12.9.03
Íslandsmótið í þolakstri:
AKSTURSÍÞRÓTTIR Lokakeppnin í þolakstri (Enduro) fer fram á laugardag. Keppt verður á um 10
kílómetra langri braut á og við gömlu túnin í landi Kolviðarhóls. Í Meistaradeild Íslandsmótsins
verður keppt í tveimur umferðum sem hvor um sig stendur yfir í 90 mínútur. Keppendur fá klukkustundar hlé milli umferða en fyrri umferðin hefst um klukkan 10 en sú seinni um klukkan 14.30.
Keppni í Baldursdeild, móti þeirra sem vilja keppa sér til ánægju, hefst laust fyrir klukkan 13.
Einar Sigurðarson hefur forystu í Meistaradeildinni með 370 stig en Viggó Viggósson hefur 327 stig. Einar og Viggó eru þeir einu sem hafa orðið Íslandsmeistarar í þolakstri síðan keppni um þann titil hófst árið 1998.
Í keppni liða er KTM Racing team efst, Honda Neonsmiðjan er í öðru sæti og Keppnislið JHM Sport í því þriðja. ■
10.9.03
Ágrip af sögu JAWA-mótorhjólsins tékkneska
Jawa CZ 356, 175 cc, árgerð 1957. Dæmigert Jawa -mótorhjól frá 6. áratug síðustu aldar. |
JAWA? Hvað er nú það?
Árið 1929 hóf Tékkinn Frantisek Janecek að smíða mótorhjól. Fyrstu hjólin voru með eins cylindra, 500 cm³ fjórgengis mótor með toppventlum. Janecek hafði samvinnu við þýsku mótorhjólaverksmiðjurnar Wanderer og kom fyrrnefndur mótor frá þeirri verksmiðju. Þar var líka komið nafnið á framleiðsluna; JA, fyrstu tveir stafirnir í nafni Janeceks og WA, fyrstu tveir stafirnir í nafni Wanderer verksmiðjunnar - JAWA! Næstu árin var þetta hjól framleitt og einnig hjól með 750 cm³ mótor, ætlað fyrir hliðarvagna.
Fljótlega upp úr 1930 hóf Janecek að gera tilraunir með hjól með eins cylindra tvígengismótor. Hann hóf samstarf við Bretann G.W. Patchett, frægan mótorhjólahönnuð og mótorcrosskappa, sem kom til Tékkóslóvakíu með 175 cm³ tvígengismótor. Frantisek Janecek hóf að framleiða hjól með þessum mótor og urðu þau fljótlega langvinsælustu hjólin í Tékkóslóvakíu. Um þetta leyti hætti líka JAWA-verksmiðjan að framleiða stóru hjólin; 500 og 750 cm³. Framleiddi þó í nokkur ár á eftir hjól með 350 cm³ tvígengisvél og síðan fjórgengisvél.
Einnig framleiddi verksmiðjan létt hjól, JAWA Robot, með 98 cm³ eins cylinders tvígengismótor. Á þessu hjóli voru mótorblokkin og gírkassinn sambyggð, en það var algjör nýlunda á þessum tíma, en er alþekkt núna. Hámarkshraði þessa hjóls var 65 km/klst og það vó ekki nema 49 kíló.
JAWA Pérák
Öll mótorhjól frá JAWA-verksmiðjunni voru á þessum tíma með sama litnum; kirsuberjarauð og var liturinn oft bara kallaður Jawarautt.
Framleiðsla JAWA stöðvaðist í byrjun seinni heimsstyrjaldarinnar. Þjóðverjar höfðu nýverið ráðist inn í Tékkóslóvakíu og verksmiðjan var látin framleiða flugvélamótora og ýmis farartæki fyrir þýska herinn. Nýjustu JAWA-frumgerðunum hafði verið komið undan rétt áður en nasistarnir komu og allt til ársins 1944 voru gerðar í skúmaskotum, (m.a. í hlöðum út til sveita), tilraunir með ný hjól og aðallega það hjól sem strax eftir stríðið varð einhver þekktasta framleiðsla verksmiðjunnar: JAWA Pérák, hjól með eins cylinders 250 cm³ tvígengismótor, stimpilþvermál 65 mm, slaglengd 75 mm. Mótorinn og gírkassinn, fjögurra gíra voru í einni blokk. Nýlunda þótti sjálfvirk kúpling. Handkúplingin var aðeins notuð þegar ekið var af stað; ekki þurfti að kúpla þegar skipt var milli gíra. Útbúnaður þessi hefur verið á JAWA-mótorhjólunum allt til þessa dags.
Árið 1948 hófst líka framleiðsla á hjólum sem voru með sömu grind og Pérák-hjólin, en með tveggja cylindra vél. Sá mótor hefur sífellt verið endurbættur og á undirritaður einmitt hjól með nýjustu gerð hans.
Nauðsynlegt var á þessum stríðstímum að geta prufukeyrt mótorana. Hjólin voru máluð í stríðslitum og límd á þau þýsk DKW- eða BMW-merki. Ótrúlegt var hvað Tékkunum tókst að halda þessum tilraunum leyndum. Þó náðu nasistarnir einum aðalmanni JAWA og skutu hann að loknum árangurslausum yfirheyrslum. Að stríðinu loknu var fátt um ný mótorhjól í Evrópu og strax árið 1946 komu fyrstu JAWA 250 Pérák-hjólin á markaðinn og urðu strax mjög vinsæl.
Um 1948 voru JAWA-verksmiðjurnar - eins og nærri má geta þjóðnýttar - og JAWA-mótorhjól urðu ein af mikilvægustu útflutningsvörum Tékkóslóvakíu. Þáverandi ráðamenn þjóðarinnar höfðu vit á að hrófla ekki við verksmiðjunum. Einnig voru gerðar tilraunir með fjórgengismótora og framleitt 500 cm³ hjól frá 1952 til 1958. Svo voru líka á markaðinum 125 og 175 cm³ hjól. Til að fara fljótt yfir sögu er rétt að benda á heimasíðuna www.jawamania.cz , en þar má sjá mjög gott yfirlit yfir framleiðslu JAWA mótorhjólanna allt til þessa dags. Árum saman framleiddu JAWA-verksmiðjurnar líka hjól með nafninu CZ. Á meðal þeirra voru víðfræg Enduro-hjól og krossarar og margir sigrar unnir á þeim tækjum.
Við þær breytingar sem urðu þegar austurblokkin hrundi skapaðist talsverð óvissa varðandi JAWA-verksmiðjurnar - JAWA Moto. Samkvæmt einum ágætum JAWA-manni breskum, var ekki vitað á tímabili, hver ætti verksmiðjurnar! Þær eru - eins og lengst af hefur verið - í borginni Tynec nad Sásavou, 35 km fyrir sunnan Prag. Verksmiðjan framleiðir í dag margar gerðir mótorhjóla, léttra hjóla og skellinaðra. Má þar nefna fimm gerðir af hjólum með 350 cm³ vél, tvær 50 cm³, önnur þeirra fjórgengis, eina 100 cm³ fjórgengis og tvær gerðir með 125 cm³ einnig fjórgengis. Nýjasta framleiðslan er hjól með 650 cm³ fjórgengis Rotax Bombardier-mótor. Verksmiðjan, JAWA Moto í Tynec nad Sásavou er um þessar mundir að fullkomna heimasíðu sína og bíður JAWA áhugafólk spennt eftir henni.
JAWA-umboð á Íslandi
Samkeppnin við japönsku hjólin hefur verið hörð, en forráðamenn JAWA Moto eru bjartsýnir og tékkneskur iðnaður var alla tíð víðfrægur - þegar hann fékk að blómsra í eðlilegu umhverfi. Má í því sambandi minna á uppgang Skoda-bílanna, sem ekki er síður að þakka tékkneskum tæknimönnum en Volkswagen. Sagt er að starfsmaður hjá Skoda hafi sagt, þegar Volkswagen tok við rekstrinum: "Loksins fengum við almennilegt efni til að vinna úr." Eru ekki einmitt tékkneskar Skoda-túrbínur í einhverjum raforkuverum hér á landi? Þess má geta að í Tékklandi er líka önnur JAWA verksmiðja - JAWA Divisov. Sú framleiðir eingöngu speed-hjól.
Í öllum Evrópulöndum, Bandaríkjunum og mörgum S-Ameríkulöndum (undirritaður fékk netpóst frá einum JAWA-manni í Brasilíu um daginn!) eru JAWA-klúbbar. Ef til vill er full ástæða til að stofna klúbb hér á landi. Fræðast má um allt þetta nánar með því einfaldlega að slá inn á leitarvef orðin JAWAmotorcycles. Síðast þegar ég prófaði þetta, komu upp 4.980 staðir til að skoða.
Nýlega varð til umboð fyrir JAWA á Íslandi. Umboðsmaður er Jens R Kane, Grenibyggð 23, 270 Mosfellsbæ. Þjónustuverkstæði er SPINDILL á Ártúnshöfða.
Undirritaður er félagi í JAWA & CZ Owners Club of Great Britain and Eire og hefur oft sótt þangað góð ráð. Klúbbur sá heldur í júní á næsta ári upp á 50 ára afmælið. Læt ég nú þessari lauslegu samantekt lokið að sinni, en þeim, sem áhuga hafa á að kynna sér málið betur, er velkomið að hafa samband við undirritaðan á netfangið
oligyda@simnet.is.
10. september 2003
1.9.03
Á íslenskri krá í Flórída
Björn Viggósson og Hallveig Björnsdóttir |
Harley Davidson
Það var nú hrein tilviljun að við fórum í þessa ferð,“ segir Björn Viggósson, framkvæmdastjóri Kerfisþróunar, þegar hann er spurður um mótorhjólaferð sem hann og eiginkona hans, Hallveig Björnsdóttir, fóru í fyrir skömmu. „Ég var í bílnum að hlusta á útvarpið þegar ég heyrði auglýstan kynningarfund í Harley Davidson búðinni varðandi Harley Davdison mótorhjólaferð til Bandaríkjanna. Ég fór á fundinn og skráði okkur í ferðina sem SBK í Keflavík skipulagði." Tilefni ferðarinnar var 100 ára afmæli Harley Davidson og áætluð heimsókn á Bikefest í Daytona Beach, en þar er tvisvar á ári haldin hátíð mótorhjólafólks. „Í þetta sinn voru þarna um 100.000 mótorhjól og 300.000 manns samankomin og allskonar hjól þó mest bæri á Harley Davidson,“ segir Björn. „Ég á sjálfur Hondu Shadow sem er álíka stórt og Harley Davidson hjólin en við leigðum okkur öll HD hjól þarna úti.“Hópurinn tilbúinn til brottfarar. /Myndir: Björn Viggósson |
Furðuhjól
Með sælubros á vör
Björn segir ferðina hafa verið einstaklega vel heppnaða og telur víst að slikar ferðir verði farnar áfram, líkt og golfferðir og skíðaferðir. Fararstjórar voru þeir Hafsteinn Emilsson hjólaáhugamaður og hvatamaður að ferðinni og Einar Steinþórsson frá SBK ferðaskrifstofunni í Keflavík. „Það eru margir með þetta áhugamál og ekki vafamál að þeir munu grípa fegins hendi að fara í heimsókn til Mekka Harley Davidson,“ segir Björn að lokum.
23.8.03
Mótorhjólaæði hjá ‘68-kynslóðinni
Mótorhjólaeign landsmanna hefur aukist gífurlega á síðustu fjórum árum en slysatíðni minnkað um 30% á sama tíma,“ segir Ísleifur Þorbjörnsson hjá Yamaha á Íslandi og bætir við að helsta aukningin sé hjá körlum yfir 50 ára, sem er hin svokallaða ‘68-kynslóð, en þessir karlar hafa verið að rjúka til umboðanna og kaupa sér mótorhjól undanfarin ár.
Í sama streng taka þau hjá Harley Davidson umboðinu á Íslandi þótt þau telji kúnnahóp sinn vera meira á milli fertugs og fimmtugs. Þau vilja samt ekki skrifa mótorhjólaáhuga karla á þessum aldri á gráa fiðringinn, enda viðkvæmt mál það, heldur benda þau á að margir þessara manna hafa látið sig dreyma um að eignast mótorhjól í áraraðir. Það sem kemur á óvart við þetta hér á landi er að séu tölurnar bornar saman við Bandaríkin kemur í ljós að mótorhjólaæði ‘68- kynslóðarinnar er síst minna en hér, en þar eykst slysatíðnin hjá körlum á þessum aldri. Talað er um að slys af völdum karla yfir 50 ára sem eru á mótorhjóli hafi aukist um 24% á tæpum 10 árum. Á Íslandi vonast fólk til þess að það gerist ekki á næstu árum og umboðin benda á að karlar á þessum aldri fari með hjólin sín eins og postulín. ■
23.8.2003
6.8.03
Hraðbrautarkeppni á Neistaflugi
NORÐFIRÐINGAR stóðu fyrir hátíðinni Neistaflugi um síðustu helgi. Líkt og í fyrra var hraðbrautarkeppni fyrir torfæruhjól meðal dagskrárliða og fór þar fram magnað mót. Hraðbrautarkeppni fyrir torfæruhjól, „Speedway“, fer þannig fram að ekið er í hringi eftir sléttri, hringlaga braut á malarvelli.
Til þess að gera brautina meira krefjandi var einn stökkpallur settur á annan af beinum köflum brautarinnar.
Keppt var í milliriðlum og úrslitariðlum, 4 hringir í hverri glímu. Á miklum hraða verða víðar beygjurnar flughálar og miklu máli skiptir að halda rásfestu í framdekkinu og ná góðu gripi í afturdekkið til að skjótast út úr beygjunum.Keppnin vakti verðskuldaða athygli bæjarbúa sem og gesta Neistaflugshátíðarinnar sem flykktust á malarvöll Norðfirðinga til að fylgjast með keppninni.
Úrslit:
1. Bjarni Bærings.
2. Hjálmar Jónsson.
3. Tómas Kárason.
Morgunblaðið 6 ágúst 2003
1.8.03
Sjáumst í Valhöll
ljósmyndir: Spessi
Ég hætti að hjóla fyrir þremur árum,“ segir
Trukkurinn. Maðurinn sem stendur við hliðina á mér er með stutt ljóst hár, skær blá
augu og frísklegan roða í kinnum. Hann er
klæddur í leðurvesti með Óskabörn Óðinsmerki saumað á bakið.
„Ég hætti eftir að ég keyrði hjólið mitt inn í
hliðina á lítilli rútu." Trukkurinn eyddi þremur dögum á spítala, missti sjónina tímabundið, braut sjö tennur og mölbraut á sér vinstri
hnéskelina í slysinu.
„En veistu hvað, við eigum okkur allir gælunöfn," hrópar hann til mín og brosir breitt.
Daður hans við dauðann er greinilega mun
minna spennandi umræðuefni í hans augum
en viðurnefni þeirra félaganna. Trukksnafnið, útskýrir hann, kom til vegna þess að
hann átti alltaf stærsta bílinn, stærsta hjólið þar til það fór í spað, og svo á hann líka
vörubílafyrirtæki í Reykjavík.
„Svo þekkir þú auðvitað Elvis,“ segir hann
og bendir. Það er einn af forsetum félagsins
og sá sem vísaði mér í gegnum símann leiðina að hátíðarsvæðinu, sem er eyðibýli við
Suðurströndina. Elvis nikkar til mín og
hverfur svo inn í eldhúsið sem hefur verið
hróflað upp í gamla gripahúsinu.
Það hafði kostað mig diplómatískar samræður að fá samþykki fyrir því að koma á hátíðina. Óskabörnum Óðins hefur ekki alltaf
fundist fjölmiðlar hafa réttan skilning á afstöðu þeirra til lífsins.
„Þetta er svo Púki,” segir Trukkurinn þegar
gult torfærumótorhjól æðir framhjá okkur
með ökumanninum standandi á öðrum fæti
á hnakkinum.
![]() |
Það var stuð |
![]() |
Meðal atriða var að kasta skellinöðrumótor og hraðakeppni að leggja þvottavél í rúst. |
ÞEIR ÚTVÖLDU
![]() |
Elvis er einn af forsetum félagsins |
Það fær ekki hver sem er aðgang í félagið,"
segir Minkurinn, einn af stofnendum Óskabarnanna. Minkurinn fékk sitt viðurnefni
þegar gömul kærasta hans gaf honum
minkakraga því henni fannst hann eiga ýmislegt sameiginlegt með því skæða rándýri.
Hann er sá eini af upprunalegu stofnendunum sem eftir er. „Við þurfum að kynnast
fólki vel og umgangast það áður en kemur
til greina að skoða aðild," segir Minkurinn. Í heilt ár þurfa mögulegir kandídatar að þola
nákvæma „starfsþjálfun", sem felst reyndar
aðallega í því að mæta í partí og spjalla við
félagsmenn. Að árinu loknu er gengið til atkvæða um umsóknina og þá er nóg að einn
félagi segi nei, þá er aðild úr sögunni um
aldur og eilífð
Sú staðreynd að félagið byggist aðeins á fáeinum útvöldum félögum er eitthvað sem er
Óskabörnunum mjög hugleikið.
Félagið varð til í mars 1988 á miðjum fundi
Sniglanna þegar Minkurinn og tveir félagar
hans stóðu upp, tilkynntu að þeir ætluðu að
stofna eigið félag og gengu á dyr. Í raun segir merki félagsins alla söguna. Það sýnir mann á mótorhjóli bruna út úr snigilhúsi.
Merkingin er augljós; frelsið að vera laus úr
Sniglunum. Óskabörnin eru litlar hópsálir.
Þar eru það fremur einstaklingshyggja og
uppreisnarandi sem svífa yfir vötnum.
Í heilt ár þurfa mögulegir kandidatar að þola nákvæma „starfsþjálfun”, sem felst reyndar aðallega í því að mæta í partí og spjalla við félagsmenn. Að árinu loknu er gengið til atkvæða um umsóknina og þó er nóg að einn félagi segi nei, þó er aðild ór sögunni um aldur og eilífð.
ÞUNN TILVERA
![]() |
Minkurinn er sá eini af stofnfélögum Óskabarna Óðins sem er enn starfandi í félaginu. |
Kalli segir að lengi vel hafi hann haldið að þessi „þynnka” einskorðaðist við íslenska mótorhjólaklúbba vegna fámennisins.
„En þetta er eins alls staðar," segir hann. „Reyndar tekur íslenskt mótorhjólafólk þennan lífsstíl með meiri stæl en kollegar þeirra í öðrum löndum. Allt þetta lið er í þessu af sönnum áhuga. Gaurarnir hér þurfa bara að vera tveir eða þrír saman einhvers staðar til þess að steyta hnefana upp í loft, öskra og æpa til að láta alla í kring vita að líf þeirra snýst um mótorhjól."
SPYRNAN
Það er ekki hundi út sigandi en það skiptir
engu máli því nú er komið að föstum lið í hátíðarhöldunum; spyrnukeppni á svartri sandströndinni. Jeppar fullir af farþegum með
bjór í hönd hafa raðað sér meðfram fimmtíu
metra langri brautinni. Fyrir aftan tvær appelsínugular keilur er löng röð af mótorhjólum, sem standa hlið við lið; ökumenn þeirra
albúnir til átaka, leðurklæddir frá hvirfli til
ilja. Stemmningin er rafmögnuð, urrandi
hjólin vekja greinilega fölskvalausa gleði
nærstaddra. Fyrstu tvö hjólin þrykkja af
stað og æða eftir ströndinni hlið við hlið. Ég
verð að viðurkenna að þetta er dálítið spennandi. Hver ökumaður keppir tvisvar
þar til eftir standa tvö hraðskreiðustu hjólin,
heimatilbúið þríhjól og gula Fiat torfæruhjólið hans Púka. Þetta er hörkukeppni en á
endanum er það Púki sem brunar á undan
yfir marklínuna. Áhorfendur hverfa glaðir inn
í hlýja jeppana, hefðin hefur verið haldin í
heiðri, nú verður sest að snæðingi.
Ég ætla að fara að láta mig hverfa þegar
Trukkurinn kallar á mig og segir að ég geti
ekki verið þekkt fyrir annað en að borða með þeim. Hann skellir kílói af lambasteik
beint af grillinu á diskinn minn og ég geri
mitt besta til að vinna á skepnunni með
plasthnífapörunum. Ég átta mig á því að það verður dálítið erfitt að segja bless við þessa
gestrisnu kappa.
Þrátt fyrir nafnið þá snýst félagsstarf Óskabarna Óðins ekki sérstaklega um iðkun ásatrúar, en félagið sækir þó hugmyndafræði
sína til norrænu goðana. Herskár og höfðinglegur bragur Óðins er þeirra fyrirmynd
eins og kemur kannski best fram í þessum
texta á einu merkja félagsins:
![]() |
Viggi, nýjasti meðlimurinnn hann býr í Danmörku |
Maður hefur þó á tilfinningunni að ef þessi
hópur kæmist þangað að leiðarlokum yrði
meira um hópfaðmlög en bardaga og svall.
Ský 1.8.2003
26.7.03
Léttkeyrandi og liðugt keppnishjól
Prófanir á mótorhjólum og skyldum tækjum eru orðnar fastur þáttur í umfjöllun DV-bíla og sífellt bætist í þá flóru hérlendis.
Á dögunum var opnað nýtt umboð fyrir Ducati-mótorhjól og við gripum því tækifærið þegar okkur bauðst að prófa hjól sölustjórans, Ducati 749S sporthjól. Um léttkeyrandi og liðugt hjól er að ræða sem samt er vel búið af sporthjóli að vera enda Ducati þekkt fyrir það að spara ekki við smíði hjóla sinna.
Gasfyllt HID-ljós
Hreinræktaður veðhlaupahestur
Þegar sest er á hjólið fær maður strax á tilfinninguna að hér sé
hreinræktaður veðhlaupahestur á
ferðinni. Bensíntankur er þannig
formaður að lærin falla þétt upp
að honum svo hægt er að klemma
þau vel og örugglega utan um
hann. Það er mikilvægt atriði við
akstur sporthjóla svo að ökumaður renni síður til í sætinu þegar beygt er eða bremsað. Stýrið er
með stýrisdempara og er mátulega
breitt fyrirhjól af þessari gerð. Eini
mælirinn í mælaborðinu sem ekki
er stafrænn er stór snúningshraðamælirinn sem sýnir tölur
upp í 13.000 snúninga. Sjálft stafræna mælaborðið er afar fullkomið og sýnir hraða, hita vélar,
klukku, hleðslu, eyðslu og kílómetratölu. Einnig er hægt að stilla
það til að sýna hluti eins og brautarhraða á hring, og taka þannig
upp hámarkshraða og snúningshraða á hverjum hring sem hægt
er síðan að keyra inn í fartölvu.Hægt að breyta halla stýristúpu
Í akstri er það eins og hugur manns og fylgir hárnákvæmt öllum hreyfingum ökumanns. Aflkúrfan er mikil og góð fyrir tveggja strokka 750 hjól og það er ekki fyrr en það fer að nálgast hámarkshraða að því verður aðeins afls vant. Líkt og í öðrum hjólum frá Ducati er fyrsti gírinn frekar hár svo að oft þarf að gíra niður í hann í krappari beygjum. Það hefur þann kost við brautarakstur að hægt er að nota hann einnig þar, en þar sem engin keppnisbraut er til á Íslandi enn skiptir það okkur litlu máli. Setan er þægileg fyrir akstur á sporthjóli en til lengdar er þó hætt við aumum höndum og afturenda. Það eina sem undirrituðum fannst þó óþægilegt við aksturinn voru litlir speglar sem voru óþægilega nálægt ökumanni. Til að sjá aftur fyrir sig varð maður að lyfta olnboganum en þar af leiðandi var alltaf blint svæði fyrir aftan mann sem ekki er þægilegt að kíkja í á hjóli sem þessu. Einnig má gagnrýna aftursæti sem er meira til að geta boðið far en að bjóða farþega upp á lengri akstur.
Stendur sér á parti
Um verðið, 1.690.000 kr., er það að segja að það er í hærri kantinum en þótt til séu svipuð hjól á betra verði eru þau flest ekki eins vel búin. Enginn framleiðandi er með beinan keppinaut með V2 vél í sama stærðarfiokki svo að 749S stendur dálítið sér á parti. Einn helsti keppinauturinn er þó líklega Aprilia með RSV Mille hjól sín.3.7.03
Landsmót Snigla í Njálsbúð 2003
EPLIÐ OG EIKIN Sniglarnir hugsa um ungviðið og kenna því á unga aldri rétta hegðun í umferðinni, og ást á vélhjólum, að sjálfsögðu. |
Árlegt landsmót Sniglanna, bifhjólasamtaka lýðveldisins, verður haldið í Njálsbúð um helgina, það nítjánda í röðinni en Sniglarnir verða tvítugir á næsta ári.
Á svæðinu verða hljómsveitir, leikir, matur og allt sem tilheyrir alísherjar útihátíð.
Hljómsveitirnar Fjandakornið og Moonboots leika. Á laugardeginum er aðalleikjahátíðin en þá er meðal annars keppt í hinum fræga Snigli. Í Sniglinum reyna keppendur eðli málsins samkvæmt að keyra eins hægt og mögulegt er 16 metra án þess að drepa niður fæti til stuðnings. Þetta er sem sagt alvöru snigl og sá sem vinnur hlýtur nafnbótina Snigill ársins. Um kvöldið verða svo elduð læri ofan í landsmótsgesti, sem vænst er að verði um 350 talsins. Inn á mótið kostar 4500 fyrir félaga í Sniglunum en 6000 fyrir aðra.
Lands-mót Sniglanna er lokað mót fyrir mótorhjólafólk og er skilyrði að hafa annaðhvort áhuga á mótorhjólum eða mótorhjólafólki, nema hvort tveggja sé. Þekkist gestír ekki í hliðinu verða þeir því að gera grein fyrir sér til að eiga möguleika á að komast inn á svæðið og sakar þá ekki að eiga tengsl inn á svæðið.
Eða eins og Sniglarnir segja: Þetta er eins og ættarmót, þú kemur ekki úr einhverri allt annarri ætt í veisluna.
2.7.03
Ducati er Ferrari hjólanna
DÆLUR ehf. er þekkt fyrirtæki á sínu sviði og var upprunalega stofnað 1899 af Gísla J. Johnsen í Vestmannaeyjum og bar þá nafn stofnandans. Fyrirtækið skipti síðan um eigendur árið 1960. 1986 var fyrirtækinu skipt upp og sérstakt fyrirtæki stofnað um dæludeildina sem fékk heitið Dælur. Faðir Hjalta, Þorsteinn Hjaltason, starfaði hjá Dælum sem óx og dafnaði og eignaðist fjölskylda hans síðan fyrirtækið.
"Við byggjum fyrirtækið á þessum gamla grunni, þ.e.a.s. góðri þjónustu, vera aðgengilegir og þjóna vel okkar viðskiptavinum," segir Hjalti.
Í mars á þessu ári breyttist eignaraðild fyrirtækisins aftur. Þorsteinn Hjaltason og Jónína Arndal drógu sig út úr því og inn komu þrír nýir eigendur ásamt Hjalta, þeir Gunnar Björnsson, Kristófer Þorgrímsson og Eiríkur Hans Sigurðsson. Fyrirtækið var á Fiskislóð vestur á Granda en flutti nú nýverið í Bæjarlind 1-3.
Eins og nafnið bendir til sérhæfir fyrirtækið sig í sölu og þjónustu á dælum til sjávarútvegs, sumarbústaða og til fleiri nota. En nú hefur bæst við ný deild sem er Ducati-hjólin.
Stútfullur af súrefni"
Hann fór umsvifalaust í gagnaöflun af ýmiss konar tagi. Hann skoðaði innflutning á mótorhjólum til Íslands sem er töluverður og síðan bjó hann til söluáætlun fyrir Ducati.
"Þeim leist vel á þetta og síðan lá leið okkar til Bologna í höfuðstöðvar Ducati. Við skoðuðum verksmiðjuna og sáum vörulínuna og safnið. Sonur Eiríks, Hrólfur, er mótorhjólamaður og þegar hann gekk inn á safnið sáum við geðshræringuna sem hann komst í. Ég uppgötvaði að það var svipað fyrir Hrólf að koma inn á þetta safn og fyrir mig þegar ég, Elvis-aðdáandinn, kom í Graceland í Memphis á sínum tíma."
Ducati er lífsstíll
Hann bendir á að mörg ljón séu á veginum fyrir innflutningi á mótorhjólum til Íslands. Greiða þurfi há flutningsgjöld og 30% vörugjöld auk 25% virðisaukaskatts af hjólunum.
"Hjólin eru dýr þegar þau eru loksins komin til Íslands. Við fórum yfir þetta með Ítölunum og þeir vilja hjálpa okkur til að geta boðið upp á gott verð í byrjun. Besta auglýsingin fyrir okkur er sú að einhver kaupi Ducati-hjól og sjáist á því í Reykjavík eða úti á landi."
Hjalti er stórhuga og hefur ýmislegt á prjónunum. "Við ætlum að stofna eigendaklúbb Ducati á Íslandi og hjóla einu sinni í viku. Á næsta ári ætlum við að flytja hjólin til Ítalíu og taka þátt í Ducati-helginni. Auk þess ætlum við í ökuskóla hjá Ducati, bæði fyrir götuhjól og keppnishjól, til að gera okkur að betri ökumönnum. Við gerum þetta af áhuga og ástríðu, eins og kjörorðið er hjá Ducati."
7.6.03
Á tvö öflugustu mótorhjól landsins
Þau eru ekki mörg, mótorhjólin, sem eru yfir 200 hestöfl og ná meira en 300 kílómetra hraða, en það er ekkert mál fyrir Suzuki 1300 Hayabusa-mótorhjól Viðars Finnssonar.
Hjólið hefur Viðar átt í tvö ár og hefur breytt því fyrir keppni í kvartmílu. Til þess er búið að eiga við mótor og er hann nú rúmlega 210 hestöfl út í afturhjól, að sögn Viðars. Einnig er búið að setja loftskipti í hjólið til að gera skiptingar hraðari á mílunni. „Undir hlífinni, þar sem farþegasætið er venjulega, er ég búinn að koma fyrir búnaðinum. Við gírskiptinn er fest loftpumpa og allt er þetta síðan tengt við flaututakkann þannig að í staðinn fyrir að flauta þá skipti ég," sagði Viðar.
Þrátt fyrir að hjólið sé stórt og langt rls það upp á afturdekkið eins og að drekka vatn. |
Á annað öflugra í smíðum
Viðar er enginn nýgræðingur í kvartmílunni og hefur tvisvar unnið íslandsmeistaratitil í tveimur flokkum í fyrra, þá einmitt á þessu hjóli. Hann er með titil í ofurflokki, þar sem allar breytingar eru leyfðar, og flokki stórra götuhjóla og var besti tími hans f fyrra 9,78 sekúndur. „Þessu tekur maður upp á svona á gamals aldri en ég er að verða 43 ára," sagði Viðar og brosti. Þá keppti hann líka á sérsmíðaðri kvartmílugrind í nokkur skipti í fyrra og hefur pantað í það nýjan mótor sem er á leiðinni til landsins. „Það er alveg svakaleg græja," sagði Viðar. „Vélin er um 300 hestöfl og hjólið er allt sérsmíðað fyrir míluna, ólíkt Hayabusa-hjólinu sem er löglegt á götuna."Viðar segir að umferðarmenning íslendinga mætti alveg vera betri og telur að bæta megi hana með því að gera brautarakstri hærra undir höfði. |
Hraðakstur af götunum
Viðar lætur ekki þar við sitja í áhugamálinu en hann er virkur félagi í Kvartmíluklúbbnum og hefur ákveðnar skoðanir á umferðarmenningu íslendinga. „Hér á íslandi eigum við þrjár lítið nýttar akstursbrautir en þær mættí bæta og setja í þær meira fjármagn til að fá hraðakstur af götunum. Því miður er bara alltof lítill vilji og skilningur fyrir þessu hjá hagsmunaaðilum sem virðast varla vita hvað Kvartmílubrautin er. Samt hefur nú lögreglan notað brautina í mörg ár til æfinga," sagði Viðar að lokum.njall@dv.is
DV
7.6.2003
https://timarit.is