Hið árlega meistaramót í íscrossi var haldið laugardaginn 28. febrúar á Mývatni.
Mótið var haldið af Vélsleðaklúbbi Mývatnssveitar í samstarfi við Björgunarsveitina Stefán. Þátttaka var góð og keppt var í svokölluðum naglaflokki á motocrosshjólum þar sem vélastærð skipti ekki máli. Veðrið lék við þátttakendur og hiti var rétt yfir frostmarki. Skemmtu ökumenn sér vel við þessar frábæru aðstæður sem og áhorfendur líka. Keppt var í fjórum umferðum.
Sá sem stóð uppi sem sigurvegari vann og sá sem sigraði allar umferðirnar með þó nokkrum yfirburðum.
Sigurvegari varð Kári Jónsson en í öðru sæti varð Jóhannes Már Sigurðarson og Ingólfur Jónsson hafnaði í þriðja sæti.