30.12.99

10 helstu mótorhjól aldarinnar á íslandi

- Að mati blaðamanns DV-bíla

Saga mótorhjólsins á íslandi er næstum jafngömul sögu bílsins. Fyrsta hjólið kom til landsins 20. júní árið 1905, réttu ári eftir komu fyrsta bílsins, og var það bílstjóri Thomsens-bílsins sem flutti það inn. Sá hét Þorkell Clemenz og hafði ekki verið sáttur við valið á bílnum þar sem hann var aflvana og bilaði mikið. Til að sýna fram á fleiri og betri kosti fyrir okkar erfiðu aðstæður flutti hann inn þetta mótorhjól og sótti um leið um einkaleyfi á nafni fyrir gripinn og

29.10.99

Keyrður í klessu

Lífsreynslusaga Vignis Skúlasonar


Vogapilturinn Vignir Skúlason rekur þessa dagana fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur mál á hendur Olíufélaginu hf. og Vátryggingarfélagi íslands til heimtu skaðabóta vegna
líkamstjóns sem hann hlaut af völdum umferðarslyss sem hann lenti í þann 3. júní 1994 við Þyrilskálann í Hvalfirði.

Á leiðinni að selja hjólið

„Ég var á leiðinni á Akureyri á mótorhjólinu mínu með félaga minn Eyjólf Snædal Aðalsteinsson aftan á. Til móts við sóluskálann Þyril í Hvalfirðinum var pallbifreið úr gagnstæðri átt ekið yfir á öfugan vegarhelming og við skullum beint framan á honum. Ökumaður pallbifreiðarinnar hugðist fara fram úr bifreiðinni á undan sér og beygja síðan inn á bifreiðastæði Þyrils. Frá atburðinum sjálfum man ég ekkert en ég man eftir að hafa horft í gegnum hjálminn þar sem ég lá í vegkantinum, grafkyrr
með vinstri fótinn undir bakinu og hælinn undir höfðinu, og horfði á starfsstúlku Þyrils sem
var hjá mér þann óratíma sem það tók sjúkraflutningsmennina að komast á staðinn. Þá man ég að það
kom maður með teppi og breiddi yfir mig allan, hélt mig augljóslega dauðann. Ég þurfti að hafa mikið fyrir því að ýta því af mér," sagði Vignir.

Gífurlegt blóðtap og miklir áverkar

Vignir og Eyjólfur voru fluttur, með þyrlu Landhelgisgæslunnar, frá sjúkrahúsinu á Akranesi á Borgarspítalann þar sem skurðlæknamir Brynjólfur Jónsson og Jón Níelsson ásamt  æðaskurðlækninum Gunnari Gunnlaugssyni, framkvæmdu aðgerðir á honum alla nóttina. Í vottorði Brynjólfs, skurðlæknis, þann 11. júlí 1996 segir orðrétt. „Hann var augljóslega mikið slasaður með opin brot á fótlegg og lærlegg vinstra megin. Hann var með meðvitund en blæddi mjög mikið úr sárunum." Skömmu seinna í sama vottorði segir orðrétt „Skera þurfti inn í nárann til þess að stöðva blóðrás meðan leitað var eftir blæðandi æðum. Öll sárin á kálfum, læri og nára voru
skilin eftir opin. Vigni blæddi gífurlega og fékk hann samtals 74 einingar (37 lítra innskot blm.)af blóði fyrstu nóttina."

Andlega erfitt að geta ekki gert neitt sjálfur

„Ég var u.þ.b. viku á gjörgæslu, rúmliggjandi í mánuð og fimm mánuði samtals á sjúkrahúsi,
stöðugt í aðgerðum og á lyfjum. Fyrsta mánuðinn var ég sem lamaður og varð eitt flakandi
legusár á öllum stöðum sem snertu dýnuna. Eðlilega líkamlega starfssemi gat ég aðeins
framkvæmt með aðstoð hjúkrunarfólksins. Það var bæði líkamlega erfitt og andlega að geta
ekki gert neitt sjálfur."

Áfallahjálpin og þroskinn

„Áfallahjalpin á sjúkrahúsinu hjálpaði mér mikið. Eg get stutt fólk án þess að taka vandamál
þess inn á mig. Ég get gefið frá mér vegna þess hve ég trúi mikið á sjálfan mig. Mér finnst mér ég
hafa fulla stjórn á lífi mínu, vil láta gott af mér leiða og finnst hreinlega skilda mín að skila einhverju til lífsins - sem ákváð að leyfa mér að halda áfram þessu lífi. Ég held ég sé aðeins eldri en árin 23 segja til um."

Grensásdeildin bæði dásamleg og hræðileg

Það var stórt framfaraskref að vera fluttur á endurhæfingadeildina, Grensásdeildinni. Þar tók við ströng og kvalarfull endurhæfing innan um frábært starfsfólk og aðra sjúklinga, marga hverja í enn verri aðstöðu en ég. Eitt það sáraukafyllsta sem ég upplifði var að reyna að standa upp og reyna að ganga að nýju. Gífurlegur sársauki, æpandi sársauki. Það tók gríðarlangan tíma bara að geta staðið upp án þess að vilja æpa og gráta af sársauka."

Sökudólgurinn missti prófið

Ökumaður bifreiðarinnar sem ók í veg fyrir þá félaga missti ökuréttindin í eitt ár.
"Ég hef ósköp lítið við tjónvaldinn að segja. Hann var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir
 gáleysislegan akstur, borgaði sekt upp á einhverja þúsundkalla  og missti skyrteinið í eitt ár.
Mín greiðsla fellst í skertri hreyfigetu og sjálfsímynd, skertum starfs- og frístundamöguleikum
og æviáskrift að sterkjum verkjalyfjum.  Kannski ekki alveg jafnt skipt en ég er viss  um að hvorugur vildi vera í sporum hins"

Átján ára með óðráðna framtíð

Vignir var átján ára þegar slysið gerðist,   mikill útivistar og vinnuþjarkur ásamt því að stunda nám við húsasmíði við Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Þegar ég útskrifaðist af sjúkrahúsinu fór ég og lauk bóklega þættinum í húsasmíðinni við FS, með þá vitneskju á bak- inu að ég myndi aldrei geta gert iðnina að ævistarfi . Alla mína æsku var ég mjög virkur, vann í fiski , fór á grásleppu með frænda mínum norður á Melrakkasléttu, vann í sveit , í slát-
urhúsi og við rækjuvinnslu á Kópaskeri og fiskvinnslu með skólagöngunni. Áhugamálin
voru skotfimi og skíðaiðkun sem ég stundaði eftir mætti og þvældist t.d. með hólkinn á rjúpna-
veiðar um allar trissur. Skólavistina borgaði ég með því að vinna í fiski eftir skóla og á
kvöldin. Þegar ég kom úr endurhæfingunni gerði ég mér ljóst að líf mitt yrði aldrei eins,
ekki minnsti möguleiki."

Svört skýrsla á framtíðina

Í dag er Vignir 23 ára gamall piltur sem veit ekki hvert skal haldið í lífinu en hefur haldið
sterkasta vopninu, viljanum. „Eg er mjög bjartsýnn á framtíðina, með ákveðnar hugmyndir og
viljann til að hrinda þeim í frarnkvæmd. Eins og hver annar á ég þó stundum í erfiðleikum með að sjá björtu hliðarnar á lífinu og fyllist reiði og eftirsjár, sérstaklega þegar ég les niður- stöður lækna á framtíðarhorfum mínum." í vottorði áðurnefnds Brynjólfs Jónssonar segir t.a.m. orðrétt „Ég tel að síðar á ævinni jafnvel innan fimm ára þurfi að koma til einhverra aðgerða á tám og rist vegna afleiðinga blóðrásartrufl- unarinnar. Hugsanlega þarf einnig að lagfæra ör í nára ogá
lærum síðar" og aðeins síðar, Ég tel ólíklegt að Vignir geti nokkum tíma unnið erfiðisvinnu
sem t.d. er fólgin í langvarandi stöðum, miklu álagi við gang eða burð og fleira. Ég tel tölu-
verðar líkur á að slitgigt sæki í hné, ökkla og ristarliði og jafnvel hné síðar á ævinni."

VÍS og Olíufélagið hf. fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur

Að grunnendurhæfingunni lokinni fór Vignir hefðbundna leiðir til að kanna bótaréttindi sín og mögulega örorku. Núna, rúmlega 5 árum eftir slysið, er málssókn hans á hendur VÍS og
Olíufélaginu hf. á leið fyrir dóm. , Ég hafði litlar áhyggjur af þessu í upphafi, einbeitti mér að því að
komast aftur í lifenda tölu. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, ég hef farið margsinnis í
miska- og örorkumat. Fyrsta matið var 45% miski, sem ég enn veit ekki alveg hvað er, og 45% örorka. Ég var ekkert sérstaklega ánægður með það mat og stórbrá því næstum sex mánuðum síðar þegar VÍS hafnaði matinu. Síðasta matið hljómar upp á 40% miska og 60% örorku og verður barist um það fyrir rétti. VÍS gerði mér tilboð sem mér fannst hlægilegt og mér því nauðugur einn kostur að
stefna þeim fyrir dóm ásamt Olíufélaginu, tjónvaldurinn var starfsmaður þeirra, á fyrirtækisbíl að beygja inn á starfsstöð umboðsaðila þeirra. Hann var víst að dreifa safnkortum." Þú ert að sækja á fyrirtæekjarisa með sterka lögfrœðinga á sínum snærum, vönum svona málum. Hve stóra upphœð erum við að tala um? „Þetta er alveg rétt hjá þér. VÍS og lögmenn þeirra starfa við að berjast við liggjandi fólk, fólk sem á nóg með að hugsa um alla þá líkamlegu og andlegu annmarka sem slysfarir hafa sett á líf þeirra. Ég vil ekki nefna neinar upphæðir en ég get þó sagt að ég vildi heldur eiga húsasmíðina að ævistarfi og sækja þessa upphæð með vinnu minni en að þurfa að berjast við dómstóla, um hve mikill aumingi ég er, fyrir þeim."
Örlögin „Ég er forlagatrúar og trúi því að mér hafi verið ætlað að leiða eitt- hvað gott af mér á þessari jörð. Gagnvart slysinu þykir mér augljóst að mér var hreinlega ekki ætlað að fara þótt eflaust hefði það verið auðveldara. Ég lifði slysið sjálft af, ég lifði biðina eftir sjúkrabílnum af, ég lifði blóðmissinn af (ég dó í 3-4 mínútur á Borgaspítalanum en kom aftur), ég lifði legusárin af, ég lifði endurhæfinguna af og ég lifði ömurlegar framtíðarspár læknanna af og trúi enn á sjálfan mig. Tveir bræður móður minnar fórust af slysförum og ætt hennar fór illa út úr seinni heimsstyrjöldinni, ég held einhverjum hafi hreinlega fundist nóg komið af hörmungum. Eg trúi á illa og góða anda og trúi á æðri öfl. Enginn sem gengið hefur í gegn um það sem ég hef upplifað getur efast um tilvist annars og meira en okkur sjálf." Enginn getur skilið mínar aðstæður nema ég sjálfur „Ég held það sé ómögulegt öllum öðrum en mér sjálfum hvernig mér líður, nema þá væri fólki í Hkri aðstöðu. Ég er t.a.m dæmdur meiri öryrki en maður sem fengið hefur staurfót. Það var kraftaverk að ég hélt vinstri fætinum eins og hann brotnaði illa. Beinflísar voru teknar af slysavettvangi og og týndar úr fatnaði mínum á Borgar- spítalanum. Þar voru þær hreinsaðar, bein úr mjöðminni tekið, og öllu þessu var hrært saman og steypt í brotin.

Líkaminn þoldi ekki álagið

 Þremur árum eftir slysið hóf Vignir rekstur veiðibúðarinnar Veiðislóðar sem hann stofnaði í samvinnu við annan mann. Veiðislóð var draumur hans, áhugamálin og vinnan sameinuð á einn stað. Draumurinn gekk ekki upp. „Veiðislóð var draumur sem ég hrinti í framkvæmd aðeins of snemma. Ég er mjög stoltur af því að hafa verið frumkvöðull að rekstri veiðibúðar á Suðurnesjum og taldi að þama gæti ég starfað að áhugamáli mínu til framtíðar, ég komst aftur á móti að því líkami minn þoldi ekki álagið sem fylgdi verslunar- rekstrinum. Að því kom að ég komst hreinlega ekki fram úr rúminu og þurfti að hafa hækjurnar til stuðnings í búðinni. Að lokum voru ekki önnur ráð en að selja reksturinn."

 Bjartsýnn en brothættur 

„Ég stend uppi að lokum sáttur
við þetta allt saman og vil bara halda áfram lífi mínu. Ég hlakka til þegar málarekstrinum lýkur og trúi því að framtíð mín sé á viðskiptasviðinu. Þrátt fyrir að ég telji mig sterkari einstakling en ég var fyrir 3. júní 1994 þá er ég jafnframt brothættari og stundum hellist yfir mig vonleysi og sjálfsvorkunn.
Á morgunn er nýr dagur til að takast á við. Víkurfréttir 29.10.1999
21.10.99

Með tengdapabba á mótorhjóli

Þeir hafa sama tónlistarsmekk og eiga sömu áhugamál. Og eiga saman mótorhjól, Gunnar og Gestur Einar hjóla á Kawasaki


„Aldur er afstæður í mótorhjólamenningu og það er enginn of gamall til þess að eignast hjól," segir Gunnar Sverrisson, Ijósmyndari Fróða á Akureyri. Nú í sumar lét hann gamlan draum rætast og
keypti sér mótorhjól, en það gerði hann í félagi við tengdaföður sinn, Gest Einar Jónasson, útvarpsmann á Akureyri. Gamall draumur Gests var einnig að eignast hjól. „Alla stráka dreymir um að eignast mótorhjól, mig dreymdi um skellinöðru þegar ég var strákur en hætti síðan við að kaupa hana þegar ég mátti. En draumurinn bjó alltaf í brjóstinu," segir Gestur.

Skemmtilegt hippamórorhjól


Um tuttugu ár skilja þá Gunnar og Gest að í aldri. Gunnar er tæplega þrítugur og Gestur verður fimmtugur að ári. „Við erum góðir vinir. Við höfum sama tónlistarsmekkinn og þar er ég að tala um
lög eins og ég spila gjarnan í þættinum Með grátt í vöngum og eigum einnig sameiginleg áhugamál, eins og mótorhjól," segir Gestur. Þeir félagar fóru á liðnu vori saman í mótorhjólapróf hjá Kristni Erni Jónssyni, ökukennara á Akureyri, sem er æskuvinur Gests, og segir Gestur að á námskeiðinu hafi hann ekki einasta lært á mótorhjól, heldur hafi hann einnig lært umferðarreglurnar uppá nýtt. Og sé fyrir vikið líklega betri bílstjóri en hann var.
Mótorhjólið sem þeir Gunnar og Gestur keyptu sér er af gerðinni Kawasaki 454 og er með 450 rúmsentimetra mótor. „Þetta er skemmtilegt hippamórtorhjól, með háu stýri og maður situr beinn
í baki á því. Þetta finnast mér miklu skemmtilegri hjól en keppnishjólin, sem maður situr boginn á og er alltaf að reyna að þenja sem hraðast. Þetta er hæfilega kraftmikið hjól, en hver veit nema að við fáum okkur seinna Harley Davidsson," segir Gunnar.

Frelsið er í núinu


„Mér finnst afar gaman að fara út að hjóla," bætir Gunnar við, „enda eru aðstæður til þess góðar hér fyrir norðan. Skemmtilegast þótti mér hinsvegar að hjóla þegar ég var með unnustu minni, Höllu Báru, í Tosca-héruðum ítalíu nú í sumar. Þar leigðum við okkur hjól og fórum víða um, á  stuttbuxunum í þrjátíu stiga hita. Við þessar aðstæður skilur maður svo vel hvað þetta er stórkostlegur ferðamáti og frelsið mikið." Gestur tekur undir orð Gunnars um frelsið. „Ég er sjálfur einkaflugmaður og mér finnst þetta að sumu leyti ekki ósvipað. Á mótorhjólinu getur maður farið út fyrir alfaraleiðir og eins á flugvélinni. Maður hjólar eða flýgur þangað sem maður ætlar sér."

Kærkominn sumarauki


Blíðviðri hefur verið ríkjandi á Norðurlandi að undanförnu og það er mótorhjólamönnum sem og öðrum afar kærkomið. Gunnar og Gestur hafa notað þetta tækifæri og hafa víða hjólað, meðal annars um götur Akureyrarbæjar og suður um Eyjafjarðarsveit. „Það er Ijúft að geta leikið sér á mótorhjólinu nú seinnipartinn í október. En síðan kemur vetur, hjólið fer inn í skúr og verður ekki tekið út aftur fyrr en í maí næsta vor. Eg er strax farinn að hlakka til þess," segir Gunnar Sverrisson.
-SBS.
Dagur 21.10.1999

16.10.99

Endurfæddir mótorhjólamenn

 Hvað er nú það? Er það einhver sértrúarflokkur? Nei, ekki er það nú alveg.
 Endurfæddir mótorhjólamenn eru þeir sem áttu hjól fyrir mörgum árum, eignuðust síðan börn og buru og úti var ævintýri - alveg þangað til fuglarnir voru flognir úr hreiðrinu. Núna eiga þeir allt i einu pening og tíma til að leika sér með. Þá er hægt að láta drauminn rætast sem blundað hafði í þeim allan tímann - að fá sér mótorhjól og byrja að purra aftur. Með fjölgun þessa hóps innan mótorhjólafjölskyldunnar hafa umræður kviknað um hvort hann sé valdur að fleiri slysum en aðrir. Samkæmt nýjustu tölum frá Bretlandi er svo ekki. Það eru 35% minni líkur, miðað við ekna kílómetra, að þú lendir í slysi ef þú ert endurfæddur mótorhjólamaður og 25% minni líkur miðað við árið í heild. Þeir eru líka í minni hættu á að missa hjólin sín á hliðina eða slasa sig og gera síður kröfu á tryggingafélagið. Samkvæmt bresku könnuninni er endurfæddur mótorhjólamaður um 38 ára gamall, styttra en 12 mánuðir eru síðan hann byrjaði aftur að hjóla og minni hætta er á að þeir verði stoppaðir af lögreglunni.

Prófið hvorki fugl né fiskur áður fyrr

Skyldi það sama nú eiga við hér á íslandi? Fyrr í sumar var það í umræðunni að þessi hópur væri nokkuð tjónfrekur og Bifhjólasamtök lýðveldisins bentu á það. í Bretlandi eru þeir endurfæddu  duglegir við að taka framhaldsnámskeið og hafa um það bil 20% þeirra farið í gegnum slíkt. Fyrir það fá þeir lika lækkun á sínum iðgjöldum enda hafa kannanir sýnt að þeir sem fara á þessi námskeið séu í mun minni hættu að lenda i slysum en aðrir. Margir fengu í raun enga kennslu og fengu mótorhjólaprófið gefins með bílprófinu á meðan réttindalöggjöfm var þannig. Þangað til fyrir nokkrum árum var mótorhjólaprófið þannig að viðkomandi tók 1-2 tíma hjá ökukennara og fór svo í
próf sem hvorki var fugl né fiskur. Reyndar hefur mikil breyting orðið á síðustu árum og prófin orðið mun erfiðari og krefjandi. Við fengum nokkra endurfædda mótorhjólamenn í viðtal og spurðum þá  um þeirra reynslu af sportinu og hvað hafi orðið þess valdandi að þeir komu að því aftur.

Tók sér frí í aldarfjórðung 

Óðinn Gunnarsson járnsmiður: „Ég tók prófið 1972 en hafði þá verið á skellinöðrum síðan 1961. Fyrsta stóra hjólið var gamalt BSA en fyrsta alvöruhjólið var Triumph 500 Daytona sem ég notaði mikið. Ég þvældist um allt á þessu bjóli, fór Vestfirði og þá yfir Steingrimsfjarðarheiði sem þá var bara varðaður vegarslóði. Við fórum mikið saman, ég og Gústi (Ágúst Hálfdánarson í Glertækni). Eitt sinn ætluðum við í ævintýraferð upp á hálendi og lögðum af stað á mánudegi. Við fórum upp að
Illakamb og höfðum hugsað okkur að gista í gamalli rútu þar, sem notuð var sem gangnakofi. Um nóttina gerði svo ausandi rigningu þannig að allar ár fylltust og við vorum veðurtepptir fram á laugardag, þegar við náðum að komast yfir Skyndidalsá. Ég hætti svo að hjóla um það leyti sem fyrsti strákurinn fæddist 1976. Hann tók nú upp á því að kaupa sér mótorhjól í fyrravor og ég fór að stelast út á því. Svo vissi ég ekki fyrr en konan mín, Auður Hallgrímsdóttir, keypti handa mér hjól í 50 ára afmælisgjöf. í sumar fór ég í styttri ferðalög með börnin en ég nota hvert tækifæri til að skreppa á hjólinu og fer oft á því í vinnuna. Draumurinn er að fara á næsta ári í langa reisu með konuna en hún er að hugsa um að taka próf líka."

Lærði hjá Sigga Palestínu


Þorsteinn Hjaltason Bljáfjallastjóri: „Ég lærði að hjóla hjá Sigga Palestínu en þurfti aldrei að taka próf. í þá daga fékk maður mótorhjólaprófið með bílprófinu. Ég tók öll þau próf sem hægt var að taka og meðal annars ökukennarapróf. Ég kenndi þá líka á mótorhjól og notaði við það Dodge Vipon með hátalarakerfi til að segja þeim fyrir. Ég vann lika á verkstæði lögreglunnar í Reykjavík frá 1957-68 og stalst oft til að prufukeyra hjólin meir en ég þurfti. Draumurinn um að kaupa hjól blundaði alltaf í mér og um haustið 1997 spurði Jón Hjartarson í Húsgagnahöllinni mig hvort ég kæmi með honum hringinn ef hann keypti sér hjól. Ég játaði því og hann keypti hjólið en ég hafði hugsað mér að fá gamalt Harley Davidson lögregluhjól hjá vini mínum. Þegar ég fór að hugsa málið var eiginlegra sniðugra að kaupa það en hann vildi ekki selja þannig að ég keypti mér þetta Suzukihjól. Svona til að rifja upp kunnáttuna fórum við Jón með keilur á planið hjá honum og æfðum okkur. Við konan fórum meðal annars hringinn á því í sumar og maður hefur svo sem skroppið á því öðru hvoru. Einu sinni þurfti ég að bregða mér búðarferð til Akureyrar svo að ég fór á hjólinu. Hluti af sportinu er líka að hugsa um hjólið og þrífa það en til þess að geta það þarf líka að keyra það og skíta það út.
Draumurinn er svo að fara erlendis á því ef að konan kemur með."
-NG 
DV
16.10.1999

7.8.99

Tvær nýjar kennslubækur um akstur og umferð:

Handa þeim sem læra á bíl og/eða mótorhjól
- og ekki síður fyrir foreldra nemendanna 

 Daginn eftir vel lukkaða umferðarhelgi kennda við frídag verslunarmanna komu tvær nýjar kennslubækur út hjá Ökukennarafélagi íslands. Þetta eru tvær fyrstu bækurnar í bókaflokknum Akstur og umferð og heitir önnur Almennt ökuknám en hin Bifhjól.
Almennt ökunám er eftir Arnald Árnason og er í raun endurskoðuð, umskrifuð og stytt útgáfa á eldri bók sama höfundar, Umferðin og ég. Almennt ökunám er sniðið við nýja tíma og ný viðhorf, meðal annars með auknu og bættu myndefni til frekari glöggvunar.
Bókin er 209 blaðsíður og kostar 2.900 krónur.


Bifhjól er ný kennslubók um akstur og meðferð mótorhjóla. Höfundur hennar er Njáll Gunnlaugsson ökukennari sem undanfarið hefur skrifað um mótorhjól og fleira í DV-bíla. Við spurðum Njál hvort þessi bók væri ekki í raun fyrsta íslenska kennslubókin í mótorhjólaakstri.
„Það má segja það," sagði Njáll. „Undanfarin 15-20 ár hefur verið stuðst við hefti sem Guðbrandur Bogason, núverandi formaður Ökukennarafélags Íslands, tók saman nánast á eldhúsborðinu hjá sér til að bæta úr sárri þörf. Ég fann fljótt til þess að tími var kominn til úrbóta á þessu sviði svo ég sneri mér til Umferðarráðs og bað um styrk til að skrifa þessa bók. Því var í sjálfu sér vel tekið en fyrir 3-4 árum hafði verið samþykkt að veita Ökukennarafélagi Islands styrk í þessu skyni og nú var mér  svarað á þá leið að ef félagið samþykkti það fengi þessi styrkur að renna til mín. Og það varð úr.
Ég skrifaði þessa bók síðastliðinn vetur og vann hana frá grunni, þar með talið myndirnar, en töflur og þess háttar eru einkum fengnar frá finnskum starfsbræðrum. Það er fyllilega tímabært núna að þessi bók komi út því þeim fjölgar nú ört sem vilja afla sér réttinda til að aka mótorhjóli."
Er langt síðan þú varðst ökukennari? „Nei, það er nú ekki nema um ár síðan en mótorhjólin hafa fylgt mér miklu lengur. Við getum sagt að ég hafi 16-17 ára reynslu í akstri og meðferð mótorhjóla af flestum  stærðum og gerðum og hafa því af ýmsu að miðla til þeirra sem vilja læra að nota þessi skemmtilegu tæki og njóta þeirra."
 Bókin Bifhjól er 91 blaðsíða að stærð og kostar 2400 krónur. Báðar þessar bækur verða að sjálfsögðu skyldulesning þeirra sem læra á bíl og/eða mótorhjól en á það var bent við formlega útkomu bókanna að þær væru i rauninni jafnsjálfsögð lesning fyrir pabba og mömmu eins
og nemana sjálfa - og í rauninni hafa allir gott af að glugga í þessi fræði, jafnvel þeir sem telja sig bera af öðrum ökumönnum!
DV
7.8.1999
-SHH
 

1.8.99

Þetta er mitt (1999)

Honda C77 sem Sigga gerði upp
 ásamt eiginmanni sínum

Sigríður Benediktsdóttir á Akureyri nýtur þess að þeysast um á mótorhjóli.


Sigríður á Hondu C77 árgerð 1967 sem hún og maðurinn hennar, Stefán Finnbogason, gerðu upp í
sameiningu. Þótt það hjól sé eingöngu fyrir Sigríði þá eiga þau hjónin fleiri mótorhjól, tíu eða
ellefu í allt, og hjálpar Sigríður stundum manni sínum úti í bílskúr

26.7.99

Æðisgengin barátta

 Ragnar Ingi Stefánsson íslandsmeistari í motokrossi: 

Síðasta keppnin í Bílanaust-motokrossi fór fram um helgina og var bæði hörð og spennandi. Greinilegt var að allt skyldi leggja í sölurnar til að vinna Ragga sem hafði unnið öll moto í keppnum til þessa. Þeir sem veittu honum einna harðasta keppni voru þeir Reynir Jónsson, Viggó Viggóson, Þorvarður og Helgi Valur en allt kom fyrir ekki. Ragnar Ingi Stefánsson vann íslandsmeistaramótið með þvi að vinna öil moto nema eitt. í fyrsta moto var það Þorvarður sem var fyrstur eftir startiö en hann missti fljótt forystuna til Reynis sem hélt henni allt þar til tveir hringir voru eftir þegar Raggi náði honum. Voru þeir nánast samsíða allt í endamark og munaði ekki nema rúmri sekúndu á þeim. í
örðu motoi var það Helgi Valur sem var fyrstur í byrjun en svo snerist dæmið við og var þá Viggó

allt í einu fyrstur og svo Þorvarður, Reynir og loks Raggi. Hann náði reyndar að vinna sig upp í þriðja sæti en þetta moto var það eina á árinu þar sem hann varð ekki í fyrsta sæti. Viggó vann annað moto en Reynir varð í öðru sæti. 

Slasaðist lítillega í keppni

 Í öðru motoi varð Karl Lillendahl fyrir því óláni að detta í síðasta hring og verða undir næsta keppanda sem ók yfir hann. Karl slasaðist litið en um tíma leist mönnum ekki á blikuna og kom sér vel að sjúkralið skyldi vera statt á keppninni eins og alltaf.  Atvikið náðist á filmu hjá kvikmyndamanni Mótoriss og geta áhorfendur Stöðvar 2 virt það fyrir sér í þættinum Mótorsport annað kvöld.
 Í síðasta motoi var svo Ragnar fyrstur mest allan timann en á lokasprettinum upphófst  æðisgengin  barátta um fyrsta sætið milli hans, Viggós og Reynis sem voru aðeins 1-2 sekúndum á eftir honum. Náði Viggó fyrsta sætinu sem hefði getað skilað honum öðru sætinu í  íslandsmeistaramótinu hefði hann haldið þvi. Hann féll þó við í siðasta hring og datt um stund niður í þriðja sæti en náði svo öðru sæti eftir að Reynir datt í síðustu beygjunni, eitthvað sem hann fer að verða bráðum þekktur fyrir. Fóru leikar því í íslandsmeistaramótinu svo:
Ragnar Ingi Stefánsson 175 stig 
Reynir Jónsson 149 stig 
Viggó Viggósson 144 stig  

Dagblaðið 26.7.1999

23.6.99

Bannaður Krókur

- Ísland eina Evrópulandið sem bannar að bifhjól sé notað til dráttar 


Svona má aðeins gera sem uppstillingu til
 myndatöku á íslandi.  í öðrum löndum Evrópu
 má ferðast með aftanívagn aftan í mótorhjóli.
 Mynd DV-bílar
Í sjöunda kafla umferðarlaga vorra, um tengingu og drátt ökutækja, 62. gr., segir svo: „Við bifhjól og létt bifhjól má eigi tengja eftirvagn eða tengitæki." .
Með þessari einu setningu hefur ísland málað sig út í horn hvað varðar löggjöf um bifhjól því það er eina landið í Evrópu sem enn þá bannar drátt á bifhjöli í umferðarlögum sínum. Til skamms tíma var því svipað farið hjá frændum vorum í Danmörku en með hjálp Evrópusamtaka mótorhjólafólks,
FEMA, létu stjórnvöld þar sér segjast og voru helstu rökin þau að ekki væri hægt að banna akstur farartækis, sem skráð væri í öðru Evrópulandi og ætlaði að aka í gegnum landið með þess háttar tengibúnað. Á hverju ári koma hundruð ferðamanna til islands á mótorhjólum og spurning hvernig  yfirvöld myndu taka á því ef einhver þeirra væru útbúin á þennan veg. Búnaður þessi hefur verið prófaður og framleiddur eftir ströngustu stöðlum i Evrópu eins og TRRL í Bretlandi og TUV í Þýskalandi.

Nú er svo komið að Íslendingur einn, Eyjólfur Þrastarson að nafni, hefur látið útbúa Goldwing 1500 hjól sitt með þess háttar búnaði og heimsótti DV hann um daginn þegar hann var að máta tjaldvagn aftan i hjólið. Hjólið hans er vel búið til ferðalaga, 1500 mótorinn er sex strokka og gírkassinn með bakkgír. Það er á loftpúðafjöðrun að aftan þannig að hægt er að stilla það eftir burði. Einnig er það með búnaði eins og tölvustýrðum skriðstilli (cruisecontrol) og fullkomnum hljómflutningstækjum  sem hækka sjalfkrafa i tónlistinni þegar hraðinn eykst.  Eyjólfur segir að ekki sé mikill munur á að keyra það með eða án vagns því að vagnfestingin snúist á kúlunni og er því hægt að leggja því í beygjum eins og venjulega. Einnig er hægt að fá útbúnað á tengibúnaðinn sem er á snúningslið þannig að enginn munur sé á þessu. Hann hefur einnig keyrt nokkuð erlendis með fólki sem noti svona vagna að staðaldri og þar séu þeir notaðir til ýmissa hluta, eins og farangurskerra eða ískassi fyrir bjórinn.
Eyjólfur er ekki óvanur stórum farartækjum í sinni vinnu sem trukkabílstjóri enda hefur hann viðurnefhið „trukkurinn" meðal fésinna.
Við óskum „trukknum" alls hins besta í viðureign sinni við yfirvöldin.
 -NG

26.5.99

Snæfells Enduro

Þann 10. júlí næstkomandi verður haldinn þolakstur torfæruhjóla frá
Öndverðarnesi að Görðum. 

Samkvæmt heimildum DV verður hér um einn erflðasta þolakstur sumarsins að ræða, með varasömum leiðum sem hæfa helst reyndari ökumönnum. Til að gefa leikmönnum einhverja hugmynd um hvernig keppnin verður fylgir hér lýsing á sérleiðum hennar:
  Leið 1. Ræst verður við hálfvitann yst á Öndverðarnesi, einn keppandi í einu með einnar mínútu millibili. Þetta er hraður og skemmtilegur útafakstursslóði en varasamur á köflum, umgirtur manndrápshrauni þar til upp úr Skarðsvíkinni er komið.
  Leið 2. Gufuskálahraun, hægur kafli sem liggur með fjörunni, grýttur sandur og börð með hraunnibbum.
  Leið 3. Kumblahraun. Hraður og holóttur malarsandsslóði með grashólum og kumlum er líður á. Hjólin eru teymd yfir þjóðveginn hjá Gufuskálum.
  Leið 4. Mannadrápahraun. Það er mjög erfitt yfirferðar, stórgrýtt og gróft þannig að það verður að fará hægt yfir.
  Leið 5. Brennubreið. Hraður en mjór slóði sem breytist í mjög hraðan og breiðan veg þegar líður á. Á þessum kafla er ekið í gegnum tvö hlið, yfir tvær ár og eina brú.
  Leið 6. Mannabeinafoss. Mjög erfiður og fjölbreyttur kafli. Byrjar í brattri hlíð með slæmum, stórgrýttum hestaslóða sem hlykkjast upp með fossinum og efst er svo drullukafli. Skemmtilegur staður fyrir áhorfendur. Þá tekur við Þrælaleiðin en fram eftir henni er mjög illfært sem skánar þegar á líður.
  Leið 7. Jökulháls nyrðri. Mjög hraður og skemmtilegur kafli sem er lokaður fyrir aðra umferð.
  Leið 8. Aftökuhólar. Gripmikill moldarslóði með miklum loftköstum.
  Leið 9. Eysteinsdalur. Hraður vikurslóði sem endar á malarslóða og lækjarfarvegi. Að lokum er ekið niður í Móðuna sem er á og undir brú, eftir gamalli flugbraut og loks teymt yfir þjóðveginn upp undir Bárðarkistu Snæfellsáss og við Beruvík.
  Leið 10. Beruvík, Tröllatún og Hólahólar. Harðir, niðurgrafnir malarslóðar, lækjarfarvegir og tún.
  Leið 11. Dritvík og Arnarstapi.
Erfið leið á köfium og teyma þarf yfir þjóðveg á tveimur stöðum.
  Leið 12. Stapafell. Þar verður birgðabíll með bensín, verkfæri og varahluti fyrir keppendur. Aka verður svo með fram malbikuðum þjóðveginum að Jökulhálsi. Syðri hluti hans er hraður og brattur vikurslóði, allur í beygjum og brekkum, upp að Snæfellsjökli.
  Leið 13. Draugagilin. Ein erfiðasta leiðin sem skilur á milli fullsterkra og amlóða. í henni eru hllðar, urðir, skriður, skurðir, drulla, gil og lækir. Skipuleggjandi keppninnar kallar hana leiðina til andskotans.
  Leið 14. Valafell og Valavatn. Gamall slóði yfir Fróðárheiði með skorningum sem sjást seint. Teyma  þarf yfir þjóðveg.
  Leið 15. Búðaós að Görðum. Ekið niður lækjarsprænu undir brú niður að Búðaósi en þar tekur við 20 kílómetra sandfjara sem er sundurslitin af urðum og lækjum.
  Leið 16. Garðar, endamark. Þar verður mótið með aðstöðu og tjaldsvæði með öllu sem til þarf. Eins og sjá má er um skemmtilega keppni að ræða sem býður upp á mikið, hvort sem er fyrir keppendur eða áhorfendur. Heyrst hefur að hugsanlega verði einhverjir erlendir keppendur með en það verður bara að koma í ljós hvort peir þora og vilja. Eftir keppnina verður svo mót í Görðum þar sem menn geta hvílt lúin bein og skemmt sér fram eftir ef þeir hafa getu til. DV mun fylgjast með þessari keppni af athygli.

-NG
DV 28.5.1999

13.4.99

Þorsteinn Hjaltason fólkvangsvörður: Ekkert sem truflar


Þorsteinn Hjaltason, fólkvangsvörður í Bláfjöllum, þeysist um á snjósleðum og skíðum á veturna.


 Á vorin dustar hann rykið af Suzuki Intruder mótorhjólinu sínu sem hann keypti í fyrravor. „Draumurinn um að kaupa hjól hafði blundað lengi í mér," segir Þorsteinn. Hjólið, sem er svart og grænt, er 1500 cc. Hann segir að sérstók tilfinning vakni þegar hann þeysist um á vélknúna  mótorfáknum úti á landi.
„Þetta er eithvert frjálsræði. Maður er einn í sínum hugarheimi og það er ekkert sem truflar. Ég losna líka við spennu ef hún er fyrir hendi. Ef ég hjóla hins vegar í bænum er ég ákaflega upptekinn við umferðina því það má aldrei af henni líta." Þótt Þorsteinn hafi ekki keypt mðtorhjól fyrr en í fyrravor hefur hann haft próf á slíkan farkost í um 40 ár. „Ég vann til margra ára á bílaverkstæði lögreglunnar og sá mikið um viðhald og viðgerðir á mótorhjólunum í flotanum Þá lærði ég á mótorhjól."
Þorsteinn hefur viðrað hjólið tvisvar sinnum á þessu vori. Lokað var í fjöllunum annan í páskum og þá notaði hann tækifærið og sýndi sig og hjólið í Reykjavík og nágrenni. Ferðirnar eru þó stundum lengri. í fyrrasumar fór hann hringinn í kringum landið auk þess að fara aðra ferðir á Snæfellsnes og út á Reykjanes. Hann býst við að fara aftur hringinn í sumar. Konan hans situr stundum aftan
á og eru þau þá bæði i réttu göllunum - í leðursamfestingum og með hjálma. „Ég hef afskaplega mikla ánægju af þessu."
Þorsteinn kemst á eftirlaun eftir fjögur ár. „Ég vona að ég verði þá svo frískur að ég geti leikið mér meira. Ég á svo mörg áhugamál," segir fjallkóngurinn. Fyrir utan að sitja á mótorfákinum fer hann
mikið í ferðalög og stundar fjallgöngur.
-SJ
DV 13.04.1999

20.3.99

Mótorhjólin númer eitt, tvö og þrjú

Hilde B. Hunstuen er eigandi verslunarinnar Gullsport
og haldin ólæknandi Mótorhjóladellu
 

Í versluninni Gullsporti í Brautarholtinu tekur á móti mér ljóshærð stúlka, Hilde B. Hundstuen að nafni. Hún segist eiga þrjú mótorhjól, tvær kisur, páfagauk og kærasta. Hún er eigandi verslunarinnar og haldin ólæknandi mótorhjóladellu.  

Hilde kom til íslands frá Noregi árið 1992, þá tvítug að aldri. Hún hefur alla tíð haft áhuga á  mótorhjólum, en í Noregi varð hún að láta sér lynda að vera aftan á fákum bróður síns og frænda. Hilde þekkti engan á Íslandi þegar hún ákvað að koma hingað en segir að það hafi verið vinsælt í hennar vinahópi heima í Noregi að gera eitthvað öðruvísi en allir aðrir. Sumir fóru til Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands og Þýskalands en hún sá auglýsingu um að það vantaði au-pair til íslands og ákvað að slá til.
„Ég var hér í nokkra mánuði við að passa börn en fór svo heim til Noregs. Ég hafði þó eignast marga góða vini sem vildu endilega fá mig aftur til íslands og létu sig ekki muna um að útvega mér vinnu og húsnæði. Þegar ég hafði svo verið hér nokkurn tíma byrjaði ég með strák," segir  Hilde. Þar með voru örlög hennar ráðin

Enginn vildi stelpu í viðgerðarstarf 

„Ég vann á ýmsum stöðum, svo sem í Kjötmarki, í matvöruverslun í Hafnarfirði og í fiskvinnslu
úti á Granda. í tómstundum var ég alltaf að dunda mér í Hjólheimum við þetta helsta áhugamál mitt og fór síðan að vinna hér í Gullsporti. Ég eignaðist þó ekki verslunina fyrr en nú í janúar."
Það er nóg að gera en Hilde er ein í versluninni. Hún segist þó fá mikla aðstoð frá öllum sinum vinum, þeir skiptist á að koma og vera henni innan handar við afgreiðslustörf. Í sumar verður hún þó að ráða starfsmann því salan nær hámarki á sumrin.
 Fólk kemur með hjólin sín og Hilde gerir sitt besta til þess að selja þau. Einnig verslar hún með leðurgalla og ýmsa fylgihluti sportsins. Á verkstæðinu er hún síðan að undirbúa hjólin fyrir sumarið en getur þó bara verið þar eftir klukkan sjö á kvöldin þegar hún hefur lokað versluninni. Hilde segir að hún hafi lært með tímanum að gera við. Auk þess stundaði hún nám í hjólaviðgerðum í heilt ár í Noregi.
„Ég sótti um á átján stöðum úti en þar voru fordómarnir gríðarlegir," segir Hilde. „Mér var sagt að þeir vildu gjarnan ráða mig en ekki væri hægt að bjóða kúnnunum upp á að stelpa væri að gera við hjólin þeirra."

Á dagatal með berum strákum 

Hún gafst að lokum upp á þvi að sækja um störf í Noregi og kom til Íslands þar sem engum þykir undarlegt að hún sé að selja og gera við mótorhjól. Hilde fer líka allra sinna ferða á hjóli en hefur aldrei átt bíl. Hún viðurkennir að það sé stórhættulegt að vera á mótorhjóli í glæpsamlegri umferð höfuðborgarsvæðisins en segist klæða sig og aka samkvæmt þeim hættum.
Mótorhjólablöð liggja frammi í versluninni. Framan á þeim öllum eru fáklæddar eða óklæddar, íturvaxnar stúlkur sem halla sér nautnalega fram á vélfáka. Fer þetta ekkert í taugarnar á Hilde?
„Jú, þess vegna fékk ég mér svona," segir hún hlæjandi og dregur fram dagatal með fallegum hjólum og stæltum, olíubornum strákum. Líka fáklæddum.
En eru margar stelpur sem hafa áhuga á mótorhjólum? „Það er harður kjarni, segir Hilde. „Margar koma og fara en við erum fimm sem höfum verið í þessu í mörg ár. Hjá mér eru mótorhjólin áhugamál númer eitt, tvö og þrjú."

-þhs 
DV 20.3.1999