Suzuki /Honda og Yamaha |
Kawasaki /TM og KTM |
að tala um stærsta reynsluakstur sinnar tegundar á Íslandi þegar leidd voru saman öll nýjustu motocrosshjólin í létt- og millivigtarflokki.
Umsjón með prófinu og höfundur greinar er Þórir Kristinsson.
Þennan flokk skipa Honda CRF 250,nýjasta útspil Hondu sem fjallað var um í Bílum fyrr í vetur. Yamaha YZF 250 sem hefur verið nokkuð einrátt í þessum flokki frá árinu 2001 en hefur nú fengiðharða samkeppni. Suzuki RMZ og Kawasaki KXF 250, sem einnig hafa sést á síðum Bíla og eru eineggja tvíburar enda afrakstur samstarfs Suzuki og Kawasaki og því í raun sama hjólið að litnum undanskildum. Þótt ekki hafi verið kostur á að reyna fjórgengishjól frá KTM og TM eiga þeir sína fulltrúa í þessum hópi í formi öflugra 125cc tvígengishjóla og höfðum við þau með í þessum reynsluakstri enda keppa þau í sama flokki. Hins vegar mega menn búast við að sjá ný og öflug fjórgengishjól rúlla af færibandinu frá þessum framleiðendum í náinni framtíð.
Reynsluaksturinn fór fram á motocrossbraut þeirra Vestmannaeyinga, sendinni eldfjallabraut sem sannarlega á engan sinn líka í heiminum, og vil ég fá að þakka kærlega fyrir afnotin af henni og eins þeim er hjálpuðu til við að gera allt þetta mögulegt. Til að fá sem besta og breiðasta innsýn inn í þennan fríða flokk hjóla fékk ég til liðs við mig þá Heimi Barðason, gamlan ref í hjólabransanum, og Reyni Jónsson, fyrrverandi Íslandsmeistara í motocrossi og án efa einn af okkar bestu ökumönnum í dag. Eftir átök dagsins, þar sem öll hjólin voru reynd til hins ýtrasta, settumst við niður og bárum saman bækur okkar. Sumt fór alveg eins og okkur grunaði. Annað kom algerlega á óvart.
Suzuki RMZ250 og Kawasaki KXF250
Samvinna Kawasaki og Suzuki hefur nú litið dagsins ljós og senda verksmiðjurnar í fyrsta skipti fjórgengishjól inn í létt/millivigtarflokkinn sem hafa hlotið nöfnin KXF og RMZ.
Verkaskiptingin var þannig að Suzuki hannaði vélina og Kawasaki smíðaði grindina og fjöðrunina (Kayaba). Fjöðrunin er fín en við fundum fyrir smáóstöðugleika á ferð. Ekkert alvarlegt þó. Hjólin tvö eru þau sömu fyrir utan lögun og lit á plasti hjólsins. Að sitja á hjólunum er þægilegt enda hjólin grönn og nett í laginu. Mjög hávöxnum mönnum mun þó finnast fulllítið bil frá sæti niður á
standpetala sem gerir sitjandi stöðu ansi samankreppta. Sneiða má hjá þessu með hærra sæti og hærra stýri hjálpar líka með standandi stöðu. Vélin skilar snörpu afli alveg upp úr neðsta vinnslusviði og það gerir það að verkum að hjólið er létt og skemmtilegt í akstri og hentar vel á brautir sem hafa þröngar beygjur og stutta aðkeyrslu upp á stökkpalla. Stjórntæki hjólsins eru afar vel heppnuð og er t.a.m. kúplingin líklega sú besta í þessum flokki hjóla. Við höfum heyrt töluvert um vandamál sem tengjast ofhitnun á þessum hjólum en getum með góðri samvisku sagt að ekkert slíkt kom upp þennan
dag í erfiðri sand- og vikurbraut þeirra Eyjamanna. Helsti ókostur þessara hjóla er e.t.v. sá að töluvert
var um titring frá vél upp í stýri og skrifast það líklega á að engin jafnvægisstöng (counterbalancer) er í þessum hjólum. Þetta fyrsta ár RMZ/ KXF lofar góðu. Hjólin eru vel smíðuð og heildarmyndin afar vel heppnuð. Suzuki-umboðið í Hafnarfirði selur RMZ og kostar það 790.000 staðgreitt. KXF fæst hjá versluninni Nitro og kostar 780.000 staðgreitt.
Honda CRF 250
Honda hefur ekki farið sér óðslega í því að koma þessu hjóli á markað og eytt gríðarlegum tíma í hönnun og rannsóknarvinnu. Útkoman er hjól sem er eins og smækkuð mynd af stóra bróður, CRF 450, sem getur ekki boðað annað en gott. CRF 250 skilar góðu afli, frábærum aksturseiginleikum, góðri fjöðrun og góðri endingu. Nokkurn veginn allt sem skiptir máli. Það er gaman að horfa á Honduna, hún er falleg og setur nýja álgrindin stóran svip á hjólið. Vélin er fjögurra ventla og ólík hinum hjólunum að því leyti að hún og gírkassinn hafa tvö aðskilin smurkerfi, sem á að skila betri smurningu. Það sem einkennir þetta hjól er að það virðist alltaf vera nægt afl og tog til staðar og hjólið er ekki viðkvæmt fyrir því íhvaða gír maður er þegar gefið er inn. Honda kemur með Showa-fjöðrun sem reyndist vel við flestar aðstæður hvort sem það var yfir gróf þvottabretti eða í lendingu eftir stökk. Stöðugleiki hjólsins var einnig með ágætum. Eins og með RMZ og KXF er bilið frá sæti niður í standpetala fulllítið fyrir menn sem eru yfir 191cm á hæð og gerir sitjandi stöðu pínulítið óþægilega. En með fullri sanngirni er ekki annað hægt en að ausa þetta hjól lofi. Það gerir e.t.v. ekkert langbest; það hefur ekki kraftmestu vélina eða bestu fjöðrunina. En það gerir hins vegar allt mjög vel og ekkert illa og er því á heildina litið líklega besta hjólið í þessum flokki. Ef eitthvað má finna að hjólinu er það líklega að það skilar
Hvað Fannst þeim |
Yamaha YZF 250
Yamaha hefur farið með tögl og hagldir í þessum flokki allt frá því það sendi fyrst frá sér YZF250 árið 2001. Síðan þá hefur hjólið fengið lítilsháttar andlitslyftingu ár hvert og fyrir 2004 var megináherslan lögð á að létta hjólið enn frekar og má nefna að standpetalarnir og fremra púströrið eru úr titanium. Yamaha hefur einka leyfi á 5 ventla vél sinni en ólíkt öðrum hjólum er olíuforðinn fyrir hana geymdur í grind hjólsins. Miðað við önnur hjól skilar Yamaha-vélin mestu og bestu togi á miðju og hæsta vinnslusviði. Á lágsnúning er Jamminn þokkalegur, maður þarf dálítið að gæta að því í hvaða gír maður er og e.t.v. að hjálpa til og snuða á kúplingunni á köflum til að ná inn aflinu. En þegar komið er hærra í vinnslusviðið fara hlutirnir að gerast fyrir alvöru og þegar hraðinn er orðinn mikill er hjólið konungur í ríki sínu. YZF kemur með 48mm Kayaba-fjöðrun sem virkar mjög svo vel og gersamlega étur upp allar þær hindranir sem verða á vegi hjólsins. Hjólið er afar stöðugt á ferð og beinlínis kallar á að því sé ekið hratt. Stjórntæki hjólsins eru þokkaleg, þó ekki eins góð og á hinum hjólunum sem hafa töluvert betri bremsur og léttari kúplingu. Þar sem þetta er í fyrsta skipti sem Yamaha fær samkeppni í þessum stærðarflokki fjórgengishjóla er líklegt (og vonandi) að þeir í Japan bretti upp ermarnar og geri kúplinguna léttari og bremsurnar betri fyrir næsta ár. Það er dálítið gamaldags tilfinning að sitja á hjólinu, það er langt og sumum þykir það of breitt um miðjuna. Þrátt fyrir nokkra galla og harða samkeppni frá öðrum er YZF enn í dag mikil keppnisgræja og mjög áreiðanlegt hjól. Hjólið kostar 825.000 staðgreitt og fæst hjá Arctic Trucks/Yamaha.KTM 125SX
Fyrir um 10 árum tóku fáir KTM alvarlega, en í dag er öldin önnur. KTM hefur stimplað sig rækilega inn sem framleiðandi og vitna sölutölur og meistaratitlar um það. Fyrir þásem ekki vita keppa 125cc tvígengishjól í sama flokki og 250cc fjórgengishjól og má sjálfsagt deila um sanngirni þess. Þó má benda á að besti ökumaðurinn í ameríska supercrossinu í þessum flokki (sem sýnt er á sjónvarpsstöðinni Sýn) heitir James Stewart og tekur 125cc tvígengishjól fram yfir öflugri fjórgengishjól. Tvígengishjólin hafa ýmsa kosti sem fjórgengishjólin hafa ekki. Þau skila
snarpara afli og eru léttari og meðfærilegri í akstri en fjórgengishjólin. Hönnun KTM er engu lík, maður bara finnur það um leið og maður sest á hjólið. Mótorinn er afar öflugur og þótt munurinn á KTM 125 og stærri hjólunum sé nokkur er í raun ótrúlegt hversu lítið hann gaf stærri hjólunum eftir í sandinum. Bremsur, gírkassi og fjöðrun virkuðu alveg eins og vera skyldi en það var helst á þeim
köflum þar sem maður kom hjólinu á sæmilega ferð að það fannst fyrir óstöðugleika. Það er svo sem ekkert nýtt af nálinni en KTM-eigendur hafa komist fyrir það með því að setja stýrisdempara á hjólin. Stjórntæki hjólsins eru til fyrirmyndar og frambremsa þess er með eindæmum góð.Í beinum samanburði vantar KTM 125SX auðvitað nokkurt afl til að standa jafnfætis 250cc hjólunum, sérstaklega upp brekkur og í djúpum sandi. En fyrir unglinga er erfitt að ímynda sér skemmtilegra og betra hjól. Það 125cc hjól sem slær KTM 125SX við má vera fjári gott. Hjólið kostar 698.900 stgr og fæst hjá versluninni Moto/KTM.
TM 125
Ítalir hafa verið þekktir fyrir að smíða hasta og hraðskreiða bíla og þetta hjól ber nokkurn keim af því. Hjólið er létt og fremur meðfærilegt og má e.t.v. segja að þetta hjól komi eins og harðkjarnakeppnisgræja beint út úr umboðinu. En þarf það að vera gott? Svarið er já og nei. Þegar maður kaupir TM er maður fyrst og fremst að fá keppnishjól hlaðið dýrum búnaði, s.s. vökvakúplingu, álstýri og Öhlins-fjöðrun svo lítið eitt sé nefnt. Fyrir marga er þetta hjól hins vegar ansi hast og fjöðrunin nokkuð stíf. Við stilltum fjöðrunina reyndar upp á nýtt og við það lagaðist hjólið töluvert en var samt í stífari kantinum fyrir okkar smekk. Vinnslusvið þessa hjóls er ágætt, aflið kemur ansi snöggt inn og krefst TM því meiri nákvæmni og athygli ökumanns og fyrirgefur minna en hin hjólin í reynsluakstrinum. Stjórntæki hjólsins virka vel og glussakúplingin er ljómandi góð og hjólið er fallegt á að horfa. E.t.v. er stærsta takmörkun þessa hjóls að það er ekki fyrir hvern sem er. Það hefur góða aksturseiginleika en þú þarft að vera afar góður ökumaður til að skilja þá og geta nýtt þá til fulls. Það geta bæði Viggó Viggósson og Kári Jónsson vitnað um en þeir eru í hópi okkar bestu ökumanna og keyra báðir á TM með góðum árangri. TM 125 fæst hjá JHM sport og kostar 723.900 staðgreitt.
Að lokum
Þegar upp er staðið er ekkert eitt hjól sem skarar fram úr öðrum en ef það er eitthvert hjól sem stendur fetinu framar en önnur verður Hondan fyrir valinu enda gerir hún flest vel og mun falla stórum hópi ökumanna í geð. Það sem kemur þó til með að vega þungt þegar menn velja sér hjól er verð, varahlutaþjónusta og persónulegt álit hvers og eins því öll þessi hjól bera það með sér að geta lent á verðlaunapalli í motocrossi í sumar.
Morgunblaðið 31.03.2004