5.8.20

Þægilegustu og traustustu bifhjólin

Ekki fer sam­an end­ing­ar­traust og akst­urs­ánægja þegar mótor­hjól eru ann­ars veg­ar.
Þægi­leg­ustu mótor­hjól­in eru þau banda­rísku en þau traust­ustu japönsk. Þetta er niðurstaða banda­ríska neyt­enda­rits­ins Consu­mer Reports. 
Tíma­ritið þykir afar áhrifa­mikið hvað varðar neyslu­venj­ur í Banda­ríkj­un­um en það hóf í fyrra að mæla ánægju fólks með hinar ýmsu teg­und­ir mótor­hjóla.
Á grund­velli rúm­lega 12.300 skýrsla frá neyt­end­um og annarra upp­lýs­inga­gagna hef­ur það dregið upp lista sinn.
Niðurstaðan er að bestu kaup­in liggja í japönsk­um mótor­hjól­um fyr­ir neyt­end­ur sem leggja mikið og mest upp úr áreiðan­leika og end­ing­ar­trausti.  Í efsta sæti er Yamaha og í næstu sæt­um Suzuki, Kawasaki og Honda.
Victory og Harley-Dav­idson eru á miðjum lista í þessu efni og evr­ópsku mótor­hjól­in frá  Triumph, Ducati og BMW eru í botnsæt­um hans. Í allra neðsta sæti hafnaði Can-Am Spyder frá Bomb­ar­dier frí­stunda­tækja­smiðjunni.

Þrátt fyr­ir góða end­ingu bila öll hjól en minnst­ur er viðgerðar­kostnaður eig­enda Kawazaki­ hjóla, eða 269 doll­ara. Til sam­an­b­urðar þarf eig­andi BMW að punga út 455 doll­ur­um í viðgerðir á ári.
Þótt japönsk hjól séu bil­l­eg­ust í rekstri þá eru þau ekki hin dáðustu af hálfu knapa þeirra. Í þeim efn­um eru yf­ir­burðir banda­rísku hjól­anna al­ger­ir, seg­ir Consu­mer Reports.

Mest unna eig­end­ur Victory hjóla fák­um sín­um, en 80% þeirra sögðust myndu kaupa sér annað af þeirri teg­und við end­ur­nýj­un hjóla­kosts­ins.Í öðru sæti er Harley Dav­idson og þriðji mesti gleðigjaf­inn meðal mótor­hjóla er Honda.
https://www.mbl.is/ 2015