Ólík sporthjól með mismunandi áherslum
Í erlendum mótorhjólablöðum eru nýjustu módel af svipaðri stærð oft prófuð saman og kallast það þá „Shoot-out." Hér prófum við tvö mótorhjól á svipuðum tíma og birtum í einni grein en-þó ekki með svoleiðis samanburð í huga enda hjólin ólík. Bæði tilheyra þau þó hópi sporthjóla en eru mismunandi að stærð og henta til mismunandi aksturs.
Honda CB600F Hornet er létt sex hundruð rúmsentímetra götuhjól sem gaman er að keyra, enda vinsælt í Evrópu, og þar keppa menn gjarnan á þeim í sérstökum brautarkappakstri. Hjólið byggist líka að miklu leyti á öðrum hjólum úr framleiðslulínu Honda, til að mynda er vélin sú sama og i CBR 600 F og dekk og felgur eins og á CBR 900 RR. Vélin er aðeins öðruvísi stillt en í CBR,
Bremsur og fjöðrun í Fazer eru af sömu gerð og í Rl og skila sínu. |
Sportlegt í akstri
Hjólið er létt, aðeins 176 kíló og því mjög viðráðanlegt í akstri. Aflið er líka gott og það er með besta hlutfall afls og þyngdar í sínum flokki, flokki nakinna sporthjóla af minni gerðinni. Hnakkurinn er frekar harður og mjór sem hentar vel í keppnisakstri en kannski ekki til lengdar. Stýrið er létt og nákvæmt og hjólhafið lítið svo það er snöggt í beygjurnar. Frambremsan er mjög öflug og eftir að hafa keyrt hjólið í smátíma notar maður ekkert nema hana, enda er afturbremsan lítil og gerir lítið til að stoppa hjólið. Þar sem hjólið er nakið tekur það nokkurn vind á sig og ökumann og því hætt við að það þreyti hann á langkeyrslu. Hann getur þó hvílt sig reglulega við bensínáfyllingar þar sem tankurinn er í minna lagi, tekur aðeins 16 lítra. Það má því segja að Hornet sé hörkuskemmtilegt aksturshjól, ekki síst á braut, en henti síður til aksturs á landsbyggðinni.Vatnskassinn tekur sitt pláss enda vel falinn á CBR 600 hjólinu sem vélin er ættuð úr. |
Yamaha FZS 1000 Fazer
Kostir: Áseta, tog í öllum gírum, fjöðrun, klukka
Galfar: Vindhlíf of lítil og hóvaðasöm, rásar aðeins ó möl.
Yamaha FZS 1000 Fazer er hjól handa þeim sem vilja kraft án áherslu á hraða. Í því er sami mótor, bremsukerfi og grind og í hinu vinsæla R1 og er það næstum jafnöflugt, aðeins örlítið öðruvísi tjúnað með tilfæringum á loftinntaki og pústi. Einnig er stærri sveifarás og öðruvísi kveikja og því ekki sami sprengikraftur og í Rl en hrikalegt tog, nánast hvar sem er á snúningssviðinu. Auðvelt er að keyra stóra Fazerinn þrátt fyrir aflið. Það er aðallega þyngdin sem gerir það hófsamara en Rl, það er 19 kg þyngra en Fazer 600, 33 kg þyngra en Rl en samt léttasta hjólið í sínum flokki.
Vélin í Fazer-hjólinu er sú sama og notuð er í Rl , með litlum breytingum, og skilar miklu og góðu togi. |
Hentar vel tll lengri ferða í akstri tekur maður fyrst eftir miklu togi frá vélinni og skiptir þá litlu í hvaða gír og hvaða snúningi sem gerir það að verkum að það höktir nánast aldrei. Það hefur alltaf afl, jafnvel þótt ört sé skipt upp um gíra. Sætið er frekar mjúkt og vel formað og hentar því betur til langkeyrslu. örlítill titringur er í handföngum og fótpinnum á vissum snúningi en það er dæmigert fyrir fjögurra strokka Yamaha götuhjól og menn löngu hættir að láta það skipta sig einhverju máli. Tankurinn er 21 lítra sem dugar nokkuð vel til langferða, fótpinnar og stýri frekar ofarlega fyrir upprétta setu og situr ökumaður frekar hátt á hjólinu. Eini gallinn við hjólið á langkeyrslu er lítil vindkúpan sem gerir lítið til að sinna hlutverki sinu og þarf ökumaður að þola vind á höfuð og axlir. Einnig gnauðar frá henni á vissum hraða og glamur er einnig merkjanlegt, sem bæta mætti úr með því að setja gúmmífóðringar á festingar. Með þeim breytingum er hjólið frábært til langferða, jafnvel á meginlandinu og hefur þann kost að vera hófsamara en mörg sporthjólin í akstri, án þess þó að vera það, því ef menn vilja nota kraftinn er hann til staðar. -NG
Í mælaborðinu er stafrænn hraðamælir og klukka sem er mjög þægilegt að hafa á langferðum. |
Ryðfrír hljóðkúturínn liggur hátt í grindinni og setur sinn svip. |
Mælaborðið á Hornet er einfalt en með öllum nauðsynlegum mælum eins og snúningshraðamæli. |