24.9.03

Sem fugl á flugi

KÓPAVOGSKLERKUR: „Ég er ekki með hjóladellu af því það
 sé svo „kúl" að vera prestur á vélhjóli heldur af því
það er svo æðislegt að hjóla," segir sr Íris
segir séra Íris Kristjánsdóttir um mótorhjólaakstur 

Þótt íslendingar séu orðnir vanir því
að sjá konur í prestaskrúða er ekki
jafnalgengt að sjá kvenprest í mótorhjólaskrúða. En
sr. Íris Kristjánsdóttir,

klerkur í Hjallakirkju, á einn slíkan. 

Sr. íris er nýlega búin að taka mótorhjólapróf en á eftir að kaupa sérhjól. Fær bara eitt lánað til að láta mynda sig á en vill alls ekki vera með prestakraga á myndinni. „Mótorhjóladellan kemur mínum prestskap
ekkert við," segir hún, ákveðin.
Kveðst fyrst og fremst líta á mótorhjólaaksturinn sem tómstundagaman en telur þó ekki útilokað að hún hjóli í vinnuna á sumrin þegar hún hafi fjárfest í viðeigandi farartæki. „Ekki vegna þess að það sé eitthvað „kúl" að vera prestur á mótorhjóli heldur af því að það er svo æðislegt að hjóla," segir hún brosandi og heldur áfram. „Ég heyrði konu segja það í sjónvarpinu nýlega að þetta væri það næsta sem maður kæmist þeirri tilfinningu að vera fugl á flugi og mér finnst það mjög góð lýsing.
Maður er svo frjáls og frír og fær náttúruna beint í æð. Ég fæ mikið út úr því og mitt ráð til fólks sem langar að læra á hjól er: Látið drauminn rætast."


Létu vindinn leika um hárið

Sr. íris er fædd og uppalin í Keflavík, yngst þriggja systkina. Hún kveðst hafa kynnst mótorhjólum á
unglingsárunum þegar vinkona hennar fékk skellinöðrupróf. Þær stöllur hafi þá vasast svolítið á hjóli
og látið vindinn leika um sítt hárið.

Þá kviknaði aftur þessi unaðslega frelsistilfinning sem fylgir því að
vera á hjóli og ég lofaði sjálfri mér því að láta gamlan draum rætast
og taka mótorhjólapróf. 

Það var svo starfsbróðir hennar úr nágrannaprestakallinu í Digranesi sem smitaði hana að nýju. „Hann er með algera mótorhjólabakteríu," segir hún og upplýsir að eftir námsferð sem prestarnir í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra fóru til Danmerkur í fyrra hafi þrír leigt sér mótorhjól í Þýskalandi og hjólað svolítið um. „Þá kviknaði aftur þessi unaðslega frelsistilfinning sem fylgir því að vera á
hjóli og ég lofaði sjálfri mér því að láta gamlan draum rætast og taka mótorhjólapróf. Það efndi ég núna í sumar," segir hún brosandi.


Fékk yfir sig gusu

Þótt ekki sé skylda að æfa mótorhjólaakstur á malarvegum til undirbúnings prófs, að sögn írisar, þá var hún látin reyna sig við slíkar aðstæður. „Það gilda önnur lögmál á mölinni, til dæmis í sambandi við hemlun, fyrir utan það að á malarvegi geta menn átt á hættu að lenda f grjótkasti ef þeir mæta bíl," segir hún. Pollarnir geta líka verið varasamir,  bæði á bundnu slitlagi og óbundnu. Því fékk hún að kynnast í ökuprófinu því að þann dag var stórrigning og rok. „Það getur verið slæmt að lenda
í djúpum hjólförum, fullum af vatni, og því hélt ég mig úti í kantinum en stór trukkur keyrði samhliða mér og sendi yfir mig þvílíka gusu. Þetta er bara nokkuð sem maður þarf að venjast hér á landi," segir hún hetjulega.


Bara fyrir gangstera

Þegar prófið var í höfn var næsta skref hjá írisi að kaupa sér leðurgalla og hanska. Enn á hún eftir að fá sér hjálm og endurskoða skóeignina. „Maður þarf að vera í góðum uppháum skóm," segir hún. Þegar múnderingunni er líkt við prestsskrúða brosir hún af kristilegu umburðarlyndi og segir rólega: „Skrúði prestanna við athafnir er auðvitað með sérstökum hætti og ákveðnar reglur gilda í þeim
efnum en um mótorhjólaklæðnað gilda lika ákveðnar reglur vegna þess að hann er ekilsins eina vörn ef eitthvað kemur fyrir." Hún þegir um stund, segir svo: „Þetta var það sem fólkinu mínu datt
fyrst af öllu í hug þegar ég sagði því hvað ég væri að bralla, að það væri svo hættulegt að vera á mótorhjóli og svo fékk ég að heyra að mótorhjólaakstur væri bara fyrir gangstera. Fólk gerir sér ákveðna mynd af mótorhjólafólld, að það sé á bilinu 20-30  ára, algerir brjálæðingar sem spæna
um götur á ofsahraða. En það er bara misskilningur."


Má ekki lána

Íris viðurkennir að íslenska vegakerfið sé ekki sérlega vel hannað fyrir hjól auk þess sem napurri vindar næði vissulega hér en sunnar í álfunni. íslendingar séu líka frekar óvanir mótorhjólum á vegunum og eigi til að stressast sé hjól fyrir aftan þá. „Þetta er ólíkt því sem gerist víða erlendis. Hér á landi eru engar hjólaleigur eins og þar tíðkast og reglurnar hér eru þannig að þótt maður sé
með próf má maður ekki fá lánað hjól hjá öðrum. Ég verð að eiga mitt hjól og má ekki lána það. Eftír því sem ég best veit tengist þetta tryggingamálum. Ég veit ekki hversu strangt löggan tekur á brotum á þessum reglum en ef eitthvað kemur fyrir er maður í vondum málum. Ég vil þó taka fram að ég hef hugsað mér að vera afar löghlýðin í þessum efhum og hefja ekki mótorhjólaferilinn fyrr en ég hef sjálf eignast tryllitækið!"


Mikill kostnaður

Úr því að minnst er á tryggingar kemur kostnaður af hjólaútgerð til tals og Íris segir nauðsynlegt að gera fjárhagsáætlun strax í byrjun því að allt hangi þetta saman. „Það er ekki nóg að borga prófið og hjólið því að klæðnaðurinn getur kostað um 150 þúsund," segir hún. Næsta mál hjá henni er að huga að hjólakaupunum. Hún gerir ekki mikið með þá bráðsnjöllu tillögu blaðamanns að afla fjár til kaupanna með því að ganga um með söfnunarbauk í kirkjunni. Kveðst annaðhvort ætla að athuga
markaðinn í haust, þegar notuð og ný hjól séu hvað ódýrust, eða bíða með það til næsta sumars og fara þá til Þýskalands, kaupa hjól og keyra um í Evrópu.


Er sporttýpa

Sr. Íris lýsir tvenns konar hjólatýpum fyrir fáfróðri blaðakonunni, Racer og Chopper. „Racer-hjól eru
hraðaksturshjól og komast mjög hratt. Íslenska vegakerfið býður ekki upp á að slík hjól séu nýtt tíl hins ýtrasta. Þess vegna eru Chopper-hjól algengari hér, nokkurs konar Harley Davidson týpur, sem eru ekki eru ætluð fyrir mikinn hraðakstur þrátt fyrir að vera mjög kraftmikil. Á þeim situr maður sperrtur með fætur fram á við og nýtur útsýnisins. Racer hjólin eru mun hærri og menn halla sér
fram á þeim þegar miklum hraða er náð." Sjálf kveðst hún vera dálítil „Racer-týpa" en á endanum fái hún sér sennilega bara afslappað tæki.  „Ég er ekkert að fara að brjóta reglur hér í umferðinni og ganga fram af fólki heldur fyrst og fremst að njóta þess að vera á hjóli og ferðast á því um landið að sumri til. Það er allt öðruvísi að keyra mótorhjól en bíl þótt nákvæmlega sömu reglur gildi í umferðinni. Maður er ekki lokaður inni í járnkassa heldur útí í guðsgrænni náttúrunni - það er góð tilfinning!"
 gun@dv.is
Dagblaðið Vísir
24.SEPTEMBER 2003