Sýnir færslur með efnisorðinu Fróðleikur. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Fróðleikur. Sýna allar færslur

22.11.20

Ný hjól 2021

2021 er skammt undan og því fylgja að sjálfsögðu ný mótorhjól.
Hér er að líta á nokkur þeirra sem eru á boðstólnum.


BMW S 1000 R

2021 BMW S 1000 R 

 
Í fyrra fékk raceútgáfan af BMW S1000RR
mikla uppfærslu en í ár verður það nakta útgáfan sem fær hressingu frá hönnuðunum og er þetta flotta hjól útkoman.
5 kg léttara en það var og 165 hestöfl, með aflkúrfuna talsvert neðar en raceútgáfan. Það vantar allavega ekki aflið. nánar...

Honda CB1000R

Honda CB1000R

Honda Breytti sínu hjóli líka talsvert,
ný subframe og aðrar útlitsbreytingar eins og á framljósi og hlífar voru gerðar minni,
143 hestöfl ættu alveg að vera nóg en Honda hefir ekki verið í neinu hestaflastríði við aðra framleiðendur heldur vilja gera notendavæn mótorhjól með samt fullt af afli. nánar..


Yamaha MT-09

Yamaha MT-09

Hér ber að líta 3 cylindar 890 Rúmsentimetra jól frá Yamaha.
Frá fyrri árgerð þá er búið að stækka mótorinn um 43cc og mótorhúsið stækkað með tilheyrandi breytingum á insvolsi mótors.
Hraðskiptir sem hjálpar við snöggar gírskiptingar hefur m.a. verið bætt við en hjólið og margar aðrar breytingar voru gerðar á þessu hjóli sem má sjá,,,
meira .....



Langen 
  LANGEN 
TWO STROKE FIRST LOOK: STREET-LEGAL V-TWIN!

Hér ber að líta tvígengishjól frá Langen.
mótorinn er V2 tvígengis og er ekki nema 250cc með beinni inspítingu
Ekki láta fá kúbik samt blekkja því aflið er samt 75 hestöfl og virkilega öðruvísi cafe racer hér á ferðinni ef þú vilt vera öðruvísi.
Hægt er að forpanta þessa græju en verðmiðinn er ekki nema 28000 pund,,, sem reiknast sem góðar fimm miljónir íslenskar,,, og þá áttu eftir að koma því til íslands. og það kostar sitt ,, svo ef þig vantar að losa þig við fullt af pening og vera töff , þá skalltu panta þér eitt svona . meira.....

Benelli Leoncino

Benelli Leoncino

B
enelly heldur upp á 100 ára afmælið sitt og hér er eitt af hjólunum sem þeir bjóða upp á.
Mótorinn á þessum caffiracer er 500cc 47 hestöfl.
Annað krúttlegt hjól sem er örugglega fínt í snattið í borginni. Verðmiðinn er 6199 $ sem losar líklega vel yfir miljón hér á landi.  meira....


(Við látum þig vita ef eitthvað er um að vera hjá klúbbunum.)


13.11.20

Mótorhjólamyndin í kýrauganu



 Í grúski bílablaðamanns Fréttablaðsins um gömul mótorhjól, kemur stundum eitthvað skemmtilegt upp úr dýpi liðinna daga. Ég hafði rekist á frásögn um Ossian Westlund og „tvíhjólabifreið“ hans frá því um 1920 á yfirferð um netið og ákvað að setja mig í samband.

Afabarn hans, Súsanna Rós Westlund, varð fyrir svörum og fljótlega kom í ljós að mynd væri til af karlinum. „Sú mynd er í kýrauga úr messing, ótrúlega flott mynd,“ sagði hún. Fékk ég ljósmynd af myndinni senda og sá þá að um mjög gamalt hjól var að ræða. Hjólið á myndinni er Excelsior Model 7-C, skráð 8 hestöfl, eins og slegið var upp í auglýsingum fyrir hjólið. Í gömlum skráningarpappírum frá 1922 kemur fram að til hafi verið átta hestafla Excelsiorhjól fram til ársins 1921, með grindarnúmerið 96061. Það þýðir að það var framleitt 1914-15, sem passar við hjólið á myndinni og er því um elsta mótorhjól sem til er á mynd hérlendis að ræða.

Excelsior mótorhjólin voru hraðskreiðustu og áreiðanlegustu hjólin í Bandaríkjunum á sínum tíma og unnu meðal annars tvær fyrstu Cannonball þolaksturskeppnirnar. Excelsior V2 með 61 kúbiktommu vél eins og þetta, var fyrsta framleiðslumótorhjólið til að ná 100 mílna hraða árið 1912. Árið 1914 var hjólið komið með tveggja gíra kassa og blaðfjöðrun að framan eins og sést á þessu hjóli. Þriggja gíra kassi kom árið 1915 en því miður sjáum við ekki á myndinni hvort hann sé í hjólinu eða ekki. Árið 1921 keypti Excelsior Henderson merkið og þar með voru dagar þessa V2 mótors taldir.

Ossian Westlund veifar kumpánlega til ljósmyndarans gegnum kýraugað.
Súsanna sagði einnig að til væri gömul grein um afa hennar og mótorhjólið. 

Í Morgunblaðinu þann 13. mars 1931 er fjallað um Westlund. Þar er meðal annars minnst á bifhjólið og sögu tengda því. Við grípum niður í frásögn Morgunblaðsins um mótorhjólið. 

„Svo var það einn góðan veðurdag, að maður var á bifhjóli inn við Elliðaár. Hjólið datt í árnar. Það skemmdist. Eigandinn fjekk ekki gert við það og seldi það fyrir hálfvirði en Westlund keypti. Bifhjól eru merkilegir gripir. Það fanst Westlund. Hann plokkaði hjólið alt í sundur ögn fyrir ögn, og einkum þó hreyfilinn. Af því lærði hann margt. Margar tilraunir gerði hann. En að því kom að bifhjólið var sem nýtt og Westlund settist á bak, margfróðari um hreyfla og hjól, en er hann byrjaði. Ári seinna fór hann í skemmtiferð um Noreg og Svíþjóð á hjólinu. Hann seldi það í Málmey nokkur hundruð krónum dýrara en hann hafði keypt það.“

Í einkasafni í Helsingborg í Svíþjóð má meðal annars finna safn mótorhjóla sem nú er reyndar lokað, þar sem erfingjar eru að selja safnið. Meðal gripa þar er Excelsior mótorhjól af sömu árgerð, einnig með hliðarvagni og sams konar ljóskeri. 

Leiða má líkur að því að um sama hjól sé að ræða, en framtíðin mun vonandi leiða það í ljós.

Njáll Gunnlaugsson 
Fréttablaðið 4.11.2020

30.9.20

Skriðþungi (eðlisfræði fyrir hjólafólk )

Hraðskreiðasta mótorhjól í heimi er býsna
ólíkt þeim sem sjást á götum Íslands.

Hversu hratt þarf mótorhjól að fara til að hafa sama skriðþunga og fólksbíll á 90 km hraða, ef bíllinn er 1200 kg og hjólið 200 kg?

Skriðþungi (e. momentum) hlutar er margfeldi af massa hans og hraða og lýsir hreyfingu hans. Skriðþunginn, p, er reiknaður með jöfnunni

þar sem m er massi hlutarins og v hraði hans. SI-mælieining skriðþunga er þess vegna kgm/s.

12.9.20

Má beita skepnum í vegkanta? NEI ÞAÐ ER EKKI LEYFILEGT !


  Í sumar var undirritaður í hóp með tíu öðrum í skemmtiferð á mótorhjóli um sveit á Vesturlandi þar sem sá sem kunnugastur var leiddi hópinn, stoppaði reglulega og sagði sögur. Það vakti athygli mína að á einum stað var skilti sem varaði við gangandi umferð, en að sögn fararstjóra fór þessi bær í eyði fyrir mörgum árum, en á öðrum stað voru útihús og íbúðarhús beggja vegna við veg og ekkert skilti sem varaði við að þar væri mögulega fólk á ferð, en þar lá hundur í leyni og stökk fram í átt að okkur og gelti.


Akstur okkar var í alla staði til fyrirmyndar (vorum að njóta en ekki þjóta), en þrátt fyrir lítinn hraða og einstaklega lágvær mótorhjól fældust tvö hross mótorhjólin við þennan bæ sem hundurinn hrekkjótti var á. Ástæðan var einföld, hestunum var beitt í vegkantinn og einn lítill rafmagnsstrengur átti að halda þeim frá veginum. Annað hrossið fældist og byrjaði að hlaupa og samkvæmt eðli hesta hljóp hitt hrossið líka stefnulaust í gegnum girðingu, yfir grindahlið og hvarf sjónum okkar (sennilega bæði skelfingu lostin yfir þessum 11 mótormerum sem þau höfðu sennilega aldrei áður séð).

Ekki gera allir sér grein fyrir hættunni að beita hestum í vegkanta

 Þann 12. júlí 2012 var grein í Lesendabás Bændablaðsins eftir undirritaðan sem bar fyrirsögnina „Hestar í vegköntum“. Þessi grein var forsmekkur af forvarnapistlum þeim sem undirritaður hefur haft umsjón með hér í blaðinu síðan 2013. Í áðurnefndri grein er vitnað til Ólafs Dýrmundssonar (fyrrverandi landnýtingarráðunautar) um að engar skepnur eigi að vera lausar á því auða svæði sem girðir af vegi, en að sama skapi telji hann að Vegagerðin eigi að sjá um að slá gras á þessu afgirta svæði. Ástæða vegkantabeitar er hjá sumum til að losna við hátt gras í vegkanti.

Lagalega hliðin og hlutverk lögreglu 

Í áðurnefndri grein var leitað álits lögfræðings Bændasamtakanna, Elíasar Blöndal Guðjónssonar, en hann vildi beina þeim tilmælum til bænda að athuga tryggingarstöðu sína vegna skaðabótaskyldu sem gæti hlotist af vegkantabeit. Einnig athugaði ég hvort lögreglan væri upplýst um að þetta mætti ekki og hafði samband við tvo lögreglumenn sem báðir hafa starfað í fleiri en einu umdæmi. Annar þeirra hafði vegna vinnu sinnar komið að svona kvörtun þar sem hestum var beitt í vegkant. Hann kynnti sér lög og reglur um skepnur við vegi og eftir þann lestur var hans skilningur að hestar yrðu að vera a.m.k. 15 metra frá vegi og í framhaldi lét hann viðkomandi færa girðingu samkvæmt því. Hinn lögreglumaðurinn hafði ekki komið að neinu svona máli og vildi sem minnst tjá sig um þetta mál.

Var lögreglan óafvitandi að láta hafa sig af fíflum? 

Þegar við félagarnir 11 komum út af fáförnum sveitaveginum inn á malbikaðan aðalveginn beið okkar þar lögreglan. Við höfðum verið kærðir, allir skrifaðir niður, nafn, kennitala, ökuskírteinisnúmer. Ég gat ekki annað en brosað, af hverju er lögreglan að láta hafa sig af fíflum, eyða tímanum í svona fíflaskap, eða vita þeir ekki hverjar reglurnar eru? hugsaði ég. Daginn eftir var hringt og okkur tjáð að kæran væri látin niður falla. Það sem mér sárnar mest er að hvorki sá sem yfir hestunum réð né lögreglan væru með reglurnar á hreinu því að ef einhver okkar hefði slasast hefði umráðamaður hestanna verið skaðabótaskyldur í eigin persónu eða í gegnum tryggingarfélag sitt.

Bændablaðið 17.tbl.2020

1.9.20

Nýjung í markaðssetningu mótorhjóla.

Hjólin reyndust vel á holóttum og mikið grýttum Kaldadalnum.


Pabbi sem þekktur er undir nafninu Hjörtur Líklegur hefur verið “guide” hjá Reykjavík Motor Center og Biking Viking Flatahrauni 31 Hafnarfirði í nokkur ár. RMC er umboðsaðili fyrir BMW mótorhjól og þar er rekin mótorhjólaleigan Biking Viking í samstarfi við BMW í Þýskalandi. 

Á hverju ári koma ný BMW mótorhjól til landsins og eru hér fá júní fram í september og er þeim þá skilað í BMW mótorhjólaverksmiðjuna. Í ár voru fáir viðskiptavinir sem leigðu hjól þar sem að flestir viðskiptavinirnir koma ýmist frá USA eða Kanada og þau lönd voru lokuð vegna Covid, því stóðu hjólin ónotuð og glæný í Hafnafirði, þá datt eigandanum í hug að bjóða upp á prufuakstur gegn vægu gjaldi á nýjum BMW hjólunum, en hingað til hefur almennt ekki verið hægt að prófa ný mótorhjól á Íslandi fyrr en maður er búin að sérpanta það og borga.
Óvenjuleg nýjung í auglýsingu og markaðssetningu.
Hádegisstopp við Deildartunguhver
Í byrjun ágúst var auglýst á Facebook-síðu Biking Viking að RMC væri að bjóða upp á prufuakstur á BMW 1250 GS og BMW F750 GS, annarsvegar var helgarferð á Snæfellsnes og hins vegar dags ferð í Borgarfjörð og Kaldadal til baka. Pabba vantaði mann í að vera eftirfari í dags ferðina og bauð mér starfið. Var fljótur að segja já og fanst það mikið traust þrátt fyrir að vera ekki nema tuttugu og þriggja ára og jafn hár og Tom Cruise (170cm.), fékk til ferðarinnar glænýtt BMW 1250 GS hjól sem skilar 134 hestöflum og er jafnvígt sem malbikshjól og til aksturs á malarvegum. Alls voru 11 ökumenn að prófa hjólin, ýmist 750 eða 1250 hjól. Pabbi var farastjóri á sínu gamla BMW 1200, en við hinir 12 allir á glænýjum hjólum.
Kallinn tók þessa mynd, ég í stöðumælavarðarvestinu.
Kjötsúpan vel þegin við Deildartunguhver.
Lengra var ekki þorandi að fara á þessu hjóli
 þó svo að mig hafi langað.
Strax í Mosfellsbænum gaf einn ferðafélaginn merki um að mælaborðið í hjólinu segði að eitthvað væri að og kom ég þeim skilaboðum í fremsta hjól sem stoppaði við viktarskúrinn upp á Kjalanesi. Villan var þar lesin og reyndist vanta aðeins loft í framdekkið á hjólinu sem hafði staðið óhreyft síðan í maí. Eftir að pumpað hafði verið í “með Líklegum krafti” (ætli hann hafi pumpað svona hressilega í mömmu þegar ég var búinn til vill ég ekki fá að vita) var haldið af stað um Hvalfjörð, Dragháls, í Skorradal og stoppað við Deildartunguhver í kjötsúpu (pabbi borgaði). Eftir mat var haldið áfram og Hvítársíða ekin fyrir norðan Gráhraun og næsta stopp var við upphaf vegsins um Kaldadal fyrir ofan Húsafell.
Svalandi að keyra upp að Langjökli.
Síðasta stopp fyrir Kaldadal.
Hitinn var orðin töluvert meiri en spár höfðu gert ráð fyrir, en hæsta tala sem sást í mælaborðinu var 26 gráður þarna við Kallmannstungu. Menn drifu sig af stað til að fá smá loftkælingu, en við afleggjarann þar sem farið er upp á Langjökul stakk ég upp á því við “gamla” að ég og þeir ökumenn sem treystu sér færum upp að jöklinum í smá kælingu á meðan hann færi áfram með hina eftir Kaldadal. Það var ljúft að koma upp í svalandi átta gráðu vindinn við jökulröndina og geta fyllt vatnsflöskuna af nýbráðnuðu ísköldu vatni.
Leiðin kláruð um Grafning og Nesjavallaleið.
Á leið upp að Langjökli af Kaldadalsvegi.
Hjólin skiluðu Kaldadal á þéttri gjöf (kallinn farin á undan og var enginn til að hægja á yngri “inngjafa graðari” mótorhjólamönnum) svo að við keyrðum frekar þétt niður þar til að við náðum gamla og þeim þrem sem hann var með fyrir ofan Sandhvultarvatn. Þegar við komum niður á Þingvöll var smá kaffistopp fyrir loka kafla leiðarinnar um Grafning og Nesjavallaleið. Alls var ekið 310 km. og rétt tæplega helmingurinn á malarvegum. Fyrir mér var það mikill heiður að veta treyst sem barnapía fyrir fullorðna menn (gamla karla) í prufuakstri á nýjum leiktækjum. Fékk nýtt hjól til að prófa, frítt bensín og kjötsúpu á “tankinn”. Held að betri dagar séu ekki til (fyrir utan gula vestið, mér leið eins og ég væri á leið á grímuball klæddur eins og umferðarkeila),  væri allveg til í að gera þetta aftur (frétti af því að til standi að það verði ein ferð í viðbót upp úr miðjum september, ég er til ef vantar eftirfara).
Ólafur Arnar, Tome Cruise eða Gaston Raier, allir svipað stórir.
                                 Ólafur Arnar Hjartarson Nielsen (Óli Prik)
 P.S.  Tían hefur nokkuð áraðanlegar heimildir fyrir því að boðið verði upp á prufuakstur á þessum hjólum  laugardaginn 12. og sunnudaginn 13. September og svo aftur laugardaginn 19. og sunnudaginn 20. September. 


29.8.20

Bosshoss Hvað er nú það?

Eyjólfur Trukkur er eini Íslendingurinn sem ekur um á Boss Hoss
Fyrir rúmlega 30 árum var Bandaríkjamaðurinn Monte Warne að svipast um eftir öflugasta mótorhjólinu á svæðinu og þegar hann fann ekkert sem honum þótti nógu gott ákvað hann að rífa V8 vélina úr Lettanum sínum og smíða mótorhjólagrind utan um hana.
  Þarna var kominn fyrsta Boss Hoss hjólið.

Eftir smíðina ók Monte Warne til Daytona Florida á mótorhjólahátíðina Bike-Week á Boss Hossinum  og vakti það gríðalega athygli.


Boss Hoss  Chevy Trike
Bæði var hjólið risastórt og gríðalega öflugt.   
Monte sá það að hann yrði greinilega að smíða fleiri hjól.

Nú rúmlega 30 árum síðar er komin verkmiðja sem smíðar þessi hjól í Dyersburg , Tennessee  og vélarnar eru allar að sjálfsögðu Chevrolet.

Hjólin eru með sjálfskiptingum (semi automatic) og eru vélarnar allt frá því að vera 350 Ci  5,7 lítra upp í  502 Ci  8,2 lítra vélar sem skila mörg hundruð hestöflum og jafnvel meira en 1000 hestöfl með tjúningum, sem gerir þessi hjól þau öflugustu í heimi.
Boss hoss hjólin eru líka þekkt fyrir að vera þægileg vegna þess að þau víbra ekki mikið.


Um miðjan 10 áratuginn seldu Boss Hoss um 300 hjól á ári , en 2006 var salan komin í 4000 hjól á ári..

2012 fór Boss Hoss svo að framleiða þríhjól og sem kom með 4L70 Overdrive sjálfskiptingu og bakkgír og loftfjöðrun.


Hosshoss Chevy Trike
Seinna kom svo Boss Hoss Supersport sem er alveg ný hönnun , með lægra sæti, styttra á milli hjóla og meiri fjöðrun.
Var þessi týpa ætluð til að draga að enn stærri aðdáendahóp að hjólum sem munu koma til með að heilla mótorhausa um alla framtíð.

Þess má geta að þessi mótorhjól eru ekki ódýr, 10 + milljónir er eitthvað nálægt því sem þú ættir að hafa í veskinu áður en þú ferð í innkaupaleiðangur......
og 15- 20 þúsund dollararar eru raunhæfar tölur fyrir 15 til 20 ára gömul Boss Hoss á Ebay. og þá á eftir að koma þeim heim... og þá er hægt að margfalda með 2.






Boss Hoss Super










And just in time for our federal anniversary year 2015,
one of these truly imposing warhorses appeared in Brunnen on the beautiful Lake Lucerne.



26.8.20

Lamborghini Mótorhjól

Lamborgini Mótorhjól

Eitt af fágætum mótorhjólum í heiminu er Lamborghini Design 90


Eitt slíkt fór (hjól nr 2) fór á uppboð á dögunum með upphafsboð upp á 45 þúsund dollara en það verð var ekki að gera sig og enginn bauð lágmarskverð. 

Á áttunda áratugnum fóru Lamborghini Sportbílaframleiðandinn að búa til mótorhjól.
Fyritækið var búið að vera í kröggum og meðal annars búið að skipta um eigendur og reyndu þeir að auka tekjurnar með því að búa til meðal annars mótorhjól og V12 hraðbáta og reyndu einnig við smíða skutbíl SUV .


En þar sem þetta er mótorhjólasíða þá er það mótorhjólið sem um ræðir.

Lamborgini Design 90. framleiðsluár 1986
Samið var við Franska framleiðandann Boxer um hönnun og  samsetningu á hjólinu.


Niðurstaðan var nokkuð mögnuð.

Þeir notuðu 1000cc mótor frá Kawasaki sem var um 130 hestöfl í hjóli sem var rúmlega 200 kg fullt af bensíni og olíu.  (blautt).
hjólið var svo umvafið plastkápu frá toppi til táar.

Héldu þeir að þeir gætu selt c.a 25 slík hjól en niðurstaðan varð sú að aðeins 6 stk voru framleidd.
Design 90 #2 Naked

Hjólið var hraðskreitt, um það var enginn vafi og höndlaði mjög vel en það kostaði 13000 dollara sem árið 1986 var helvíti mikil summa eða rúmlega tvöfallt verð á öðrum sambærilegum hjólum þess tíma.




Ég persónulega kann vel að meta lokkið á flestum hjólum frá áttunda áratugnnum en mér finnst þetta hjól mjög ljótt.  Það lítur eiginlega út eins og hjól sem þér væri úthlutað í Grand theft auto tölvuleiknum. Allar línur hjólsins eru eiginlega  út úr kú og bera þess merki að sá sem teiknaði það má bara æfa sig á einhverju öðru .

Allavega ef ég væri að leita að einhveju spes og á verðbilinu 124 þúsund dollarar ,, ( þ.e. það sem var vonast eftir að fá á uppboðinu) þá væri það sennilega  hugmynd að fá sér Lambó í safnið :)




24.8.20

Alveg magnað hvað auðnin getur verið falleg

Hannes Hjalti Gilbert hefur gaman af að ferðast um á mótorhjóli og hann fór fjórar lengri ferðir um Ísland í sumar á mótorhjólinu. 

Hann samþykkti að deila með lesendum Víkurfrétta myndum úr sumarferðalögum og svara spurningum blaðamanns, sem eru bæði um ferðalög og ýmislegt annað og ótengt.








Nafn:
Hannes Hjalti Gilbert.

– Árgangur:
 1962.

– Fjölskylduhagir:
Rauðfeldsgjá á Snæfellsnesi
Giftur Þórunni Agnesi Einarsdóttur, við eigum þrjú börn, tvíburana Guðna Má og Helenu Rós, 25 ára og síðan er það Einar Hjalti á nítjánda ári.

– Búseta: 
Keflavík.

 – Hverra manna ertu og hvar upp alin?
Ólst upp hjá afa og ömmu í vesturbænum í Keflavík.


 – Hvert var ferðinni heitið í sumarfrínu?
Við fórum í fjórar lengri ferðir í sumar. Í júní fórum hringferð um landið á mótorhjólinu ásamt góðum hópi fólks. Við tókum sex daga í hringinn og nutum fjölbreyttrar veðráttu. Við heimsóttum marga flotta staði og fengum góðar móttökur alls staðar. Franska safnið (Frakkar á Íslandsmiðum) á Fáskrúðsfirði var mjög áhugavert og Steinasafn Petru á Stöðvarfirði er alltaf ánægjulegur viðkomustaður. Við skruppum út í Hrísey og nutum leiðsagnar en það var í fyrsta heimsókn okkar hjóna þangað. Síðan var alveg dásamlegt að prófa VÖK, nýju böðin við Egilsstaði. Í júlí fórum við ásamt vinafólki okkar yfir Kjöl og það var mjög skemmtileg ferð. Bjart yfir öllu og fámennt á hálendi. Alveg magnað hvað auðnin getur verið falleg.

Um verslunarmannahelgina náðum við að taka börnin okkar með ásamt viðhengjum og skoðuðum Snæfellsnesið. Aftur vorum við heppin með veðrið og nesið fagra bauð upp á eitthvað fyrir alla. Fyrir þessa ferð var unga fólkið búið að stofna ferðaplan með hjálp Google Maps og þar með gátu allir sett inn það sem þeim langaði til að skoða yfir helgina og svo tókum við þetta bara nokkuð skipulega með smá útúrdúrum. Þetta var mjög vel heppnuð ferð þar sem að allir sáu eitthvað nýtt. Núna í ágúst fórum við svo hjónin bara tvö í langa helgarferð um Suðurlandið og nutum einstakrar veðurblíðu. Við áttum uppsafnaða ýmsa staði sem okkur hefur lengi langað til að heimsækja. Listinn er langur en við náðum þó að skoða Dyrhólaey, Reynisfjöru, flugvélaflakið á

6.8.20

Mótorhjól í bílaflutninga


Fyrirtæki í Svíþjóð sem heitir Coming Through, hefur  byggt talsvert undarlegt farartæki til að flytja bilaða bíla á viðgerðarstað. Farartækið er  í grunninn Honda Goldwing mótorhjól. Aftan á hjólið hefur verið smíðað samanfellanlegt mannvirki úr áli sem, þegar greitt er úr því, myndar þriggja hjóla „búkka“ sem rennt er undir framhjól bílsins sem á að draga. Þetta skýrist ágætlega á meðfylgjandi myndum.


Hveru mikil alvara mönnum er með þessari smíð er okkur ekki kunnugt um en á heimasíðu fyrirtækisins má ráða að allmörg svona Retriever-hjól, eins og tækið kallast, hafa verið byggð og virðast vera í notkun. Meginhugsunin með þessu er sjálfsagt sú að oft er hægt að skjótast á mótorhjóli þar sem bílar eiga erfiðara með að komast, ekki síst stórir dráttarbílar.
Norska bílablaðið BilNorge greinir frá þessu og getur þess í leiðinni að ekki sé vitað hvort bílabjörgunarfyrirtæki í Noregi, eins og t.d. Falck eða Viking, hafi sýnt farartækinu áhuga. 

Nafnið Retriever á þessu farartæki hefur greinilega tilvísun til þekktrar hundategundar; Golden retriever sem þykja afar tryggir eigendum sínum og hjálpsamir. Þeir er talsvert notaðir sem hjálparhundar við t.d. fuglaveiðar og eru duglegir við að sækja bráðina þegar veiðimaðurinn er búinn að skjóta hana niður.
24.9.2010

5.8.20

Rafmagnsmótorhjól framtíðarinnar ?

 
 

Það er framúrstefnulegt rafmagnshjólið Newtron EV1 sem tveir franskir flugvélaverkfræðingar smíðuðu árið 2016. Hjólið var hins vegar ekki sýnt almenningi fyrr en 2019 og var þá ekki enn á hreinu hvort það fari í framleiðslu.



Fullkominn PMAC mótor sýnir okkur magnaðar tölur. Torkið er 240Nm og hröðunin úr 0-100km/klst er 3 sekúndur og hámarkshraðinn (með takmarkara)  er 220km á klst.
 
En á heima síðu Neweon Motors er hægt að forpanta EV1 hjólið með því að greiða inn á hjólið 2000 evru innborgun og þú verður einn af fyrstu til að eignast 2021 rafmangshjól frá þeim.

The Newron EV-1 er fáanlegt í ýmsum útfærslum en lokaverð á gripnum verður uþb. 60000 Evrur. eftir því hvaða aukabúnað og uppsetningu þú tekur með því.

Öflug Rafhlaðan býður upp á 220km drægni innanbæjar en 300 km utanbæjar.
Varðandi að hlaða rafhlöðuna þá lofa þeir að 80% hleðsla náist á 40 mínutum. á viðeigandi  hraðhleðslustöð.
Svo er bara að sjá hvort einver bíti á með 9 millur í vasanum :)



Fotos Newron Motors. Link to website.
 https://www.newronmotors.com/index.html


Þægilegustu og traustustu bifhjólin

Ekki fer sam­an end­ing­ar­traust og akst­urs­ánægja þegar mótor­hjól eru ann­ars veg­ar.
Þægi­leg­ustu mótor­hjól­in eru þau banda­rísku en þau traust­ustu japönsk. Þetta er niðurstaða banda­ríska neyt­enda­rits­ins Consu­mer Reports. 
Tíma­ritið þykir afar áhrifa­mikið hvað varðar neyslu­venj­ur í Banda­ríkj­un­um en það hóf í fyrra að mæla ánægju fólks með hinar ýmsu teg­und­ir mótor­hjóla.
Á grund­velli rúm­lega 12.300 skýrsla frá neyt­end­um og annarra upp­lýs­inga­gagna hef­ur það dregið upp lista sinn.
Niðurstaðan er að bestu kaup­in liggja í japönsk­um mótor­hjól­um fyr­ir neyt­end­ur sem leggja mikið og mest upp úr áreiðan­leika og end­ing­ar­trausti.  Í efsta sæti er Yamaha og í næstu sæt­um Suzuki, Kawasaki og Honda.
Victory og Harley-Dav­idson eru á miðjum lista í þessu efni og evr­ópsku mótor­hjól­in frá  Triumph, Ducati og BMW eru í botnsæt­um hans. Í allra neðsta sæti hafnaði Can-Am Spyder frá Bomb­ar­dier frí­stunda­tækja­smiðjunni.

Þrátt fyr­ir góða end­ingu bila öll hjól en minnst­ur er viðgerðar­kostnaður eig­enda Kawazaki­ hjóla, eða 269 doll­ara. Til sam­an­b­urðar þarf eig­andi BMW að punga út 455 doll­ur­um í viðgerðir á ári.
Þótt japönsk hjól séu bil­l­eg­ust í rekstri þá eru þau ekki hin dáðustu af hálfu knapa þeirra. Í þeim efn­um eru yf­ir­burðir banda­rísku hjól­anna al­ger­ir, seg­ir Consu­mer Reports.

Mest unna eig­end­ur Victory hjóla fák­um sín­um, en 80% þeirra sögðust myndu kaupa sér annað af þeirri teg­und við end­ur­nýj­un hjóla­kosts­ins.Í öðru sæti er Harley Dav­idson og þriðji mesti gleðigjaf­inn meðal mótor­hjóla er Honda.
https://www.mbl.is/ 2015