Hvernig skal eyðileggja ágætis mótorhjól.....
Breyttu því í sláttuvél.
Jú auðvitað í Ameríku Einhver tók Kawasaki 250 og breytti því í sláttuvél .
Það er vægast sagt hægt að kalla þetta ógéð og lítið að gera með alla sex gíra kassa í þessu.
Ninjan er semsagt að mestu orginal nema það er búið að setja sláttutraktor framan á hjólið.

Eigandinn segist hafa keypt hjólið svona frá dánarbúi þar sem þá verandi eigandi hafi fengið hjólið svona á Kawasaki sýningu einhverntímann.

Hjólið hefur svo verið málað og engu hlíft í þeirri aðgerð svo er ekki einu sinni víst að það sé hnífur í sláttuvélinn ,,, svo ef þú ert á craigslist, þá gætir þú fundið svona dásemd.