Sniglarnir, bifhjólasamtök lýðveldisins, ákváðu að segja upp bifhjólatryggingum sínum frá næstu mánaðamótum á 100 manna félagsfundi á miðvikudagskvöldið. Með uppsögnunum mótmæla Sniglarnir fyrirhuguðum hækkuniim á iðgjöldum bifhjóla og þrýsta á grundvallarbreytingar í tryggiiigamáluin ökumanna bifhjóla. Þær felast meðal annars í því að tekið verði mið af stærð bifhjóls og aldri ökumanns við álagningu iðgjalda.
Þorsteinn Marel, úr stjórn Sniglanna, sagði að samkvæmt núverandi iðgjaldareglum væri óbeint stuðlað að slysaaukningu með því að leggja jafn mikið á ökumenn bifhjóla hvort sem þeir ækju 10 hestafla eða 150 hestafla hjólum. Af þessu leiddi að hér á landi væri mun meira af stærri hjólum en t öðrum löndum. Þá benti hann á að jafn háir tollar af litlum og stórum hjólum hvettu menn til að festa kaup á stærri hjólum. Sniglarnir hafa ákveðið að ségja upp tryggingum af bifhjólum sínum til þess að mótmæla fyrirhugaðri hækkun á iðgjöldum bifhjóla og þrýsta á grundvallarbreytingar í tryggingamálum ökumanna bifhjóla.
Þorsteinn segir að Sniglarnir séu tilbúnir til að ræða við tryggingafélögin um breytingar á iðgjaldareglum. Þar með nýtist reynsla þeirra af þessum málum. Hann sagði að eðlilegt væri að stærð bifhjóls skipti máli og benti jafnframt á að óeðlilegt væri að vanir ökumenn borguðu álíka mikið og þeir sem væri að fara á götuna í fyrsta sinn en í viðtalinu kom fram að meðalaldur Sniglanna er 29,3 ár en meðalaldur þeirra sem slösuðust á bifhjólum árið 1991 væri 20,6 ár. Ragnar Ragnarsson bjá Tryggingaeftirlitinu sagði að sums staðar erlendis væri tekið mið af því hvað ökumaður væri gamall og hjólið stórt við álagningu iðgjalds en ekki hafi verið farið út í slíkt hérlendis meðal annars vegna þess að hjólin væru það fá að erfitt væri að miða við fyrirliggjandi reynslu. Hann kvað þó ekki útilokað að miða mætti við reynslu manna erlendis. Aðspurður sagði Ragnar að það væri vel athugandi hugmynd að Sniglarnir ræddu við tryggingafélögin um breytingar á iðgjaldareglum og ef eitthvað kæmi út úr slíkum umræðum yrði það væntanlega borið undir eftirlitið. Hann kvað ekki líklegt að heildariðgjöld myndi lækka heldur yrðu áhættuhópur látinn borga niður tryggingu hjá öðrum.