1.2.92

Sniglarnir sameinuðust um að segja upp Tryggingum sínum:


Iðgjöld bifhjólatrygginga hækkuðu um allt að 300% 

„Tryggingarnar hjá stóru félögunum fyrir mótorhjól hækkuðu um 300% hjá Sjóvá-Almennum og um tæp 150% hjá VÍS. Á rúmlega 100 manna fundi á miðvikudagskvöldið var ákveðið einróma að segja upp öllum tryggingum fyrir þessa helgi. 

Það gildir fyrir alla í Bifhjólasamtökum lýðveldisins, 350 manns, sem er rösklega 1/3 allra mótornjólaeigenda í landinu," sagði Þorsteinn Marel Júlíusson, talsmaður hjá Sniglunum, Bifhjólasamtökum lýðveldisins, í samtali við DV. „Viö eru búnir að ná sambandi við alla félagsmenn með tölu, og það eru allir sammála um úrsögnina. Við erum ekki bara að segja upp tryggingum á mótorhjólum heldur öllum tryggingum okkar hjá félögunum.
Þetta eru allt saman skyldutryggingar og við höfum næsta mánuð til viðræðna við tryggingafélögin. Þeir þurfa að bjóða okkur til sín í viðræður en það hefur ekki verið neinn tími, hvorki hjá okkur né þeim, vegna anna." 

40 milljóna hækkun 

„Þessar hækkanir, sem eru nú í gangi, koma út sem um 40 milljón; króna hækkun. Það er hræðilega vont dæmi að þessar tryggingar skuli allar vera sendar undir sama hatt, burtséð frá stærð, hestóflum, aldri eða reynslu. Það er engin tryggingastærðfræði notuð. Það sem við viljum gera og okkar tilboð miðar að er að tengja aldur og reynslu við hestöfl í trygginguhum. Yngstu mennirnir og stærstu hjólin borga mest. Bara þetta atriði myndi stuðla að því að ungir merin fengju sér frekar minni hjól sem stuðlar að , minni tjónum og minni. slysum. Hingað til hefur ekki verið hlustað á þessar röksemdir okkar. ": Því -Meöalaldur Sniglanna er tæpp 30 ár og margir eiga meira en eitt mótorhjól eða bifreið. Það sér það hver maður að það er nánast útilokað fyrir menn að borga iðgjóld af fleiri en einu hjóli eða hjólum og bifreið. Menn sem hafa hjól tryggð hjá til dæmis Sjóvá-Almennum, sem hækkuðu gjöldin mest og hafa engan bónus, þurfa að borga um 150 þúsund á ári. Með 55% bónus er þetta gjald 83.000 krónur." . Viðræður eftir helgi Þessar tölur komu ekki út fyrr en um síðustu helgi og því er þetta svo nýtt fyrir okkur enn. Við erum á fullu innan Sniglanna að vinna í þessum málum en við reiknum með að hefja viðræður við tryggingafélögin í næstu viku. Þegar tryggingar eru svona háar fara menn að keyra tryggingarlausir, taka hjólin sín út af skrá. Það býður þeirri hættu heim og er bara mannlegt eðli. Við höfum stuðning lögreglunnar því að hún gerir sér grein fyrir því að þegar iðgjöldin eru komin upp fyrir allt sem raunhæft er fara menn að keyra tryggingarlausir.
Þar með er búið að velta hluta vandamáls tryggingafélaganna yfir á lógregluna. -IS