22.11.20

Ný hjól 2021

2021 er skammt undan og því fylgja að sjálfsögðu ný mótorhjól.
Hér er að líta á nokkur þeirra sem eru á boðstólnum.


BMW S 1000 R

2021 BMW S 1000 R 

 
Í fyrra fékk raceútgáfan af BMW S1000RR
mikla uppfærslu en í ár verður það nakta útgáfan sem fær hressingu frá hönnuðunum og er þetta flotta hjól útkoman.
5 kg léttara en það var og 165 hestöfl, með aflkúrfuna talsvert neðar en raceútgáfan. Það vantar allavega ekki aflið. nánar...

Honda CB1000R

Honda CB1000R

Honda Breytti sínu hjóli líka talsvert,
ný subframe og aðrar útlitsbreytingar eins og á framljósi og hlífar voru gerðar minni,
143 hestöfl ættu alveg að vera nóg en Honda hefir ekki verið í neinu hestaflastríði við aðra framleiðendur heldur vilja gera notendavæn mótorhjól með samt fullt af afli. nánar..


Yamaha MT-09

Yamaha MT-09

Hér ber að líta 3 cylindar 890 Rúmsentimetra jól frá Yamaha.
Frá fyrri árgerð þá er búið að stækka mótorinn um 43cc og mótorhúsið stækkað með tilheyrandi breytingum á insvolsi mótors.
Hraðskiptir sem hjálpar við snöggar gírskiptingar hefur m.a. verið bætt við en hjólið og margar aðrar breytingar voru gerðar á þessu hjóli sem má sjá,,,
meira .....



Langen 
  LANGEN 
TWO STROKE FIRST LOOK: STREET-LEGAL V-TWIN!

Hér ber að líta tvígengishjól frá Langen.
mótorinn er V2 tvígengis og er ekki nema 250cc með beinni inspítingu
Ekki láta fá kúbik samt blekkja því aflið er samt 75 hestöfl og virkilega öðruvísi cafe racer hér á ferðinni ef þú vilt vera öðruvísi.
Hægt er að forpanta þessa græju en verðmiðinn er ekki nema 28000 pund,,, sem reiknast sem góðar fimm miljónir íslenskar,,, og þá áttu eftir að koma því til íslands. og það kostar sitt ,, svo ef þig vantar að losa þig við fullt af pening og vera töff , þá skalltu panta þér eitt svona . meira.....

Benelli Leoncino

Benelli Leoncino

B
enelly heldur upp á 100 ára afmælið sitt og hér er eitt af hjólunum sem þeir bjóða upp á.
Mótorinn á þessum caffiracer er 500cc 47 hestöfl.
Annað krúttlegt hjól sem er örugglega fínt í snattið í borginni. Verðmiðinn er 6199 $ sem losar líklega vel yfir miljón hér á landi.  meira....


(Við látum þig vita ef eitthvað er um að vera hjá klúbbunum.)