Björn Viggósson og Hallveig Björnsdóttir |
Harley Davidson
Það var nú hrein tilviljun að við fórum í þessa ferð,“ segir Björn Viggósson, framkvæmdastjóri Kerfisþróunar, þegar hann er spurður um mótorhjólaferð sem hann og eiginkona hans, Hallveig Björnsdóttir, fóru í fyrir skömmu. „Ég var í bílnum að hlusta á útvarpið þegar ég heyrði auglýstan kynningarfund í Harley Davidson búðinni varðandi Harley Davdison mótorhjólaferð til Bandaríkjanna. Ég fór á fundinn og skráði okkur í ferðina sem SBK í Keflavík skipulagði." Tilefni ferðarinnar var 100 ára afmæli Harley Davidson og áætluð heimsókn á Bikefest í Daytona Beach, en þar er tvisvar á ári haldin hátíð mótorhjólafólks. „Í þetta sinn voru þarna um 100.000 mótorhjól og 300.000 manns samankomin og allskonar hjól þó mest bæri á Harley Davidson,“ segir Björn. „Ég á sjálfur Hondu Shadow sem er álíka stórt og Harley Davidson hjólin en við leigðum okkur öll HD hjól þarna úti.“Hópurinn tilbúinn til brottfarar. /Myndir: Björn Viggósson |
Furðuhjól
Með sælubros á vör
Björn segir ferðina hafa verið einstaklega vel heppnaða og telur víst að slikar ferðir verði farnar áfram, líkt og golfferðir og skíðaferðir. Fararstjórar voru þeir Hafsteinn Emilsson hjólaáhugamaður og hvatamaður að ferðinni og Einar Steinþórsson frá SBK ferðaskrifstofunni í Keflavík. „Það eru margir með þetta áhugamál og ekki vafamál að þeir munu grípa fegins hendi að fara í heimsókn til Mekka Harley Davidson,“ segir Björn að lokum.
Frjáls Verslun
1.9.2003