1.8.99

Þetta er mitt (1999)

Honda C77 sem Sigga gerði upp
 ásamt eiginmanni sínum

Sigríður Benediktsdóttir á Akureyri nýtur þess að þeysast um á mótorhjóli.


Sigríður á Hondu C77 árgerð 1967 sem hún og maðurinn hennar, Stefán Finnbogason, gerðu upp í
sameiningu. Þótt það hjól sé eingöngu fyrir Sigríði þá eiga þau hjónin fleiri mótorhjól, tíu eða
ellefu í allt, og hjálpar Sigríður stundum manni sínum úti í bílskúr
við að gera upp og pússa.

Ég hafði engan áhuga á mótorhjólum áður _ en ég kynntist eiginmanni mínum...," segir Sigríður. „...og ég hafði heldur  aldrei velt því fyrir mér að ég ætti eftir að fá einhvern áhuga." Það átti eftir að breytast því þegar hún kynnist Stefáni átti hann tvö mótorhjól, Hondu CBR og lítinn „dverg". Um leið og hann fór að keyra um með Sigríði á hjólinu smitaðist hún af mótorhjóladellu sem hún hefur verið með síðan. Fékk hóflega dellu „Ég fékk mjög hóflega dellu og þykir alvega rosalega gaman að ferðast um á
mótorhjóli. Við Stefán fórum fyrir allmörgum árum síðan á flakk um Evrópu á  mótorhjóli, ég aftan á, og mig langar mjög mikið til að endurtaka það. Það er hins vegar erfitt þar sem við erum komin með tvö börn." Krakkarnir eru áhugasamir um áhugamál foreldranna og biðja  gjarnan um það að fá að fara einn rúnt. Það er Stefán sem sér um þá deild en Sigríður segist ekki vilja
fara með þau. Þegar Evrópuferðin var farin á Hondu CBR voru einungis til tvö mótorhjól á heimilinu. I dag eru þau orðin miklu fleiri og þegar Sigríður er spurð um fjölda hjóla er hún ekki alveg viss  heldur telur í bílskúrnum tíu eða ellefu hjól í þeirra eigu. Þar á meðal er hennar hjól sem hún er ákaflega stolt af, en það sker sig úr þar sem það er skærrautt og frekar gamaldags í útliti. Óneitanlega glæsilegt. Litli „dvergurinn" er þarna í einu horninu en Sigríður hefur töluvert notað hann og vakið at hygli fyrir enda hjólið minna en menn eiga að venjast. Annan „dverg" er verið að gera upp í  felulitunum og er hann ætlaður fyrir Finnboga, soninn á heimilinu, til að nota í sveitinni. Æðislegur ferðamáti En hvað fannst Sigríði spennandi við mótorhjólin þegar þau voru kynnt fyrir henni í upphafi? Hún er ekki í vafa þegar hún svarar: „Það var krafturinn. Ég var rosalega hrædd við hann fyrst og vildi alltaf halla mér í öfuga átt í beygjum miðað við það sem ég átti að gera. En þegar
maður gat farið að slappa af þá reyndist þetta alveg æðislegur ferðamáti." Þar sem Sigríður á gamalt mótorhjól þá er hún félagi í Gamlingjunum, klúbbi þeirra sem eiga slík hjól. Stefán er hins vegar
í Sniglunum og ákváðu þau að vera í sitt hvoru félaginu og skipta þessu. í upphafi var Sigríður
mikið með Stefáni í því að gera upp hjól og hún var t.d. alfarið með honum í því að gera upp Honduna sína. Það fór mikill tími í það sem hún sér ekki eftir, en eftir að börnin komu í heiminn gafst
sjaldnar tími til að skreppa út í bílskúr. í dag kemur fyrir að hún hjálpi Stefáni vanti hann aðstoð en hann er töluvert mikið í því að gera  upp mótorhjól. „Ég gríp í þetta þegar ég vil að hann klári eitt verkefni til að komast í annað. Ég get gripið í ýmislegt en ég er ekki í því að setja saman. Mitt
verk er aðallega að pússa álið, ná fram gljáa, og ég sá um þá hlið á mínu hjóli,"
segir hún og bætir við að erfitt hafi verið að pússa blöðkurnar á því.  Nota hjólið of lítið Þegar Sigríður er spurð að því hvaða hjól henni þyki skemmtilegast að nota segist hún eingöngu nota sitt hjól og stundum fari hún á „dverginn". „Við keyptum einu sinni klessta Hondu 600 CBR sem ég ætlaði nú aldeilis að flotta mig á og  nota. Við seldum hana síðan því mér fannst miklu betra að vera bara á mínu hjóli sem kemst upp í 120 km hraða. Hitt var alltof kraftmikið fyrir mig. Mér finnst ég
líka verða að ná almennilega niður annars er ég rög við að keyra um á hjólunum." Sigríður segist
ekki keyra nema um 100 km á ári í allt þannig að hún noti hjólið of lítið. Hún skreppi þó einstöku  sinnum fram á Svalbarðseyri til foreldra sinna á mótorhjólinu en hún sé lítið á því innan bæjar. „Ég tími varla að vera á því ef eitthvað kæmi fyrir því við erum búin að leggja svo mikla vinnu í þetta. Það er samt eingöngu við sjálfa mig  að sakast að ég skuli ekki nota hjólið meira og þykjast ekki hafa tíma til þess. En núna er ég bíllaus og það er aldrei að vita nema ég taki oftar fram hjólið ef ég þarf að skreppa eitthvað," segir Sigríður sem myndi sóma sér vel á götum Akureyrar.

Vikan 61 árg 1999 11 tb