Tomahawk sem skúlptúr
HJÓLIN undir farartækinu eru fjögur en samt telst þetta vera mótorhjól og kallast Dodge Tomahawk. Þetta er eitthvert grófgerðasta og aflmesta mótorhjól sem búið hefur verið til en það er ekki komið á markað og verður líklegast aldrei markaðssett. Hjólið skilar 500 hestöflum og hröðun úr kyrrstöðu í 100 km hraða er 2,5 sekúndur og hámarkshraði talinn vera 480 km á klst, þ.e.a.s. ef sá maður finnst sem getur staðfest þessar tölur með akstri.
Hjólið er smíðað utan um V10 vélina, þá sömu og er að finna í Viper ofursportbílnum. Slagrýmið er 8,3 lítrar.
Hjólið var frumsýnt á bílasýningunni í Detroit snemma á þessu ári og nú hefur verið sérsmíðað annað hjól fyrir ónefnda sérverslun ríka fólksins í Dallas.
Hægt er að kaupa eftirlíkingu af hjólinu fyrir 550.000 dollara en hana er ekki hægt að keyra heldur er um að ræða nokkurs konar skúlptúr