31.3.01

Stærsta mótorhjól í heimi orðið að staðreyndMótorhjól í svokölluðum hippaflokki hafa alltaf verið að stækka og það stærsta í dag er Honda VTX 1800. 


Kaupendahópurinn að þessum gerðum hjóla hefur einnig vaxið mest og því ekki að furða þó
framleiðendur hafi lagt mikla áherslu á að kynna ný hjól. Meira að segja BMW kom með hippa fyrir nokkrum árum sem vakti verðskuldaða athygli. Vél í þessum stærðarflokki hefur ekki sést í hippa áður. Meira að segja útblástursventlarnir eru stærri en í P-51 Mustang-flugvél eða 45 mm. Það er með stærstu strokka sem sést hafa í mótorhjóli, heila 10 sentímetra í þvermál en það er sama stærð og í 400 Chevy. Til að minnka hættu á titringi i svona stórum mótor er sveifarásinn 20 kíló.
 Þetta hjól varð fyrst til sem tilraunaútgáfa árið 1995 og hét þá Zodia. Það notast við beina innspýtingu og stenst  mengunarlöggjöf fyrir árið 2008 í Kaliforníuútgáfunni en annars 2004 í Evrópuútgáfu. Púströrið er í sama stærðarflokki og annað í hjólinu og það ér með fimm gíra kassa. Notast varð við drifskaft til þess að ráða við snúningsvaegið í mótornum Til þess áð stoppa öll 319 kílóin setti Honda i það samtengt bremsukerfi sem hefur verið þróað lengi. Ef togað er í handbremsu tekur hún aðeins í að framan en fótbremsa virkar á báða öxla. Þegar stigið er á hana notast hún aðeins við einn stimpil af  þremur í frambremsunni. Þetta er haft svona vegna þess að þeir sem keyra hippa virðast frekar nota afturbremsu en frambremsu, að sögn Honda. Hraðamælirinn sýnir 240 km og eflaust er góö og gild ástæða fyrir því. Honda ætlar að bjóða upp á mikið safn aukahluta í VTX, fyrir þá sem vilja setja sitt persónulega mark á hjólið. Honda umboðið á Islandi er að skoða það að flytja svona hjól inn sem verður þá fáanlegt um mitt sumar.
-NG
DV 31.3.2001