 |
Sniglar númer 499; Útsölusnigillinn, öðru nafni,
Vésteinn, og 561; Psycho, Guðmundur, sem
segist einhverra hluta vegna hafa hlotið þetta viðurnefni frá vini sínum Vésteini. |
Gústi skrækur, Óli losti, Prófessorinn, Bjössi túpa, Hesturinn,
Púkaló, Skölli. Þetta eru ekki nöfn
á teiknimyndasöguhetjum sem
sprella, berjast, þeysast, frekjast
og bugast. Nei, þetta eru nöfn á
Sniglum sem þeysa á mótorhjólum eftir götum borgarinnar,
Riddarar götunnar.
Það er hin besta skemmtun að
komast í bif-blíu Bifhjólasamtaka
lýðveldisins, eða símabók Sniglanna, því að baki þessum furðunöfnum eru oftar en ekki
skemmtilegar sögur, sumar örlítið
kvikindislegar, enda menn oft
ungir og lausbeislaðir þegar þeir
ganga til liðs við samtökin.
Nokkrum árum síðar vilja sumir
hverjir síður gefa upp af hverju
þeir ganga undir þessum nöfnum.

Einn hinna ungu
Snigla ber nafhið Útsölusnigillinn. Ástæðan er að hann er Snigill númer 499, —
semsagt á útsöluprís.
Gústi skrækur heitir í
raun og veru Ágústa.
Viðurnefni hennar
kom til af því hvað
hún var stráksleg þegar hún byrjaði í samtökunum og miðað við strákslegt útlit hafði hún fremur skræka rödd. Nú hefur hún tekið út vöxtinn og er hin
blómlegasta en losnar ekki við
viðurnefnið. Óli losti á mörg börn
með jafnmörgum konum og er að
auki alltaf að fikta í rafmagni.
Bjarni er Prófessorinn vegna þess
hve hann er mikill grúskari. Hesturinn, hann Einar Rúnarsson,
keyrði einhvern tíma niður hest
og fortíðin eltir hann. Bjössi túpa
er alltaf í röndóttum leðurfötum,
ekki ólíkt Signal-tannkreminu.
Tveir Hirtir innan samtakanna
bera nafnið Hjörtur líklegur og
Hjörtur
ólíklegur, sá
fyrrnefndi
fékk viðurnefnið vegna þess
hve hann taldi
marga hluti líklega
og sá síðarnefndi,
sem gekk á eftir honum
í bifhjólasamtökin, hlaut
því að vera ólíklegur. Guðmundur Magnússon ber viðurnefnið Skölli því þegar hann brosir segja menn hann líkjast skötusel, hann sé ekki með 32 tennur
eins og flestir heldur 60. Sköllína
er hans frú. Jeppinn hennar Bryndísar er Hlöðver H. Gunnarsson.
Skýringin er einföld; kona hans
heitir Bryndís. Stykkið, eða María
Garðarsdóttir, fékk viðurnefnið
þegar hún afklæddist leðurgallanum einhvern tíma á einhverri útihátíð fyrir norðan. Kom þá í ljós
að það var heljarinnar stykki fyrir
innan klæðin. Karl Gunnlaugsson
fékk viðurnefnið Tá-G
Racing eftir að hann tók
þátt í mótorhjólakeppni
á Bretlandi sem bar nafnið
K-G Racing. Skömmu síðar varð
hann fyrir því að missa tvær tær.
Því sómdi nafhið sér Tá-G betur
og menn bráðöfunda hann af því
að af honum er 20% minni táfyla
en öðrum. Sonja Schwantz heitir
síðara nafninu í höfuðið á heimsþekktum mótorhjólakappa, því
þótt hún sé aðeins á 20 kílómetra
hraða á hjólinu er alltaf eins og
hún sé á yfir 100 kílómetra hraða
þar sem hún liggur flöt fram á
hjólið. Og síðast en ekki síst verður að nefna Hermann heilalausa,
eða Hemma Steel eins og hann er
einnig oft nefndur. Miklar deilur
hafa staðið um hvort hann hafi
heila eður ei, en það þykir nú afsannað að hann sé án heila, því
hann lenti í árekstri fyrir skömmu
og fékk þá heilahristing!
Pressan
27.8.1992