6.8.03

Hraðbrautarkeppni á Neistaflugi

NORÐFIRÐINGAR stóðu fyrir hátíðinni Neistaflugi um síðustu helgi. Líkt og í fyrra var hraðbrautarkeppni fyrir torfæruhjól meðal dagskrárliða og fór þar fram magnað mót. Hraðbrautarkeppni fyrir torfæruhjól, „Speedway“, fer þannig fram að ekið er í hringi eftir sléttri, hringlaga braut á malarvelli.

 Til þess að gera brautina meira krefjandi var einn stökkpallur settur á annan af beinum köflum brautarinnar. 

Keppt var í milliriðlum og úrslitariðlum, 4 hringir í hverri glímu. Á miklum hraða verða víðar beygjurnar flughálar og miklu máli skiptir að halda rásfestu í framdekkinu og ná góðu gripi í afturdekkið til að skjótast út úr beygjunum. 

Keppnin vakti verðskuldaða athygli bæjarbúa sem og gesta Neistaflugshátíðarinnar sem flykktust á malarvöll Norðfirðinga til að fylgjast með keppninni. 

Úrslit:
1. Bjarni Bærings.
2. Hjálmar Jónsson.
3. Tómas Kárason.

Morgunblaðið 6 ágúst 2003