26.9.20

Góð ráð áður hjólið fer í vetrargeymsluna.


 Nú er sá tími að við förum að ganga frá Mótorhjólunum okkar og geyma þau fram á næsta vor.

Þá er gott að hafa þessi ráð í huga til sem best fari um hjólið í geymslunni.


1. Hafðu hjólið í skjóli fyrir sólargeislum.  

2. Hafðu hjólið á þurrum og loftræstum stað.  

3. Gott þykir að vera búinn að setja nýja smurolíu og fullan tank af nýju bensíni ( fullur Tankur ryðgar síður að innan en hálfur eða tómur) .  Einnig skal smyrja drifkeðjuna (ef hún er).

4 Á blöndungshjólum er gott að tappa undan blöndungum.  

5. Aftengdu rafgeymi og settu hann í hleðslu í minnsta lagi tvisvar yfir veturinn , en betra ef það er oftar.

6. Þrífa og bóna hjólið áður en hjólið fer í geymslu,,,   ( ryðvörn)

7.Smyrja í alla barka eins og bensínbarka ,innsogsbarka og hraðamælisbarka ef við á, þá er búið að koma í veg fyrir að þeir festist yfir vetrarstöðurnar.

8. Setjið réttan loftþrýsing í dekkin ,,, kannski aðeins meira... því það sígur úr dekkjunum yfir veturinn.
og eftir geymslu á það að vera eitt að fyrstu verkum , að laga loftþrýsinginn áður en farið er að hjóla.

9. Að lokum er gott að breiða yfirbreiðslu yfir hjólð svo það rykfalli ekki eða fái á sig eitthvað óviðkomandi úr geymslunni.

10. Þegar þessu er öllu lokið,    Er ekki best að sinna aðeins gallanum... þrífa hjálminn að innan sem utan,, hann er örugglega svolítið skítugur að innan.  Bera á gallann, Leðurfeiti á leður , regnvörn á goritexgallan,  þrífa skónna og og bera á þá og spreyja táfýluspreyji í þá :)

Að Vori.



Ef þú gerir allt þetta hér að ofan þá ættir þú nánast að vera klár fyrir vorið án þess að eiga í miklum vandræðum.

Maður að sjálfsögðu fer samt yfir hjólið, tékkar á bremsuvökvanum, kúpningsvökvanum , mælir olíuna á vélinni, Tékka á loftþrýstingi í dekkjum , Tengir rafgeyminn og prufukeyrir svo varlega og stoppar og skoðar hvort ekki sé allt í lagi..

Góðar stundir.....