24.10.98
Hörð keppni í enduro í sumar
Akstursíþróttir hafa á undanfómum árum notið sífellt meiri vinsælda meðal landans og eiga þar stóran þátt sjónvarpsþættirnir Mótorsport.
Í sumar byrjaði enn ein akstursíþrótt sem ekki hefur verið keppt í áður til íslandsmeistara og er það
enduro (þolaksturskeppni) og er þar keppt á torfærumótorhjólum. Keppnin er í raun bæði ratkeppni og kappakstur. Keppnisbrautin er valin og ekki máæfa sig í brautinni fyrir keppni. í brautina eru sett mörg hlið og ef sleppt er hliði reiknast 10 mínútur í refsingu svo að ökumenn verða að gæta þess að aka brautina rétt.
Fyrir keppni er ekið með alla keppendur í hring í fyrirhugaðri keppnisbraut til að þeir læri að aka
brautina rétt og sjái þær hættur sem leynast í henni. Þegar keppni hefst er hjólunum raðað í beina línu
og standa ökumennirnir 20 metra fyrir framan hjólið sitt. Þegar keppendur eru ræstir hlaupa þeir
af stað 1 átt að hjóli sínu, setja í gang og bruna af stað inn á brautina. Brautirnar í sumar voru 40 til 80
kílómetra langar og ekið er í einni lotu.
Fyrsta keppnin var ekin í maí við mynni Jósepsdals og var sú braut 7,3 km á lengd. Eknir voru 6 hringir, eða alls 44 kílómetrar. Það var Viggó Viggósson sem sigraði á timanum 1.02.26 með meðalhraða upp á 42 km á klst.
Önnur keppnin fór fram við Ketilás í Fljótum og var haldin í tengslum við landsmót Sniglanna. Brautin þar var 5,9 km á lengd og voru eknir 7 hringir eða alls 41 kilómetri. Sigurvegari þar varð Þorvarður Björgúlfsson á tímanum 1.02.28 með meðalhraða upp á 39 km/klst. og var hann aðeins 6 sekúndum á undan næsta manni sem var Reynir Jónsson.
Þriðja og síðasta keppnin í sumar fór fram 26. september við Húsmúlarétt. Fyrir þá keppni voru fjórir keppendur sem allir gátu orðið Islandsmeistarar eins og sjá má á töflunni til hliðar.
Það var því ljóst að keppnin myndi verða hörð á milli fjórmenninganna. Þegar keppnin hófst var það Einar sem náði forystunni en fast á eftir honum kom Þorvarður. Einar datt og tafðist við það i nokkrar mínútur og Þorvarður var svo óheppinn að drepa á hjólinu í fyrsta hring, sem var 20 km, og áttu þeir nú eftir 3 hringi. Viggó náði forystunni og staðan hélst þannig alla keppnina: Viggó fyrstur, Einar annar og Þorvarður þriðji. Viggó sigraði á tímanum 1.31.39 og Einar varð annar á tímanum 1.32.59. Þorvarður varð í 3. sæti með tímann 1.36.48 eftir lengstu og erfiðustu endurokeppni sem haldin hefur verið i ár. Viggó var með 52 kílómetra meðalhraða á klukkustund í keppninni en reynt er að leggja brautirnar þannig að meðalhraði fari ekki upp fyrir 60 kílómetra á klukkustund.
DV
24.10.1998
https://timarit.is/
20.10.98
Riddari Alþingis
Rennur af stað ungi riddarinn / rykið það
þyrlar upp slóð..." orti skáldið einhverju sinni um riddara götunnar,
þann sem „geystist um á mótorfák" og gerði
ungar dömur veikar af þrá.
Guðni Ágústsson
alþingismaður hefur sjaldnast verið talinn til
þess hóps manna sem stunda slíkt, enda hefur hann aldrei á mótorhjól sest né klæðst
leðri. Öllu algengara er að sjá hann í einkennisklæðnaði alþingismanna á jakkafötum og
skyrtu með bindi. Guðni fékst engu að síður á
að mæta í töffaraverslunina Gullsport og
skipta um ham.„Auðvitað átti ég mér
þann draum sem
strákur að svífa með
ástina mína fyrir
aftan mig eitthvað
út í náttúruna. Ég
hef hins vegar
aldrei þorað að fá
mér hjól eða vera i
fötum eins og þessum. Það eru hins
vegar tveir alþingismenn sem eiga
mótorhjól, þau
Árni Johnsen og
Siv Friðleífsdóttir,"
segir Guðni þegar
hann er að klæða sig
í leðrið sem er alls
ekki létt verk fyrir óvanan
mann . Mótorhjólamenn segja þó að leður sé
ómissandi öryggistæki þar eð
margir útlimir hafi bjargast þegar menn detta
af hjólunum en það
hendir víst allt of oft.
Guðna líður vel í gallanum þó að hann
kvarti yfir því að
hann sé heldur
þungur og óþjáll.
Hann líkir sjálfum sér
við vélmenni og á þá sjálfsagt
við vélmenni af Terminator-gerð.
Enda er samlíkingin alls ekki svo fjarri lagi.
Guðni segist alls ekki geta hugsað sér að breyta um lífsstíl og heldur að það þurfi meiri ofurhuga en sig til þess að söðla um á svo afgerandi hátt. -þhs
Riddari Alþingis
https://timarit.is/files/12753693
Smygl á Mótorhjóli
https://timarit.is/files/12757345
Reynsluakstur SLR
https://timarit.is/files/12702571
22.8.98
Tórðu til að tæta - tættu til að tóra!
Harley Davidson 95 ára
Goðsagnablær bandarísku mótorhjólanna Harley-Davidson jaðrar við klisju. Geir Svansson komst þó að því að hún er ekki innantóm og að á Íslandi er til fólk sem lifir sig inn í hana.
MÓTORHJÓL eru ekki
bara eitt helsta karlmennskutákn aldarinnar
heldur líka og einkum
tákn fyrir frelsi og uppreisn gegn
borgaralegum gildum. Ímynd ístöðulausa uppreisnarmannsins á 6. og 7.
áratugnum, t.d. í holdgervingu
James Deans (Rebel Without a
Cause), Marlon Brando (The Wild
One), og Peter Fonda og Dennis
Hooper í Easy Rider, er ekki fullkomin án mótorhjólsins. Hjólið er
andstæða fasteignarinnar og allra
skuldbindinga, lykill að frelsinu en
líka afsökun og ávísun á eirðarleysi.
En útlaginn getur ekki setið hvaða
hjól sem er. Hvort sem ofantaldir
kappar hafi setið sömu gerð mótorhjóla eða ekki er samt víst að í goðsögninni og í hugum flestra er það
ein tegund sem kemur upp í hugann
þegar á þá er minnst: Harley-Davidson, erkitákn amerískrar einstaklingshyggju.
Ern öldungur
Harley-Davidson mótorhjólið er næstum jafnaldra öldinni og á 95 ára afmæli í ár. En-Davidson-bræðurnir, William D, Walter og Arthur og vinur þeirra, William S. Harley settu saman fyrsta mótorhjóiið árið 1903, í skúr í bakgárði Davidson fjölskyldunnar tMilwaukee.Öldungurinn er ern þrátt fyrir aldur og hefur frægðarljómi hans sjaldan verið sterkari en einmitt í dag. Hann hefur reynt ýmislegt um dagana. Uppgangur í árdaga var mestur í fyrri heimsstyrjöldinni en kreppan mikla, á fjórða áratugnum, reið honum næstum að fullu. Af yfir eitthundrað fyrirtækjum lifðu aðeins tvö: Harley-Davidson og Indian mótorhjólafyrirtækið.
Annað uppgangstímabil varð í seinna stríði en Harley-Davidson framleiddi meira en 90 þúsund hjól fyrir bandamenn. Árið 1953 lagði Indian fyrirtækið upp laupana og var þá Harley-Davidson eini mótorhjólaframleiðandinn á bandarískum markaði. Upp úr þessu varð HarleyDavidson hjólið óumdeildur konungur götunnar og heldur þeim titli enn.
Vinsældir myndarinnar The Wild One, með Marlon Braindo í hlutverki mótorhjólatöffara sem setur allt á annan endann í litlu þorpi ásamt mótórhjólagengi sínu, kom þeirri hugmynd inn hjá venjulegu fólki að mótórhjólafólk væri „útlagar" og illvirkjar upp til hópa. Svarti leðurjakkinn og buxurnar urðu á sama tíma ekki eingöngu tískumerki heldur órækt tákn ákveðins lífsstíls.
Þessar hugmyndir hafa loðað við síðan og hefur íslenskt mótorhjóiafólk ekki farið varhluta af því. Atök Heljarengla og Bandíta á Norðurlöndum og einkum í Danmörku hafa svert önnur mótorhjólasamtök í álfunni og einnig hér heima.
Ógrundaðar sögusagnir um tengls og ítök Heljarengla hérlendis koma upp annað veifið og slíkar getgátur hafa jafnvel birst í blöðum. En hvað sem meintum tengslum einstakhnga við erlend glæpasamtók líður þá eru viðlíka vangaveltur, alhæfingar og sleggjudómar afar óréttlátir gagnvart heiðvirðu hjólafólki lýðveldisins.
Goðsagnir og staðreyndir
Ekki verður fram hjá því litið að
ofangreind atriði, útlegð, uppreisn,
eirðarleysi og andfélagsleg hegðun,
eru þættir í goðsögninni sem fylgir
mótorhjólalíferni eins og skuggi og
Harley-Davidson hjólinu kannski
sérstaklega. En þó goðsögur séu
lífseigar og geymi í sér sannleikskorn er ekki þar með sagt að þær standist tölfræðilega skoðun í veruleikanum. Þannig hafa kannanir í
Bandaríkjunum sýnt að hinn dæmigerði Harley-Davidson eigandi þar í
landi er rúmlega fertugur karlmaður
með um 5 milljónir í árstekjur, eða
ríf 400 þúsund á mánuði, og notar
hjólið til tómstunda en ekki tómhyggjulegra uppreisna. Og er þá fokið í flest skjól fyrir uppreisnarsegginn rótlausa og Heljarengilinn ógurlega!
Sennilega verður þessi mynd
raunsannari á íslandi með hverju
góðærinu. Undanfarin misseri hafa
t.d. þó nokkrir nafntogaðir forstjórar
stórfyrirtækja í yngri kantinum
eignast Harley-Davidson mótorhjól.
Liggur við að hægt sé að tala um
eins konar „forstjóratísku" í þessu
sambandi. Þar sem forstjórar á íslandi eru eflaust alþýðlegri en
kollegar þeirra erlendis er eins víst
að þeir tilheyri Bifhjólasamtökum
Lýðveldisins og hjóli með þeim um
helgar. Sem hópur skera þeir sig þó
úr að þvi leyti að þeir keyra um á
nýjum eða nýlegum árgerðum hjólanna hérlendis en það er ekki á allra
færi þar sem Harley-Davidson hjólin
eru rokdýr.
Á vettvang
En ofangreindar upplýsingar fengnar úr bók gefa lítið til kynna um hinn raunverulega „mótorhjólatöffara", hvað það þýðir þegar mótorhjólið er ekki bara tómstundagaman heldur lífsstíll. Til þess að fá nasasjón af því fór undirritaður á vettvang og ræddi við tvo íslenska Harley-Davidson eigendur sem „tóra til að tæta" og „tæta til að tóra" svo notuð sé heldur groddaraleg þýðing á Harley-Davidson mottóinu: „Live to ride. Ride to live."
Gunnar Þór Jónsson, kallaður Gunni í Gullsport, er 32 ára gamall sérfræðingur í mótorhjólum. Mér verður á að spyrja hann hvenær hann hafi byrjað á dellunni og fæ fyrirsjáanlegt svar: „Þetta er ekki della, heldur lífsstfll," segir Gunni með ýktum áherslum og brosir að klisjunni sem hann var að láta út úr sér. En klisjan á samt við rök að styðjast. Að minnsta kosti í hans tilviki.Hann byrjaði að dytta að mótorhjólum 11 ára gamall. „Pabbi gaf mér snemma hjól en til að halda aftur af mér var það allt í pörtum. Hann vonaðist til að ég væri endalaust að vinna í því svo ég kæmist ekki á götuna. Það dugði ekki til því eftir tvær vikur var ég farinn að fræsa göturnar."
Gunni byrjaði fyrir alvöru að vinna í hjólum árið 1989. Árið 1995 byrjaði hann svo að vinna á verkstæðinu í Mótorhjólaversluninni Gullsporti. Hann segist hafa átt alls konar mótorhjól í gegnum tíðina og prófað allt sem hægt er að prófa í þeim efnum. Harley-Davidson eignaðist hann ekki fyrr en seint og síðarmeir. „í gamla daga gat maður ekki hugsað sér að eiga Harley-Davidson. Maður gerði grín að þessum köllum sem voru alltaf skítugir úti í vegarkanti að gera við. Manni fannst Harlinn þungur, máttlaus og svo komst hann ekki hratt. Núna, eftir að maður er búinn að kynnast hjólinu, hefur maður komist að raun um að það besta við hjólið er að það er þungt, máttlaust og kemst ekki hratt!"
Breytt hugarfar
Of heimsk til að bila
Draumahjólið
14.8.98
Svart leður ímyndin og mótorhjólið
Mótorhjólafólk klæðist ekki leðurfatnaði til þess eins að vera smart og svalt.
Ástu Lilju Magnúsdóttur mótorhjólakonu fínnst þó ekki saka að líta vel út og fékk listaskraddarann Hans Wium til að sauma á sig svartan leðursamfesting eftir níðþröngu máli.
Valgerður Þ. Jónsdóttir fylgdist með mælingum og pælingum.
Hvorki pönkari né uppreisnargjarnt ungmenni
Samfestingurinn er stunginn og stagaður |
„Gagnstætt því sem margir halda klæðist mótorhjólafólk ekki þröngum leðurfatnaði til þess eins að vera smart og töffaralegt. Slíkar flíkur eru fyrst og fremst öryggisatriði og geta bjargað mannslífiun. Þær einfaldlega halda líkamshlutum og beinum saman ef alvarleg slys verða. Sá sem dettur af mótorhjóli í sterkum leðurgalla fleytir kerlingar á götunni og slasast síður en þeir sem eru illa útbúnir. Auk þess er mun betra að hjóla í galla, sem er sérsaumaður fyrir íþróttina með tilliti til þess hvar álagið á líkamann er mest, hvar nauðsynlegt er að hafa sveigjanleika í efninu, hvar það þarf að vera stíft, stoppað og þess háttar," upplýsir Ásta Lilja og bætir sposk við að ekki sé verra að líta vel út í skrúðanum.
120 þúsund kronur
Úrvalið af leðurfatnaði fyrir mótorhjóiafólk er að sögn Ástu Lilju fremur fábrotið hérlendis auk þess sem flíkurnar eru yfirleitt hannaðar á karla. Líkt og gallinn, sem hún keypti sér um leið og mótorhjólið, og hefur aldrei verið ánægð með. Fyrir ári hóf hún því að safna fyrir draumagallanum og viðra hugmyndir sínar við Hans. Hann féllst óðar á að taka verkið að sér og saman hafa þau legið tímunum saman yfir teikningum og velt fyrir sér ýmsum Útfærslum og útúrdúrum til gagns og prýði áður en hafist var handa við snið og saumaskap. „Ég var með ýmsar hugmyndir í kollinum, en tók flestar tiilögur Hans til greina, enda er hann mikill hagleiksmaður og auk þess gamalreyndur mótorhjólakappi. Okkur kom saman um að nota skinn af vatnabuffala, sem er eitt sterkasta en jafnframt dýrasta leður sem völ er á." Þegar upp var staðið kostaði samfestingurinn 120 þúsund krónur, enda mikið í lagt og ekkert til sparað. Hann er stunginn og stagaður eftir kúnstarinnar reglum, með sérhönnuðum púðum til að hlífa hnjám, olnbogum, mjöðmum og öxlum. Undir rennilásunum á skálmum og ermum er selskinn og yfir þeim hlífar úr mjúku leðri til að hjólið rispist ekki. Auk þessa bað Ásta Lilja vin sinn, Braga Halldórsson, um að hanna hringlaga merki úr fornu rúnaletri, sem táknar stafina í fyrra nafninu hennar. „Síðan féll i hlut Hans að búa merkið til úr leðri og stanga það á bakstykkið. Undanfarið hefur hann varla litið upp frá saumaskapnum nema rétt til að taka málin af mér og láta mig máta. Ég hef því annaðhvort verið í búðinni hjá honum lungann úr deginum síðustu vikurnar eða komið þar við oft á dag. Ég var orðin ofboðslega spennt og iðaði í skinninu að komast í gallann."Grenntist um sex kíló
Þótt Ásta Lilja J taki öryggiskenndina fram yfir pjattið er hún harla ánægð með að hafa grennst um sex kíló meðan á saumaskapnum stóð. „Mér hugnuðust málin sem Hans tók af mér betur með hverjum deginum sem leið," segir hún og bætir við að trúlega verði samfestingurinn henni bæði aðhald á mótorhjólinu og í mataræði. „... Ég verð að komast í samfestinginn því þótt hann eigi aðKrappar beygjur, spól og prjón
7.8.98
Þriggja hjóla hugarfóstur
Margir vegfarendur Reykjavíkursvæðisins hafa rekið upp stór augu við að sjá þríhjóla farartæki Gunnars Vagns Aðalsteinssonar sem nýkomið er á göturnar. Að framan er það eins og venjulegt mótorhjól en að aftan minnir það á Volkswagen bjöllu. Þríhjólið er ætlað ökumanni og farþega.
Gunnar Vagn vinnur við að gera við frystigáma en hann smíðaði mótorhjólið í frítímanum. „Ég smíðaði allt sjálfur nema skelina sem er ofan á. Ég þurfti að borga 66.000 krónur í vörugjald, bara til að geta sett hjólið á götuna. Það finnst mér grátlegt."
Gunnar Vagn segir að mikið sé um svipuð hjól á Mallorca. „Ég fékk hugmyndina við lestur erlends tímarits en hjólið er fjöldaframleitt m.a. í Bandaríkjunum og Þýskalandi. Það eru til alls konar útgáfur af því." Hann segir að hann hafi lagt áherslu á að hjólið myndi ganga í augun á fólki.
Hjólið fékk skoðun í síðustu viku
og síðan þá hefur Gunnar Vagn
viðrað það á götunum. „Það er sama
hvert ég fer. Fólk ætlar að snúa sér
úr hálsliðnum." -SJ
18.6.98
Breytti Suzuki Intruder í þríhjól
Handlaginn vélsmiður:
Breytti Suzuki Intruder í þríhjól
Fyrir tveimur árum hófst í skúr við Síðumúlann í Reykjavík smíði sem var meira tilraun heldur en hitt. Árangur þessarar tilraunar sést nú samt á götunum um þessar mundir og fréttist af fyrirbærinu á Akureyri um daginn.Það sem hér um ræðir hóf tilveru sína sem Suzuki Intruder, 1986 módel. Eigandi þess er Jón Óli Ingimundarson og vinnur hann sem vélsmiður. Hann hefur átt hjólið nokkuð lengi og hefur líklega fundist vera kominn tími til að gefa því örlitla andlitslyftingu.
Áður en aðal breytingarskeiðið hófst smíðaði Jón Óli á það nýja gerð af framgaffli ásamt Nonna vini sínum Metal, eins og hann er kallaður af þeim sem þekkja hann. Smíðin var blanda af tveimur vel þekktum gerðum framgaffla og var hún reynd til þrautar í Evrópuferð þeirra sumarið 1995. Vakti hann þó nokkra athygli erlendis og vann meðal annars til verðlauna á mótorhjólasýningu á írlandi.
En Jón Óli vildi reyna smíðahæfileika sína frekar og sneri sér nú að afturhluta hjólsins. Fundin
var afturhásing af Fiat Panda sem passaði við afstöðu drifskaftsins og svo smíðað í kringum það. Hann passaði sig á að eyðileggja ekki neitt af upphaflegri smíði hjólsins, enda getur hann ef hann vill breytt hjólinu aftur í upphaflegt útlit á nokkrum klukkutímum. Það sem vekur helst athygli þess
sem skoðar hjólið í fyrsta sinn er einfaldleiki þess og sniðug hönnun. Sem dæmi um það er á hjólinu loftpúðafjöðrun til viðbótar við upphaflegu afturdemparana og getur hann stillt hana eftir þörfum. Drifbúnaður hjólsins passaði svo til beint við afturhásinguna og drifhlutföllin hentuðu afli hjólsins mjög vel.
Að setjast á gripinn og prófa hann er dálitið öðruvísi heldur en að keyra venjulegt mótorhjól. Að hafa lappirnar á fótpedulunum í kyrrstöðu er nokkuð sem maður er ekki vanur, enda segir eigandinn það líklega öruggt að hann detti á fyrstu ljósum þegar hann breytir því aftur. Til að beygja á hjólinu þarf átök við stýrið en það leitast alltaf við að rétta sig af. Ætli það hafi ekki verið þreytandi fyrir hann að keyra Hvalfjörðinn um daginn? Þeir eiginleikar myndu líklega batna til muna með breiðara og flatara framdekki.
Skráningin á gripnum var ekkert vandamál, segir Jón Óli, enda farið í einu og öllu eftir þeirri reglugerð sem til er. Hvort næsta smíði Jóns Óla fær sömu afgreiðslu er annað mál, enda er hann þekktur fyrir að ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Við bíðum spennt eftir að sjá smíðar Jóns Óla í framtíðinni.
30.5.98
Vespan
Sniðug til að snattast á
A suðlægum slóðum eru létt bifhjól eitt algengasta vélknúna farartækið fyrir utan
bíla. Hildur Einarsdóttir fjallar um þessi farartæki sem eru til margra hluta nytsamleg, en meðal annars er hægt að flytja á þeim heilu búslóðirnar.
FYRIR rúmum fimmtíu árum setti ítalska fyrirtækið Pontedera á markaðinn mótorhjól sem hlaut framleiðsluheitið Vespa. Hönnun þess var á margan hátt sérkennileg. Líktist það hvorki reiðhjóli, hlaupahjóli, mótorhjóli, bíl né geitungi, þótt það héti í höfuðið á því skorkvikindi en var undarlegt sambland af þessu öllu hvað varðaði útht, hljóð og eiginleika. ítalir höfðu farið illa út úr seinni heimsstyrjöldinni og var hjólið hannað með fátæka alþýðuna í huga sem ekki hafði efhi á að kaupa sér bíl.
Þessi tegund bifhjóla er enn eitt algengasta yelknúna farartækið á ítalíu og víðar í Evrópu.
Hin síðari ár hefur orðið gífurleg söluaukning á bifhjólum í Evrópu og Bandaríkjunum. Það sem hefur breyst er að framleiðsluheitin eru fleiri og mörg þeirra bera japönsk nöfn eins og Suzuki eða Yamaha. Japanir hafa verið fyrirferðarmiklir á þessum markaði enda salan mikil í Asíu. Þótt framleiðendurnir séu orðnir fleiri þá höfum við hér á íslandi enn tilhneigingu til að kalla létt bifhjól
vespur. A ensku er þessi tegund hjóla nefhd „scooters" og hafa sumir hér viljað kalla þau skutlur.
Almenna notkun hér á landi á tegundarheitinu vespa má rekja til þess að hingað voru fluttar inn nokkrar upprunalegar Vespur á sjötta áratugnum. Hjólið náði þó aldrei almennum vinsældum. Það voru helst nokkrir sérvitringar sem festu kaup á þessum farartækjum. Sáust þeir bruna um berhöfðaðir með skjalatóskurnar á fótstiginu. Á köldum dögum lögðu þeir ullarteppi yfir fæturna til þess að þeim yrði síður kalt Léttum bifhjólum fjölgaði aftur á gótum Reykjavíkur síðastliðið sumar. Astæðan er einkum sú að fyrirtækið Mótorsendlar sem tekur að sér að fará erinda fyrirtækja og stofnana notar þau í sendiferðum. En nú eru menn ekki berhöfðaðir lengur heldur eru allir með hjálma. Innflytjendur hér á landi greina aukinn áhugi á léttum bifhjólum en til að mega aka þeim dugir bílpróf og svo auðvitað skellinöðrupróf fyrir þá sem eru orðnir fimmtán ára. Þeir segja að enn sé það miðaldra fólk
sem sé í meirihluta kaupenda. „Þótt töffurunum finnist hjólin að mörgu leyti sniðug þá er viðkvæðið hjá þeim: „Ég get ekki látið sjá mig á svona hjóli," segir Ingvar Bjarnason hjá Merkúr, sem flytur inn hjól frá japanska fyrirtækinu Yamaha. „Einn og einn töffari kaupir sér þó svona hjól. Erlendis er aðal markhópurinn ungt fólk. Það sést á bæklingum frá framleiðendum." Sparneytin og viðhald auðvelt
Hvað er annars svona sniðugt við skutlurnar?
Af hverju völdu til dæmis Mótorsendlar þetta farartæki þegar þeir stofnuðu Mótorsendla?
Við spurðum Mumma sem vann að stofnun fyrirtækisins þessarar spurningar. „Við fengum tvo mótorhausa til að kanna hvaða mótorhjól væru hentugust fyrir okkar rekstur og þessi hjól urðu fyrir valinu. Þau eru mjög sparneytín, eyða ekki nema 2-3 lítrum á hundraði. Öll uppbygging hjólsins er einfóld. Það er til dæmis ekkert tölvustýringardót í þeim sem gerir það að verkum að hjólin bila síður og viðhaldið er auðvelt. Þau eru á breiðum dekkjum svo slitflöturinn er stærri, dekkin endast því betur," segir Mummi. Kristinn Sveinsson hjá Suzuki umboðinu tekur undir þessar röksemdir og segist vita af heimilisföður í Hafharfirði sem fari til vinnu sinnar í Reykjavík á skutlunni hvern einasta dag, allan ársins hring. „Hann fyllir tankinn fyrir tvö hundruð krónur og dugir bensínið út alla vikuna og sparar hann sér því umtalsverðar fjárhæðir."
Þegar Vespan var sett á markað í fyrsta sinn var henni ætlað að þjóna bæði konum og körlum. Enda er það algeng sjón ei'lendis að sjá konur á öllum aldri á léttum bifhjólum. Þau henta okkur konum vel vegna þess hve þau eru létt og síðast en ekki síst þá getum við verið í pilsi á hjólinu. Eg verð að játa að mig hefur lengi langað í svona hjól. Eiginlega alveg frá því ég var smástelpa og sá karl sem bjó í nágrenni við mig aka á Vespu. Það var nú eitthvað annað að sitja í mjúku sæti og geta hvflt fæturnar á palli en hanga á grjóthörðum hnakki reiðhjólsins og þurfa að stíga fótstigið þangað til maður gekk upp og niður af mæði og svo var vindhlífin á Vespunni svo asskoti flott. Eiginmaðurinn gaf henni bifhjól í jólagjöf Það eru ekki margar konur hér á landi sem aka á léttum bifhjólum að staðaldri en þeim fer fjölgandi. Ég frétti af bóndakonu norður í landi sem á skutlu. Fer hún á hjólinu milli heimilis og útihúsa, milli bæja og í kaupstaðinn. Svo er það hún Jórunn Kjartansdóttir, margi-a barna móðir og amma í Grafarvoginum. Hún hefur notað hjólið þegar hún fer út í búð að kaupa i matinn eða þegar hún skreppur niður í bæ. Stundum heimsækir hún manninn sinn í vinnuna í Kópavoginum eða fer í heimsókn á Kleppsveginn til barnabarnanna. Það var einmitt eiginmaðurinn sem gaf Jórunni skutluna í jólagjöf og kom henni gjöfin mjög á óvart. „Hann fór með mig á aðfangadagskvöldi niður á verkstæði þar sem hann gerir upp gamla bíla í tómstundum. Þar stóð hjólið pakkað inn í jólapappír. Hann spilaði meira að segja jólalög meðan ég tók pappírinn utan af hjólinu. Mín fyrstu viðbrögð
þegar ég sá hjólið voru þau að ég sagðist aldrei fara á þetta hjól. Enda var ég fyrst svolítið smeyk en svo hef ég haft ofsalega gaman af þessu," segir Jórunn. Hún segir barnabörnin líka hafa gaman af að fá að sitja aftan á og fara nokkra hringi með ömmu. „A sumrin, í góðu veðri ek ég stundum
bara eitthvert út í bláinn. Það er svo yndislegt að finna loftið leika um sig og svo er maður eitthvað svo frjáls." Jórunn segist yfirleitt mæta tillitssemi í umferðinni. „Menn taka jafnvel smásveig þegar þeir sjá mig. Það hefur aðeins einu sinni gerst að bfll nánast straukst við mig, það var mjög óþægilegt. Annars held ég mig alltaf yst á vegarkantinum." Þegar Jórunn er á vespunni er hún venjulega í gömlum leðurjakka af syni sínum og leðurbuxum af dótturinni. „Maður verður að vera í leðri ef maður dettur. Ég hef sem betur fer sloppið við það hingað til." Jórunn segist vekja athygli
þar sem hún fer á hjólinu. „Fólk kemur til mín til þess að spyrjast fyrir um gripinn. Einn daginn hitti ég tvær konur á sjötugsaldri sem voru svo áhugasamar um hjólið mitt að þær voru að velta því fyrir sér hvort þær ættu ekki bara að selja bílinn og fá sér svona hjól." Eins og fleiri sem eiga skutlur þá
tekur Jórunn hjólið af númerum á veturna og setur inn í bílskúr en þá tekur frúarbíllinn við.
Valda sjaldnast slysum í umferðinni Það kemur fram hjá viðmælendum mínum að skutlan er afar auðveld í akstri. I öllum nýrri gerðum af léttum bifhjólum er startarinn rafknúinn eins og í bfll og það er sjálf skipt. Eina sem ökumaðurinn þarf að gera er að setjast á faratækið, ræsa og aka af stað - og svo bremsa auðvitað. Hjólið er með öryggisbúnaði eins og stefnuljósum og hemlaIjósum. Og það er meira að segja rúmgott hólf undir sætinu fyrir hjálminn eða annað dót. Þeir sem eiga vespur segja að þær þurfi lítið viðhald ef farið er vel með þær og þær séu stöðugar í akstri. Vespurnar eru líka öruggt tæki í umferðinni ef tekið er mið af því að þessi ökutæki valda sjaldnast slysum. Ef menn detta og fá
hjólið yflr sig þá er það svo létt að það veldur litlum skaða. Hámarkshraði vespa hér á landi er 45 km/klst. Þetta er samkvæmt Evrópskum staðli. Skutlueigendur kvarta gjarnan undan því að þeim fmnist þessi hámarkshraði of lágur því það skapi vissa hættu þegar bííar eru sífellt að taka fram úr. Eigi þetta sérstaklega við fjölfarnar umferðargötur. Segja þeir að æskilegt væri að geta farið upp í 60
km/klst. á þessum götum. Fór í brúðkaupsferð á Vespu Piaggio Hannes Sigurðsson listfræðingur hefur átt ekta Vespu Piaggio síðan hann var í París árið 1986. A Vespunni fór hann meðal annars í brúðkaupsferð um Frakkland með eiginkonuna Sesselju Guðmundsdóttur aftan á. Kvaðst hann
einnig hafa notað hjólið mikið er hann var tvö ár við nám í London. Þá sagðist hann hafa flutt heilu búslóðirnar á hjólinu. „Eg fór alltaf varlega í umferðinni," segir hann en stundum gátu ökumenn kraftmeiri farartækja ekki stillt sig um að gefa mér tóninn og æptu þá gjarnan: „Get out of the way you bloody worm! Hannes sagði að erlendis séu starfræktir Vespuklúbbar en Vespumenningin sé heill heimur út af fyrir sig. Sagðist hann einnig hafa orðið var við hve mótorhjólaeigendur héldu vel
saman. Máli sínu til sönnunar sagði hann sögu af því þegar hann var að aka á hraðbraut erlendis og hjólið bilaði. „Eg var í stökustu vandræðum því ég kunni ekki að gera við hjólið. Sé ég þá hvar kemur heilt mótorhjólagengi brunandi í áttina til okkar. Þeir voru ekki árennilegir að sjá með stálhjálma og keðjur hangandi utan á sér. Áttum við Sesselja helst von á því að þeir færu að abbast upp á okkur eða eitthvað þaðan af verra. Þess í stað sögðu þeir blíðum rómi: „Hvað er að, vinur?" Fjórir úr hópnum
hófust þegar handa við að gera við Vespuna. Kortéri seinna gátum við haldið ferðinni áfram."
Hannes sagðist hafa sett Vespuna í geymslu þegar hann fór til náms í Bandaríkjunum. Tók hann hana ekki í gagnið aftur fyrr en sjö árum seinna. „Eg dró hana undan drasli þar sem hún var geymd, dældi lofti í dekkin, fyllti hana af bensíni og kom henni í gang, í öðru eða þriðja starti. Þetta segir mikið til um hvflíkur listagripur hér er á ferðinni," segir Hannes stoltur. Næstu tvö sumur á eftir notaði Hannes hjólið fimm til sex mánuði á ári nema síðastliðið sumar. Astæðan er einföld. Það er allt of dýrt að tryggja hjól eins og þetta hér á landi eða jafn dýrt og að tryggja bfl. „Mér finnst þetta fáránlegt," segir hann með áherslu. „Vespan er góður kostur vegna vegna þess hve hún eyðir litlu. Ef það væri hægt að tryggja vespuna aðeins í þá mánuði sem maður er með hana í notkun þá væri það skömminni skárra, en maður verður að greiða tryggingar fyrir heilt ár. Þetta finnst mér mikil skammsýni." Fyrir þá sem langar til að prófa að aka léttum bifhjólum má segja frá því að opnuð hefur verið vélhjólaleiga þar sem Mótorsendlar eru til húsa á Ránargötu í Reykjavík og á Hvaleyrarbraut í Hafharfirði. Að sögn Jóns Hlíðar Runólfssonar sem stýrir Mótorsendlum þá hafa útlendingar verið að koma með létt bifhjól til landsins til að ferðast á þeim hér en nú geta þeir og svo landinn fengið hjólin leigð hér á Fróni.
24.1.98
Mótorhjól í Tokyo
Það voru ekki aðeins
bílar sem dregnir voru á
stall á alþjóðlegu bílasýningunni í Tokyó fyrr í
vetur því í stórum sýningaskála til hliðar við
skálana þrjá sem bilarnir
voru í gaf að líta aukahluti
annars vegar og sérstaka
mótorhjóladeild hins vegar.
Greinilegt er að það er ekki aðeins í bílunum sem menn eru farnir að horfa til gamla tímans því nú keppast allir mótorhjólaframleiðendur við að bjóða upp á mótorhjól í anda „gamla tímans", hjól í anda Triumph og BSA sem voru vel þekkt hér á landi á árunum i kringum heimsstyrjöldina síðari.
Þar gaf að líta allt það nýjasta frá heimamönnum: glæsihjól frá Suzuki, Yamaha, Kawasaki og Honda, en líka glæsihjól frá Harley Davidson sem segja má að hafi haldið „stílnum" öll árin. Það var líka greinilegt að Harley er hátt skrifaður í Japan.
Honda
Á sýningarsvæði Honda vakt nýtt „vistvænt" hjól mikla athygli, knúið léttum en aflmiklum bensínmótor og hljóðlátum rafmótor. Sjálfvirkur stýribúnaður skiptir á mUli bensínvélarinnar og rafmótorsins en fjöldi skynjara metur aðstæður og aflþörf hverju sinni.Þarna mátti líka sjá FB-S, sem er hugsað sem flaggskip framtíðarinnar, en þar er leitast við að sameina kosti og lipurð skellinöðru og afl og snerpu 400 cc mótorhjóls.
Fyrir þá sem vilja smíða hjólin sín sjálfir var þarna hjól sem Honda kallar „Dream Kid" og má setja saman ýmsar gerðir hjóla og fjórhjólaökutækja úr þessu smíðasetti. Renoa er nýtt hjól með 124 cc loftkældum eins strokks fjórgengismótor.
Sportlegu hjólin voru þarna í röðum: FN-1 er léttbyggt sporthjól, án alls prjáls, og CB1300 er flaggskip „nöktu" mótorhjólanna og kemur beint frá CB1000 Super Four. VTR er léttbyggt hjól með V-twin vél, Hornet 600 er 600 cc sporthjól og VFR er með tölvustýrðri innsprautun á eldsneyti.
CL400RS er hugmynd um „stálriddara" nútímans og Steed er nýtt hjól sem byggt er á grunni 400 cc hjóls með sama nafhi. Þarna mátti einnig sjá hjól sem Honda-menn kalla „valkyrjuna", byggt á 1500 cc, og einnig „fjölnotahjólið" XL250T.
Í kappakstursdeildinni var NSR500, sigurvegari í GP500-flokki 1977, og NSR250, sem sigraði í „þjóðvegakappakstri" í Japan 1997 í GP250-flokki. Þá voru þar einnig RVF/RC45, sem sigraði í þriðju lotu í 8 tíma endurokeppni í Suzuka, CR250M, FIM Motocross World Championship 250 cc, svo eitthvað sé tínt til af hjólum sem þóttu merkileg í þessari deild.
Yamaha
Yamaha lét ekki sitt eftir liggja varðandi umhverfisverndina og • sýndi nýtt hjól, YXF-Rl, sem er aðeins 177 kíló og knúið ofurléttum 998 cc vökvakældum 4 strokka mótor með tveimur yfirliggjandi kambásum og á að vera mjög sprækt.
YZ400 er fyrsta fjögurra strokka motokrosshjólið frá Yamaha og er byggt á sérsmíðaða YXM400F-hjólinu sem sigraði sex sinnum í keppni í 500 cc Motocross World GP og í lokahrinunni í AMA Supercross. WR400F tekur við af YZ400F og með nokkrum endurbótum er það tilbúið í slaginn í endurokeppni.
XJR1300 er frekari þróun á XJR1200, sem hefur verið kallað „konungur nöktu hjólanna", hjól með snarpt afl, mikiö viðbragð og lipurt í akstri. XJR400R er millistærðarhjól með loftkældri vél en með afl á við það sem stóru hjólin gefa.
Drag Star Classic er klassísk útfærsla á Drag Star sem frumsýnt var á síðustu sýningu í Tokyo og náði strax mikilli hylli kaupenda. Meðal endurbótanna eru breiðari framdekk, stærri framgaffall, endurbætt stýri og nýtt lag á sæti.
Majesty ABS er komið með læsivarða hemla á Majesty 250SV sem kemur með diskahemla að aftan á næsta hausti. Majesty 250 er söluhæsta hjólið í flokki 250 cc síðan það kom á markað árið 1995.
Líkt og í bílunum eru leiðsögukerfin komin á mótorhjólin og hér sýndi Yamaha Serow 225 WE Navi. Meö leiðsögukerfinu á notagildi hjólsins úti í víðáttunni að aukast til muna. GPS-leiðsögutækið er innbyggt í mælaborðið á hjólinu.
Lanza Super Bikers er með 17 tomma fram- og afturhjól, vegahjólbörðum og stórum aurhlífum. Það er byggt á Lanza-„trailhjóli" með tvígengisvél. RZ50 er sportleg skellinaðra með 50 cc vél og sama viðbragði og hjól með tvígengisvél. Til að bregðast við þjófunum var sýnd önnur 50 cc skellinaðra, Jog, sem var með samlæsingu til að angra þjófana.
Reiðhjól með hjálparafli voru einnig til staðar í sýningardeild Yamaha. PAS Compact DX er með baki á hnakknum til að gera hjólreiðaferðina þægilegri og mjög auðvelt er að stíga á og af baki vegna þess hve stellið er U-laga.
Kawasaki
Eliminator 250 V er hjól frá Kawasaki sem nýtist jafnt í innanbæjarsnatt og til langferða á þjóðvegum
KLX250 er þróað framhald af KLX250SR, sem kom fram á árinu 1993, og ES sem kom fram 1994. Nýja gerðin státar af nýjum startara og stafrænu mælaborði. D-Tracker er skemmtileg útfærsla á hinu nýja KLX250 og ZRX kemur nú með hljóðdeyfi úr áli og radíalhjólbarða.
Þá sýndi Kawasaki nýjar útfærslur af Ninja ZX-6R, Ninja ZX-9R og Vulcan 1500 Classic Tourer.
Suzuki
Nýtt hjól frá Suzuki, Sky Wave, er „ofvaxin" skellinaðra meö 250 cc vél. Vegna afls og stærðar er Sky Wave frekar hugsað fyrir fullorðna til bæjarsnatts, jafnt og helgarferða.
TL1000R er nýtt V-twin-hjól sem hannað er fyrir alvöru-súperkeppni. Intruder LC er stórt V-twin-hjól sem hannað var í Bandaríkjunum. Fyrir þá sem vilja eftirlíkingu af kappaksturshjóli til að leika sér á í umferðinni er GSX-R750 svarið. Það er búið rafeindastýrðri beinni innsprautun á eldsneyti.DJEBEL 250 GPS er, að sögn Suzuki, fyrsta mótorhjólið með GPS- staðsetningarkerfi en áður var búið að fjalla um fjallahjöl frá Yamaha með GPS.
Hariey-Davidson
Á næsta ári verður Harley- Davidson 95 ára. Harley, sem er þekkt fyrir að vera leiðandi fyrirtæki í mótorhjólabransanum, jafnframt þvl að vera með lengsta sögu að baki, sýndi í Tokyo 1998- afmælisárgerðirnar. Þar á meðal mátti sjá þrjú Electra Glide FT-hjól: FLHTCU-I Electra Glide Ultra Classic Injection, með 1340 cc vél og stóru og góðu sætísbaki fyrir langferðirnar. FLHRC-I Road King Classic Injection, hjól með sæti úr ekta leðri, risastórri vindrúðu og vélarhlíf og FLHTCUI-I S/C Electra Glide Ultra Classic Injection Sidecar.
Þá mátti einnig sjá 1998-árgerðir af nýjum hjólum úr Herigate Softail FLST-seríunni, FLSTF Fatboy og FLSTS Heritage Sprinter. Fatboyhjólið er ekki með neina teina í hjólum sem eru eins og diskar. Fatboy er auk þess með nýtt útlit á útblástursrörum sem minnir á haglabyssu.
Heritage Sprinter er með tvöföldu útblástursröri meö breiðum stút. Ljósin eru í anda „gömlu" hjólanna og hlífar eru með kögri eins og landnemajakkarnir á tíma „vilta vestursins".
Vegna afmælisins á næsta ári var mikið gert úr sögu Harley-Davidson á sýningunni í Tokyo með myndasýningum og sýningu á gömlum hjólum. -JR
4.1.98
Á evrópskum fjöldasamkomum mótorhjólamanna
Sniglar á meginlandinu:
Nýjasti þátturinn í starfi Bifhjólasamtaka lýðveldisins, Snigla, er aðild að EMA, Evrópska mótorhjólasambandinu, og er greinarhöfundur fulltrúi snigla í EMA. Á árinu 1996 sótti hann tvo stórviðburði á mótorhjólavísu sem EMA tók virkan þátt í, Eurodemo og IFMA-sýninguna í Köln. Eurodemo er heiti á árvissum mótmælum mótorhjólafólks, sem haldin eru i Brússel, höfuðborg Evrópusambandsins, en IFMA er stærsta alþjóðlega mótorhjólasýningin í Evrópu.20 þúsund mótorhjól á Eurodemo
Í haust sem leið bar Eurodemo upp á 31. ágúst.Greinarhöfundur var þá í mótorhjólaferð um Evrópu ásamt Kristrúnu Tryggvadóttur, sem einnig er snigill. Ákveðið var að enda ferðina í Brussel. Um leið og nær dró Belgíu varð okkur ljóst að eitthvað mikið stóð til, því að mótorhjól voru á hverri bensínstöð og um alla vegi, og þá oft í stórum hópum. Fólk var komið alls staðar að, frá flestum löndum Afriku og Bandaríkjunum. Mótshaldið sjálft fór fram á herstöð belgíska hersins og þar var ýmislegt á boðstólum. Í einu skýlanna fór fram mótorhjólasýning, í öðru tónleikar, i þriðja voru básar þar sem selt var ýmislegt sem viðkom mótorhjólum, og svo má lengi telja. Um 20 þúsund mótorhjól sóttu þessa samkomu og áætlað var að milli 50 og 60 þúsund manns hefðu komið gagngert til að verða vitni að þessum viðburði.Eins og búast má við krafðist hópkeyrsla af þessari stærðargráðu góðrar skipulagningar. Í byrjun var safnast saman á hjólunum á risastóru bílastæði við hraðbrautina. Á tilsettum tíma var svo lagt af stað í ákveðinni röð.
Hópkeyrslan sjálf tók rúma tvo tíma og leiðinni sem ekið var lokað fyrir annarri umferð á meðan. Hávaðinn í mótorhjólunum á inngjöf og flautum, þegar ekið var framhjá Evrópuþinghúsinu, var svo yfirþyrmandi að maður fékk hellu fyrir eyrun þrátt fyrir þéttan og góðan hjálm. Ef einhverjir hafa staðið óslitið við ökuleiðina hefur hjólaröðin verið um tvo og háifan tíma að fara fram hjá þeim. Óhætt er að segja að uppákoman vakti mikla athygli fjölmiðla, enda voru sjónvarpsmyndavélar og hljóðnemar á hverju strái. Við vorum einu fulltrúar íslands að þessu sinni, en búast má við fleiri héðan í ár.
Mótorhjólasýningin í Köln
Dagana 2. til 6. október var haldin hin árlega IFMA-sýning í Köln, svo sem DV-bUar hafa þegar sagt frá. Þangað kemur um það bil hálf miUjón gesta og var greinarhöfundur einn þeirra, um leið og hann fór á haustfund EMA sem var með bás á sýningunni þar sem aðildarfélögin kynntu starfsemi sína, þar á meðal Sniglamir.
Á sýningunni sýndu allir helstu framleiðendur mótorhjóla með áherslu á nýjustu gerðimar. Japanir voru fyrirferðarmiklir auk Harley Davidson og Triumph, en gaman var að sjá að ítölsku mótorhjólin fengu sitt. Mikið var einnig um framleiðendur ýmissa aukahluta í og á mótorhjól, en það er mjög stór hluti af mótorhjólaiðnaðinum. Krómið sem sást á sýningunni mætti eflaust mæla í tonnum. Einnig var mikið um fyrirtæki er sérhæfa sig í hinum einstöku þáttum eins og dempurum, blöndungum og þess háttar. Þama vom líka framleiðendur hlifðarfatnaðar og var Kevlar- og Goretex-línan áberandi. Hjálma mátti finna í þúsundatali og mikið var einnig um sérhæfða framleiðslu eins og til dæmis tölvubúnað og bekki til hestaflamælingar.Nýjasta nýtt
Það sem mesta athygli vakti var auðvitað nýjustu módel hinna stóru.Beindust flestra augu að nýjustu gerðunum þremur- frá Hondu en það eru hið öfluga CBR 1100XX Super Blackbird, VTR 1000F Firestorm sem er til alls líklegt, og hið fyrirferðarmikla F6C Custom.
Ellefuhundruð hjólið er það öflugasta á
markaðinum í dag, 168 hestöfl
krauma í iðrum þess en ytri hönnun tekur mið af NSR-hjólinu og er
það mjög straumlínulagað.
Fyrirferðin á Custom-hjólinu er all rosaleg. Það er í raun og veru sex
strokka gullvængur sem búið er að
strípa og setja fullt af krómi í staðinn, samt er þetta 309 kílóa hlunkur.
Fallegasta hjól sýningarinnar var að mínu mati nýja þúsund hjólið en það er eftirlíking af hinu fræga Ducati-hjóli.
Vélin er mjög svipuð, tveggja strokka V-mótor með 90 horni. Það er frekar létt, 189 kíló fulltankað og hefur 110 hesta til að spila úr. Suzuki var einnig með svipaða Ducati-eftirlíkingu á sýningunni. Kawasaki hafði upp á lítið nýtt að bjóða og eins má segja um Yamaha og Harley Davidson, þar eru hefðbundin gildi í fyrirrúmi og ekki tekin áhætta með nýrri hönnun. Triumph hafði aftur á móti breikkað nokkuð hjá sér framleiðslulínuna.
Vantar eitthvað nýttÞrátt fyrir stóra og flotta sýningu var samt eitthvað sem vantaði og olli vonbrigðum. Það var einmitt það að maður var búinn að sjá langflest af því sem fyrir augu bar áður. Það vantar að mótorhjólafyrirtækin taki meiri áhættu í hönnun svo að fólk fari nú að sjá eitthvað nýtt. Þetta var gegnumgangandi hjá öUum framleiðendunum. Sýningin sjálf var hins vegar glæsUeg og mikið lagt í hana í heUd og einstaka bása, t.d. var Hondu-básinn 500 fermetrar, Vonast bara tU að sjá eitthvað riýtt á næsta ári.
Njáll Gunnlaugsson
DV 4 janúar 1997
6.9.97
Harley gleður augað
Óskar Þór Kristinsson á Harley Davidson mótorhjól. Hann segir ákveðinn lífstíl fylgja því. Ekki sé sama hvernig hann sé klæddur á hjólinu. Allt þurfi að vera Harley.
Sunnudagshjól
Hvað þýðir að eiga Harley Davidson mótorhjól? „Það er ákveðinn lifstíll. Þú ert náttúrulega að borga helmingi meira fyrir hjól af þessari gerð heldur en önnur hjól. En þetta er engu líkt." Er þetta draumurinn? „Já, hiklaust." Hvernig er hægt að nýta svona hjól á íslandi? „Það er eins og það er. Sumarið er stutt og oft erfitt. Ég tími ekki að nota það í hvaða veðrum sem er. Nota það bara „spari". En ég nýti það að vísu á annan hátt, með því að lána hjólið til sýninga og svoleiðis. Mér finnst nefnilega gaman að gleðja mín augu og annarra. Hjólið gerir það að vissu leyti. Hluti af því að eiga Harley er að stilla hjólinu upp og dást að því."
Fimm mótorhjól og
einn fornbíll
Þú átt fleiri mótorhjól, er það ekki? „Jú, ég á fimm önnur og einn fornbíl. Þetta er allt svona sixtís. Harleyinn er auðvitað frá þeim tíma líka." Hvaða hjól notar þú mest? „Það er 89 módel af Yamaha Racer. Ég tími miklu frekar að nota það en Harleyinn. Get notað það í öllum veðrum." Standa þá einhver hjól óhreyfð hjá þér árið um kring? „Það er alltaf eitthvað um það. Þau eru samt öll á númerum núna. Það er bara dálítið dýrt að hafa það þannig." En afhverju mótorhjól? „Sú della hefur alltaf verið til staðar. Hún er sennilega komin úr öðru lífi. Ég ætlaði meira að segja að taka eingöngu mótorhjólapróf en ekkert bflpróf. En ég varð að taka bæði. Mér hefur aldrei þótt gaman að keyra bíl."
Lífsstííl sem krefst fórna
Þessu fylgja töluverð útgjöld? „Já, en ég læt mig hafa það. Ég er á sjó og það er ekki alltaf gaman. Gott að hafa áhugamál eins og þetta. Lífsstíllinn krefst fórna. Það má segja það. Ég er líka alltaf að kaupa einhverja aukahluti á hjólið. Á nánast allt sem hægt er að fá á það." Valdir þú sjálfur litinn á það? „Já, ég gerði það. Þessi svarti og dökkrauði litur hefur alltaf höfðað til mín." Hvaða tegund er hjólið? „Það er Harley Davidson linhali árgerð 1989. Dempararnir á því eru undir hjólinu, ekki til hliðar. Mér finnst það fallegra. Það skapar betri heildarmynd." Er hluti af þessu að hafa hjólið gljáfœgt?
Það er ekki gaman að þessu öðruvísi. Það verður að vera hreint." Fá einhverjir aðrir að taka í? „Aðeins fáir útvaldir. Það eru innan við fimm sem hafa keyrt það." Hvað með mótorhjóladressið sjálft? „Það þýðir ekkert annað en vera í Harley dressi. Ég á jakka, stígvél, hanska, hjálm, gleraugu, belti og ýmislegt fleira. Maður verður að vera rétt klæddur á hjólinu."
Að eiga Harley er
ákveðinn lífsstíll.
Það krefst þess að mótorhjóladressið sé líka Harley. |
28.6.97
Öldungur hittir Mótorhjólagengi.
Siggi Valli er á áttræðisaldri og býr einn. Situr og spilar djassplötur á milli þess sem hann bíður örlaga sinna. Og nú er Böðvar Bjarki búinn að gera heimildamynd um Sigga Valla á mótorhjóli...
Böðvar Bjarki Pétursson, kvikmyndagerðarmaður, er að klára 10 mínútna mótorhjóla-heimildamynd um Sigurð Valgarð Jónsson, gamlan mann sem hann hefur þekkt árum saman. „Þetta er nokkuð sérstæð heimildamynd að því leyti að hún er tekin eins og leikin mynd. Hún er lýst, það er stillt upp í hvert skot en það er enginn að leika annan en sjálfan sig og samtöl eru ekki lögð upp í menn nema að mjög litlu leyti," segir Böðvar.Siggi Valli er gamall sjómaður, spilaði í mörgum hljómsveitum á stríðsárunum seinni og var mótorhjólagæi á sínum tíma. „En hans ævi er ekki endilega það sem skiptir máli í þessari mynd, ég nota hann meira sem fulltrúa ellinnar. Svo er hann frábært myndefni, hann er svo fótógenískur. Það er hægt að setja hann í stól, kveikja á vélinni og myndin lifir."
Siggi Valli trommari
Böðvar gerði raunar sína fyrstu heimildamynd um Sigga Valla trommara og segist aðallega hafa verið skammaður fyrir þá mynd hér heima. „Fólki þótti hún svo skrýtin og einkennileg. Hins vegar hefur myndin vakið gríðarlega athygli alls staðar þar sem ég hef sýnt hana á hátíðum erlendis. En þetta er svolítið sérstæð nálgun. Menn eru svo vanir því að það sé verið að gera prófíla af fólki og öll skrif um myndina fóru út í að skrifa um Sigga Valla og hans bakgrunn sem er út af fyrir sig ekki málið. Siggi Valli er bara eins og hvert annað gamalmenni."Kalkaður en sniðugur
Trúr sínum hugmyndum um heimildamyndir býr Bóðvar sjálfur til atburðarásina þótt meginefnið, tilvera gamals manns, sé sótt til raunveruleikans. „Hann hittir óvænt mótorhjólamenn niðrá Hallærisplani sem bjóða honum í ferð. Hann fer og sú sena er, fyrir mína parta, óborganleg. Hún er alveg natúral. Það hefði ekki verið hægt að leika þetta. Siggi Valli er enginn vitleysingur - mjög skýr og sniðugur maður en svolítið kalkaður - og dettur inní það sem er að gerast hverju sinni. Þarna datt hann inní að það væri verið að bjóða honum í ferð og var tiltölulega búinn að gleyma því að hann væri að leika í mynd."Engin hefð á íslandi
Myndin um Sigga Valla er tekin á 35 mm filmu og verður sýnd í júlí/ágúst á undan einhverri af íslensku myndunum sem kom ast á hvíta tjaldið í sumar. Markaður fyrir stuttmyndir hér á landi er afar lítill og hefur þessi leið aðeins verið farin af Ingu Lísu Middleton og Gus Gus-hópnum, þ.e. að sýna á undan lengri myndum. „Það er gömul og gróin hefð í Noregi að sýna svona stuttmyndir á undan lengri myndum. Þeir h'ta á þetta sem krydd í sýningarhaldið hjá sór. Hér á íslandi er nánast engin hefð fyrir þessu og fátt sem kallar á að menn séu að gera svona myndir því það eru ekki miklir tekjumöguleikar í þeim."„Íslendingar halda að heimildamyndir séu bara einhverjir fréttaskýringaþættir og það er hægt að kenna RUV um ýmislegt þar..."
Útblásnir fréttaskýringaþættir
„Ég held að íslendingar hafi því miður mjög litla þekkingu á heimildamyndum og þeim möguleikum sem þær bjóða upp á. Ég segi að heimildamyndin sé að mörgu leyti hið frjálsa form kvikmyndagerðarinnar þar sem menn geti leyft sér nánast allt. íslendingar halda að heimildamyndir séu bara einhverjir fréttaskýringaþættir og það er hægt að kenna RÚV um ýmislegt þar því gegnum tíðina hafa þeir dælt út myndum sem þeir kalla heimildamyndir en eru fyrst og fremst fréttaskýringaþættir. Þessar myndir fara hvergi því„...og var tiltölulega húinn að gleymaþví að hann væri að leika í mynd."
heimsmarkaðurinn segir þetta bara lókal myndir," segir Böðvar en hann hefur fylgt stuttmyndinni sinni Glímu á nokkrar kvikmyndahátíðir og á þeim „hef ég ennþá betur áttað mig á því hvursu aftarlega á merinni við erum í þessum flokki mynda."
Frelsisþrá vs. tilbreytingaleysi
- Manni virðist myndin vera einskonar skáldskapur með realísku ívafi. Af hverju viltu halda þig við að kalla þetta heimildamynd? „Lykillinn á bak við heimildamyndina er að hún setur fram ákveðna fullyrðingu eða stemmningu eða upplifun. Það er eitthvað sem kvikmyndagerðarmaðurinn vill segja og út í gegnum alla myndina þarf hann að rökstyðja það, með þeim meðulum og aðferðum sem honum dettur í hug. Hann þarf ekki að fá allar hliðar á málum, hann er bara að gera persónulegan hlut. Það er sú regla sem ég er að vinna með í þessu. Þarna tek ég gamlan mann, sem er fallega fótógenískur, býr einn, er einangraður. Ég teikna upp ákveðna einangraða mynd af honum og er í raun og veru að vinna með einhvers konar frelsisþrá gamla mannsins vs. tilbreytingaleysi tilveru hans." Heimildamyndir þar sem dregin eru saman ólík sjónarhorn til að gefa ákveðna heildarmynd er bara ein tegundin segir Böðvar, en tegund sem nær því yfirleitt ekki að kallast heimildamynd. „Oftast nær eru slíkar myndir svokallaðar reportage. Þær fjalla um málefni líðandi stundar og eru bundnar ákveðnum tíma. Ef hins vegar tekst að gera svona heimildamynd (þar sem kvikmyndagerðarmaðurinn ætlar að fá einhvern endanlegan sannleik fyrir alla) þá verður hann að gæta þess að sá sannleikur sé tímalaus. Sá sannleikur verður eiginlega að vera dálítið svipaður eftir 10 ár. Það er afstaðan til tímans sem er kannski stóri munurinn milli fréttaskýringaþátts og heimildamyndar."17.5.97
Breytingar á Mótorhjólamenningu
Á vorin fer mótorhjólafólk að sjást á götunum eftir langa hvíld um veturinn.
í ár er fyrsta árið í langantíma sem ekkert götumótorhjól kemur nýtt á götuna af árgerð 1997. Þetta er ekki vegna þess að verðið sé of hátt eða tryggingar séu of dýrar, því verð á mótorhjólum hefur ekki verið betra í langan tíma og svo hafa Sniglarnir náð góðum árangri í samningum við Tryggingamiðstöðina hvað varðar tryggingar á mótorhjólum.
Það er eins og mótorhjólamenningin sé að breytast og eru mótorhjólamenn æ meir að fara út í svokölluð torfæruhjól eða „endurohjól". Á undanförnum árum hefur nokkuð verið flutt til landsins af slíkum hjólum. Á árunum 1980 til 1990 voru nær eingöngu flutt inn hjól frá Japan en upp úr 1990 var fariö að flytja inn ítölsk hjól og á síðustu árum hjól frá Austurriki sem heita KTM og hafa þau verið nokkuð vinsæl. Það nýjasta í torfænihjólum hér á landi eru hjól frá Svíþjóð sem heita Husaberg og eru þegar komin þrjú til landsins. Við litum inn hjá tveimur hjólamönnum sem voru að setja saman hjólin sín fyrir nokkru og fórum með öðrum þeirra í fyrstu feröina og fengum að reyna fákinn.
Vélin malaði létt og virtist jrinna jafnt á lág- ~um snúningi sem háum. Gírkassi var sérlega skemmtilegur. Fyrsti gír sérstaklega hægur sem hentar vel fyrir mikið brölt, aðrir girar voru eins og á öðrum hjólum, enda er gírkassinn 6 gíra. Hjólið er mjög létt, eða aöeins 108 kíló. Bremsur eru hreint frábærar og fjöörun einnig. Einn er þó galli, ef svo skyldi kalla, því bensíntankurinn tekur aðeins 8,5
lítra. Frágangur mætti vera betri á ýmsum hlutum, limmiðar með lausum brúnum, boltar mættu
vera meira rúnnaðir ásamt öðru smávægilegu. í það minnsta eru 16 torfæruhjól (endurohjól) komin eða á leiðinni tfl landsins í ár og eru flest þeirra seld. Verðið er frá kr. 650.000 en þetta eru allt hjól með vélarstærð frá 300 cc upp í 500 cc, 3 Husaberg, 2 KTM, 4 Honda, 3 Kawasaki og 4 Suzuki. Auk þess er alltaf eitthvað um að menn flytji sjálfir inn notuð hjól og ný. Ástæðan fyrir auknum áhuga á
þessum hjólum er kannski sá að farið er að keppa á þessum hjólum í endurokeppnum á svipaðan-hátt og í bflaralli. Á síðasta ári voru haldnar tvær enduro-keppnir, önnur á Akureyri og hin við Litlu kaffistofuna á síðasta hausti. Alls voru keppendur í þessum keppnum 43. í ár er ætiunin að halda tvær enduro-keppmr og verður sú fyrri á Akureyri um verslunarmannahelgina og hin síðari við Litlu kaffistofuna þann 27. september.
Þó svo að enginn formlegur klúbbur tflheyri þeim flokki mótorhjólamanna sem stundar enduro þá hittast þeir reglulega og er ætlunin að hittast næst næstkomandi laugardagskvöld, 24. maí, í Kaffistofunni Lóuhreiðri á Laugavegi 59 kl. 20.00.