrir sig.
Eftir matinn verða síðan ýmsar uppákomur og lifandi tónlist þar sem allir ættu að geta dansað af sér ra***atið.
Og nú er spurt: hvernig fer ég að því að skrá mig á þessa frábæru skemmtun?
Svarið er einfalt: Þú sendir tölvupóst á tian@tian.is og málið er dautt.
Síðasti dagur til að skrá sig er fimmtudagurinn 6. október.
Með haustkveðju,
Óli Pálmi #208