EPLIÐ OG EIKIN Sniglarnir hugsa um ungviðið og kenna því á unga aldri rétta hegðun í umferðinni, og ást á vélhjólum, að sjálfsögðu. |
Árlegt landsmót Sniglanna, bifhjólasamtaka lýðveldisins, verður haldið í Njálsbúð um helgina, það nítjánda í röðinni en Sniglarnir verða tvítugir á næsta ári.
Á svæðinu verða hljómsveitir, leikir, matur og allt sem tilheyrir alísherjar útihátíð.
Hljómsveitirnar Fjandakornið og Moonboots leika. Á laugardeginum er aðalleikjahátíðin en þá er meðal annars keppt í hinum fræga Snigli. Í Sniglinum reyna keppendur eðli málsins samkvæmt að keyra eins hægt og mögulegt er 16 metra án þess að drepa niður fæti til stuðnings. Þetta er sem sagt alvöru snigl og sá sem vinnur hlýtur nafnbótina Snigill ársins. Um kvöldið verða svo elduð læri ofan í landsmótsgesti, sem vænst er að verði um 350 talsins. Inn á mótið kostar 4500 fyrir félaga í Sniglunum en 6000 fyrir aðra.
Lands-mót Sniglanna er lokað mót fyrir mótorhjólafólk og er skilyrði að hafa annaðhvort áhuga á mótorhjólum eða mótorhjólafólki, nema hvort tveggja sé. Þekkist gestír ekki í hliðinu verða þeir því að gera grein fyrir sér til að eiga möguleika á að komast inn á svæðið og sakar þá ekki að eiga tengsl inn á svæðið.
Eða eins og Sniglarnir segja: Þetta er eins og ættarmót, þú kemur ekki úr einhverri allt annarri ætt í veisluna.