30.9.20

Skriðþungi (eðlisfræði fyrir hjólafólk )

Hraðskreiðasta mótorhjól í heimi er býsna
ólíkt þeim sem sjást á götum Íslands.

Hversu hratt þarf mótorhjól að fara til að hafa sama skriðþunga og fólksbíll á 90 km hraða, ef bíllinn er 1200 kg og hjólið 200 kg?

Skriðþungi (e. momentum) hlutar er margfeldi af massa hans og hraða og lýsir hreyfingu hans. Skriðþunginn, p, er reiknaður með jöfnunni

þar sem m er massi hlutarins og v hraði hans. SI-mælieining skriðþunga er þess vegna kgm/s.
Við getum notað þessa jöfnu til að reikna út skriðþungann í dæminu sem er gefið í spurningunni. Táknum skriðþungann með p, hraða bílsins með vb, massa bílsins með mb, hraða hjólsins með vh og massa hjólsins með mh.
Massi bílsins er 1200 kg en til að geta sett hraða bílsins inn í jöfnuna þurfum við að finna út hvað 90 km/klst. eru margir metrar á sekúndu. Í einni klukkustund eru 3.600 sekúndur og í einum kílómetra eru 1.000 metrar svo við fáum:


Hraði hjólsins þarf því að ná 540 km/klst. til þess að hjólið hafi sama skriðþunga og bíllinn sem er á 90 km/klst. Ólíklegt er þó að nokkur myndi keyra á svona miklum hraða á mótorhjóli á Íslandi en heimsmet í hraða á mótorhjóli, sem sett var árið 2010, er 606 kílómetrar á klukkustund!

HÖFUNDAR

fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Sólrún Halla Einarsdóttir

háskólanemi og starfsmaður Vísindavefsins

ÚTGÁFUDAGUR

19.7.2012


Heimild:
Motorcycle land-speed record - Wikipedia, the free encyclopedia. (Skoðað 1.6.2012).

Mynd:
Fastest Motorcycles: the 10 Fastest Motorcycles in History. (Sótt 1.6.2012).

https://www.visindavefur.is/svar.php?id=28130