2.6.03

Sérsmíðað mótorhjól fyrir langferðalag til Afríku


Suzuki DR650

Jakob Þór Guðbjartsson er ungur ævintýramaður með meiru. Hann er nýlega lagður af stað í fjögurra mánaða ferðalag á mótorhjóli og mun leið hans meðal annars liggja um Austur-Evrópu, suður tii landanna fyrir botni Miðjarðarhafs og til Norður-Afríku.Til ferðalagsins valdi Jakob sér Suzuki DR 650 en hann hafði lengi skoðað hvað komið gæti til greina í jafnkrefjandi ferðalag og þetta. Skoðaði Jakob gerðir eins og Honda XR400, auk þess að velta fyrir sér hjólum á borð við BMW F650, en um þessar pælingar hans er hægt að lesa betur á heimasíðu hans, www.simnet.is/geokobbi. Hjólið er að sjálfsögðu breytt sérstaklega fyrir ferðalagið og er því með 38 lítra tanki sem þýðir að Jakob getur ekið allt að 600 km á milli bensínstöðva. Sætið er einnig sérsmíðað fyrir meiri þægindi á svona löngu ferðalagi og sett hefur verið stærri vindhlíf af DR600 auk pönnunnar undir hjólið sem einnig kemur af DR600.

Með GPS og fartölvu í farteskinu DV-bflar hittu Jakob nokkrum dögum fyrir ferðalagið áður en hann lagði á Sprengisand á leiðinni til Seyðisfjarðar til stefnumóts við Norrænu. Fundarstaðurinn var vel til fundinn, niðri við Sólfarið við Sæbrautina. „Ég er með þessu að sameina áhugamálin mín betur en ég er menntaður landfræðingur," sagði Jakob. „Ég er búinn að setja grófari dekk undir að aftan og framan svo að hjólið ráði við sandinn. Múlaradíó hefur aðstoðað mig mikið við allt rafkerfið en ég mun geta tengt fartölvuna við hjólið til að senda fréttir inn á heimasíðuna, hvaðan sem er í heiminum.
Ég verð einnig með Garmin GPS-staðsetningartæki, sem tengt er við hjólið, en einnig verður hægt að fylgjast með því hvar ég er í heiminum gegnum það. Einnig er í hjólinu ökusíriti frá RT-tækni auk hærra stálstýris frá JHM-sport til að gera það þægilegra að standa á hjólinu," bætti Jakob við. Ekki er annað að sjá en hjólið hans Jakobs sé til í allt og við skúlum bara vona að það sé eigandinn einnig, en hægt verður að fylgjast með honum á ferðasíðum DV sem birta munu pistla frá ferðum hans.

njall@dv.is
2.6.2003