9.9.20

Ýmis tæki sem gagnast vel við smölun:

Göngur , smölun og réttir á næsta leiti.


Nú líður að fjársmölun og fannst mér þá tilvalið að prófa tæki og tól sem nýtast við smölun. Ökutækjaprófunarsíðan (Vélabásinn) og síðan um forvarnir (Öryggi-Heilsa-Umhverfi) sem hafa verið hér í blaðinu hlið við hlið eru sameinaðir að þessu sinni í umfjöllun sem tengja má fjársmölun.


Tvö „leik-vinnu-tæki“ frá Ellingsen

 Fyrir nokkru síðan fór ég í Ellingsen og fékk þar tvö tæki til að prófa og tók „dótadag“ með syni mínum. Úrvalið af fjórhjólum sem Ellingsen selur er mikið, en fyrir valinu varð CanAm Outlander XT-P 1000, árgerð 2020 sem kostar frá 3.290.000 kr. XT-P hjólið er flaggskipið í Outlander fjölskyldunni, öflugt 2ja manna áttatíu og tveggja hestafla fjórhjól sem var með miklum aukabúnaði sem sett hafði verið á hjólið fyrir viðskiptavin sem var búinn að kaupa hjólið og gaf mér leyfi til að prófa það í samráði við Ellingsen.

Gott að keyra jafnt á vegi og í torfærum 

Hjólið er með „traktorsskráningu“ og má því keyra á vegum, það nær léttilega þriggja stafa tölu í hraða og virðist ekkert vera svagt eða laust á vegi á miklum hraða. Á torfærum og grýttum vegslóðum er gott að keyra það, fjöðrun góð og 4x4-ViscoLok læsingin kemur vel út, sérstaklega þar sem mikið laust grjót er í slóðanum. Lyklarnir eru tveir af hjólinu, grár og svartur: Munurinn er í raun vinnulykill eða keyrslulykill, sá grái er hægari lykillinn, en meira tog og torfærur, en sá svarti meiri hraði.

Mikið úrval aukahluta fáanlegt á fjórhjólið 

Ef verið er að hugsa um að kaupa svona hjól og hugmyndin er að ferðast mikið og langt mæli ég eindregið með að setja handahlífar og hita í handföng bæði fyrir ökumann og farþega. Það kostar sitt, nálægt 80.000, en er fullkomlega peninganna virði. Stór farangurskassi (124 lítrar) aftan á farangursgrindina kostar aukalega 119.000, í staðinn fyrir vír í spilið nota margir tóg sem stundum er kallað „ofurtóg“, kemst lengra og meira inn á spiltromluna (kostar ekki mikið). Hjólið ber vel stærri dekk sem gefa meira flot og mýkt við torfæran akstur.

Sur-Ron LB-X götuskráð rafmagnshjól á 849.000 kr. 

  Sur-Ron er mun öflugri og kraftmeiri en hefðbundin rafmagnsfjallahjól, en helmingi léttari og nettari en hefðbundnir krossarar. Hjólið er með 6 KW, 200 N.m 6000+W rafmagnsmótor með Sport og Eco mode stillingum.60v/32AH Panasonic batterýin eru minni úrfærsla af sömu batteríum og Tesla notar. Hjólið er einungis 47 kg og nær það 75-80 km/klst og fer allt að 100 km á einni hleðslu.
    200 mm framgaffall og 210 mm afturdempari, 4 stimpla glussabremsur, 70/100 krossaradekk og 19 tommu krossarafelgur. Hjólið er með skellinöðruskráningu og þarf réttindi á létt bifhjól til að keyra það.

Rafmagnskrossari, eitthvert skemmtilegasta leiktæki sem ég hef prófað

 Fyrir rælni datt mér í hug að fá rafmagnshjól til að prófa þegar ég var að sækja fjórhjólið. Virkar smátt og ekki líklegt til að geta gert neitt, en raunin var önnur. Þetta „apparat“ er hrein snilld. Ég hef sjaldan skemmt mér svona vel á torfæruhjóli (þrátt fyrir að vera kominn á sjötugsaldur). Rafhlaðan dugir í góða tvo klukkutíma í torfærum. Mesti hraði sem ég náði á þessu hjóli var um 75 km á sport stillingunni, en þegar maður ætlar að nýta sem mest út úr rafhlöðunni er betra að taka sport stillinguna af. Ef maður er að fara á milli staða án sportstillingar, fer maður hægar yfir, en þá á maður meira rafmagn eftir til að leika sér.
Það sem kom mér mest á óvart er hvað hjólið þoldi af verulega ógeðslega grýttum slóðum og það hreinlega vakti furðu mína hvað mátti bjóða hjólinu miklar torfærur, þúfurakstur og stórgrýti. Þetta „tryllitæki“ hefði verið gott til brúks við að sækja beljurnar og smala heimatúnið í sveitinni þar sem ég ólst upp. Eftir um tveggja tíma leik og allt rafmagn búið var syni mínum mikið skemmt þegar ég fór úr brynjunni og hann sá að „gamli“ var vel sveittur á bakinu. Varð honum þá að orði: „Greinilega verið gaman hjá þér.“

 Nýr Garmin, auðveldur í notkun (jafnvel fyrir mig „tölvuheftan“ manninn) 

Fyrir rúmri viku kom nýtt á markað Garmin leiðsögutæki sem er sérhannað fyrir útivistarfólk. Þetta tæki kemur í þrem mismunandi útgáfum. Ég las umsögn frá vini mínum, Ásgeiri Erni Rúnarssyni, um Garmin Montana 700 i frá vini mínum sem var að hluta svohljóðandi:
 „Nýtt og betra GPS tæki frá Garmin fyrir okkur ævintýrafólk sem elskum að fara út á F-vegi.
Tækið er endurbætt útgáfa af Montana tækinu sem hefur verið mjög vinsælt hjá okkur ferðahjólurum. Þetta tæki kemur í þremur útgáfum, Montana 700, 700i og 750i .
Ég er búinn að vera að fikta svolítið í tækinu síðasta sólarhringinn og líst mjög vel á. Hægt er að hafa tækið uppistandandi eða útafliggjandi.
Tækið er með 5 tommu snertiskjá sem er bjartur og góður í er að vera í klæðnaði sem ekki er kaldur þó að maður blotni. Fyrir mér er eina bannvaran á fjöll klæði úr bómull, en ullarnærföt hafa reynst mér best. Sokkar úr gerviefnum eru lítið spennandi ef maður blotnar í fæturna, notið frekar ullarsokka eða sokka úr neopren. Það er sama efni og er í blautbúningum kafara og eru það uppáhaldssokkarnir mínir. Skiptir engu máli þó maður sé blautur í fæturna, þeir eru alltaf heitir.


Hjálmur, brynja og vatnsheldur klæðnaður 

Sama hvort verið sé á fjórhjóli eða hesti þá eru fyrir mér þeir sem hjálmlausir eru á svoleiðis „græjum“ ekkert nema vitleysingar. Aldrei dettur mér í hug að prófa eða keyra fjórhjól eða önnur mótorhjól nema í þar til gerðum hlífðarbúnaði enda hef ég „nánast“ farið í gegnum minn 40 ára mótorhjólaakstur slysalaust þrátt fyrir að detta reglulega á hausinn.
Eitt vil ég nefna sérstaklega varðandi hjálma, en þeir eru ekki ætlaðir til að halda fullum styrk og öryggi í nema 10 ár að hámarki. Til að hann geri það sem hann á að gera þarf hann að vera að réttri stærð. Stærðir hjálma eru mældir með því að setja málband fyrir ofan augabrúnir, eyru og aftur fyrir hnakka. Hjá mér er sú mæling 57 cm og því nota ég hjálm sem er með stærðina M sem er 57-58 cm.

Réttir og göngur í „COVID-ástandi“ 

Það er deginum ljósara að smölun og réttir verða með breyttu sniði í ár út af COVID, en eins og með alla aðra erfiðleika mun finnast lausn. Væntanlega koma reglur um fjölda í réttum og göngum nú næstu daga sem þarf að aðlaga vinnu eftir. Þó að einhverjar takmarkanir verði á gangnamönnum, réttargestum og hjálparfólki, er það vandamál sem mun leysast eins og allt annað. Von mín er aðallega sú að við komumst í gegn um þetta eins og annað, glöð og án slysa.

Bændablaðið
20.8.2020