Það er framúrstefnulegt rafmagnshjólið Newtron EV1 sem tveir franskir flugvélaverkfræðingar smíðuðu árið 2016. Hjólið var hins vegar ekki sýnt almenningi fyrr en 2019 og var þá ekki enn á hreinu hvort það fari í framleiðslu.
Fullkominn PMAC mótor sýnir okkur magnaðar tölur. Torkið er 240Nm og hröðunin úr 0-100km/klst er 3 sekúndur og hámarkshraðinn (með takmarkara) er 220km á klst.
En á heima síðu Neweon Motors er hægt að forpanta EV1 hjólið með því að greiða inn á hjólið 2000 evru innborgun og þú verður einn af fyrstu til að eignast 2021 rafmangshjól frá þeim.
The Newron EV-1 er fáanlegt í ýmsum útfærslum en lokaverð á gripnum verður uþb. 60000 Evrur. eftir því hvaða aukabúnað og uppsetningu þú tekur með því.
Öflug Rafhlaðan býður upp á 220km drægni innanbæjar en 300 km utanbæjar.
Varðandi að hlaða rafhlöðuna þá lofa þeir að 80% hleðsla náist á 40 mínutum. á viðeigandi hraðhleðslustöð.
Svo er bara að sjá hvort einver bíti á með 9 millur í vasanum :)
Fotos Newron Motors. Link to website.
https://www.newronmotors.com/index.html