30.5.92

Heimsókn á „National Motorcycle Museum" á Englandi:

Merkilegasti gripurinn á breska mótorhjólasafninu er án efa þetta sérstæða hjól,
 850cc Wilkinson frá árinu 1912. Hjóliö er með 4 strokka vatnskælda vél með
hliðarventlum, þriggja hraða gírkassa, drifskafti og fjöðrun bæði að framan og
 aftan. Erfitt var að stýra þessu langa hjóli en oftast var það með áföstum
 hliðarvagni. Framleiðandinn, Wilkinson, er i dag þekktari fyrir framleiðslu
rakvélarblaða en mótorhjóla.

 Saga breskra mótorhjóla á einum stað


Áhugi á mótorhjólum hefur aukist stórlega hér á landi á undanförnum árum sem sést best á þeirri glæsilegu mótorhjólasýningu sem nú stendur yfir í Perlunni.
   Vilji sannir mótorhjólaáhugamenn hins vegar skoða glæsilegasta safn mótorhjóla í heiminum þá verða þeir að leggja leið sína til Englands, nánar tiltekið til Solihull í nágrenni Birmingham en þar er „The National Motorcycle Museum" og þar gefur að líta fleiri hundruð mótorhjóla sem segja sögu bresks mótorhjólaiðnaðar sem var nánast einráður í heiminum fyrstu sextíu ár þessarar aldar.
Annar umsjónarmanna DV Bíla átti þess kost á dögunum að ganga um sali þessa merka safns og virða fyrir sér þessa einstæðu gripi sem þar eru til sýnis.
Safninu er skipt í fjóra aðalsali. í þeim fyrsta er rakin saga fyrstu 60 áranna, eitt hjól fyrir hvert ár frá 1902 til 1961 sýnir vel hvernig breski mótorhjólaiðnaðurinn þróaðist ár frá ári. Fyrstu hjólin voru varla meira en reiðhjól með hjálparvél en það var sérstætt að sjá hversu fljótt þau þróuðust í það form sem við þekkjum mótorhjólin í dag. í sal tvö gaf að líta mótorhjól með vélar undir 500cc og yfir 500cc í sal þrjú. Í fjórða aðalsalnum var hins vegar safn keppnishjóla frá ýmsum tímum, sum harla sérstæð og kraftmikil.
Fyrir þá sem ekki eru svo fróðir um mótorhjól er það nánast upplifun að ganga þarna um sali og sjá hvernig mótorhjólið hefur þróast í áranna rás. Hvernig hjólin þróuðust frá reiðhjólum yfir í mótorhjól. í fyrstu var vélaraflið flutt frá vélinni til afturhjólsins.með reimdrifi, síðan kom keðjudrif og á tímabili var notað drifskaft líkt og í bílum. Bara það eitt hvernig bensíntankar þróuðust úr því að vera „flattank" yfir í „roundtank" er kafli í þróunarsögunni.
 Nú er undirritaður ekki mikill áhugamaður um slíka „mótorfáka" sem þarna voru til sýnis en samt sem áður er þetta safn vel þess virði að sækja það heim, jafnvel þótt menn hafl aðeins takmarkaðan áhuga á hjólum. Fyrir sanna mótorhjólamenn er það sjálfsagður hlutur að leggja lykkju á leið sína og koma þarna við ef þeir á annað borð eru á ferð um England.
Til leiðbeiningar þá er safnið við vegamót 6 á M42-hraðbrautinni þar sem hún skef A45 rétt hjá „National Exhibition Centre" skammt austan Birmingham, um eina mílu frá flugvellinum og járnbrautarstöðinni í Birmingham. -JR


Svipmyndir frá safninu. Efst er tveggja sæta glæsifákur þar sem farþeginn situr i bólstruðum stól fyrir framan ökumanninn. Næst er eitt af eldri hjólunum með stórri tveggja strokka vél. Þriðja hjólið er Triumph sem margir þekkja frá fyrri árum hér á landi. Fjórða hjólið er dæmi um hjól sem byggt hefur verið til þess eins að setja hraðamet og neðst eru tveir góðir fulltrúar BSA-hjólanna, ánnað frá heimsstyrjöldinni siðari og hitt nýrra. 
Þetta sérstæða hjól með „tvöföldu" að aftan er Brough Superior frá
 árinu 1932. Þetta hjól var 4 strokka Austin-vél með hliðarventlum
og álheddi, hefðbundinni „bílvélasmurningu" og rafmagnsstartara.
Gírkassinn er þriggja gira auk afturábakgírs.
Tvöföldu hjólin að aftan voru knúin með drifskafti í stað keðju.

Mótorhjól eða bill? Þetta merkilega farartæki stendur í anddyri breska
mótorhjólasafnsins í nágrenni Birmingham en við segjum i dag frá heimsókn þangað.
 Til hliðar sést yfir hluta af einum salnum þar sem saga breskra mótorhjóla
er rakin í sextiu ár. Myndir DV Bílar JRDV
 30. MAÍ 1992.
https://timarit.is/