20.9.03

Stærsta mótorhjól landsins afhent 2003


Stærsta mótorhjól landsins afhent


Honda-umboðið Bernhard hf. í Vatnagörðum afhenti í síðustu viku eitt stærsta og best búna mótorhjól landsins. Hjólið er af gerðinni Goldwing, árgerð 2003, og er með sex strokka, 1,8 lítra vél, þeirri stærstu í fjöldaframleiddu hjóli í dag.
Eigandinn heitir Kristinn Georgsson og býr hann á Siglufirði. Þess má til gamans geta að það eru einungis tvö slík hjól á íslandi og eru þau bæði á Siglufirði. Hitt hjólið var selt þangað árið 2001 og eigandi þess heitir Steinn Elmar Arnason. Eru þeir báðir í vélhjólaklúbbnum Smaladrengir og aka meðlimir þess klubbs flestir á Honda-hjólum og innan þeirra raða er til dæmis Honda Valkyrja og fleiri Goldwing-hjól. Hjólið er vel búið, með hljóðtækjum og samskiptabúnaði milli ökumanns og farþega, fjarstýrðum samlæsingum á töskum og margt fleira. Að sögn Hlyns Pálmasonar, sölumanns hjá Bernhard hf., kostar hjól eins og þetta 2.990.000 kr.

NG
DV bílar
20.09.2003