30.9.20

Skriðþungi (eðlisfræði fyrir hjólafólk )

Hraðskreiðasta mótorhjól í heimi er býsna
ólíkt þeim sem sjást á götum Íslands.

Hversu hratt þarf mótorhjól að fara til að hafa sama skriðþunga og fólksbíll á 90 km hraða, ef bíllinn er 1200 kg og hjólið 200 kg?

Skriðþungi (e. momentum) hlutar er margfeldi af massa hans og hraða og lýsir hreyfingu hans. Skriðþunginn, p, er reiknaður með jöfnunni

þar sem m er massi hlutarins og v hraði hans. SI-mælieining skriðþunga er þess vegna kgm/s.

26.9.20

Góð ráð áður hjólið fer í vetrargeymsluna.


 Nú er sá tími að við förum að ganga frá Mótorhjólunum okkar og geyma þau fram á næsta vor.

Þá er gott að hafa þessi ráð í huga til sem best fari um hjólið í geymslunni.


1. Hafðu hjólið í skjóli fyrir sólargeislum.  

2. Hafðu hjólið á þurrum og loftræstum stað.  

3. Gott þykir að vera búinn að setja nýja smurolíu og fullan tank af nýju bensíni ( fullur Tankur ryðgar síður að innan en hálfur eða tómur) .  Einnig skal smyrja drifkeðjuna (ef hún er).

4 Á blöndungshjólum er gott að tappa undan blöndungum.  

5. Aftengdu rafgeymi og settu hann í hleðslu í minnsta lagi tvisvar yfir veturinn , en betra ef það er oftar.

6. Þrífa og bóna hjólið áður en hjólið fer í geymslu,,,   ( ryðvörn)

7.Smyrja í alla barka eins og bensínbarka ,innsogsbarka og hraðamælisbarka ef við á, þá er búið að koma í veg fyrir að þeir festist yfir vetrarstöðurnar.

8. Setjið réttan loftþrýsing í dekkin ,,, kannski aðeins meira... því það sígur úr dekkjunum yfir veturinn.
og eftir geymslu á það að vera eitt að fyrstu verkum , að laga loftþrýsinginn áður en farið er að hjóla.

9. Að lokum er gott að breiða yfirbreiðslu yfir hjólð svo það rykfalli ekki eða fái á sig eitthvað óviðkomandi úr geymslunni.

10. Þegar þessu er öllu lokið,    Er ekki best að sinna aðeins gallanum... þrífa hjálminn að innan sem utan,, hann er örugglega svolítið skítugur að innan.  Bera á gallann, Leðurfeiti á leður , regnvörn á goritexgallan,  þrífa skónna og og bera á þá og spreyja táfýluspreyji í þá :)

Að Vori.Ef þú gerir allt þetta hér að ofan þá ættir þú nánast að vera klár fyrir vorið án þess að eiga í miklum vandræðum.

Maður að sjálfsögðu fer samt yfir hjólið, tékkar á bremsuvökvanum, kúpningsvökvanum , mælir olíuna á vélinni, Tékka á loftþrýstingi í dekkjum , Tengir rafgeyminn og prufukeyrir svo varlega og stoppar og skoðar hvort ekki sé allt í lagi..

Góðar stundir.....

23.9.20

Vintergrip


Vetrardekk á Mótorhjól.

Sumir hjóla allt árið,  Sem er alveg gerlegt á Íslandi ef veturnir eru mildir eins og stundum gerist.

Til eru dekk undir mótorhjól sem eru hönnuð til vetraraksturs og heita þau Winter grip Plus og eru gerð undir flestar gerðir mótorhjóla.

Þýska tímaritið Motorad prufukeyrði svona dekk en Þýskaland beitir einmitt sektum á mótorhjólamenn á veturna, þ.e 60 evra sekt á þá sem aka ekki um á Mud and Snow rated dekkjum.

Settu þeir Anlas "Winter grip Plus" dekk undir Triumph Thruxton og prufukeyrðu dekkin við ískaldar aðstæður.
Dekkin eru með frekar grófu munstri og losa því vatn og
 krapa vel úr dekkjunum og gúmíð er sérstaklega hugsað fyrir
 kulda og bleytu aðstæður.


Að aka í 2 stiga frosti er ekki beint uppáhalds aðstæður mótorhjólamanna til að keyra, en þannig voru einmitt aðstæðurnar þegar tímaritið prófaði dekkin.
Dekkin stóðust væntingar þeirra og gætu alveg verið þokkalega góður valkostur fyrir þá sem vilja þráast við lengur hér á klakanum og hjóla allt árið. 

Dekkin eru einnig fáanaleg undir Vespur eða scooters  og heita þau dekk Winter Grip 2 Niðurstaðan varð allavega sú að þetta er mun betra en sumardekkin og minnkar stress aksturinn til muna því dekkin bæta öryggi til vetraraksturs.

Dekkjaframboð Anlas


19.9.20

Einhentur og ætlar að keppa í hættulegasta mótorhjólakappakstri heims.

Chris Ganley er breskur mótorhjólamaður og fyrrum hermaður sem stefnir að því að keppa í Isl of Man TT kappakstrinum. 


 Það þykir kannski ekki merkilegt eitt og sér,,,,  En það vantar á hann handlegginn,,,,,  og ætlar hann að keppa á mótorhjóli þar sem það er talsverður kostur að vera með báðar hendur á stýri. 
   Chris missti hendina rétt neðan við olboga í mótorhjólaslysi 2014 er hann keyrði á ljósastaur og endaði svo á múrvegg og var nálægt því að missa hina hendina líka. Einnig blæddi inn á heila ,féll saman lunga og hryggbrotnaði.

Ákveðinn í að keppa í TT keppninni.

TT keppnin eins og hún er oft kölluð er haldin á Eyjunni Mön milli Englands og Írlands og hefur keppnin verið haldin nánast árlega síðan 1907 að undanskyldum heimstríðöldum og nú Covid-19.
Keppnin er líklega sú hættulegasta í mótorsportinu enda ekin á þjóðvegum og í bæjum eyjarinnar og hafa 255 manns látið lífið í keppninni.


Chris ætlar að aka á breyttu R1 Yamaha sem er 1000cc og næstum 200 hestafla mótorhjóli, og mun þetta vera mikil áhætta en það er áhætta sem hann er viljugur að taka.

"Er ég slasaðis átti ég erfitt með að sætta mig við stöðuna sem ég var kominn í. Var sokkinn í djúpt þunglyndi og það að stefna á að keppa í TT hefur gefið mér tilgang og lífsvilja til að halda áfram."

"I didn't think I would be able to ride a motorcycle again - something I loved doing was denied to me."  


Chris Ganley
Ég hélt um tíma að ég myndi aldrei aka mótorhjóli framar , en eftir mikla endurhæfingu og erfiði þá gafst ég ekki upp og er byrjaður að hjóla á fullu og ná upp þreki til að keppa.

Hvernig fer hann að því að aka einhentur ?


"Ég stjórna hjólinu alveg með annari hendi á hjálpar tækja, þ.e. ég nota ekki gerfi hendi meðan ég keyri það myndi trufla stjórnhæfnina. Ég keyri mig bara undir kúpuna og ýti eða toga í stýrið til að breyta stefnunni.  En ég get ekki hallað mér út af hjólinu eins og þeir sem hafa báðar hendur.


Til að fá keppnisleyfi í TT

Þú þarft að sanna þig og til þess fá keppnisleyfi þ.e  nokkur keppnisleyfi og til þess að fá þau þarftu að keppa í hinum ýmsu keppnum og er það talsvert langur ferill að fá þau leyfi, og þegar leyfið er komið þá þarftu að sanna fyrir TT keppnishöldurunum að þú náir að keyra nógu hratt til að fá leyfi til að koma í úrtak hjá þeim.

Ég er núna kominn með hluta af leppnisleyfunum en ég vona að ég verði búinn að ná öllum í tíma og alþjóðlegt Roadrace keppnisleyfi í tíma.17.9.20

Vélhjólasýning á Akureyri!

 Vélhjólasýning á Akureyri!

Tían Vélhjólaklúbbur Norðuramts Stendur fyrir sýningu í Toyotahúsinu við Baldursnes þann 16.júlí næstkomandi.


Sýningin er haldin til minningar um Heiðar Jóhannsson og er til styrktar Vélhjólasafni á Akureyri sem var hugmynd og draumur Heiðars

Á sýningunni verða vel á annað hundrað hjól af öllum mögulegum gerðum og eiga öll það sameiginlegt að vera með tvö hjól, nema þau sem eru með þrjú hjól.

Sýningin verður opin frá 10-19 og aðgangseyrir er litlar 1000kr fyrir þá sem hafa náð 15 ára aldri en frít fyrir þá sem ekki hafa náð þeim áfanga. Einnig eru frjals framlög alltaf vel þegin.

Á sýningunni munu hugsanlega koma fram landsfrægir skemmtikraftar en allavega koma fram einhverjir skemmtikraftar. Ýmsar aðrar uppákomur verða í boði, en ekki er vitað á þessari stundu hverjar þ´r verða og verjast forsvarsmenn allra frétta.


Dorrit komin á hjól 

Eftir skíðaófarir miklar hefur Dorrit vinkona okkar komist að þeirri niðurstöðu að að öruggara sé bara að vera á hjóli. Við ókum henni til hamingjumeð hjólið 

Tían 16.7.2007
13.9.20

Hafa ekki tölu á beinunum sem brotnuðu


„Ég vaknaði bara tíu dögum seinna,“ segir Einar Björg­vin Ol­geirs­son, 36 ára fjöl­skyldu­faðir, sem lenti í al­var­legu vél­hjóla­slysi þegar hann var á leið til vinnu þann 30. júlí síðast­liðinn. Eftir að hafa verið haldið sofandi í öndunar­vél hefur bati Einars verið lygi­legur. Hann og eigin­kona hans eiga von á sínu öðru barni þann 1. desember og horfa þau nú fram á nýjar á­skoranir.


Það er í raun ó­trú­legt að ég sé sitjandi hérna og hafi labbað hingað fram til að opna fyrir þér,“ segir Einar Björg­vin Ol­geirs­son, 36 ára fjöl­skyldu­faðir sem bú­settur er í Selja­hverfi.

Einar Björg­vin slasaðist al­var­lega í mótor­hjóla­slysi að morgni 30. júlí þegar bif­reið var ekið í veg fyrir hann á gatna­mótum Stór­höfða og Breið­höfða. Einar starfar hjá Nes­dekk og var hann á leið í vinnuna þennan morgun.

Lítið var fjallað um slysið í fjöl­miðlum þennan dag. Vísir greindi frá því að öku­maður mótor­hjóls hefði verið fluttur á slysa­deild eftir á­rekstur við sendi­ferða­bíl en ekki lægju fyrir upp­lýsingar um meiðsl.

Um­ræddur öku­maður er Einar og var honum haldið sofandi í öndunar­vél í tíu daga eftir slysið. Milli 15 og 20 bein brotnuðu eða brákuðust, þar á meðal höfuð­kúpan, þrír hryggjar­liðir, nokkur rif­bein, við­beinið og öxlin vinstra megin. „Þeir hafa í raun ekki ná­kvæma tölu á beinunum sem brotnuðu,“ segir hann.

Bati Einars hefur verið lyginni líkastur en hann er með­vitaður um að langt bata­ferli sé fram undan. Einar er kvæntur Krist­björgu Vig­lín Víkings­dóttur og eiga þau saman dótturina Vig­lín Eir sem verður sex ára í októ­ber. Þá er Krist­björg ó­létt af þeirra öðru barni, stúlku sem er væntan­leg í heiminn þann 1. desember næst­komandi. Einar og Krist­björg tóku á móti blaða­manni á heimili sínu í Selja­hverfi í vikunni.


Vaknaði 10 dögum síðar

„Ég man ekkert eftir þessum degi. Ég vaknaði bara tíu dögum seinna,“ segir Einar sem var haldið sofandi til að ná niður bólgum í kringum mænuna. Þó Einar sé ekki lamaður eftir slysið varð hann fyrir mænu­skaða. Þá klemmdust taugar sem gerir það að verkum að hann getur ekki notað vinstri höndina. „Þetta er bara drasl sem hangir hérna,“ segir Einar brosandi og bendir á fingur vinstri handar. „Ég hef hreyfi­getu í öxl en ekkert fyrir neðan.“

Ó­víst er hvort þessi skaði gangi til baka en mögu­lega mun Einar gangast undir að­gerð á nýju ári. „Hún verður ekki fram­kvæmd fyrr en líkaminn er búinn að fá mögu­leika á að jafna sig,“ skýtur Krist­björg inn í. „Mér er sagt að ég verði aldrei 100% í lagi, en endur­hæfingin verður að fá að eiga sér stað áður en hægt er að leggja mat á það,“ segir hann.

Einar fer á hverjum degi á Grens­ás­deild, endur­hæfingar­deild Land­spítalans, þar sem hann gerir æfingar, fer til iðju­þjálfa og hittir sál­fræðing svo eitt­hvað sé nefnt. Fyrir slysið var dæmi­gerður vinnu­dagur Einars á skrif­stofu Nes­dekkja þar sem hann vann við heild­sölu á hjól­börðum. Í dag fer vinnu­dagurinn í raun fram á Grens­ás­deild þar sem aðrar og nýjar á­skoranir mæta honum.

Þrjóskur yfir meðal­lagi

Einar segir að sem betur fer sé hann sterkur and­lega og þá njóti hann góðs af því núna að vera yfir meðal­lagi þrjóskur. „Maður er ekkert mikið að hugsa um fram­tíðina eða þannig. Og í rauninni ekki heldur að lifa í núinu því það er vont,“ segir Einar sem segir að tauga­verkirnir í hand­leggnum séu á köflum slæmir. Hann kveðst þó vera bjart­sýnn á fram­haldið – annað sé ekki í boði. „Ég meina, ég er staðinn upp og farinn að ganga rúmum mánuði eftir þetta slys. Þetta er magnaður tími í endur­hæfingu miðað við hvernig þetta var.“ 

Til marks um það segist Krist­björg hafa vonast til þess að hann yrði kominn af spítala áður en seinni dóttir þeirra fæddist í desember. „Það var draumurinn,“ segir hún.Einar og Krist­björg segjast hafa fengið litlar upp­lýsingar um sjálft slysið, hvernig það ná­kvæm­lega bar að eða hver hinn öku­maðurinn var. „Ég hef ekki einu sinni fengið að sjá hjólið eftir þetta,“ segir Einar og Krist­björg bætir við að lög­regla hafi sagt þeim að vera ekki hissa þó rann­sóknin tæki upp undir ár. „Þetta er svaka­lega fljótt og skil­virkt kerfi eins og Ís­lendingar þekkja,“ segir Einar og glottir. Miðað við að­stæður á vett­vangi virðist öku­maður bílsins ekki hafa virt bið­skyldu eða hrein­lega ekki séð Einar.

Einar verður frá vinnu næstu mánuðina hið minnsta og þá er Krist­björg sjálf komin í leyfi til að vera eigin­manni sínum innan handar. „Svo fer ég í fæðingar­or­lof 1. desember og verð í eitt ár. Ég verð heppin ef ég fæ 100 þúsund krónur á mánuði út­borgaðar. Þetta er pakki,“ segir Krist­björg sem starfar í fé­lags­starfinu í Selja­hlíð. Þar sem Einar var á leið til vinnu þegar slysið varð á hann rétt á launum. „En það tapast yfir­vinna þannig að þetta er þokka­legt tekju­tap,“ segir hann.

Einar og Krist­björg eiga góða að­stand­endur sem hafa hvatt þá sem geta að leggja hjónunum lið. Stofnaður var styrkar­reikningur fyrir fjöl­skylduna og er hægt að sjá upp­lýsingar um hann neðst í þessu við­tali. „Ég vissi ekki að ég ætti svona marga vini,“ segir Einar og Krist­björg tekur undir það. „Maður hefur fengið stuðning frá fjöl­skyldu, vinum, kunningjum og jafn­vel ó­kunnugum. Fólki sem maður átti kannski í við­skiptum við fyrir löngu síðan,“ segir hann.

Setti upp gervi­bros og brunaði á Slysó

Einar segir að slysið muni ef­laust breyta við­horfi hans til lífsins. „Að sjálf­sögðu. Ég er svona hálf­gerður vinnu­alki – alla­vega verka­alki. Núna er ég orðinn ein­hentur og það er ekki raun­hæft að hugsa um fram­tíðina eins og hún var. Maður gerir bara það besta úr henni sem maður getur. Það er spurning hvaða mögu­leikar verða í fram­tíðinni. Kannski þarf maður að búa til aðra mögu­leika.“

Krist­björg rifjar upp að morguninn sem Einar lenti í slysinu hafi hún verið að skutla Vig­lín á hesta­nám­skeið. „Ég þurfti bara að setja upp gervi­bros, kyssa hana bless og bruna beint niður á Slysó,“ segir hún en þegar þangað var komið var búið að svæfa Einar. Tíminn þegar hann var í öndunar­vél var erfiður, bæði fyrir Krist­björgu og Vig­lín. „Maður segir ekki við fimm ára barn að pabbi þess sé í öndunar­vél, það er bara á­vísun á mar­traðir. Ég gat ekki heldur tekið myndir þar sem hann var með slöngur út um allt,“ segir Krist­björg en Vig­lín litla var heima með pabbi hennar var á gjör­gæslu.

„Þetta er ekki fal­legur staður fyrir lítil augu,“ segir Einar og á þar við gjör­gæslu­deildina. Hann bætir við að dóttir hans passi vel upp á pabba sinn. „Hún er mjög sterk með okkur. Hún sefur bók­staf­lega á hliðinni á mér núna á næturnar, hún passar vel upp á pabba sinn og sér til þess að hann fari ekki neitt.“ Einar segir að hann þurfi að halda á­fram að sinna föður­hlut­verkinu þó það sé vissu­lega að­eins erfiðara núna. „Það er erfitt þegar maður er emjandi af verkjum að innan en þarf að vera með brosið til að henni líði ekki illa.“

Margir mótor­hjóla­menn illa búnir

Einar segist vera þakk­látur fyrir það hafa verið í góðum hlífðar­fatnaði þennan morgun. Hann segir allt of al­gengt að vél­hjóla­menn séu illa búnir á hjólum – og ekki síst börnin sem þeysast um göturnar á raf­knúnum vespum og hlaupa­hjólum.


„Maður er að horfa á unga krakka á þessum tækjum. Þau þurfa ekki annað en að fara yfir gang­braut þar sem út­sýni er tak­markað til að bíll aki á þau. Þá getur voðinn verið vís, þau dottið illa með hálsinn eða höfuðið á gang­stéttar­kantinn og hrein­lega lamast,“ segir Einar og bætir við allt of mörg dæmi séu um öku­menn sem eru ekki með hjálm eða í full­nægjandi öryggis­búnaði.

„Það kostar að vera á svona tækjum og ef fólk getur ekki bjargað sér með búnað til að vera á svona tækjum þá á það frekar að sleppa því,“ segir Einar sem vill sér­stak­lega hvetja þá sem eru full­orðnir og eru á kraft­miklum hjólum. „Ég hef sé menn sem eru hanska­lausir, á galla­buxum eða jogging­buxum og á Con­ver­se-skóm,“ segir Krist­björg.

Einar segir að sam­tök eins og Sniglarnir viti vel hvað þau eru að segja og það sé um að gera að hlusta. „Þetta er fólk sem veit hvað það er að segja. Sumir hafa lent í slysum,“ segir Einar og bætir við að það séu bara tvær týpur af vél­hjóla­mönnum til; þeir sem eru búnir að detta og þeir sem eiga eftir að detta. Einar lenti í öðru slysi fyrir nokkrum árum en þó ekki eins al­var­legu og þessu. Í því slysi ökkla­brotnaði hann.

„Læknirinn sagði að eina á­stæðan fyrir því að það þurfti ekki að negla hann allan saman var að hann var í al­menni­legum skóm,“ segir Krist­björg. Slysið varð með þeim hætti að bif­reið fyrir framan Einar hemlaði snögg­lega. Þetta var um vor þegar ekki var búið að sópa götur.

„Ég rann með 200 kíló ofan á fætinum og það var eins og ein­hver hefði tekið slípi­rokk á hjálminn. Ef ég hefði verið með opinn hjálm þá væri ég ekki með and­lit í dag. Þessi hlífðar­fatnaður og búnaður er alveg gríðar­lega mikil­vægur,“ segir hann.

Allt í lagi að eiga erfiða daga

Einar er með­vitaður um að næstu mánuðir verði strembnir en það kemur ekki til greina að gefast upp. „Það er allt í lagi að eiga erfiða daga, svo rífur maður sig bara upp úr því. Við gerum bara eins gott úr þessu og við getum og lærum að horfa á lífið frá því sjónar­horni sem maður er hverju sinni. Maður heldur bara á­fram.“

Þeir sem vilja leggja fjöl­skyldunni lið geta gert það með eftir­farandi upp­lýsingum:

Reiknings­númer: 0325-13-000334

Kenni­tala: 140490-3269


Fréttablaðið

12.9.20

Má beita skepnum í vegkanta? NEI ÞAÐ ER EKKI LEYFILEGT !


  Í sumar var undirritaður í hóp með tíu öðrum í skemmtiferð á mótorhjóli um sveit á Vesturlandi þar sem sá sem kunnugastur var leiddi hópinn, stoppaði reglulega og sagði sögur. Það vakti athygli mína að á einum stað var skilti sem varaði við gangandi umferð, en að sögn fararstjóra fór þessi bær í eyði fyrir mörgum árum, en á öðrum stað voru útihús og íbúðarhús beggja vegna við veg og ekkert skilti sem varaði við að þar væri mögulega fólk á ferð, en þar lá hundur í leyni og stökk fram í átt að okkur og gelti.


Akstur okkar var í alla staði til fyrirmyndar (vorum að njóta en ekki þjóta), en þrátt fyrir lítinn hraða og einstaklega lágvær mótorhjól fældust tvö hross mótorhjólin við þennan bæ sem hundurinn hrekkjótti var á. Ástæðan var einföld, hestunum var beitt í vegkantinn og einn lítill rafmagnsstrengur átti að halda þeim frá veginum. Annað hrossið fældist og byrjaði að hlaupa og samkvæmt eðli hesta hljóp hitt hrossið líka stefnulaust í gegnum girðingu, yfir grindahlið og hvarf sjónum okkar (sennilega bæði skelfingu lostin yfir þessum 11 mótormerum sem þau höfðu sennilega aldrei áður séð).

Ekki gera allir sér grein fyrir hættunni að beita hestum í vegkanta

 Þann 12. júlí 2012 var grein í Lesendabás Bændablaðsins eftir undirritaðan sem bar fyrirsögnina „Hestar í vegköntum“. Þessi grein var forsmekkur af forvarnapistlum þeim sem undirritaður hefur haft umsjón með hér í blaðinu síðan 2013. Í áðurnefndri grein er vitnað til Ólafs Dýrmundssonar (fyrrverandi landnýtingarráðunautar) um að engar skepnur eigi að vera lausar á því auða svæði sem girðir af vegi, en að sama skapi telji hann að Vegagerðin eigi að sjá um að slá gras á þessu afgirta svæði. Ástæða vegkantabeitar er hjá sumum til að losna við hátt gras í vegkanti.

Lagalega hliðin og hlutverk lögreglu 

Í áðurnefndri grein var leitað álits lögfræðings Bændasamtakanna, Elíasar Blöndal Guðjónssonar, en hann vildi beina þeim tilmælum til bænda að athuga tryggingarstöðu sína vegna skaðabótaskyldu sem gæti hlotist af vegkantabeit. Einnig athugaði ég hvort lögreglan væri upplýst um að þetta mætti ekki og hafði samband við tvo lögreglumenn sem báðir hafa starfað í fleiri en einu umdæmi. Annar þeirra hafði vegna vinnu sinnar komið að svona kvörtun þar sem hestum var beitt í vegkant. Hann kynnti sér lög og reglur um skepnur við vegi og eftir þann lestur var hans skilningur að hestar yrðu að vera a.m.k. 15 metra frá vegi og í framhaldi lét hann viðkomandi færa girðingu samkvæmt því. Hinn lögreglumaðurinn hafði ekki komið að neinu svona máli og vildi sem minnst tjá sig um þetta mál.

Var lögreglan óafvitandi að láta hafa sig af fíflum? 

Þegar við félagarnir 11 komum út af fáförnum sveitaveginum inn á malbikaðan aðalveginn beið okkar þar lögreglan. Við höfðum verið kærðir, allir skrifaðir niður, nafn, kennitala, ökuskírteinisnúmer. Ég gat ekki annað en brosað, af hverju er lögreglan að láta hafa sig af fíflum, eyða tímanum í svona fíflaskap, eða vita þeir ekki hverjar reglurnar eru? hugsaði ég. Daginn eftir var hringt og okkur tjáð að kæran væri látin niður falla. Það sem mér sárnar mest er að hvorki sá sem yfir hestunum réð né lögreglan væru með reglurnar á hreinu því að ef einhver okkar hefði slasast hefði umráðamaður hestanna verið skaðabótaskyldur í eigin persónu eða í gegnum tryggingarfélag sitt.

Bændablaðið 17.tbl.2020

Honda NR750

 

Ferðalag um Afríku

 

9.9.20

Greifatorfæran ,,,,, Ba. vantar sjálfboðaliða.

 

Ýmis tæki sem gagnast vel við smölun:

Göngur , smölun og réttir á næsta leiti.


Nú líður að fjársmölun og fannst mér þá tilvalið að prófa tæki og tól sem nýtast við smölun. Ökutækjaprófunarsíðan (Vélabásinn) og síðan um forvarnir (Öryggi-Heilsa-Umhverfi) sem hafa verið hér í blaðinu hlið við hlið eru sameinaðir að þessu sinni í umfjöllun sem tengja má fjársmölun.


Tvö „leik-vinnu-tæki“ frá Ellingsen

 Fyrir nokkru síðan fór ég í Ellingsen og fékk þar tvö tæki til að prófa og tók „dótadag“ með syni mínum. Úrvalið af fjórhjólum sem Ellingsen selur er mikið, en fyrir valinu varð CanAm Outlander XT-P 1000, árgerð 2020 sem kostar frá 3.290.000 kr. XT-P hjólið er flaggskipið í Outlander fjölskyldunni, öflugt 2ja manna áttatíu og tveggja hestafla fjórhjól sem var með miklum aukabúnaði sem sett hafði verið á hjólið fyrir viðskiptavin sem var búinn að kaupa hjólið og gaf mér leyfi til að prófa það í samráði við Ellingsen.

Gott að keyra jafnt á vegi og í torfærum 

Hjólið er með „traktorsskráningu“ og má því keyra á vegum, það nær léttilega þriggja stafa tölu í hraða og virðist ekkert vera svagt eða laust á vegi á miklum hraða. Á torfærum og grýttum vegslóðum er gott að keyra það, fjöðrun góð og 4x4-ViscoLok læsingin kemur vel út, sérstaklega þar sem mikið laust grjót er í slóðanum. Lyklarnir eru tveir af hjólinu, grár og svartur: Munurinn er í raun vinnulykill eða keyrslulykill, sá grái er hægari lykillinn, en meira tog og torfærur, en sá svarti meiri hraði.

Mikið úrval aukahluta fáanlegt á fjórhjólið 

Ef verið er að hugsa um að kaupa svona hjól og hugmyndin er að ferðast mikið og langt mæli ég eindregið með að setja handahlífar og hita í handföng bæði fyrir ökumann og farþega. Það kostar sitt, nálægt 80.000, en er fullkomlega peninganna virði. Stór farangurskassi (124 lítrar) aftan á farangursgrindina kostar aukalega 119.000, í staðinn fyrir vír í spilið nota margir tóg sem stundum er kallað „ofurtóg“, kemst lengra og meira inn á spiltromluna (kostar ekki mikið). Hjólið ber vel stærri dekk sem gefa meira flot og mýkt við torfæran akstur.

Sur-Ron LB-X götuskráð rafmagnshjól á 849.000 kr. 

  Sur-Ron er mun öflugri og kraftmeiri en hefðbundin rafmagnsfjallahjól, en helmingi léttari og nettari en hefðbundnir krossarar. Hjólið er með 6 KW, 200 N.m 6000+W rafmagnsmótor með Sport og Eco mode stillingum.60v/32AH Panasonic batterýin eru minni úrfærsla af sömu batteríum og Tesla notar. Hjólið er einungis 47 kg og nær það 75-80 km/klst og fer allt að 100 km á einni hleðslu.
    200 mm framgaffall og 210 mm afturdempari, 4 stimpla glussabremsur, 70/100 krossaradekk og 19 tommu krossarafelgur. Hjólið er með skellinöðruskráningu og þarf réttindi á létt bifhjól til að keyra það.

Rafmagnskrossari, eitthvert skemmtilegasta leiktæki sem ég hef prófað

 Fyrir rælni datt mér í hug að fá rafmagnshjól til að prófa þegar ég var að sækja fjórhjólið. Virkar smátt og ekki líklegt til að geta gert neitt, en raunin var önnur. Þetta „apparat“ er hrein snilld. Ég hef sjaldan skemmt mér svona vel á torfæruhjóli (þrátt fyrir að vera kominn á sjötugsaldur). Rafhlaðan dugir í góða tvo klukkutíma í torfærum. Mesti hraði sem ég náði á þessu hjóli var um 75 km á sport stillingunni, en þegar maður ætlar að nýta sem mest út úr rafhlöðunni er betra að taka sport stillinguna af. Ef maður er að fara á milli staða án sportstillingar, fer maður hægar yfir, en þá á maður meira rafmagn eftir til að leika sér.
Það sem kom mér mest á óvart er hvað hjólið þoldi af verulega ógeðslega grýttum slóðum og það hreinlega vakti furðu mína hvað mátti bjóða hjólinu miklar torfærur, þúfurakstur og stórgrýti. Þetta „tryllitæki“ hefði verið gott til brúks við að sækja beljurnar og smala heimatúnið í sveitinni þar sem ég ólst upp. Eftir um tveggja tíma leik og allt rafmagn búið var syni mínum mikið skemmt þegar ég fór úr brynjunni og hann sá að „gamli“ var vel sveittur á bakinu. Varð honum þá að orði: „Greinilega verið gaman hjá þér.“

 Nýr Garmin, auðveldur í notkun (jafnvel fyrir mig „tölvuheftan“ manninn) 

Fyrir rúmri viku kom nýtt á markað Garmin leiðsögutæki sem er sérhannað fyrir útivistarfólk. Þetta tæki kemur í þrem mismunandi útgáfum. Ég las umsögn frá vini mínum, Ásgeiri Erni Rúnarssyni, um Garmin Montana 700 i frá vini mínum sem var að hluta svohljóðandi:
 „Nýtt og betra GPS tæki frá Garmin fyrir okkur ævintýrafólk sem elskum að fara út á F-vegi.
Tækið er endurbætt útgáfa af Montana tækinu sem hefur verið mjög vinsælt hjá okkur ferðahjólurum. Þetta tæki kemur í þremur útgáfum, Montana 700, 700i og 750i .
Ég er búinn að vera að fikta svolítið í tækinu síðasta sólarhringinn og líst mjög vel á. Hægt er að hafa tækið uppistandandi eða útafliggjandi.
Tækið er með 5 tommu snertiskjá sem er bjartur og góður í er að vera í klæðnaði sem ekki er kaldur þó að maður blotni. Fyrir mér er eina bannvaran á fjöll klæði úr bómull, en ullarnærföt hafa reynst mér best. Sokkar úr gerviefnum eru lítið spennandi ef maður blotnar í fæturna, notið frekar ullarsokka eða sokka úr neopren. Það er sama efni og er í blautbúningum kafara og eru það uppáhaldssokkarnir mínir. Skiptir engu máli þó maður sé blautur í fæturna, þeir eru alltaf heitir.


Hjálmur, brynja og vatnsheldur klæðnaður 

Sama hvort verið sé á fjórhjóli eða hesti þá eru fyrir mér þeir sem hjálmlausir eru á svoleiðis „græjum“ ekkert nema vitleysingar. Aldrei dettur mér í hug að prófa eða keyra fjórhjól eða önnur mótorhjól nema í þar til gerðum hlífðarbúnaði enda hef ég „nánast“ farið í gegnum minn 40 ára mótorhjólaakstur slysalaust þrátt fyrir að detta reglulega á hausinn.
Eitt vil ég nefna sérstaklega varðandi hjálma, en þeir eru ekki ætlaðir til að halda fullum styrk og öryggi í nema 10 ár að hámarki. Til að hann geri það sem hann á að gera þarf hann að vera að réttri stærð. Stærðir hjálma eru mældir með því að setja málband fyrir ofan augabrúnir, eyru og aftur fyrir hnakka. Hjá mér er sú mæling 57 cm og því nota ég hjálm sem er með stærðina M sem er 57-58 cm.

Réttir og göngur í „COVID-ástandi“ 

Það er deginum ljósara að smölun og réttir verða með breyttu sniði í ár út af COVID, en eins og með alla aðra erfiðleika mun finnast lausn. Væntanlega koma reglur um fjölda í réttum og göngum nú næstu daga sem þarf að aðlaga vinnu eftir. Þó að einhverjar takmarkanir verði á gangnamönnum, réttargestum og hjálparfólki, er það vandamál sem mun leysast eins og allt annað. Von mín er aðallega sú að við komumst í gegn um þetta eins og annað, glöð og án slysa.

Bændablaðið
20.8.2020

7.9.20

Bara af því að þú getur smíðað það... þá þarftu ekki endilega að gera það.

Hvernig skal eyðileggja ágætis mótorhjól.....

Breyttu því í sláttuvél.Jú auðvitað í Ameríku
Einhver tók Kawasaki 250 og breytti því í sláttuvél .
Það er vægast sagt hægt að kalla þetta ógéð og lítið að gera með alla sex gíra kassa í þessu.
Ninjan er semsagt að mestu orginal nema það er búið að setja sláttutraktor framan á hjólið.
Eigandinn segist hafa keypt hjólið svona frá dánarbúi þar sem þá verandi eigandi hafi fengið hjólið svona á Kawasaki sýningu einhverntímann.


Hjólið hefur svo verið málað og engu hlíft í þeirri aðgerð svo er ekki einu sinni víst að það sé hnífur í sláttuvélinn ,,, svo ef þú ert á craigslist,  þá gætir þú fundið svona dásemd.
1.9.20

Eitt þúsund innslög


Já þetta er færsla nr 1000 á Tíuvefinn. 
Ef það er mótorhjólatengt þá reyni ég að birta það hér.

Ef þú ert með eitthvað áhugavert sem þig langar að deila með okkur hinum. Ferðasaga, hjólasaga, fróðleikur um hjól, hvað sem er hjólatengt

Endilega sendu tíuvefnum það á tian@tian.is og það eru miklar líkur á að það rati á vefinn.

Hef einnig sett inn greinar aftur í tímann þannig að það er hægt að fara aftar í vefinn til að skoða gamalt efni.   Sjá ártöl hér neðanlega til vinstri.
kv. Vefstjóri 

Herrafatahópkeyrslan verður einmana í ár


Sunnudaginn 27. september mun hin árlega Herrafatahópkeyrsla fara fram, en með talsvert öðru sniði en áður. Til þess að hægt verði að halda hana og safna áfram áheitum hefur verið ákveðið að hún verði með svokölluðu sólósniði. Hvatt er til þess að fólk klæði sig upp í sitt fínasta púss og aki gljáfægðum fákum sínum þennan dag um götur borgarinnar, eitt síns liðs.


Vegna ástandsins í heiminum í dag er hvatt til þess að fólk hjóli einsamalt og með lokaðan hjálm í ár,“ segir Sigmundur Traustason, einn skipuleggjenda The Distinguished Gentelman’s Ride á Íslandi. „Þó ástandið sé eins og það er mega þessi málefni sem DGR stendur fyrir ekki gleymast, sem eru krabbamein í blöðruhálskirtli í körlum og geðheilsa,“ sagði Sigmundur enn fremur og minnti á að ástandið væri líklega verra í ár þegar kemur að sjálfsvígum. „Þá er besta lækningin að fara út á mótorhjólinu sínu og aðstoða aðra með því að taka þátt og gefa til málefnisins,“ sagði Sigmundur að lokum.

Mikilvæg Skilaboð til allra....

Nýjung í markaðssetningu mótorhjóla.

Hjólin reyndust vel á holóttum og mikið grýttum Kaldadalnum.


Pabbi sem þekktur er undir nafninu Hjörtur Líklegur hefur verið “guide” hjá Reykjavík Motor Center og Biking Viking Flatahrauni 31 Hafnarfirði í nokkur ár. RMC er umboðsaðili fyrir BMW mótorhjól og þar er rekin mótorhjólaleigan Biking Viking í samstarfi við BMW í Þýskalandi. 

Á hverju ári koma ný BMW mótorhjól til landsins og eru hér fá júní fram í september og er þeim þá skilað í BMW mótorhjólaverksmiðjuna. Í ár voru fáir viðskiptavinir sem leigðu hjól þar sem að flestir viðskiptavinirnir koma ýmist frá USA eða Kanada og þau lönd voru lokuð vegna Covid, því stóðu hjólin ónotuð og glæný í Hafnafirði, þá datt eigandanum í hug að bjóða upp á prufuakstur gegn vægu gjaldi á nýjum BMW hjólunum, en hingað til hefur almennt ekki verið hægt að prófa ný mótorhjól á Íslandi fyrr en maður er búin að sérpanta það og borga.
Óvenjuleg nýjung í auglýsingu og markaðssetningu.
Hádegisstopp við Deildartunguhver
Í byrjun ágúst var auglýst á Facebook-síðu Biking Viking að RMC væri að bjóða upp á prufuakstur á BMW 1250 GS og BMW F750 GS, annarsvegar var helgarferð á Snæfellsnes og hins vegar dags ferð í Borgarfjörð og Kaldadal til baka. Pabba vantaði mann í að vera eftirfari í dags ferðina og bauð mér starfið. Var fljótur að segja já og fanst það mikið traust þrátt fyrir að vera ekki nema tuttugu og þriggja ára og jafn hár og Tom Cruise (170cm.), fékk til ferðarinnar glænýtt BMW 1250 GS hjól sem skilar 134 hestöflum og er jafnvígt sem malbikshjól og til aksturs á malarvegum. Alls voru 11 ökumenn að prófa hjólin, ýmist 750 eða 1250 hjól. Pabbi var farastjóri á sínu gamla BMW 1200, en við hinir 12 allir á glænýjum hjólum.
Kallinn tók þessa mynd, ég í stöðumælavarðarvestinu.
Kjötsúpan vel þegin við Deildartunguhver.
Lengra var ekki þorandi að fara á þessu hjóli
 þó svo að mig hafi langað.
Strax í Mosfellsbænum gaf einn ferðafélaginn merki um að mælaborðið í hjólinu segði að eitthvað væri að og kom ég þeim skilaboðum í fremsta hjól sem stoppaði við viktarskúrinn upp á Kjalanesi. Villan var þar lesin og reyndist vanta aðeins loft í framdekkið á hjólinu sem hafði staðið óhreyft síðan í maí. Eftir að pumpað hafði verið í “með Líklegum krafti” (ætli hann hafi pumpað svona hressilega í mömmu þegar ég var búinn til vill ég ekki fá að vita) var haldið af stað um Hvalfjörð, Dragháls, í Skorradal og stoppað við Deildartunguhver í kjötsúpu (pabbi borgaði). Eftir mat var haldið áfram og Hvítársíða ekin fyrir norðan Gráhraun og næsta stopp var við upphaf vegsins um Kaldadal fyrir ofan Húsafell.
Svalandi að keyra upp að Langjökli.
Síðasta stopp fyrir Kaldadal.
Hitinn var orðin töluvert meiri en spár höfðu gert ráð fyrir, en hæsta tala sem sást í mælaborðinu var 26 gráður þarna við Kallmannstungu. Menn drifu sig af stað til að fá smá loftkælingu, en við afleggjarann þar sem farið er upp á Langjökul stakk ég upp á því við “gamla” að ég og þeir ökumenn sem treystu sér færum upp að jöklinum í smá kælingu á meðan hann færi áfram með hina eftir Kaldadal. Það var ljúft að koma upp í svalandi átta gráðu vindinn við jökulröndina og geta fyllt vatnsflöskuna af nýbráðnuðu ísköldu vatni.
Leiðin kláruð um Grafning og Nesjavallaleið.
Á leið upp að Langjökli af Kaldadalsvegi.
Hjólin skiluðu Kaldadal á þéttri gjöf (kallinn farin á undan og var enginn til að hægja á yngri “inngjafa graðari” mótorhjólamönnum) svo að við keyrðum frekar þétt niður þar til að við náðum gamla og þeim þrem sem hann var með fyrir ofan Sandhvultarvatn. Þegar við komum niður á Þingvöll var smá kaffistopp fyrir loka kafla leiðarinnar um Grafning og Nesjavallaleið. Alls var ekið 310 km. og rétt tæplega helmingurinn á malarvegum. Fyrir mér var það mikill heiður að veta treyst sem barnapía fyrir fullorðna menn (gamla karla) í prufuakstri á nýjum leiktækjum. Fékk nýtt hjól til að prófa, frítt bensín og kjötsúpu á “tankinn”. Held að betri dagar séu ekki til (fyrir utan gula vestið, mér leið eins og ég væri á leið á grímuball klæddur eins og umferðarkeila),  væri allveg til í að gera þetta aftur (frétti af því að til standi að það verði ein ferð í viðbót upp úr miðjum september, ég er til ef vantar eftirfara).
Ólafur Arnar, Tome Cruise eða Gaston Raier, allir svipað stórir.
                                 Ólafur Arnar Hjartarson Nielsen (Óli Prik)
 P.S.  Tían hefur nokkuð áraðanlegar heimildir fyrir því að boðið verði upp á prufuakstur á þessum hjólum  laugardaginn 12. og sunnudaginn 13. September og svo aftur laugardaginn 19. og sunnudaginn 20. September.