Mótorhjól í Perlunni
Meiri háttar mótorhjólasýning stendur yfir þessa dagana í Perlunni.Sýnd eru 59 mótorhjól í eigu einstaklinga, stofnana og fyrirtækja en þar að auki sýna 10 innflutnings og þjónustufyrirtæki fyrir mótorhjól og mótorhjólatengdar vörur. 11. fyrirtækið er gosdrykkjaframleiðandi og hefur ekki mótorhjólavörur nema óbeint en tekur samt þátt í sýningunni. - Það eru Flækjufætur sem standa fyrir sýningunni sem þeir segjast í sýningarskrá vonast til að lyfti bifhjólamenningu á Íslandi á enn hærra plan.
Merkileg hjól, gömul og ný
Í sambandi við sýninguna fer svo fram margháttuð og áhugaverð dagskrá. Til að mynda var við opnunina komið á staðinn með 7 ára gamalt Suzuki GSX-R 750 í frumpörtum. Þetta hjól ætlar sérfræðingur í súkkuviðgerðum að gera upp meðan sýningin stendur og hjóla burtu á því nýuppgerðu í lokin. Sýndar verða kvikmyndir og Litskyggnur frá-mótorhjólaviðburðum og Haukur Halldórsson listmálari sýnir myndir „sem tengjast mótorum og mótorhjólamenningu", eins og segir í sýningarskrá.
Ýmsar uppákomur í dag
Á morgun, sunnudag, er svo lokadagur sýningarinnar og þá verða ýmsar uppákomur og lifandi tónlist þar til sýningunni lýkur með hópreið á mótorhjólum frá Perlunni um Kópavog að Hard-Rock í Kringlunni, þar sem sýningunni lýkur formlega með afhendingu verðlauna og viðurkenninga.
S.H.H.
DV
30.5.1992