17.11.20

Rafmagnsreiðhjól frá Harley-Davidson

Harley-Davidson hefur kynnt til sögunnar rafmagnsreiðhjól undir merki Serial 1, sem er fyrirtæki innan Harley-Davidson Company. Hjólið ber samt merki HarleyDavidson á afturgafflinum og ber þess merki að sækja hönnun sína til fyrsta Harley-Davidson mótorhjólsins sem kom fram á sjónarsviðið árið 1903.

Fyrsta mótorhjól Harley-Davidson var einfaldlega kallað Serial one innan fyrirtækisins, sem var bara lítill skúr á þessum tíma, svo að nafnið á rafhjólamerkinu er sterk tilvísun líka.
 Nú, 117 árum síðar, kynna lykilstarfsmenn innan Harley-Davidson þetta rafhjól sem byggt var á síðustu vikum, sem einstakt eintak. Það virðist þó vera byggt á grunni frumgerða rafmagnsreiðhjóla sem Harley-Davidson hefur verið að þróa og sýnd voru á EICMA sýningunni árið 2019. Það sem er sérstakt við nýja hjólið er hversu mikið af útliti sínu það sækir í fyrsta mótorhjólið. Dekkin eru hvít eins og á 1903 mótorhjólinu og hnakkurinn er gamaldags gormahnakkur klæddur brúnu leðri. Loks er drifið á hjólinu brún reim í stað keðju, sem eitt og sér er sterk tilvísun í gamla hjólið sem dreif afturdekkið með brúnni leðurreim. Loks er mótorinn sjálfur í grindinni, í stað miðju afturfelgunnar eins og vinsælt er í rafhjólum. 
Hvort að þetta fallega rafhjól nái í sýningarsali Harley Davidson er ekki sagt í tilkynningu frá Serial 1, en vorið 2021

Njáll Gunnlaugsson
6. nóvember 2020
 https://www.frettabladid.is/