Karen Gísladóttir var stigahæst í flokki mótorhjóla að 750 cc eftir sumarvertíðina í kvartmílu. Akstursíþróttafólk hélt glæsilegt lokahóf í Stapa s.l. laugardagskvöld, þar sem Karen fékk forláta verðlaunagripi afhenta fyrir góðan árangur
Byrjaði í sumar
Þrjú kvartmílumót voru haldin í sumar og vann Karen helsta keppinaut sinn á tveimur mótum af þremur. „Ég byrjaði að æfa í sumar en er búin að keyra mótorhjól í nokkur ár", segir Karen. Þrátt fyrir að vera keppnismanneskja á mótorhjólum er Karen nýbúin að selja hjólið sitt en keyrir núna um á hjóli kærastans, Kawasaki ZX 600 R95.Undirbúningurinn
En hvernig undirbýr Karen sig fyrir mót? „Ég fer út á braut og reyni að taka almennilega af stað þannig að ég missi hjólið ekki útí spól. Ég æfi mig lfka stundum með því að vera fremsti maður á umferðaljósum og taka af stað", segir Karen og bætir við að það sé sennilega ekki heppileg æfingaraðferð en segir hana þó ekki vera mjög hættulega.Konur á mótorhjólum
Karen segist hafa verið eini kvenkynskeppandinn á öllum mótunum í sumar, að einu móti undanskyldu, en þá tók ein stúlka þátt auk hennar. „Ég vona að það verði meira af stelpum á mótunum næsta sumar", segir Karen. En hvers vegna eru svo fáar stelpur í þessu sporti? „Eg held að þetta sé af mörgum álitið vera karlasport, en við getum þetta alveg jafn vel og þeir", segir Karen ákveðin. Hún segist þó hafa orðið vör við aukinn áhuga hjá stelpum á akstursíþróttum „enda er alveg æðislegt að eiga hjól og fara út að keyra í góðum veðrum."Strákarnir eru hvetjandi
En hvernig taka strákamir því að kvenmaður sigri þá í kvartmílu? „Strákamir hafa tekið mér mjög vel og eru mjög hvetjandi. Kærastinn minn er líka á kafi í þessu, vann m.a. götuspyrnuna á Akureyri s.l. sumar.", segir Karen. Hún viðurkennir þó að hafa verið að guggna á þessu öllu saman um mitt sumarið en tekið sig saman í andlitinu og haldið áfram.Góður félagsskapur
Karen segir félagsskapinn sem myndast í kringum mótorhjólin vera mjög skemmtilegan. „Það myndast alltaf ákveðinn kjami sem hjólar og skemmtir sér saman", segir Karen og tekur fram að í slfkum félagsskap sé alls konar fólk.Með bíladellu
Karen eyðir tíma sínum í fleira en mótorhjólaakstur því hún segist vera forfallin bíladellumanneskja. „Ég hef líka áfiuga á likamsrækt, að vera með skemmtilegu fólki og á öllu sem viðkemur hjólum", segir Karen. Hún hefur líka fundið sér starf við hæfi því hún vinnur í varahlutadeild Heklu og unir hag sínum þar vel. „Eg er reyndar eina stelpan í þeirri deild en ég er alltaf að læra eitthvað nýtt í vinnunni og svo er félagsskapurinn lfka svo skemmtilegur", og aðspurð segist hún stefna að því að verða amma á mótorhjóli.
Víkurfréttir
2.11.1999
2.11.1999