24.1.98

Mótorhjól í Tokyo


 Það voru ekki aðeins bílar sem dregnir voru á stall á alþjóðlegu bílasýningunni í Tokyó fyrr í vetur því í stórum sýningaskála til hliðar við skálana þrjá sem bilarnir voru í gaf að líta aukahluti annars vegar og sérstaka mótorhjóladeild hins vegar.

    Greinilegt er að það er ekki aðeins í bílunum sem menn eru farnir að horfa til gamla tímans því nú keppast allir mótorhjólaframleiðendur við að bjóða upp á mótorhjól í anda „gamla tímans", hjól í anda Triumph og BSA sem voru vel þekkt hér á landi á árunum i kringum heimsstyrjöldina síðari.

   Þar gaf að líta allt það nýjasta frá heimamönnum: glæsihjól frá Suzuki, Yamaha, Kawasaki og Honda, en líka glæsihjól frá Harley Davidson sem segja má að hafi haldið „stílnum" öll árin. Það var líka greinilegt að Harley er hátt skrifaður í Japan.

Honda

Á sýningarsvæði Honda vakt nýtt „vistvænt" hjól mikla athygli, knúið léttum en aflmiklum bensínmótor og hljóðlátum rafmótor. Sjálfvirkur stýribúnaður skiptir á mUli bensínvélarinnar og rafmótorsins en fjöldi skynjara metur aðstæður og aflþörf hverju sinni.

   Þarna mátti líka sjá FB-S, sem er hugsað sem flaggskip framtíðarinnar, en þar er leitast við að sameina kosti og lipurð skellinöðru og afl og snerpu 400 cc mótorhjóls.

   Fyrir þá sem vilja smíða hjólin sín sjálfir var þarna hjól sem Honda kallar „Dream Kid" og má setja saman ýmsar gerðir hjóla og fjórhjólaökutækja úr þessu smíðasetti. Renoa er nýtt hjól með 124 cc loftkældum eins strokks fjórgengismótor.

   Sportlegu hjólin voru þarna í röðum: FN-1 er léttbyggt sporthjól, án alls prjáls, og CB1300 er flaggskip „nöktu" mótorhjólanna og kemur beint frá CB1000 Super Four. VTR er léttbyggt hjól með V-twin vél, Hornet 600 er 600 cc sporthjól og VFR er með tölvustýrðri innsprautun á eldsneyti.

   CL400RS er hugmynd um „stálriddara" nútímans og Steed er nýtt hjól sem byggt er á grunni 400 cc hjóls með sama nafhi. Þarna mátti einnig sjá hjól sem Honda-menn kalla „valkyrjuna", byggt á 1500 cc, og einnig „fjölnotahjólið" XL250T.

   Í kappakstursdeildinni var NSR500, sigurvegari í GP500-flokki 1977, og NSR250, sem sigraði í „þjóðvegakappakstri" í Japan 1997 í GP250-flokki. Þá voru þar einnig RVF/RC45, sem sigraði í þriðju lotu í 8 tíma endurokeppni í Suzuka, CR250M, FIM Motocross World Championship 250 cc, svo eitthvað sé tínt til af hjólum sem þóttu merkileg í þessari deild.

Yamaha

Yamaha lét ekki sitt eftir liggja varðandi umhverfisverndina og • sýndi nýtt hjól, YXF-Rl, sem er aðeins 177 kíló og knúið ofurléttum 998 cc vökvakældum 4 strokka mótor með tveimur yfirliggjandi kambásum og á að vera mjög sprækt. 

   YZ400 er fyrsta fjögurra strokka motokrosshjólið frá Yamaha og er byggt á sérsmíðaða YXM400F-hjólinu sem sigraði sex sinnum í keppni í 500 cc Motocross World GP og í lokahrinunni í AMA Supercross. WR400F tekur við af YZ400F og með nokkrum endurbótum er það tilbúið í slaginn í endurokeppni.

   XJR1300 er frekari þróun á XJR1200, sem hefur verið kallað „konungur nöktu hjólanna", hjól með snarpt afl, mikiö viðbragð og lipurt í akstri. XJR400R er millistærðarhjól með loftkældri vél en með afl á við það sem stóru hjólin gefa.

   Drag Star Classic er klassísk útfærsla á Drag Star sem frumsýnt var á síðustu sýningu í Tokyo og náði strax mikilli hylli kaupenda. Meðal endurbótanna eru breiðari framdekk, stærri framgaffall, endurbætt stýri og nýtt lag á sæti.

   Majesty ABS er komið með læsivarða hemla á Majesty 250SV sem kemur með diskahemla að aftan á næsta hausti. Majesty 250 er söluhæsta hjólið í flokki 250 cc síðan það kom á markað árið 1995.

   Líkt og í bílunum eru leiðsögukerfin komin á mótorhjólin og hér sýndi Yamaha Serow 225 WE Navi. Meö leiðsögukerfinu á notagildi hjólsins úti í víðáttunni að aukast til muna. GPS-leiðsögutækið er innbyggt í mælaborðið á hjólinu.

   Lanza Super Bikers er með 17 tomma fram- og afturhjól, vegahjólbörðum og stórum aurhlífum. Það er byggt á Lanza-„trailhjóli" með tvígengisvél. RZ50 er sportleg skellinaðra með 50 cc vél og sama viðbragði og hjól með tvígengisvél. Til að bregðast við þjófunum var sýnd önnur 50 cc skellinaðra, Jog, sem var með samlæsingu til að angra þjófana.

   Reiðhjól með hjálparafli voru einnig til staðar í sýningardeild Yamaha. PAS Compact DX er með baki á hnakknum til að gera hjólreiðaferðina þægilegri og mjög auðvelt er að stíga á og af baki vegna þess hve stellið er U-laga.

Kawasaki 

Eliminator 250 V er hjól frá Kawasaki sem nýtist jafnt í innanbæjarsnatt og til langferða á þjóðvegum

   KLX250 er þróað framhald af KLX250SR, sem kom fram á árinu 1993, og ES sem kom fram 1994. Nýja gerðin státar af nýjum startara og stafrænu mælaborði. D-Tracker er skemmtileg útfærsla á hinu nýja KLX250 og ZRX kemur nú með hljóðdeyfi úr áli og radíalhjólbarða.

   Þá sýndi Kawasaki nýjar útfærslur af Ninja ZX-6R, Ninja ZX-9R og Vulcan 1500 Classic Tourer.

Suzuki

Nýtt hjól frá Suzuki, Sky Wave, er „ofvaxin" skellinaðra meö 250 cc vél. Vegna afls og stærðar er Sky Wave frekar hugsað fyrir fullorðna til bæjarsnatts, jafnt og helgarferða.

   TL1000R er nýtt V-twin-hjól sem hannað er fyrir alvöru-súperkeppni. Intruder LC er stórt V-twin-hjól sem hannað var í Bandaríkjunum. Fyrir þá sem vilja eftirlíkingu af kappaksturshjóli til að leika sér á í umferðinni er GSX-R750 svarið. Það er búið rafeindastýrðri beinni innsprautun á eldsneyti.

   DJEBEL 250 GPS er, að sögn Suzuki, fyrsta mótorhjólið með GPS- staðsetningarkerfi en áður var búið að fjalla um fjallahjöl frá Yamaha með GPS.

Hariey-Davidson

Á næsta ári verður Harley- Davidson 95 ára. Harley, sem er þekkt fyrir að vera leiðandi fyrirtæki í mótorhjólabransanum, jafnframt þvl að vera með lengsta sögu að baki, sýndi í Tokyo 1998- afmælisárgerðirnar. Þar á meðal mátti sjá þrjú Electra Glide FT-hjól: FLHTCU-I Electra Glide Ultra Classic Injection, með 1340 cc vél og stóru og góðu sætísbaki fyrir langferðirnar. FLHRC-I Road King Classic Injection, hjól með sæti úr ekta leðri, risastórri vindrúðu og vélarhlíf og FLHTCUI-I S/C Electra Glide Ultra Classic Injection Sidecar.

   Þá mátti einnig sjá 1998-árgerðir af nýjum hjólum úr Herigate Softail FLST-seríunni, FLSTF Fatboy og FLSTS Heritage Sprinter. Fatboyhjólið er ekki með neina teina í hjólum sem eru eins og diskar. Fatboy er auk þess með nýtt útlit á útblástursrörum sem minnir á haglabyssu.

   Heritage Sprinter er með tvöföldu útblástursröri meö breiðum stút. Ljósin eru í anda „gömlu" hjólanna og hlífar eru með kögri eins og landnemajakkarnir á tíma „vilta vestursins".

   Vegna afmælisins á næsta ári var mikið gert úr sögu Harley-Davidson á sýningunni í Tokyo með myndasýningum og sýningu á gömlum hjólum. -JR 

 DV
24.janúar 1998