Sniglar á meginlandinu:
Nýjasti þátturinn í starfi Bifhjólasamtaka lýðveldisins, Snigla, er aðild að EMA, Evrópska mótorhjólasambandinu, og er greinarhöfundur fulltrúi snigla í EMA. Á árinu 1996 sótti hann tvo stórviðburði á mótorhjólavísu sem EMA tók virkan þátt í, Eurodemo og IFMA-sýninguna í Köln. Eurodemo er heiti á árvissum mótmælum mótorhjólafólks, sem haldin eru i Brússel, höfuðborg Evrópusambandsins, en IFMA er stærsta alþjóðlega mótorhjólasýningin í Evrópu.20 þúsund mótorhjól á Eurodemo
Í haust sem leið bar Eurodemo upp á 31. ágúst.Greinarhöfundur var þá í mótorhjólaferð um Evrópu ásamt Kristrúnu Tryggvadóttur, sem einnig er snigill. Ákveðið var að enda ferðina í Brussel. Um leið og nær dró Belgíu varð okkur ljóst að eitthvað mikið stóð til, því að mótorhjól voru á hverri bensínstöð og um alla vegi, og þá oft í stórum hópum. Fólk var komið alls staðar að, frá flestum löndum Afriku og Bandaríkjunum. Mótshaldið sjálft fór fram á herstöð belgíska hersins og þar var ýmislegt á boðstólum. Í einu skýlanna fór fram mótorhjólasýning, í öðru tónleikar, i þriðja voru básar þar sem selt var ýmislegt sem viðkom mótorhjólum, og svo má lengi telja. Um 20 þúsund mótorhjól sóttu þessa samkomu og áætlað var að milli 50 og 60 þúsund manns hefðu komið gagngert til að verða vitni að þessum viðburði.Eins og búast má við krafðist hópkeyrsla af þessari stærðargráðu góðrar skipulagningar. Í byrjun var safnast saman á hjólunum á risastóru bílastæði við hraðbrautina. Á tilsettum tíma var svo lagt af stað í ákveðinni röð.
Hópkeyrslan sjálf tók rúma tvo tíma og leiðinni sem ekið var lokað fyrir annarri umferð á meðan. Hávaðinn í mótorhjólunum á inngjöf og flautum, þegar ekið var framhjá Evrópuþinghúsinu, var svo yfirþyrmandi að maður fékk hellu fyrir eyrun þrátt fyrir þéttan og góðan hjálm. Ef einhverjir hafa staðið óslitið við ökuleiðina hefur hjólaröðin verið um tvo og háifan tíma að fara fram hjá þeim. Óhætt er að segja að uppákoman vakti mikla athygli fjölmiðla, enda voru sjónvarpsmyndavélar og hljóðnemar á hverju strái. Við vorum einu fulltrúar íslands að þessu sinni, en búast má við fleiri héðan í ár.
Mótorhjólasýningin í Köln
Dagana 2. til 6. október var haldin hin árlega IFMA-sýning í Köln, svo sem DV-bUar hafa þegar sagt frá. Þangað kemur um það bil hálf miUjón gesta og var greinarhöfundur einn þeirra, um leið og hann fór á haustfund EMA sem var með bás á sýningunni þar sem aðildarfélögin kynntu starfsemi sína, þar á meðal Sniglamir.
Á sýningunni sýndu allir helstu framleiðendur mótorhjóla með áherslu á nýjustu gerðimar. Japanir voru fyrirferðarmiklir auk Harley Davidson og Triumph, en gaman var að sjá að ítölsku mótorhjólin fengu sitt. Mikið var einnig um framleiðendur ýmissa aukahluta í og á mótorhjól, en það er mjög stór hluti af mótorhjólaiðnaðinum. Krómið sem sást á sýningunni mætti eflaust mæla í tonnum. Einnig var mikið um fyrirtæki er sérhæfa sig í hinum einstöku þáttum eins og dempurum, blöndungum og þess háttar. Þama vom líka framleiðendur hlifðarfatnaðar og var Kevlar- og Goretex-línan áberandi. Hjálma mátti finna í þúsundatali og mikið var einnig um sérhæfða framleiðslu eins og til dæmis tölvubúnað og bekki til hestaflamælingar.Nýjasta nýtt
Það sem mesta athygli vakti var auðvitað nýjustu módel hinna stóru.Beindust flestra augu að nýjustu gerðunum þremur- frá Hondu en það eru hið öfluga CBR 1100XX Super Blackbird, VTR 1000F Firestorm sem er til alls líklegt, og hið fyrirferðarmikla F6C Custom.
Ellefuhundruð hjólið er það öflugasta á
markaðinum í dag, 168 hestöfl
krauma í iðrum þess en ytri hönnun tekur mið af NSR-hjólinu og er
það mjög straumlínulagað.
Fyrirferðin á Custom-hjólinu er all rosaleg. Það er í raun og veru sex
strokka gullvængur sem búið er að
strípa og setja fullt af krómi í staðinn, samt er þetta 309 kílóa hlunkur.
Fallegasta hjól sýningarinnar var að mínu mati nýja þúsund hjólið en það er eftirlíking af hinu fræga Ducati-hjóli.
Vélin er mjög svipuð, tveggja strokka V-mótor með 90 horni. Það er frekar létt, 189 kíló fulltankað og hefur 110 hesta til að spila úr. Suzuki var einnig með svipaða Ducati-eftirlíkingu á sýningunni. Kawasaki hafði upp á lítið nýtt að bjóða og eins má segja um Yamaha og Harley Davidson, þar eru hefðbundin gildi í fyrirrúmi og ekki tekin áhætta með nýrri hönnun. Triumph hafði aftur á móti breikkað nokkuð hjá sér framleiðslulínuna.
Vantar eitthvað nýttÞrátt fyrir stóra og flotta sýningu var samt eitthvað sem vantaði og olli vonbrigðum. Það var einmitt það að maður var búinn að sjá langflest af því sem fyrir augu bar áður. Það vantar að mótorhjólafyrirtækin taki meiri áhættu í hönnun svo að fólk fari nú að sjá eitthvað nýtt. Þetta var gegnumgangandi hjá öUum framleiðendunum. Sýningin sjálf var hins vegar glæsUeg og mikið lagt í hana í heUd og einstaka bása, t.d. var Hondu-básinn 500 fermetrar, Vonast bara tU að sjá eitthvað riýtt á næsta ári.
Njáll Gunnlaugsson
DV 4 janúar 1997