Endurfæddir mótorhjólamenn eru þeir sem áttu hjól fyrir mörgum árum, eignuðust síðan börn og buru og úti var ævintýri - alveg þangað til fuglarnir voru flognir úr hreiðrinu. Núna eiga þeir allt i einu pening og tíma til að leika sér með. Þá er hægt að láta drauminn rætast sem blundað hafði í þeim allan tímann - að fá sér mótorhjól og byrja að purra aftur. Með fjölgun þessa hóps innan mótorhjólafjölskyldunnar hafa umræður kviknað um hvort hann sé valdur að fleiri slysum en aðrir. Samkæmt nýjustu tölum frá Bretlandi er svo ekki. Það eru 35% minni líkur, miðað við ekna kílómetra, að þú lendir í slysi ef þú ert endurfæddur mótorhjólamaður og 25% minni líkur miðað við árið í heild. Þeir eru líka í minni hættu á að missa hjólin sín á hliðina eða slasa sig og gera síður kröfu á tryggingafélagið. Samkvæmt bresku könnuninni er endurfæddur mótorhjólamaður um 38 ára gamall, styttra en 12 mánuðir eru síðan hann byrjaði aftur að hjóla og minni hætta er á að þeir verði stoppaðir af lögreglunni.
Prófið hvorki fugl né fiskur áður fyrr
Skyldi það sama nú eiga við hér á íslandi? Fyrr í sumar var það í umræðunni að þessi hópur væri nokkuð tjónfrekur og Bifhjólasamtök lýðveldisins bentu á það. í Bretlandi eru þeir endurfæddu duglegir við að taka framhaldsnámskeið og hafa um það bil 20% þeirra farið í gegnum slíkt. Fyrir það fá þeir lika lækkun á sínum iðgjöldum enda hafa kannanir sýnt að þeir sem fara á þessi námskeið séu í mun minni hættu að lenda i slysum en aðrir. Margir fengu í raun enga kennslu og fengu mótorhjólaprófið gefins með bílprófinu á meðan réttindalöggjöfm var þannig. Þangað til fyrir nokkrum árum var mótorhjólaprófið þannig að viðkomandi tók 1-2 tíma hjá ökukennara og fór svo ípróf sem hvorki var fugl né fiskur. Reyndar hefur mikil breyting orðið á síðustu árum og prófin orðið mun erfiðari og krefjandi. Við fengum nokkra endurfædda mótorhjólamenn í viðtal og spurðum þá um þeirra reynslu af sportinu og hvað hafi orðið þess valdandi að þeir komu að því aftur.
Tók sér frí í aldarfjórðung
Óðinn Gunnarsson járnsmiður: „Ég tók prófið 1972 en hafði þá verið á skellinöðrum síðan 1961. Fyrsta stóra hjólið var gamalt BSA en fyrsta alvöruhjólið var Triumph 500 Daytona sem ég notaði mikið. Ég þvældist um allt á þessu bjóli, fór Vestfirði og þá yfir Steingrimsfjarðarheiði sem þá var bara varðaður vegarslóði. Við fórum mikið saman, ég og Gústi (Ágúst Hálfdánarson í Glertækni). Eitt sinn ætluðum við í ævintýraferð upp á hálendi og lögðum af stað á mánudegi. Við fórum upp aðLærði hjá Sigga Palestínu
Draumurinn er svo að fara erlendis á því ef að konan kemur með."
-NG
DV
16.10.1999