Prófanir á mótorhjólum og skyldum tækjum eru orðnar fastur þáttur í umfjöllun DV-bíla og sífellt bætist í þá flóru hérlendis.
Á dögunum var opnað nýtt umboð fyrir Ducati-mótorhjól og við gripum því tækifærið þegar okkur bauðst að prófa hjól sölustjórans, Ducati 749S sporthjól. Um léttkeyrandi og liðugt hjól er að ræða sem samt er vel búið af sporthjóli að vera enda Ducati þekkt fyrir það að spara ekki við smíði hjóla sinna.
Gasfyllt HID-ljós
Hreinræktaður veðhlaupahestur
Þegar sest er á hjólið fær maður strax á tilfinninguna að hér sé
hreinræktaður veðhlaupahestur á
ferðinni. Bensíntankur er þannig
formaður að lærin falla þétt upp
að honum svo hægt er að klemma
þau vel og örugglega utan um
hann. Það er mikilvægt atriði við
akstur sporthjóla svo að ökumaður renni síður til í sætinu þegar beygt er eða bremsað. Stýrið er
með stýrisdempara og er mátulega
breitt fyrirhjól af þessari gerð. Eini
mælirinn í mælaborðinu sem ekki
er stafrænn er stór snúningshraðamælirinn sem sýnir tölur
upp í 13.000 snúninga. Sjálft stafræna mælaborðið er afar fullkomið og sýnir hraða, hita vélar,
klukku, hleðslu, eyðslu og kílómetratölu. Einnig er hægt að stilla
það til að sýna hluti eins og brautarhraða á hring, og taka þannig
upp hámarkshraða og snúningshraða á hverjum hring sem hægt
er síðan að keyra inn í fartölvu.Hægt að breyta halla stýristúpu
Í akstri er það eins og hugur manns og fylgir hárnákvæmt öllum hreyfingum ökumanns. Aflkúrfan er mikil og góð fyrir tveggja strokka 750 hjól og það er ekki fyrr en það fer að nálgast hámarkshraða að því verður aðeins afls vant. Líkt og í öðrum hjólum frá Ducati er fyrsti gírinn frekar hár svo að oft þarf að gíra niður í hann í krappari beygjum. Það hefur þann kost við brautarakstur að hægt er að nota hann einnig þar, en þar sem engin keppnisbraut er til á Íslandi enn skiptir það okkur litlu máli. Setan er þægileg fyrir akstur á sporthjóli en til lengdar er þó hætt við aumum höndum og afturenda. Það eina sem undirrituðum fannst þó óþægilegt við aksturinn voru litlir speglar sem voru óþægilega nálægt ökumanni. Til að sjá aftur fyrir sig varð maður að lyfta olnboganum en þar af leiðandi var alltaf blint svæði fyrir aftan mann sem ekki er þægilegt að kíkja í á hjóli sem þessu. Einnig má gagnrýna aftursæti sem er meira til að geta boðið far en að bjóða farþega upp á lengri akstur.
Stendur sér á parti
Um verðið, 1.690.000 kr., er það að segja að það er í hærri kantinum en þótt til séu svipuð hjól á betra verði eru þau flest ekki eins vel búin. Enginn framleiðandi er með beinan keppinaut með V2 vél í sama stærðarfiokki svo að 749S stendur dálítið sér á parti. Einn helsti keppinauturinn er þó líklega Aprilia með RSV Mille hjól sín.
DV Bílar
Njáll Gunnlaugsson
26.7.2003