4.12.92

Landsmót Snigla 1992 í Trékyllisvík (Ferðasaga)

Fyrsta alvöru Götuhjólareynslan!.

Árið er 1992 ég er núbúinn að eyða öllum mínu aurum í 4 ára gamalt mótorhjól af gerðinni Honda VFR750F 1988, Verslaði það af Hirti nokkrum Líklegum og lét hann hafa Endúróhjólið mitt í milligjöf og einhvern aur. Nú skyldi prófa að keyra götuhjól!
 Nýjan Svartann Jaguar leðurgalla keypti ég, en gamli Lazer hjálmurinn af pyttaranum var notaður áfram.  Ný leðurstígvél með stáltá komu sér ágætlega þegar grjótin spíttust í mann á malarvegunum.  Hjólið var gott,,,þ.e. Snilldar hjól þess tíma og ég átti í engum vandræðum með að bruna á því frá Reykjavik til Bakkafjarðar.  Þar sem ég bjó á þessum tíma.
Taldi ég mig vera búinn með eldskírnina með því ferðalagi, en á þeim tíma var líklega meira en helmingur leiðarinnar frá Reykjavík til Bakkafjarðar malarvegur.
Að sjálfsögðu var maður orðinn Snigill eins og alvöru hjólarar voru og  nú var farið að styttast í Landsmót Snigla en Landsmót það árið var haldið í Trékyllisvík á Ströndum, og hafði ég ekki hugmynd hvar þar var og þurfti að kíkja á landakortabók til að finna það út.
Það var ekkert Google maps né google þá....

27.8.92

Hin íslensku Bif-blíunöfn


Sniglar númer 499; Útsölusnigillinn, öðru nafni,
Vésteinn, og 561; Psycho, Guðmundur, sem segist
 einhverra hluta vegna hafa hlotið þetta viðurnefni
 frá vini sínum Vésteini.

Gústi skrækur, Óli losti, Prófessorinn, Bjössi túpa, Hesturinn, Púkaló, Skölli. Þetta eru ekki nöfn á teiknimyndasöguhetjum sem sprella, berjast, þeysast, frekjast og bugast. Nei, þetta eru nöfn á Sniglum sem þeysa á mótorhjólum eftir götum borgarinnar, 

Riddarar götunnar.

    Það er hin besta skemmtun að komast í bif-blíu Bifhjólasamtaka lýðveldisins, eða símabók Sniglanna, því að baki þessum furðunöfnum eru oftar en ekki skemmtilegar sögur, sumar örlítið kvikindislegar, enda menn oft ungir og lausbeislaðir þegar þeir ganga til liðs við samtökin. Nokkrum árum síðar vilja sumir hverjir síður gefa upp af hverju þeir ganga undir þessum nöfnum.
    Einn hinna ungu Snigla ber nafhið Útsölusnigillinn. Ástæðan er að hann er Snigill númer 499, — semsagt á útsöluprís. Gústi skrækur heitir í raun og veru Ágústa. Viðurnefni hennar kom til af því hvað hún var stráksleg þegar hún byrjaði í samtökunum og miðað við strákslegt útlit hafði hún fremur skræka rödd. Nú hefur hún tekið út vöxtinn og er hin blómlegasta en losnar ekki við viðurnefnið. Óli losti á mörg börn með jafnmörgum konum og er að auki alltaf að fikta í rafmagni. Bjarni er Prófessorinn vegna þess hve hann er mikill grúskari. Hesturinn, hann Einar Rúnarsson, keyrði einhvern tíma niður hest og fortíðin eltir hann. Bjössi túpa er alltaf í röndóttum leðurfötum, ekki ólíkt Signal-tannkreminu. Tveir Hirtir innan samtakanna bera nafnið Hjörtur líklegur og Hjörtur ólíklegur, sá fyrrnefndi fékk viðurnefnið vegna þess hve hann taldi marga hluti líklega og sá síðarnefndi, sem gekk á eftir honum í bifhjólasamtökin, hlaut því að vera ólíklegur. Guðmundur Magnússon ber viðurnefnið Skölli því þegar hann brosir segja menn hann líkjast skötusel, hann sé ekki með 32 tennur eins og flestir heldur 60. Sköllína er hans frú. Jeppinn hennar Bryndísar er Hlöðver H. Gunnarsson. Skýringin er einföld; kona hans heitir Bryndís. Stykkið, eða María Garðarsdóttir, fékk viðurnefnið þegar hún afklæddist leðurgallanum einhvern tíma á einhverri útihátíð fyrir norðan. Kom þá í ljós að það var heljarinnar stykki fyrir innan klæðin. Karl Gunnlaugsson fékk viðurnefnið Tá-G Racing eftir að hann tók þátt í mótorhjólakeppni á Bretlandi sem bar nafnið K-G Racing. Skömmu síðar varð hann fyrir því að missa tvær tær. Því sómdi nafhið sér Tá-G betur og menn bráðöfunda hann af því að af honum er 20% minni táfyla en öðrum. Sonja Schwantz heitir síðara nafninu í höfuðið á heimsþekktum mótorhjólakappa, því þótt hún sé aðeins á 20 kílómetra hraða á hjólinu er alltaf eins og hún sé á yfir 100 kílómetra hraða þar sem hún liggur flöt fram á hjólið. Og síðast en ekki síst verður að nefna Hermann heilalausa, eða Hemma Steel eins og hann er einnig oft nefndur. Miklar deilur hafa staðið um hvort hann hafi heila eður ei, en það þykir nú afsannað að hann sé án heila, því hann lenti í árekstri fyrir skömmu og fékk þá heilahristing!

Pressan 
27.8.1992

20.8.92

TEXAS, NEVADA, REYKJAVÍK



Í HAAAAAA!!!!!


Steini Tótu, Eyjapeyi, hljóðmengunarráðunautur, útihúsavörður Grjótsins og snigill númer #161, kvaðst ekki alveg tilbúinn að leggja hjólinu sínu fyrir vélnautið sem nú er búið að koma upp á rokkstaðnum Grjótinu. Hins vegar væri það kærkomið á kvöldin og í rigningarsudda. Afar sjaldgæft er að slík naut sjáist á rokkstöðum en þeim mun algengara að þau sé að finna á svokölluðum kántrístöðum í Bandaríkjunum, sérstaklega í Texas, Nevada og nálægum fylkjum.  
Og nú er það komið til Reykjavíkur. 

„Þetta er helv... erfítt. Tekur alveg rosalega á handlegginn sem maðurheldur sér í með," sagði Steini Tótu eftir að hafa flengst út um allt á nautinu, ýmist með orðinn lafmóður. Hann þrjóskaðistlengi við og reyndi allt upp ístillingu níu. „Hann ernú með þeim þrjóskari sem sest hafa á nautið,"'sagði Björn Baldursson, eigandi Grjótsins, sem reyndi eftir megni að koma honum af baki með ýmsum hrekkjastillingum.
Hrekkjastillingarnar eru frá einum upp í níu og fjórar stillingar eru á snúningum á nautinu. Þegar búið er að stilla allt á fullt er erfitt að haldast á baki; aðeins þeir færustu geta það um lengri tíma. Mikil stemmning var á Grjótinu um helgina þegar vélnautið var reynt og fjöldi manns mætti til að klappa upp félaga sina sem þátt tóku í  leiknum.  Og þótt fólk kastist með látum afþessu 500 kílóa nauti er þvíóhætt vegna þess að búið er koma fyrir þykkum dýnum allt í kring þannig að lendingin er mjúk. Það má reyna leikinn á Grjótinu öll kvöld vikunnar, en vegna þess hve mikið pláss nautið tekur með dýnum og öllum græjum er það fært til hliðar eftir klukkan ellefu um helgar. Steini Tótu þrjóskaðist lengi vel á nautinu en kastaðist loks af baki eftir mikil átök. 
Pressan 20 ágúst 1992

18.6.92

Sniglarnir sameinuðust um að segja upp tryggingunum sínum

 Iðgjöld bifhjólatrygginga hækkuðu um allt að 300%


„Tryggingarnar hjá stóru félögunum fyrir mótorhjól hækkuðu um 300% hjá Sjóvá-Almennum og um tæp 150% hjá VÍS. Á rúmlega 100 manna fundi á miðvikudagskvöldið var ákveðið einróma að segja upp öllum tryggingum fyrir þessa helgi. Það gildir fyrir alla í Bifhjólasamtökum lýðveldisins, 350 manns, sem er rösklega 1/3 allra mótorhjólaeigenda í landinu," sagði Þorsteinn Marel Júlíusson, talsmaður hjá Sniglunum, Bifhjólasamtökum lýðveldisins, í samtali við DV. „
Við eru búnir að ná sambandi við alla félagsmenn með tölu, og það eru allir sammála um úrsögnina. Við erum ekki bara að segja upp tryggingum á mótorhjólum heldur öllum tryggingum okkar hjá félögunum. Þetta eru allt saman skyldutryggingar og við höfum næsta mánuð til viðræðna við tryggingafélögin. Þeir þurfa að bjóða okkur til sín í viðræður en það hefur ekki verið neinn tími, hvorki hjá okkur né þeim, vegna anna."

 40 milljóna hækkun 


„Þessar hækkanir, sem eru nú í gangi, koma út sem um 40 milljón; króna hækkun. Það er hræðilega vont dæmi að þessar tryggingar skulu allar vera sendar undir sama hatt, burtséð frá stærð, hestöflum, aldri eða reynslu. Það er engin tryggingastærðfræði notuð. Það sem við viljum gera og okkar tilboð miðar að er að tengja aldur og reynslu við hestöfl í tryggingunum. Yngstu mennirnir og stærstu hjólin borga mest. Bara þetta atriði myndi stuðla að því að ungir menn fengju sér frekar minni hjól sem stuðlar að , minni tjónum og minni. slysum. Hingað til hefur ekki verið hlustað á þessar röksemdir okkar.
"Meðalaldur Sniglanna er tæplega 30 ár og margir eiga meira en eitt mótorhjól eða bifreið. Það sér það hver maður að það er nánast útilokað fyrir menn að borga iðgjöld af fleiri en einu hjóli eða hjóli og bifreið. Menn sem hafa hjól tryggð hjá til dæmis Sjóvá-Almennum, sem hækkuðu gjöldin mest og hafa engan bónus, þurfa að borga um 150 þúsund á ári. Með 55% bónus er þetta gjald 83.000 krónur." .

 Viðræður eftir helgi


 Þessar tólur komu ekki út fyrr en um síðustu helgi og því er þetta svo nýtt fyrir okkur enn. Við erum á fullu innan Sniglanna aö vinna í þessum málum en viö reiknum með að hefja viðræður við tryggingafélögin í næstu viku. Þegar tryggingar eru svona háar fara menn að keyra tryggingarlausir, taka hjóhn sín út af skrá. Það býður þeirri hættu heim og er bara mannlegt eðli. Við höfum stuðning lögreglunnar því að hún gerir sér grein fyrir því að þegar iðgjöldin eru komin upp fyrir allt sem raunhæft er fara menn að keyra tryggingarlausir. Þar með er búið að velta hluta vandamáls tryggingafélaganna yfir á lógregluna. -IS

2500 hestöfl undir 20 rassa

Gljáfægð mótorhjól ásamt eigendum sínum og nokkrum fallegum 
stelpum í Herjólfsdal í góða veðrinu síðasta laugardag.
(Litmynd: Jón Helgason)

Mörgum stendur ógn af þeim þegar þeir þeysa um göturnar, klæddir kolsvörtum leðurbúningum, með hjálma á hausnum svo ómögulegt er að þekkja þá. 


Sumir kalla þá riddara götunnar, nafngift sem flestir þeirra eru sennilega nokkuð ánægðir með. Þegar sól fer að hækka á lofti skríða þeir úr hýðinu einn af öðrum og þegar hún brýst í gegnum skýin heyrist gnýrinn um alla eyju þegar þeir, í stórum hópum, geysast um bæinn á gljáfægðum fákunum.
   Mörgum bæjarbúum finnst mótorhjólamenn fyrirferðamiklir og stundum með réttu því oft vilja þeir gleyma sér og gefa hraðatakmörkum langt nef. Er kannski engin furða þegar tekið tekið er tillit til þess að þeir eru með upp í 140 hestöfl á milli lappanna.
FRÉTTIR fengu 20 manna hóp vélhjólakappa til að stilla sér upp inn í Herjólfsdal um síðustu helgi.
 Samanlögð hestaflatala þeirra er nálægt 2500hestöflum, sem þykir ágætis vélarorka í meðal skuttogarara. En þetta er ekki nema hluti af hjólunum í bænum því þeir segja að þau nálgist 60 og er heildarverðmæti þeirra um 50 milljónir króna með tilheyrandi búnaði.

Eyjafréttir 
18.06.1992

30.5.92

Íslensk bifhjólamenning á enn hærra plan

 Mótorhjól í Perlunni

Meiri háttar mótorhjólasýning stendur yfir þessa dagana í Perlunni.
Sýnd eru 59 mótorhjól í eigu einstaklinga, stofnana og fyrirtækja en þar að auki sýna 10 innflutnings og þjónustufyrirtæki fyrir mótorhjól og mótorhjólatengdar vörur. 11. fyrirtækið er gosdrykkjaframleiðandi og hefur ekki mótorhjólavörur nema óbeint en tekur samt þátt í sýningunni. - Það eru Flækjufætur sem standa fyrir sýningunni sem þeir segjast í sýningarskrá vonast til að lyfti bifhjólamenningu á Íslandi á enn hærra plan.


Merkileg hjól, gömul og ný 


Meðal þeirra gripa sem þarna eru til sýnis eru tvö Harley Davidson hjól lögreglunnar í Reykjavík, HD 1200 Duoglide frá 1958 sem nú telst til fornhjóla og nýjasta Harley Davidson hjólið hennar, HD Electra Glide 1990. Af öðrum hjólum sem yðar einlægum, algjörum sauð í mótorhjólafræðum, þykja forvitnileg má nefna Honda 1500 Goldwing '88 og Nimbus 750 '51, svo og Husquarna Novolette HVA 40 '58.
Í sambandi við sýninguna fer svo fram margháttuð og áhugaverð dagskrá. Til að mynda var við opnunina komið á staðinn með 7 ára gamalt Suzuki GSX-R 750 í frumpörtum. Þetta hjól ætlar sérfræðingur í súkkuviðgerðum að gera upp meðan sýningin stendur og hjóla burtu á því nýuppgerðu í lokin. Sýndar verða kvikmyndir og Litskyggnur frá-mótorhjólaviðburðum og Haukur Halldórsson listmálari sýnir myndir „sem tengjast mótorum og mótorhjólamenningu", eins og segir í sýningarskrá.

Ýmsar uppákomur í dag

 Á morgun, sunnudag, er svo lokadagur sýningarinnar og þá verða ýmsar uppákomur og lifandi tónlist þar til sýningunni lýkur með hópreið á mótorhjólum frá Perlunni um Kópavog að Hard-Rock í Kringlunni, þar sem sýningunni lýkur formlega með afhendingu verðlauna og viðurkenninga.
S.H.H. 
DV
30.5.1992

Heimsókn á „National Motorcycle Museum" á Englandi:

Merkilegasti gripurinn á breska mótorhjólasafninu er án efa þetta sérstæða hjól,
 850cc Wilkinson frá árinu 1912. Hjóliö er með 4 strokka vatnskælda vél með
hliðarventlum, þriggja hraða gírkassa, drifskafti og fjöðrun bæði að framan og
 aftan. Erfitt var að stýra þessu langa hjóli en oftast var það með áföstum
 hliðarvagni. Framleiðandinn, Wilkinson, er i dag þekktari fyrir framleiðslu
rakvélarblaða en mótorhjóla.

 Saga breskra mótorhjóla á einum stað


Áhugi á mótorhjólum hefur aukist stórlega hér á landi á undanförnum árum sem sést best á þeirri glæsilegu mótorhjólasýningu sem nú stendur yfir í Perlunni.
   Vilji sannir mótorhjólaáhugamenn hins vegar skoða glæsilegasta safn mótorhjóla í heiminum þá verða þeir að leggja leið sína til Englands, nánar tiltekið til Solihull í nágrenni Birmingham en þar er „The National Motorcycle Museum" og þar gefur að líta fleiri hundruð mótorhjóla sem segja sögu bresks mótorhjólaiðnaðar sem var nánast einráður í heiminum fyrstu sextíu ár þessarar aldar.
Annar umsjónarmanna DV Bíla átti þess kost á dögunum að ganga um sali þessa merka safns og virða fyrir sér þessa einstæðu gripi sem þar eru til sýnis.
Safninu er skipt í fjóra aðalsali. í þeim fyrsta er rakin saga fyrstu 60 áranna, eitt hjól fyrir hvert ár frá 1902 til 1961 sýnir vel hvernig breski mótorhjólaiðnaðurinn þróaðist ár frá ári. Fyrstu hjólin voru varla meira en reiðhjól með hjálparvél en það var sérstætt að sjá hversu fljótt þau þróuðust í það form sem við þekkjum mótorhjólin í dag. í sal tvö gaf að líta mótorhjól með vélar undir 500cc og yfir 500cc í sal þrjú. Í fjórða aðalsalnum var hins vegar safn keppnishjóla frá ýmsum tímum, sum harla sérstæð og kraftmikil.
Fyrir þá sem ekki eru svo fróðir um mótorhjól er það nánast upplifun að ganga þarna um sali og sjá hvernig mótorhjólið hefur þróast í áranna rás. Hvernig hjólin þróuðust frá reiðhjólum yfir í mótorhjól. í fyrstu var vélaraflið flutt frá vélinni til afturhjólsins.með reimdrifi, síðan kom keðjudrif og á tímabili var notað drifskaft líkt og í bílum. Bara það eitt hvernig bensíntankar þróuðust úr því að vera „flattank" yfir í „roundtank" er kafli í þróunarsögunni.
 Nú er undirritaður ekki mikill áhugamaður um slíka „mótorfáka" sem þarna voru til sýnis en samt sem áður er þetta safn vel þess virði að sækja það heim, jafnvel þótt menn hafl aðeins takmarkaðan áhuga á hjólum. Fyrir sanna mótorhjólamenn er það sjálfsagður hlutur að leggja lykkju á leið sína og koma þarna við ef þeir á annað borð eru á ferð um England.
Til leiðbeiningar þá er safnið við vegamót 6 á M42-hraðbrautinni þar sem hún skef A45 rétt hjá „National Exhibition Centre" skammt austan Birmingham, um eina mílu frá flugvellinum og járnbrautarstöðinni í Birmingham. -JR






Svipmyndir frá safninu. Efst er tveggja sæta glæsifákur þar sem farþeginn situr i bólstruðum stól fyrir framan ökumanninn. Næst er eitt af eldri hjólunum með stórri tveggja strokka vél. Þriðja hjólið er Triumph sem margir þekkja frá fyrri árum hér á landi. Fjórða hjólið er dæmi um hjól sem byggt hefur verið til þess eins að setja hraðamet og neðst eru tveir góðir fulltrúar BSA-hjólanna, ánnað frá heimsstyrjöldinni siðari og hitt nýrra. 
Þetta sérstæða hjól með „tvöföldu" að aftan er Brough Superior frá
 árinu 1932. Þetta hjól var 4 strokka Austin-vél með hliðarventlum
og álheddi, hefðbundinni „bílvélasmurningu" og rafmagnsstartara.
Gírkassinn er þriggja gira auk afturábakgírs.
Tvöföldu hjólin að aftan voru knúin með drifskafti í stað keðju.

Mótorhjól eða bill? Þetta merkilega farartæki stendur í anddyri breska
mótorhjólasafnsins í nágrenni Birmingham en við segjum i dag frá heimsókn þangað.
 Til hliðar sést yfir hluta af einum salnum þar sem saga breskra mótorhjóla
er rakin í sextiu ár. Myndir DV Bílar JR



DV
 30. MAÍ 1992.
https://timarit.is/


28.5.92

Lífstíll og draumur um frelsi

„Nei, ekki sem ég veit um," svaraði Þorsteinn Marel, betur þekktur sem Steini Tótu, er PRESSAN spurði hann hvort það mótorhjólasport væri til sem hann hefði ekki prufað. 

Steini lifir og hrærist í mótorhjólum. Lifibrauð sitt hefur hann af rekstri Kawasaki-umboðsins og mótorhjólaverkstæðis og frístundirnar fara í hjólin líka. Sem engan skyldi undra, því Steini á átta mótorhjól. Af þeim eru fímm gangfær og hann þeysir á þeim til skiptis, eftir því sem ástæða þykir til. 

Að sjálfsögðu er Steini í Sniglunum og situr þar reyndar í stjórn. „Annars erum við grasrót, — það er enginn formaður og ekki neitt," segir hann. En hvers konar ástríða er þetta eiginlega? „Ástríða já ...þetta er eiginlega lífsstíll og draumur um frelsi. Þetta er einstaklingshópíþrótt..." Bíddu við, einstaklingshópfþrótt? „Jú, þú ert aleinn og tekur þínar eigin ákvarðanir og svífur um heiminn á þínu mótorhjóli í takt við púls vélarinnar og sumarið í kring. En síðan verðurðu að hafa hópinn í kringum þig til að það sé hægt að bera saman og segja frá." Steini segir að það sé gífurleg nautn að þeysa um á vélfákunum frjáls og engum háður og það er svo sem auðvelt að gera sér í hugarlund að það sé rétt.

 Slæm ímynd hefur fylgt mótorhjólamönnum í gegnum tíðina erlendis, hefur hún verið vandamál hér? „Þetta hefur verið áberandi erlendis en lítið hérna á íslandi miðað við þar. Hér eru ekki þessi gengi sem eru annars staðar. En ég held að Sniglamir hafi breytt ímyndinni í jákvæða átt. 
Bifhjólasamtökin eru landssamtök og við viljum líka kalla okkur íþróttasamtök,   við stundum íþróttir af miklum móð. En jú jú, við höfum gert margt til að breyta þessari ímynd, enda er þetta bara venjulegt fólk og í samtökunum eru ruslakallar og þingmenn og allt þar á milli." Þingmenn? Já, Árni Johnsen er Snigill númer 500." Mótorhjól eru kraftmikil tæki sem ná gríðarmiklum hraða og hluti af sportinu hlýtur jú að vera að aka hratt. En það er bannað að aka eins og tækið þolir hér. Að sögn Steina bregða menn sér því í eins konar pílagrímsferðir út fyrir landsteinana til að geta ekið eins og þá lystir. Sumir fara á hraðbrautirnar í Þýskalandi, þar sem hámarkshraði er enginn, aðrir fara á sérhannaðar kappakstursbrautir og svo framvegis. En það geta ekki allir farið utan og Steini segir nauðsynlegt að bifhjólamönnum verði gert kleift að reyna með sér á lokuðum svæðum hér á landi. 
I hitteðfyrra reyndu samtökin að fá leyfi til að loka iðnaðarsvæði uppi á Höfða einn sunnudagseftirmiðdag og reyna með sér. Allir hlutaðeigendur, þar á meðal borgarráð og umferðarráð, tóku vel í erindið og lögðust ekki gegn því. Það er að segja allir nema einn; lögreglustjórinn í Reykjavík gaf ekki leyfi. En ekki dugir að gefast upp. „Nú stefnum við að því að fá að keppa í Fífuhvamminum í Kópavogi sem er óbyggður, en þar eru komnar götur," segir Steini. Hann segir sárlega vanta aðstöðu fyrir bifhjólafólk þannig að það geti reynt með sér. Hraðakstur í venjulegri umferð skapar mikla hættu og alltaf er einn og einn sem ekki getur hamið sig. Draumurinn er náttúrulega kappakstursbraut, en það er dýrt fyrirtæki. — En nú á Landssamband íslenskra akstursíþróttamanna fulltrúa í Umferðarráði svo og Sniglarnir. 
Heimur batnandi fer fyrir mótorhjólaidjót.
PRESSAN 28.05.1992

24.5.92

Ofurhugar nútímans

Kvartmilljón áhorfenda fylgdist með aðförum
 keppenda, sem óku oft á yfir 300 km hraða
eftir brautinni og í beygjum á allt að 250 km hraða.
 KVARTMILUÓN áhorfenda, svipuðum fjölda og byggir ísland, var þjappað inn á áhorfendasvæðið við Jerez-kappakstursbrautina á Spáni, þegar liðuríheimsmeistaramótinu í mótorhjólakappakstri fór þar fram fyrir skömmu. í 30 stiga hita og sól óku ofurhugar nútímans 175 hestafla og aðeins 130 kílóa mótorhjólum á þriðja hundrað kílómetra hraða. Utan hringsins voru þúsundir mótorhjóla íeigu áhugasamra áhorfenda, sem hver átti sína hetju á kappaksturshringnum. Sama stemmning var og á fótboltaleik, áhorfendur fögnuðu sfnum mönnum og fylgdust hugfangnir með toppmönnunum, sem fá 180 milljónir hver ítekjur á ári fyrir utan auglýsingatekjur og ýmiskonar bónusa fyrir góðan árangur. Morgunblaðið fylgdist með keppninni og skoðaði þá bestu.
Fyrsta beygjan og Ástralinn Michael Doohan hefur þegar tekið forystu. Hann vann fjórða kappakstur
 sinn á árinu ,---- hefur unnið þá alla — og er efstur í stigakeppninni um heimsmeistaratitilinn
 Bandaríkjamaðurinn Wayne Rainey á Yamaha er heimsmeistari í flokki 500 cc mótorhjóla, sem
eru þau hjól sem flestra augu beinist að á svona kappsakstri, þó baráttan sé oft enn meiri í flokki kraftminni hjóla, þar sem ungir ökumenn reyna að sanna sig. En í ár er það Ástralinn ungi Michael Doohan, sem hefur unnið fyrstu fjögur mót ársins á Honda, en Raíney hefur þrívegis náð öðru sæti. Aðrir kappar í fremstu röð hafa verið Kevin Schwantz og Doug Chandler á Suzuki, sem eru nú í þriðja og fjórða sæti í stigakeppn- 'inni til heimsmeistara. Þessir fjórir kappar aka öflugustu og best búnu mótorhjólunum, sem með aðstoð flókinna mælitækja og tölvubúnaðar er stillt upp fyrir hverja af 13 brautum ársins, en lega brautanna gerir það að verkum að útfæra þarf hjólin misjafnlega í hvert skipti.

Í raun er ótrúlegt að sjá hve mikið er lagt uppúr því að ná árangri í kappakstri á mótorhjólum, en þó ekki. Árangurinn nýtist hjólaverksmiðjunum í auglýsingaherferðum, og tæknilið keppnisliðanna prófa oft nýjungar sem notaðar eru í venjuleg götuhjól. Þróunin hefur reyndar orðið svo hröð að nútímahjól sem aka hérlendis á götum eru ekki ósvipuð í útliti og keppnishjól og ekki mikið kraftminni sum hver. Þessi kraftur leíðir til þess að þau ná svipaðri hröðun og straumlínulagaðir Formula 1 keppnisbílar og hámarkshraðinn er 320 km á klukkustund. Það er ekki lítið á tæki, þar sem stjórnandinn er berskjaldaður gegn veðri og vindum, lofmótstöðu og svo brautinni ef' hann fellur yið.

Reyndar eru kapparnir í sterkum göllum, með hlífar á hnjám, olnbogum og innan klæða á baki þeirra eru plastplötur sem verja hrygginn og þá eru hjálmarnir af bestu gerð, eins og reyndar allir akstursíþróttamenn ættu að nota í keppni. Ökumennirnir eru allir með sérstaka þjálfara, sem undirbúa þá líkamlega, og þeir bestu hafa oftast menn sem geta aðstoða andlega; veitt þeim styrk og stuðning, aðstoða þá við hvernig þeir eigi að einbeita sér að verkinu hverju sinni, og jafnvel um fæðuval. Margir keppenda ferðast á milli móta í risavöxnum hjólhýsum og ófáir ferðast með alla fjólskylduna, konu og börn, lifa einskonar sígaunalífi í kringum kappakstursmótin.
Stóru llðin hafa 4-5 hjól tilbúin fyrir hvern ökumann,
 ef eitthvað skyldi bila á æfingum eða í tímatökum
Risavaxnir trukkar flytja mótorhjólin og allt hafurtaskið milli staða, í þeim eru varahlutir, verkfæri ýmiskonar og tölvubúnaður sem notaður er til stillingar. Það er ótrúleg sjón að sjá 20-30 slíka trukka á sama svæði og hvert keppnislið með 12-14 keppnishjól á einu og sama svæðinu.
Til öryggis eru stóru liðin með 4-5 mótorhjól tilbúin í slaginn fyrir hvern ökumánn, vélar geta bilað eða menn farið útaf á æfingum, sem standa í tvo daga, áður en sjálf keppnin hefst.
Á fyrstu æfingunum reyna ökumennirnir og tæknimenn þeirra að finna bestu uppstillinguna fyrir brautina, breyta vélar- og demparastillingum miðað við hvað ökumanni finnst eftir nokkra prufuhringi og hvað tölvubúnaður um borð í hjólunum gefur til kynna, þegar hann er tengdur móðurtölvu í viðgerðarskýlinu. Þegar menn eru orðnir sáttir við hjólin reyna þeir að aka eins hratt og kostur er, leggja líkamann í takt við inngjöf bensíns. Hröðunin er gífurleg, bestu tækin eru innan við þrjár sekúndur úr kyrrstöðu upp í 100 km hraða. Þau eru mjög hágíruð; ná 130 km hraða í fyrsta gír og eru tíu sekúndur að ná 250 km hraða. Uppröðun keppenda í sjálfan kappaksturinn ræðst af því hvaða tíma þeir ná í tímatökum, þannig að sá hluti undurbúningsins er mikilvægur. Ekkert er verra en að þurfa að taka framúr. Þó nýtist mönnum oft að aka fyrir aftan annan keppanda, sem klýfur vindinn og skjótast síðan framúr á síðustu stundu þegar hentar, en þá þurfa hjólin að vera svipuð að afli.

Hitinn á Jerez brautinni gerði mönnum erfitt fyrir, dekkinn hitnuðu og ökumenn þurftu að gæta þess að missa ekki gripið of fljótt með of ákafri inngjöf.
 Michael Doohan náði langbesta tíma í tímatökum og var því fyrstur í rásmarkinu í keppninni, með tæplega 30 kappa aðra fyrir aftan sig, sem allir vildu ná langt, en með misgóð tæki undir höndum. Þegar dró nær ræsingu fór kliður um áhorfendasvæðið, stemmningin varð rafmögnuð og þegar græna ljósið birtist sprakk múgurinn, hver gargaði í kapp við annan eins og um nautaat væri að ræða. Greinilega blóðheitir. þeir spönsku. Fólk var um allar hæðir, oft klætt í merktum treyjum liða sinna eða með húfur, merki eða fána. Mótorhjólaeign er mikil á Spáni og margir vilja meina að mótorhjólakappamir séu vinsælli en bestu nautabanar landsins og þá er nú mikið sagt. +
Doohan náði strax forystu í keppninni, í raun hafði hann yfirburði frá byrjun, enda nú talinn vera með aðeins öflugri vél en helstu keppinautar hans, Wayne Rainey, Kewin Schwantz og Doug Chandler. Rainey fylgdi honum af fremsta mætti og hélt öðru sætinu af öryggi, en barátta var um næstu sæti á eftir milli Niall McKenzie, Schwantz og Chandlers, sem lauk með því að McKenzie náði í verðlaunasætið, sem gladdi breska áhorfendur á keppninni. í flokki 250 cc mótorhjóla vann Loris Reggiani á Aprilia eftir æsispennandi keppni, sem var mun líflegri en keppni þeirra stóru, en Luca Cadalora hefur unnið þrjú mót í þeim flokki, en hann ekur undir sömu merkjum og Doohan, fyrir Honda.
Gunnlaugur Rögnvaldsson 

MORGUNBLAÐIÐ
 24. MAI 1992

28.3.92

Dæmi um sígilda hönnun

Harley Davidson framleiðir fjöldamargar geröir mótorhjóla en
flestar þeirra eru svipaðar í útliti og dæmigerð „götuhjól

Harley Davidson „Electra Glide":

Hefur framleitt mótorhjól í nær níutíu ár og annar nú ekki eftirspurn 

Saga mótorhjólanna fylgir nánast sögu bílsins og segja má að almenn útbreiðsla mótorhjóla hafi hafist um síðustu aldamót eða á fyrstu árum aldarinnar, á sama tíma og fyrstu bílarnir fóru almennt að líta dagsins ljós. Fyrstu mótorhjólin voru lítið annað en reiðhjól með hjálparvél en svo fór þó á örfáum árum að hönnun þeirra sveigðist fljótt inn á sömu línu og við þekkjum af þessum vélfákum í dag.
Nú er það svo að undirritaður hefur takmarkaða þekkingu og áhuga á mótorhjólum en þó skoðað þau úr hæfilegri fjarlægð í áranna rás. Af öllum þeim fjölda og margbreytileika mótorhjóla, sem fyrir augu hefur borið á liðnum árum, stendur þó ávallt eitt upp úr og það er Harley Davidson frá Bandaríkjunum. Flestir þekkja eina gerð þeirra hjóla úr umferðinni hér í Reykjavík, „Electra Glide", sem lögregluembættið í Reykjavík hefur notað til löggæslu í rúma hálfa öld, en fyrstu hjólin komu til umferðargæslu í Reykjavík árið 1940, í tíð Agnars Kofoed-Hansens, þáverandi lögreglustjóra.
Harley Davidson hefur raunar skapað sér þá ímynd að vera lifandi dæmi um sígilda hönnun, eins og sjá mátti í sjónvarpsþætti BBC um sígilda hönnun sem Sjónvarpið sýndi fyrir nokkru.

Nærri níutíu ár að baki

 Saga Harley Davidson hófst fyrir tæpum 90 árum í Milwaukee í Bandaríkjunum sem hefur verið heimili Harley Davidson fram til þessa. Það voru þeir William S. Harley, William A. Davidson, Walter Davidson og Arthur Davidson sem smíðuðu fyrsta mótorhjólið í sameiningu í litlum skúr á baklóðinni heima hjá Davidson-fjölskyldunni og urðu að fá lánuð verkfærin til smíðinnar. Fyrsta hjólið var smíðað árið 1903 og síðan hefur stjarna Harley Davidson skinið skært og skapað sér sérstöðu.

Fá mótorhjól hafa skapað sér þá ímynd að vera talandi dæmi um sigilda hönnun. Þetta á þó við um
Electra Glide frá Harley Davidson. Á myndinni gefur að líta eina af fjórum geröum þessa sígilda
hjóls, Electra Glide Sport, en hinar gerðirnar eru betur búnar og í toppgerðinni, Ultra Classic
Tour Glide,  má finna alla helstu mæla eins og hraðamæli, snúningshraðamæli, digitalklukku,
oliuþrýstimæli, hljómflutningskerfi sem stýrt er frá stýrishandfanginu, CB-talstöð,
 skriðstilli og sígarettukveikjara.

Hjól allra stétta 

   Í raun verður ekki annað sagt um Harley Davidson en að það sé hjól allra stétta. Kvikmyndastjörnur á borð við James Dean og Marlon Brando hófu þessi hjól á æðri stall á sínum tíma. Auðkýfingurinn Malcolm Forbes átti fjöldann allan af hjólum frá Harley Davidson og þeysti á einu slíku út í buskann með ekki ófrægari persónu en Elizabet Taylor á aftursætinu. Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna, heimsótti verksmiðjur Harley Davidson og sú heimsókn varpaði ljósi á þá staðreynd að Bandaríkin áttu leik í stöðunni gegn stöðugri ásælni japanskra framleiðenda inn á markaðinn. í raun ganga allir framleiðendur mótorhjóla í gegnum erfiða tíma. í dag er talið að 7,3 milljónir mótorhjóla séu á bandarískum vegum sem er verulegur samdráttur miðað við  7,7 milljónir hjóla árið 1985. Fyrir einum og hálfum áratug mátti segja að japönsku mótorhjólaframleiðendurnir Honda, Yamaha, Kawasaki og Suzuki væru einráðir á bandaríska markaðnum. Árið 1969 hafði Harley Davidson sameinast risasamsteypunni AMF en sameiningin reyndist dýrkeypt vegna minni gæða og minnkandi sölu. Árið 1985 slapp Harley Davidson úr „klóm" AMF og „kom heim aftur", eins og blaðafyrirsagnir sögðu á þeim tíma. Frá þeim tíma hefur stjarna Harley Davidson risið hratt og nú er svo komið að verksmiðjurnar anna ekki eftirspurn. Ástæðan er að miklum hluta röng stefna japönsku framleiðendanna á markaðnum. Þeir einbeittu sér að kraftmiklum hjólum sem komust 280 kílómetra á klukkustud og voru þess eðlis að ökumaðurinn varð að sitja í hnipri og beita sérstakri tækni til að beygja.

Erfiðir tímar

Í raun má segja að Japanir hafi verið svo uppteknir af því að þróa framleiðsluna að þeir „gleymdu" markaðnum eða, eins og Gary Christopher hjá Honda í Bandaríkjunum segir: „Við vorum" svo uppteknir af því að ná til „uppanna" að við gleymdum sjálfum mótorhjólaáhugamönnunum. Á hverju ári sendu þeir frá sér nýjar gerðir, mismunandi í útliti og hraðskreiðari. Þetta þýddi að „gömlu" hjólin féllu hratt í verði, varahlutir voru dýrir og tryggingar á hjólunum urðu dýrari.
Það var ekki fyrr en á allra síðustu árum sem japönsku framleiðendurnir sneru blaðinu við og fóru að framleiða „þjóðvegahjól" á borð við Honda Pacific Coast sem er stórt hjól, hlaðið búnaði, þar á meðal með farangursrými að aftan líkt og bíll.

Hafa ekki undan að framleiða

 Í upphafi fór framleiðslan hægt af stað. Árið 1907 höfðu verið framleidd 150 hjól en fyrr en varði jókst framleiðslan samfara aukinni eftirspurn og um 1920 voru framleidd yfir 28 þúsund hjól sem seldust víða um heim. Í dag fá færri en vilja hjól frá Harley Davidson. Verksmiðjurnar ná að framleiða um 70 þúsund hjól á ári og þar af fara um 40% til útflutnings.  Þetta hefur leitt til þess að á heimamarkaði bítast menn um það að fá að kaupa hjól frá Harley Davidspn eða, eins og Michael Lombardi, sem hefur söluumboðið í New York, segir: „Ég hef sex kaupendur um hvert hjól sem ég fæ úthlutað." Meginástæðu velgengninnar telja margir vera stórar, þunglamalegar vélar sem höfða til kaupendanna, hönnun sem hefur staðið nær óbreytt árum saman, og síðast en ekki síst hjálpaði staða dollarans gagnvart öðrum löndum.

„ElectraGlide"


 Frægasta hjól Harley Davidson er án efa „Electra Glide" sem framleitt hefur verið lítið breytt í fjölda ára. Hjóið er knúið tveggja strokka fjórgengisvél sem nú er 1.340 cc. Snúningsvægið er 95 Nm v/4.000 sn. á mín.
Þeir hjá Harley framleiða fjölda annarra gerða en ávallt er það þó Electra Glide sem heldur uppi nafninu og er í dag framleidd í þremur eða fjórum megingerðum, mismunandi eftir búnaði.
Stóri munurinn á Electra Glide og flestum japönsku hjólunum er byggingarlagið. Á Electra Glide sitja menn eins og í góðum hnakki á hestbaki, góð stig eru fyrir fætur og stýrið er hátt og gefur gott grip. Þessi hjól eru ekki gerð fyrir raunverulegan hraðakstur eins og þau japönsku og í raun má segja að besti hraðinn fyrir þessa „vélfáka" sé á bilinu 80 til 90 kílómetrar á klukkustund þótt vissulega megi koma þeim á meiri hraða. Sem dæmi um velgengni Harley Davidson á nýjan leik á Bandaríkjamarkaði má nefna að í fyrra áttu þau hjól 31% af markaði „götuhjóla" í Bandaríkjunum en í öðru sæti kom Honda með 26%. Til samanburðar má nefna að í lok „mögru áranna" undir stjórn AMF, eða árið 1985, var Honda með 47% en Harley Davidson aðeins 9,4% svo umskiptin eru mikil.

Sameiningartákn


 Í dag líta margir Bandaríkjamenn á Harley Davidson eins og sameiningartákn. Það er jafn „amerískt" og kók og eplapæ að þeirra mati. Mótorhjól tengjast að mati margra Bandaríkjamanna tilfinningunni um vald og frelsi, frelsi til að þjóta þangað sem mann langar þegar hugurinn kallar. Hjólin era sameiningartákn margra hópa og þar eru án efa frægastir „Hell Angels". Sérstakir Harley Davidson-klúbbar eru til um gervöll Bandaríkin og gefnir eru út þykkir vörulistar um varning sem tengist þessum frægu hjólum. Það er og haft fyrir satt að merki Harley Davidson sé nær eina vörumerkið sem notað er sem húðflúr í einhverjum mæli en margjr sannir aðdáendur Harley hafa látið tattóvera sig með merkinu. Fá mótorhjól frá Harley Davidson eru nú í umferð hér á landi og ber þar mest á lögregluhjólunum sem mörg hver hafa fengið að snúast fleiri kílómetra en góðu hófi gegnir. Vegna hárrar stöðu dollarans um árabil hefa japönsku hjólin átt greiðari leið inn á markaðinn en með hækkandi gengi japanska jensins eiga vélfákarnir frá Harley Davidson kannski eftir að sjást í ríkari mæli á íslenskum vegum í framtíðinni. Talsmenn Ísarns hf., sem er umboðsaðili Harley Davidson hér á landi, segja að fleiri fyrirspurnir hafi komið um hjólin á síðustu vikum en áður.
-JR
DV
28.3.1992

21.3.92

Árangur hefur náðst í umræðunni segir fulltrúi Sniglanna

Iðgjöld mótorhjóla:

„Bifhjólasamtök lýðveldsins, Smglarnir, boöuðu tryggingafélögin á fund fyrir um mánuði en ekkert tryggingafélaganna treysti sér til að hitta okkur þá. Samtökin boðuðu aftur til fundar síðasta miðvikudag en þá mætti aðeins fulltrúi frá einu tryggingafélagi. Við erum ekki ánægðir með það úr því þeir höfðu mánuð til þess að fara ofan í saumana á tryggingamálum bifhjólamanna," sagði Jón Páll Vilhelmsson í trygginganefhd Sniglanna í samtali við DV.
    „Sjóvá-Almennar og VÍS hafa verið að skoða þetta dæmi nokkuð vel en VÍS taldi sig þurfa frest til að skoða dæmið betur. Þeir gáfu vilyrði fyrir þvi að þeir mótorhjólaeigendur, sem þurfa að endurnýja tryggingar sínar 1. mars, geti skipt um tryggingafélag þó að komið sé fram yfir þessa dagsetningu. Það sama gildir um þá sem eru hjá Tryggingamiðstöðinni, Tryggingu hf. og Abyrgö.
    Sá fulltrúi, sem mætti á fundinn á miðvikudag, var frá Scandia. Vandinn hjá þeim er sá að þeir hafa engar tölur frá íslandi til að byggja á en þeir tók mjög vel í tillögur okkar á fundinum.
   Töluverður árangur hefur náðst í samræðum okkar við tryggingafélögin. Stærsti áfanginn er sá að tryggingafélögin, sem vissu ekkert um mótorhjól og vildu ekkert vita, gera það nú og hafa kynnt sér mál okkar. Við gerum ráð fyrir að þeir noti árið til að kynna sér þau rækilega. Tryggingafélögin eru að skoða tengslin á milli aldurs ökumanns, krafts mótorhjólsins í sambandi við slysatíðni. Það er einmitt í tengslum við það sem við förum fram á að iðgjöldin séu reiknuð út frá því. Það er töluvert skref þó aðvið fáum kannski ekki niöurfeUingu eða leiðréttingu strax. Þessi barátta okkar hefur tekið langan tíma en fyrst nú er að komast hreyfing þar á.
     Sjóvá-Almennar tilkynntu okkur síðasta fimmtudag að þeir kæmu ekki til með að breyta sínum iðgjöldum. Þeir hækkuðu iðgjöldin mest allra tryggingafélaga á þessu ári. Margir okkar höfðu allar sínar tryggingar hjá þeim. Við höfum mælst til þess meðal meðlima í Sniglunum að þeir beini tryggingum sínum til annarra en þeirra. Það gildir ekki einungis um mótorhjólin heldur og tryggingar af bílum og húseignum og allar aðrar tryggingar. Því er ljóst að Sjóvá-Almennar missa töluvert stóran hóp tryggingartaka og viðskipti upp á kannski tugi milljóna," sagði Jón Páll. -ÍS
DV
3.3.1992


2.2.92

Sniglarnir segja upp bifhjólatryggingum

Sniglarnir, bifhjólasamtök lýðveldisins, ákváðu að segja upp bifhjólatryggingum sínum frá næstu mánaðamótum á 100 manna félagsfundi á miðvikudagskvöldið. Með uppsögnunum mótmæla Sniglarnir fyrirhuguðum hækkuniim á iðgjöldum bifhjóla og þrýsta á grundvallarbreytingar í tryggiiigamáluin ökumanna bifhjóla. Þær felast meðal annars í því að tekið verði mið af stærð bifhjóls og aldri ökumanns við álagningu iðgjalda.
Þorsteinn Marel, úr stjórn Sniglanna, sagði að samkvæmt núverandi iðgjaldareglum væri óbeint stuðlað að slysaaukningu með því að leggja jafn mikið á ökumenn bifhjóla hvort sem þeir ækju 10 hestafla eða 150 hestafla hjólum. Af þessu leiddi að hér á landi væri mun meira af stærri hjólum en t öðrum löndum. Þá benti hann á að jafn háir tollar af litlum og stórum hjólum hvettu menn til að festa kaup á stærri hjólum. Sniglarnir hafa ákveðið að ségja upp tryggingum af bifhjólum sínum til þess að mótmæla fyrirhugaðri hækkun á iðgjöldum bifhjóla og þrýsta á grundvallarbreytingar í tryggingamálum ökumanna bifhjóla.
Þorsteinn segir að Sniglarnir séu tilbúnir til að ræða við tryggingafélögin um breytingar á iðgjaldareglum. Þar með nýtist reynsla þeirra af þessum málum. Hann sagði að eðlilegt væri að stærð bifhjóls skipti máli og benti jafnframt á að óeðlilegt væri að vanir ökumenn borguðu álíka mikið og þeir sem væri að fara á götuna í fyrsta sinn en í viðtalinu kom fram að meðalaldur Sniglanna er 29,3 ár en meðalaldur þeirra sem slösuðust á bifhjólum árið 1991 væri 20,6 ár. Ragnar Ragnarsson bjá  Tryggingaeftirlitinu sagði að sums staðar erlendis væri tekið mið af því hvað ökumaður væri gamall og hjólið stórt við álagningu iðgjalds en ekki hafi verið farið út í slíkt hérlendis meðal annars vegna þess að hjólin væru það fá að erfitt væri að miða við fyrirliggjandi reynslu. Hann kvað þó ekki útilokað að miða mætti við reynslu manna erlendis. Aðspurður sagði Ragnar að það væri vel  athugandi hugmynd að Sniglarnir ræddu við tryggingafélögin um breytingar á iðgjaldareglum og ef eitthvað kæmi út úr slíkum umræðum yrði það væntanlega borið undir eftirlitið. Hann kvað ekki líklegt að heildariðgjöld myndi lækka heldur yrðu áhættuhópur látinn borga niður tryggingu hjá öðrum.

1.2.92

Sniglarnir sameinuðust um að segja upp Tryggingum sínum:


Iðgjöld bifhjólatrygginga hækkuðu um allt að 300% 

„Tryggingarnar hjá stóru félögunum fyrir mótorhjól hækkuðu um 300% hjá Sjóvá-Almennum og um tæp 150% hjá VÍS. Á rúmlega 100 manna fundi á miðvikudagskvöldið var ákveðið einróma að segja upp öllum tryggingum fyrir þessa helgi. 

Það gildir fyrir alla í Bifhjólasamtökum lýðveldisins, 350 manns, sem er rösklega 1/3 allra mótornjólaeigenda í landinu," sagði Þorsteinn Marel Júlíusson, talsmaður hjá Sniglunum, Bifhjólasamtökum lýðveldisins, í samtali við DV. „Viö eru búnir að ná sambandi við alla félagsmenn með tölu, og það eru allir sammála um úrsögnina. Við erum ekki bara að segja upp tryggingum á mótorhjólum heldur öllum tryggingum okkar hjá félögunum.
Þetta eru allt saman skyldutryggingar og við höfum næsta mánuð til viðræðna við tryggingafélögin. Þeir þurfa að bjóða okkur til sín í viðræður en það hefur ekki verið neinn tími, hvorki hjá okkur né þeim, vegna anna." 

40 milljóna hækkun 

„Þessar hækkanir, sem eru nú í gangi, koma út sem um 40 milljón; króna hækkun. Það er hræðilega vont dæmi að þessar tryggingar skuli allar vera sendar undir sama hatt, burtséð frá stærð, hestóflum, aldri eða reynslu. Það er engin tryggingastærðfræði notuð. Það sem við viljum gera og okkar tilboð miðar að er að tengja aldur og reynslu við hestöfl í trygginguhum. Yngstu mennirnir og stærstu hjólin borga mest. Bara þetta atriði myndi stuðla að því að ungir merin fengju sér frekar minni hjól sem stuðlar að , minni tjónum og minni. slysum. Hingað til hefur ekki verið hlustað á þessar röksemdir okkar. ": Því -Meöalaldur Sniglanna er tæpp 30 ár og margir eiga meira en eitt mótorhjól eða bifreið. Það sér það hver maður að það er nánast útilokað fyrir menn að borga iðgjóld af fleiri en einu hjóli eða hjólum og bifreið. Menn sem hafa hjól tryggð hjá til dæmis Sjóvá-Almennum, sem hækkuðu gjöldin mest og hafa engan bónus, þurfa að borga um 150 þúsund á ári. Með 55% bónus er þetta gjald 83.000 krónur." . Viðræður eftir helgi Þessar tölur komu ekki út fyrr en um síðustu helgi og því er þetta svo nýtt fyrir okkur enn. Við erum á fullu innan Sniglanna að vinna í þessum málum en við reiknum með að hefja viðræður við tryggingafélögin í næstu viku. Þegar tryggingar eru svona háar fara menn að keyra tryggingarlausir, taka hjólin sín út af skrá. Það býður þeirri hættu heim og er bara mannlegt eðli. Við höfum stuðning lögreglunnar því að hún gerir sér grein fyrir því að þegar iðgjöldin eru komin upp fyrir allt sem raunhæft er fara menn að keyra tryggingarlausir.
Þar með er búið að velta hluta vandamáls tryggingafélaganna yfir á lógregluna. -IS