21.10.99

Með tengdapabba á mótorhjóli

Þeir hafa sama tónlistarsmekk og eiga sömu áhugamál. Og eiga saman mótorhjól, Gunnar og Gestur Einar hjóla á Kawasaki


„Aldur er afstæður í mótorhjólamenningu og það er enginn of gamall til þess að eignast hjól," segir Gunnar Sverrisson, Ijósmyndari Fróða á Akureyri. Nú í sumar lét hann gamlan draum rætast og
keypti sér mótorhjól, en það gerði hann í félagi við tengdaföður sinn, Gest Einar Jónasson, útvarpsmann á Akureyri. Gamall draumur Gests var einnig að eignast hjól. „Alla stráka dreymir um að eignast mótorhjól, mig dreymdi um skellinöðru þegar ég var strákur en hætti síðan við að kaupa hana þegar ég mátti. En draumurinn bjó alltaf í brjóstinu," segir Gestur.

Skemmtilegt hippamórorhjól


Um tuttugu ár skilja þá Gunnar og Gest að í aldri. Gunnar er tæplega þrítugur og Gestur verður fimmtugur að ári. „Við erum góðir vinir. Við höfum sama tónlistarsmekkinn og þar er ég að tala um
lög eins og ég spila gjarnan í þættinum Með grátt í vöngum og eigum einnig sameiginleg áhugamál, eins og mótorhjól," segir Gestur. Þeir félagar fóru á liðnu vori saman í mótorhjólapróf hjá Kristni Erni Jónssyni, ökukennara á Akureyri, sem er æskuvinur Gests, og segir Gestur að á námskeiðinu hafi hann ekki einasta lært á mótorhjól, heldur hafi hann einnig lært umferðarreglurnar uppá nýtt. Og sé fyrir vikið líklega betri bílstjóri en hann var.
Mótorhjólið sem þeir Gunnar og Gestur keyptu sér er af gerðinni Kawasaki 454 og er með 450 rúmsentimetra mótor. „Þetta er skemmtilegt hippamórtorhjól, með háu stýri og maður situr beinn
í baki á því. Þetta finnast mér miklu skemmtilegri hjól en keppnishjólin, sem maður situr boginn á og er alltaf að reyna að þenja sem hraðast. Þetta er hæfilega kraftmikið hjól, en hver veit nema að við fáum okkur seinna Harley Davidsson," segir Gunnar.

Frelsið er í núinu


„Mér finnst afar gaman að fara út að hjóla," bætir Gunnar við, „enda eru aðstæður til þess góðar hér fyrir norðan. Skemmtilegast þótti mér hinsvegar að hjóla þegar ég var með unnustu minni, Höllu Báru, í Tosca-héruðum ítalíu nú í sumar. Þar leigðum við okkur hjól og fórum víða um, á  stuttbuxunum í þrjátíu stiga hita. Við þessar aðstæður skilur maður svo vel hvað þetta er stórkostlegur ferðamáti og frelsið mikið." Gestur tekur undir orð Gunnars um frelsið. „Ég er sjálfur einkaflugmaður og mér finnst þetta að sumu leyti ekki ósvipað. Á mótorhjólinu getur maður farið út fyrir alfaraleiðir og eins á flugvélinni. Maður hjólar eða flýgur þangað sem maður ætlar sér."

Kærkominn sumarauki


Blíðviðri hefur verið ríkjandi á Norðurlandi að undanförnu og það er mótorhjólamönnum sem og öðrum afar kærkomið. Gunnar og Gestur hafa notað þetta tækifæri og hafa víða hjólað, meðal annars um götur Akureyrarbæjar og suður um Eyjafjarðarsveit. „Það er Ijúft að geta leikið sér á mótorhjólinu nú seinnipartinn í október. En síðan kemur vetur, hjólið fer inn í skúr og verður ekki tekið út aftur fyrr en í maí næsta vor. Eg er strax farinn að hlakka til þess," segir Gunnar Sverrisson.
-SBS.
Dagur 21.10.1999