NÝLEGA fluttum við fréttir af Goldwing 1800 þríhjóli sem væntanlegt var til landsins. Það er nú komið í hendur eiganda síns, Maríu Hafsteinsdóttur, og komið á númer.
Þótti okkur því tilvalið að heyra aðeins í henni og spyrja hvað fengi fólk til að kaupa slíkan grip sem þetta hjól er. „Ég sá svona hjól fyrst í Halifax í Kanada 1997 en spáði þá ekki svo mikið í það,“ segir María um fyrstu kynni sín af þríhjólum. „Við hjónin vorum svo á mótorhjólamóti í Daytona árið 2000 og þá fórum við að skoða þau betur. Ég mátaði svona hjól og leist vel á og þá fórum við að skoða það í framhaldinu hvar við gætum fengið slík hjól,“ segir María. „Hjólið fundum við svo hjá söluaðila sem sérhæfir sig í Goldwing-hjólum og þríhjólum frá Lehman sem er þekkt merki í þeim geira hjólamennskunnar.“Sérhæfa sig í Goldwing-þríhjólum
Lehman hafa sérsmíðað mörg hundruð þríhjól síðan þeir hófu að sérhæfa sig í þeim árið 1992 en Goldwing-hjól eru þeirra sérgrein, þótt þeir smíði einnig upp úr öðrum gerðum. Hjólið kemur með sérsmíðuðum framdemparafestingum sem eykur halla framfjöðrunarinnar. Það styttir ferilinn á framhjólinu þannig að hjólið verður léttara í stýri sem er nauðsynlegt þegar viðnám og þyngd er aukin að aftan. Afturgaffall er eitt stykki með sérstökum stífum sem tryggir að hjólið hallar ekki út í beygjum, enda kallast þetta kerfi þeirra No lean.
Öðruvísi í akstri
„Það er töluvert öðruvísi að keyra
þríhjól en venjuleg mótorhjól,“ segir
María um aksturseiginleika þríhjóla.
„Maður þarf ekki að halda jafnvægi
þegar hægt er farið eins og á mótorhjóli og það er erfitt til að byrja með
að venja sig af því að setja niður fætur. Maður notar meira hendurnar í
beygjum þar sem maður getur ekki
hallað því enda er stýrið nákvæmt og
fljótt að taka við sér. María sagðist
hafa orðið vör við að hjólið vekti töluverða athygli enda blikkuðu menn
ljósin á bílum sínum þegar þeir
mættu henni á fyrsta rúntinum um
götur Reykjanesbæjar.
„Ég hlakka til að fara í alvöru ferðalög á þessu hjóli, enda tekur það
kynstrin öll af farangri í skottið,“ segir María.
Skottið er opnanlegt með fjarstýringu sem og aðrar læsingar á hjólinu.
Auk þess er hjólið með bakkgír sem
er rafdrifinn og er bakkað með því að
ýta á takka, sem að bremsar sjálfkrafa þegar honum er sleppt.Morgunblaðið
25.2.2004