29.8.20

Bosshoss Hvað er nú það?

Eyjólfur Trukkur er eini Íslendingurinn sem ekur um á Boss Hoss
Fyrir rúmlega 30 árum var Bandaríkjamaðurinn Monte Warne að svipast um eftir öflugasta mótorhjólinu á svæðinu og þegar hann fann ekkert sem honum þótti nógu gott ákvað hann að rífa V8 vélina úr Lettanum sínum og smíða mótorhjólagrind utan um hana.
  Þarna var kominn fyrsta Boss Hoss hjólið.

Eftir smíðina ók Monte Warne til Daytona Florida á mótorhjólahátíðina Bike-Week á Boss Hossinum  og vakti það gríðalega athygli.


Boss Hoss  Chevy Trike
Bæði var hjólið risastórt og gríðalega öflugt.   
Monte sá það að hann yrði greinilega að smíða fleiri hjól.

Nú rúmlega 30 árum síðar er komin verkmiðja sem smíðar þessi hjól í Dyersburg , Tennessee  og vélarnar eru allar að sjálfsögðu Chevrolet.

Hjólin eru með sjálfskiptingum (semi automatic) og eru vélarnar allt frá því að vera 350 Ci  5,7 lítra upp í  502 Ci  8,2 lítra vélar sem skila mörg hundruð hestöflum og jafnvel meira en 1000 hestöfl með tjúningum, sem gerir þessi hjól þau öflugustu í heimi.
Boss hoss hjólin eru líka þekkt fyrir að vera þægileg vegna þess að þau víbra ekki mikið.


Um miðjan 10 áratuginn seldu Boss Hoss um 300 hjól á ári , en 2006 var salan komin í 4000 hjól á ári..

2012 fór Boss Hoss svo að framleiða þríhjól og sem kom með 4L70 Overdrive sjálfskiptingu og bakkgír og loftfjöðrun.


Hosshoss Chevy Trike
Seinna kom svo Boss Hoss Supersport sem er alveg ný hönnun , með lægra sæti, styttra á milli hjóla og meiri fjöðrun.
Var þessi týpa ætluð til að draga að enn stærri aðdáendahóp að hjólum sem munu koma til með að heilla mótorhausa um alla framtíð.

Þess má geta að þessi mótorhjól eru ekki ódýr, 10 + milljónir er eitthvað nálægt því sem þú ættir að hafa í veskinu áður en þú ferð í innkaupaleiðangur......
og 15- 20 þúsund dollararar eru raunhæfar tölur fyrir 15 til 20 ára gömul Boss Hoss á Ebay. og þá á eftir að koma þeim heim... og þá er hægt að margfalda með 2.






Boss Hoss Super










And just in time for our federal anniversary year 2015,
one of these truly imposing warhorses appeared in Brunnen on the beautiful Lake Lucerne.