23.9.20

Vintergrip


Vetrardekk á Mótorhjól.

Sumir hjóla allt árið,  Sem er alveg gerlegt á Íslandi ef veturnir eru mildir eins og stundum gerist.

Til eru dekk undir mótorhjól sem eru hönnuð til vetraraksturs og heita þau Winter grip Plus og eru gerð undir flestar gerðir mótorhjóla.

Þýska tímaritið Motorad prufukeyrði svona dekk en Þýskaland beitir einmitt sektum á mótorhjólamenn á veturna, þ.e 60 evra sekt á þá sem aka ekki um á Mud and Snow rated dekkjum.

Settu þeir Anlas "Winter grip Plus" dekk undir Triumph Thruxton og prufukeyrðu dekkin við ískaldar aðstæður.
Dekkin eru með frekar grófu munstri og losa því vatn og
 krapa vel úr dekkjunum og gúmíð er sérstaklega hugsað fyrir
 kulda og bleytu aðstæður.


Að aka í 2 stiga frosti er ekki beint uppáhalds aðstæður mótorhjólamanna til að keyra, en þannig voru einmitt aðstæðurnar þegar tímaritið prófaði dekkin.
Dekkin stóðust væntingar þeirra og gætu alveg verið þokkalega góður valkostur fyrir þá sem vilja þráast við lengur hér á klakanum og hjóla allt árið. 

Dekkin eru einnig fáanaleg undir Vespur eða scooters  og heita þau dekk Winter Grip 2 Niðurstaðan varð allavega sú að þetta er mun betra en sumardekkin og minnkar stress aksturinn til muna því dekkin bæta öryggi til vetraraksturs.

Dekkjaframboð Anlas