20.8.92

TEXAS, NEVADA, REYKJAVÍK



Í HAAAAAA!!!!!


Steini Tótu, Eyjapeyi, hljóðmengunarráðunautur, útihúsavörður Grjótsins og snigill númer #161, kvaðst ekki alveg tilbúinn að leggja hjólinu sínu fyrir vélnautið sem nú er búið að koma upp á rokkstaðnum Grjótinu. Hins vegar væri það kærkomið á kvöldin og í rigningarsudda. Afar sjaldgæft er að slík naut sjáist á rokkstöðum en þeim mun algengara að þau sé að finna á svokölluðum kántrístöðum í Bandaríkjunum, sérstaklega í Texas, Nevada og nálægum fylkjum.  
Og nú er það komið til Reykjavíkur. 

„Þetta er helv... erfítt. Tekur alveg rosalega á handlegginn sem maðurheldur sér í með," sagði Steini Tótu eftir að hafa flengst út um allt á nautinu, ýmist með orðinn lafmóður. Hann þrjóskaðistlengi við og reyndi allt upp ístillingu níu. „Hann ernú með þeim þrjóskari sem sest hafa á nautið,"'sagði Björn Baldursson, eigandi Grjótsins, sem reyndi eftir megni að koma honum af baki með ýmsum hrekkjastillingum.
Hrekkjastillingarnar eru frá einum upp í níu og fjórar stillingar eru á snúningum á nautinu. Þegar búið er að stilla allt á fullt er erfitt að haldast á baki; aðeins þeir færustu geta það um lengri tíma. Mikil stemmning var á Grjótinu um helgina þegar vélnautið var reynt og fjöldi manns mætti til að klappa upp félaga sina sem þátt tóku í  leiknum.  Og þótt fólk kastist með látum afþessu 500 kílóa nauti er þvíóhætt vegna þess að búið er koma fyrir þykkum dýnum allt í kring þannig að lendingin er mjúk. Það má reyna leikinn á Grjótinu öll kvöld vikunnar, en vegna þess hve mikið pláss nautið tekur með dýnum og öllum græjum er það fært til hliðar eftir klukkan ellefu um helgar. Steini Tótu þrjóskaðist lengi vel á nautinu en kastaðist loks af baki eftir mikil átök. 
Pressan 20 ágúst 1992